Dregið í Meistaradeildinni

Uppfært: Við fengum krefjandi verkefni í vetur.
Liverpool fær:
Pottur 1: Atletico Madrid
Pottur 3: Porto
Pottur 4: AC Milan

Smám saman kemur mynd á þetta leiktímabil okkar. Deildin farin í gang og í gær kom í ljós að við spilum við Norwich í 32ja liða úrslitum deildarbikarsins.

Stóri drátturinn fer þó fram í dag þar sem að Liverpool verður í hattinum þegar dregið verður í riðla Meistaradeildarinnar.

Við ætlum að fylgjast með drættinum jafnóðum og hann verður kynntur í dásemdarathöfn jakkalakka á vegum UEFA. Athöfnin hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma svo að mögulega verður þetta orðið ljóst fyrir tíufréttirnar í kvöld (djók sko).

Í gær var gefið út hvernig styrkleikaröðunin lítur endanlega út.

Pottur 1 Bayern Munchen – Villareal – Chelsea – Manchester City – Lille – Sporting Lisbon – Atletico Madrid – Inter Milan

Pottur 2 Real Madrid – Barcelona – Juventus – LIVERPOOL – PSG – Sevilla – Man. United – Borussia Dortmund

Pottur 3 Porto – Ajax – Shaktar Donetsk – Leipzig – Salzburg – Benfica – Atalanta – Zenit

Pottur 4 Besiktas – Dynamo Kiev – Club Brugge – Young Boys – AC Milan – Malmö – Wolfsburg – Sheriff

Það má kannski segja að pottur tvö sé mögulega sterkari á pappírum en númer eitt í ljósi t.d. sigur Villareal í EL og titlum Lille og Inter auk þess að Portúgal fékk sæti í fyrsta potti nú í fyrsta sinn. Það er hægt að skoða alls konar myndir á riðlum, spurning hvort fólk vill nýta tímann fram að drætti til að henda inn sínum draumariðli?

Allavega, við uppfærum þráðinn þegar þetta byrjar og þá nýjustu fréttir efst!

37 Comments

  1. Minn draumariðill:

    Lille,
    Liverpool,
    Benfica,
    Malmö

    Sá versti mögulegi.

    Atletico Madrid,
    Liverpool,
    RB Leipzig,
    AC Milan

    4
  2. Ef við sleppum við Bayern og Atletico í riðlakeppninni, þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu.

    2
  3. Verður spennandi að fylgjast með.

    Sleppa við bayern, inter og a.madrid ì potti 1
    Leipzic sterkastir í potti 3 og myndi vilja sleppa við ac milan ì potti 4.

    2
  4. Draumariðill
    Sporting Lisabon – gott fyrri strákana að komast í sólina
    Liverpool
    Salzburg – miða við æfingarbúðir í austuríki væri þetta eins og tveir heimaleikir
    Malmö – auðvita vill maður okkar nágranna.

    Versti kostur(er engin martröð í ár)
    A.Madrid – þeir gera okkur lífið leitt með varnarpakka, leikara og tuddaskap
    Liverpool
    Leipzig – alltaf seigir
    Besiktast – nenni ekki Tyrklandi

    spá
    Bayern
    Liverpool
    Ajax
    Malmö

    2
  5. Riðillinn:

    Liverpool
    Atletico de Madrid
    FC Porto
    AC Milan

    3
  6. Þýðir ekkert að væla þetta er meistaradeildin og þar eru alltaf sterk lið líst bara vel á þetta drullu sterkur og skemmtilegur riðill sem við erum í !

    YNWA

    3
  7. Já sæææællll
    Þetta var svo sannarlega ekki draumariðill en verður skemmtilegur og erfiður, mig langaði að fá Ac Milan en ekki Porto eða A.Madrid.
    En það gengur ekkert að væla yfir þessu heldur bara að hlakka til að fá fleiri erfiða leiki til að spila.
    Aðalatriðið að vera í meistarardeildinni er að fá þessi stærstu lið og Ac milan og Spánarmeistarar A.Madrid falla svo sannarlega í þann flokk.
    Njótum þess.

    6
  8. Hörku riðill verða skemmtilegir leikir spenna allt til loka væntanlega.

    2
  9. Alltaf skemmtilegast að fá stóru nöfnin. Þetta er í raun algjör drauma riðill. Liverpool spilar líka best undir pressu. Gæti ekki verið sáttari með þetta.

    10
  10. Frábær riðill!!

    Eru leikdagar komnir á hreint? Ég er alltaf á leið til Milan – sama hvaða Covid takmarkanir verða í gildi!

    4
  11. Það er svo dásamlegt að sjá viðbrögð Klopp við þessu.
    Við taugaveikluð: “Þungur riðill?”
    Klopp, hlæjandi: “Þessi riðill á að vera þungur!”

    4
  12. Þetta er bara geggjaður riðill.
    Til hvers að vera í CL ef þú færð svo bara andstæðinga á Europa League level , eitthvað Villareal, Atalanta og Young Boys dæmi.
    Stutt og þægileg ferðalög og allir leikirnir verða veislur. Bring it!

    4
  13. Er ekki bara fínt að fá bara storkeiki, okkar menn alltaf bestir í þeim og munu bara halda rythma betur með að fá svona stóra leiki inná milli 3 dagana.

    3
  14. Takk fyrir þetta. Virkilega spennandi riðill og skiptir engu hverjir eru með okkar mönnum í riðli. Ef á að gera góða hluti þarf hvort sem er alltaf að mæta bestu liðunum einhverntímann og Liverpool hefur nú aldrei verið þekkt fyrir það að fara auðveldustu leiðina í átt að þeim stóra.

    4
  15. Hatur mitt á Man Utd var komið niður í 95% en með komu Fernandes og núna mögulega Ronaldo þá er það aftur komið á réttan stað. 100%

    9
  16. Ronaldo til Man utd, mbappe til Real og við erum bara ekki að gera rassgat ! Chelsea líka að klára Saul og kounde.

    Við unnum skít léleg lið burnley og norwich, menn meiga ekki ofmeta þessa sigra.
    Við vinnum ekki deildina nema við kaupum eitthvað

    3
    • Eigendurnir okkar vilja ekki vinna deildina, þeir vilja vinna ársuppgjörið.

      Eigendurnir eru ekki samkeppnishæfir við eigendur PSG, City og Chelsea.

      2
  17. Já það er þokkalegur glugginn hjá united, Varane var það sem þeim vantaði í varnarleikinn, Jadon Sancho var það sem vantaði í vængspilið og núna Ronaldo sjálfur 36 ára mættur í ensku deildina aftur.
    Einhvernveginn finnst mér eins og það gleymist alltaf hjá Liverpool að það megi versla leikmenn á sumrin.
    Við eigum 4 nothæfa leikmenn til að spila í 3 stöðum frammi og næsti maður inn er Origi.
    Ég veit ekki hvað menn eru að spá ef þeir halda að það dugi til árangurs þó að það hafi dugað áður, við erum búnir að vera rosalega heppnir með meiðsli hjá Salah, Mane og Firmino og stjórn félagsins ætlar greinilega að treysta áfram á það.

    2
    • „Næsti maður inn er Origi.” Dj. þoli ég ekki að hafa þennan vitleysing í liðinu. Það er soðinn í honum heilinn!

      Af hverju er Origi ekki tekinn út úr hópnum hjá Liverpool og bara sendur heim á launum úr því enginn vill kaupa hann?

      2
      • Klopp ætlar að nota leynivopnið Origi kexið i jan fram i feb þegar Mané og Salah fara i þessa Afriku keppni.
        Maður skilur bara ekkert i þessum glugga hja klopp og Co

        4
      • Já ekki veit maður hvernig Origi tekst að hanga þarna í liðinu þetta er í raun ótrúlegt
        afþví hann skoraði mark 2018 þá bara fær hann að vera á samning næstu 3 árin.

        3
  18. Þessi gluggi er að verða helv góður hjá shitty, celski, og utd. Liverpool er bara að dragast aftur úr, einn maður inn og kippa af leikmönnum út ! Þessi þrjú lið eru að verða talsvert sterkari en okkar hópur, tala nú ekki um ef einhverjir meiðast, eins og gerist alltaf.

    2
    • Klopp náði nú að sannfæra einn 15 ára að koma til okkar, sem er nákvælega í þeim verðklassa sem FSG eru að vinna á!!

      4
    • Stemmningin verður ekki góð ef Chelsea vinnur sannfærandi sigur á morgun. Þá verður þetta aðgerðaleysi en augljósara.

      FSG væru ekkert án Klopp.

      Ég er samt spenntur fyrir tímabilinu og hef trú á liðinu. En það er til mikils ætlast að liðið vinni titilinn.

      5
  19. Ronaldo til United já já….er þá ekki bara að kalla Luis Suarez tilbaka. Það væri svona svipað.

    3
    • Slakur.
      Ronaldo er enþa topp 3 í heiminum, suarez er þar langt fyrir aftan

      2
      • Ha?
        Suarez var lykilmaður í liði sem varð landsmeistari. Ronaldo var í liði sem rétt náði 4. sæti.

        1
  20. Átta mig ekki á gagnrýni fólks á kaupum LFC fyrir þetta tímabil, endalaust að miða við aðra. Fyrir utan Gini, þá er þetta liðið sem rúllaði upp deildini 19-20. Síðan þá er stór bæting í vörn og sókn, jafnvel miðjuni einnig með Elliot og Jones, má alveg nefna Thiago og Fab, sem lengstum var í miðverðinum, bæta má Henderson við. It is not my style myndi Klopp segja um kaup á nöfnum fyrir treyjusölu. Vissulega getur allur anskotinn gerst, meira að segja að allir haldist svona heilt yfir heilir, alla vega nái ekki þeim lægðum eins og á síðasta tímabili hvað meiðsli varðar. Vissulega verður leikurinn við Chelsea fyrsti ,,alvöru,, leikurinn, en engu að síður voru tveir fyrstu viss prófraun sem varð að yfirstíga. Verum bara róleg, liðið er megalið.

    YNWA

    12
  21. Er þetta fantasy league heilkenni nokkuð smitandi :). Hvað vantar í LFC hópinn sem vann UCL, deildina, og kom þar á undan næst á eftir City með 99 stig? Wijnaldum? Allir æðislegu leikmennirnir sem mótherjar okkar keyptu í fyrra þurfa núna að sitja á bekknum. Hvernig munu klefar þessara liða þróast yfir tímabilið þegar stjörnuleikmenn komast ekki í hóp viku eftir viku?

    Liverpool er með hörkulið. Við munum missa tvo menn í nokkra daga fyrir African Cup. En þetta er ekkert í líkingu við síðasta tímabil. Heldur einhver að RM eða Barcelona eða City eða Bayern hefðu gert betur síðasta tímabil með miðverði númer 5/6/7/8?

    Það er ekkert sjálfgefið að LFC vinni titla í ár. En mikið rosalega verður gaman að horfa á þetta lið spila á Anfield með áhorfendum. Ég hlakka til að sjá Ronaldo koma og tapa og Lukaku og Kane og Suarez.

    Axlir upp, kassann fram, rassinn inn. Rauði herinn er tilbúinn.

    12
  22. Oft skil ég ekki hvað menn vilja að liverpool kaupi, mbappe á bekkinn? Það er ekkert pláss í byrjunarliðinu.

    4
    • @Frosti

      Það er skuggalega fámennt í framlínu Liverpool. Fjórir menn, that’s it. Þar af Firmino sem hefur verið í lægð ansi lengi og Mané sem hefur ekki spilað almennilega í heilt ár.

      Ef Salah meiðist illa þá er lítið að hafa til vara. Nema auðvitað Origi, hahaha! Ef Salah og Mané meiðast báðir í einu (við skulum ekki gleyma síðasta vetri með VVD og Gomes) þá er liðið einfaldlega í djúpum skít.

      Ég er alls ekki í hópi þeirra sem eru að bíða eftir Mbappe eða Haaland en Klopp teflir á tæpasta vað ef hann kaupir ekki þokkalega góðan framlínumann fyrir veturinn.

      5
    • Það þarf engan haaland eða mbappe, enda er það aldrei möguleiki. Skoðaðu samt bara bekk celski og shitty á móti okkar bekk ! Þessi lið eru með menn sem geta breytt leikjum og unnið leiki, við ekki. EINFALT !

      3
  23. Sæl og blessuð.

    Já, Ronaldo mættur aftur til leiks og treyjurnar hafa örugglega mætt kaupverðinu, nú þegar. Svona er þetta. Það er þó alls ekki víst að Solskaer takist að stilla saman þessa dýru strengi. Til þess þarf mögulega meiri kunnáttu og kænsku en hann býr yfir. Ef okkar menn haldast heilir er von á hverju sem er.

    Það er gaman að bera saman okkar lið og svo þessa keppinauta okkar. Annars vegar er það fágun og úthugsað val á leikmönnum þar sem unnið er út frá skýrri hugmyndafræði og stefnu. Með fáeinum undantekningum hafa okkar leikmenn margfaldað virði sitt á einu eða tveimur tímabilum. Hin liðin eru með hverja stjörnuna á fætur annarri en eins og t.d. Wernerinn sýndi í fyrra þá er ekki allt gull sem glóir í þessum efnum og alls ekki víst að leikmenn passi inn í lið eða deild.

    En hvað um það – rosalega er maður nú stríðalinn og ofdrekraður – en á ekkert að koma með upphitun fyrir stórleikinn á morgun?

    Mabbaraspyr!

    2
    • Upphitun dettur inn öðru hvoru megin við miðnættið.

      6

Dregið í deildarbikar

Upphitun: Liverpool – Chelsea