Háspenna lífshætta framundan, útileikur í Meistaradeildinni til að hita upp fyrir stórleik tímabilsins á Etihad á sunnudaginn. Roy Hodgson og félagar í Watford voru afgreiddir um helgina og því búið að tía upp hreint rosalegan leik næstu helgi.
Annarsstaðar í deildinni er Everton er áfram í vandræðum, United er í verulegri brekku í baráttunni um Meistaradeildarsæti og Chelsea fékk Will Smith löðrung.
Fyrir þáttinn var undirritaður nýr samstarfssamningur við hinn goðsagnakennda Sólon Bistro Bar í Bankastræti 7A sem fagnar í haust 30 ára afmæli. Þórir Jóhanns mætti í undirritun og var með okkur í fjarveru Magga.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
MP3: Þáttur 375
Sælir félagar
Takk fyrir þáttinn piltat og gaman að fá að heyra í þessum magnaða Liverpool stuðningsmanni Þóri sem virðist eiga töluvert undir sér. Var á Selfossi seint í vetur og það var lítið um Liverpool fótbolta þar. Nú horfir allt til betri vegar 🙂
Það er nú þannig
YNWA
Þvílík forréttindi að hafa kop.is í okkar lífi!! Þetta er náttúrulega algjörlega sturlað, þáttur 375!!
Að hugsa til þess að maður sé nánast búinn að hlusta á þá alla og að líklega hafi 300 þeirra verið bölmóður yfir ástandinu. Í gegnum súrt og sætt hafið þið staðið vaktina og þjónað okkur!
Þið eruð snillingar
Snilld fyrir okkur Selfossbúa að geta farið á nyja pöbbinn og séð alla Liverpool leiki framvegis ?
Takk fyrir mig að vanda. Ómissandi hluti vikunnar að hlusta á Gullkastið.