Byrjunarliðið gegn Benfica: Trent byrjar!

Ellefu kappar eru tilbúnir að hefja leik gegn Benfica og stíga fyrsta skefið í átt að undanúrslitum Meistaradeildarinnar þetta árið:

Feykisterkt lið og mikið er gaman að sjá bekkinn hjá Liverpool og geta sagt “Vá!”

 

Hvernig er fólkið stemmt fyrir þessu?!

23 comments

  1. Ekki frá því að maður myndi treysta bekknum í þetta verkefni.

    8
  2. Nú er spennan í algleymi. Það kemur mér á óvart að Salah skuli byrja. Er ekki bekkurinn sterkari en byrjunarliðið?

    1
    1. engin ástæða til að spara besta manninn. Hann fær nægan tíma í endurheimt fyrir leikinn á sunnudag.

      2
  3. Verð að segja að mér líst skuggalega vel á þetta byrjunarlið.

    2
  4. ÞVÍLÍK sending hjá Trent holy..frábært svo hjá Diaz og finish hjá Mané

    5
  5. Trent er með bestu sendingarnar á hnettinum og Salah átti að gera betur þarna í lok fyrri en heilt yfir mjög sáttur við spilamennsku liðsins ekki yfir neinu að kvarta!

    YNWA

    5
  6. Gæti Mane hafa verið á betri stað f sendingu frá Salah, þetta er nú hópíþrótt. Annars frábær leikur hjá okkar mönnum.

    2
  7. Gott fyrir Mane og Sala að Diaz sé þarna inni á vellinum að láta þá líta vel út…. eða amk. Mane 🙂

    1
  8. Það er deginum ljósara að anfield þarf að vera trylltur í seinni leiknum.

    2

Gullkastið – Risa mánuður, Risa vika, RISA leikur

Benfica – Liverpool 1-3