Tilfinningin fyrir leik er að þetta verður hörku leikur. Þeir eru skipulagðir og vilja sækja hratt en við höfum oft lent í vandræðum með svoleiðis lið. Þetta eru tvö lið sem hafa verið dugleg að fá á sig mörk að fyrra bragði undanfarið og verður fróðlegt að sjá hvor liðið heldur því áfram í dag(þetta er skrifað fyrir leik).
Fyrri hálfleikur.
2 mín – Nunez með gott skot en það er vel varið
6 mín – Nunez með skot fram hjá eftir flotta Trent sendingu.
11 mín – Salah skorar flott mark eftir gott spil. Andy finnur Nunez inn í teig sem leggur hann á Salah sem klárar glæsilega 0-1 Liverpool.
15 mín – Við vorum stálheppnir það kemur fyrirgjöf sem fer í Alisson og í stöngina.
39 mín – Salah skorar eftir að Dier klúðrar sendingu(skalla) til baka. 0-2 Liverpool
42 mín – Firmino blokkar sendingu frá Loris og skapaðist smá hætta
Við byrjuðum betur en eftir markið en Tottenham átti smá kafla þar sem þeir virkuðu hættulegir og svo fannst mér við ná aftur stjórn á leiknum undrr lok hálfleiksins.
Í sambandi við frammistöðu leikmanna þá finnst manni Salah vera mjög sprækur, Thiago/Fabinho traustir á miðsvæðinu og Trent góður sóknarlega en eins og svo oft áður á í basli varnarlega og maður lætur ekki Perisic slátra manni í sprettinum.
Staðan er s.s 0-2 fyrir okkur og þurfum við að vera skynsamir núna. Tottenham munu færa liðið sitt framar og þurfum við að vera tilbúnir að nýtta okkur það sóknarlega en samt númer 1,2 og 3 að passa varnarleikinn og ekki fá á okkur mark strax í síðari. Ná að kæfa aðeins leikinn og spurning um hvort að Klopp hendir inn á Hendo fyrir Elliott síðustu 30 mín til að þétta þetta meir.
Síðari hálfleikur
48 mín Dier á skalla sem Alisson ver vel
49 mín Pericis í dauðafæri en skýtur í slána af stuttu færi – Ætlum við ekki að mæta til leiks?
50 mín Dier á skot/fyrirgjöf sem Alisson slær í horn
54 mín Salah með gott skot færi en nær ekki krafti og Loris ver auðveldlega
55 mín Alisson sofnaði aðeins og Kane næstum því búinn að stela af honum boltanum.
57 mín Nunez í góðu skot færi en nær ekki góðu skoti
68 mín Kane með skalla rétt fram hjá – Við virkum sprungnir afhverju skiptir hann ekki?
70 mín Kane skorar flott mark með Konate alveg í sér úr smá þröngu færi. 1-2 Tottenham mark
74 mín skiptin Loksins gerði Klopp eitthvað og Hendo/Jones koma með ferskar fætur fyrir Firmino/Elliott
79 mín Lenglet skalli rétt yfir eftir horn – Sá sem var að lýsa leiknum var búinn að nefna það í öllum hornspyrnum Tottenham að við höfum ekki fengið mark á okkur eftir hornspyrnu(hann er að reyna að jinxa þetta)
82 mín Nunez með skot í slá en líklega var hann rangur
83 mín Bentacure með skalla sem Alisson ver
87 mín Nunez út fyrir Gomez – Klopp kominn í 5-4-1 og er Gomez að fara að hjálpa Trent sem hefur verið í basli varnarlega.
89 mín Við vorum stálheppnir en boltinn fór rétt fram hjá markinu eftir fyrir gjöf.
92 mín Salah út fyrir Ox – Drepa tíma og fá einn ferskan til að djöflast þarna frammi
Þetta var mjög erfiður síðari hálfleikur þar sem heimamenn voru einfaldlega miklu betri. Við tókum varla þátt fyrstu 10 mín í síðari þar sem Tottenham mark lá í loftinu og eftir það þá fannst mér við hleypa þessu í allt of opinn leik þar sem liðinn voru að sækja markanna á milli og þar sem heimamenn voru líklegri til að skora. Ég skil ekki af hverju við náum ekki að stjórna þessu betur og ná meiri tök á leiknum.
Við virkuðum alveg sprungnir á miðsvæðinu þegar Tottenham nær að skora og skildi maður ekkert í Klopp að hafa ekki hent Hendo inn á fyrr til að fá smá ferskar fætur á miðsvæðið en síðustu 20 mín eftir markið þá vorum við nánast í nauðvörn allan tíman og rétt héldum þetta út.
Það er samt mikil styrkur að geta pakkað í vörn á loka kaflanum og náð að halda þetta út en þetta eru verið mikil veikleiki hjá okkur að klára svona stöður þar sem við eru lagari aðilinn og þurfum að treysta á vörnina.
Þetta var samt ótrúlega sætur sigur í kafla skiptum leik. Við vorum betri en þeir í fyrri en þeir voru miklu betri í þeim síðari. Þetta er erfiður útivöllur og að næla í 3 stig eftir drulluna á móti Forest og Leeds er virkilega mikilvægt fyrir sálina og ég tala nú ekki um stöðutöfluna en Tottenham eru eitt af þeim liðum sem við þurfum að komast fram úr ef við ætlum okkur að næla í meistaradeildarsæti. Við erum 7 stigum frá meistaradeildarsæti eins og er en Tottenham situr í því sæti en við eigum leik inni.
Frammistaða leikmanna
Alisson var mjög traustur, Konate/Van Dijk skiluðu sínu en það er virkilega gott að Konate er mættur á svæðið, Andy var traustur í bakverðinum en Trent átti Trent leik þar sem hann var sterkur sóknarlega með geggjaðar sendingar en átt í vandræðum varnarlega. Fabinho/Thiago voru nokkuð solid á miðsvæðinu en það dróg af þeim eftir því sem leið á leikinn. Elliott átti ágæta spretti en hjálpar lítið varnarlega og sóknarlínan okkar náði ágætlega saman í dag þar sem Nunez var kraftmikil, Firmino átti nokkur ágæt tilþrif í fyrri hálfleik en maður leiksins fyrir mér er Mo Salah með tvö flott mörk(Alisson næst bestur).
Hendo/Jones skiptinn hefði mátt koma fyrr en þeir komu með smá kraft á miðsvæðið en maður var virkilega sáttur við Klopp þegar hann setti Gomez inn fyrir Nunez til að reyna að loka þessu í restina.
Næst á dagskrá er leikur í deildarbikar gegn Derby áður en við fáum Southampton í heimsókn næstu helgi og svo kemur HM pása.
YNWA – Þetta var ekki besta frammistaðan í dag en djöfull var gott að næla í þessi 3 stig.
Við verðum að nýta þessi færi. Salah gæti verið komin með 4 mörk. Verðum að bæta við !
Konate maður leiksins. Vá hvað hann er mikið efni!
Höfum saknað hans mest af öllum….
Virkilega ánægjulegt að taka þessi 3 stig þetta var leikur á báða bóga við vorum betra liðið í fyrri og Tottenham voru betri í þeim seinni.
Mikilvæg stig í hús og verða fylgja þessu eftir gegn Southampton í síðasta leik fyrir HM.
Salah er að sjáflsögðu maður leiksins
YNWA
Eitt skréf í einu í átt að sjálfstrausti.
Nú verðum við að viðhalda þessu gegn Saints heima og vinna vel í málunum í HM fríinu.
Og koma til baka eins og Liverpool er og taka eitt af topp 4.
Þetta var svo sætt og falleg!!!!
Herre gud hvað þetta var erfiður seinni hálfleikur og sigurinn þeimur bragðbetri!
Velkomin þrjú stig á erfiðum útivelli.
YNWA
Rosalega sterkur sigur á gríðarlega erfiðu liðu spurs,
3 stig sem við þurftum svo sannarlega á að halda.
Konate og Salah menn leiksins.
Úff, Það hafðist.
Úff þessi seinnihálfleikur, ég veit ekki hvor okkar var stressaðir ég eða herra Klopp.
Var þetta önnur eða þriðja stoðsendingin frá Alisson á þessu tímabili?
fær hana varla skráða,, þar sem Dier skallar til baka.
Frábær útisigur gegn sterku Spurs liði. Salah er kominn í gang, Nunez að spila vel og Konate – gæði.. Svo stessaður í seinni, gat ekki horft, kláraði að setja upp 2 Pax skápa, geggjað, phew!!
Góður sigur en við vorum heppnir að vinna . Er það bara ég eða finnst fleirum að Trent sé ekki nógu fljótur að hlaupa,hann var skilinn eftir aftur og aftur og þá hrindir hann oft soknarmanninum og í dag var hann heppinn að fá ekki á sig viti. Svo er það miðjan, hún er bara ekki nógu góð og allt of hæg . En vonandi koma nýir menn þar inn í janúar, og ég væri til í Tellimans og Maddison frá Leicester sem báðir geta skorað fyrir utan teig og það er eitthvað sem okkar menn þurfa. Og svo vil ég bara óska Jörgen Klopp til hamingju með það að vers orðinn heiðursborgari í Liverpool. Hann a það sannarlega skilið.
Góður sigur á sterku liði!
við verðum samt að hafa í huga að það vantaði þeirra mikilvægasta mann Son Heung-min
Tellimans og Maddison ég veit ekki, ég myndi setja markið hærra og fara eftir Sergej Milinkovic-Savic hjá Lazio og Bruno Guimaraes hjá Newcastle
Verður að hafa í huga að okkur vantaði Diaz, Jita ofl mikilvæga menn.
Við eigum bara svo mikið inni. Ég er alveg hlandviss um að við munum stefna hraðbyrði á topp fjögur og þegar blóðbragðið er komið á tennurnar okkar þá munum við ekkert snúa aftur. A sama tíma eru lið að spila yfir getu eins og manhjúdd, reyndar ekki í dag. Sem sagt fullkomin helgi núna fyrir utan gjöfina sem sá brúni fékk á móti fúlham.
vissulega er þetta bara spurning um 3-4 sæti í deildinni.
En Það eru 3 bikarar í boði.
Við verðum meistarar í vor með 85 stig.
Flottur leikur hjá okkur mönnunum.
Mikið lifandis skelfingar ósköp var gott að vinna útileik og kominn tími til!
Loksins er Mo að hitna. Þegar hann kemst í sitt besta form þá verður hátíð í bæ og markaterta! Sama með Konaté. Hann er Mr. Cool. Rosalega er gott að fá hann aftur í liðið.
Mér stóð samt ekki á sama um það hvað Tottenham komst nálægt því að éta tveggja marka forskotið okkar. Alls ekki góður seinni hálfleikur.
Í fyrra hugsaði ég með mér að Firmino væri kominn á það stig að vera ekki meira en 60-70 mínútna maður og allt í lagi með það en nú spilar hann 90 trekk í trekk, þó ekki í dag. Getur hann það? Hann missti allt of marga bolta í dag. Og Jones er ekki minn maður, verður ekki héðan af. Hvar er Carvalho? Má óska eftir EINUM miðjumanni sem getur skotið utan teigs?
Farvel Ox og Keïta. Þetta er búið að vera leiðinlegt einum of lengi. Það vantar bara tvo miðjumenn, alveg sama hvernig á það er litið. Hendó er á útleið og Elliott er enginn arftaki hans, amk. ekki í varnarvinnunni.
Að lokum: Komdu aftur sem fyrst, Lucho Diaz! Þar er leikmaður sem ég fíla í botn.
Up the Reds!
Óþarflega mikið miðjuröfl í mér, sorrí með það.
En djöfull var gott að vinna þenna leik!
Sælir félagar
Mikið helv . . . var gott að vinna þennan leik og tengja loksins saman tvo vinningsleiki í deildinni.
Það er nú þannig
YNWA
Hvernig erum við loksins búnir að tengja saman tvo vinningsleiki í deildinni með þessum sigri ?
Southampton næst
Jæja… síðbúin hefnd?
https://www.thisisanfield.com/2022/11/liverpool-drawn-to-play-real-madrid-in-champions-league-last-16/
LIVERPOOL – REAL MADRID
Rosalega erfið fæðing en virkilega sterkur sigur.
Fyrri hálflekur með því betra sem liðið hefur sýnt í vetur.
Vel gert.