Real í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Þá er búið að draga í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Óhætt að segja að verkefnið verði líklega ekki stærra, því það verða Real Madrid sem verða andstæðingar Liverpool. Fyrri leikurinn verður á Anfield, og sá seinni í Madríd.

Það eru blendnar tilfinningar gagnvart þessu, auðvitað væri gaman að vinna helvítin og jafna örlítið leikana síðan í vor, en það er bara meira en að segja það. Óhætt að segja að Liverpool þarf að eiga topp leiki í 180+ mínútur.

Þá er bara ekkert annað í boði en að eiga tvo topp leiki!

(og svo 5 topp leiki til viðbótar í framhaldi af því í Meistaradeildinni…)

7 Comments

  1. Gat ekki verið verra en samt……. ég treysti á að Liverpool styrki miðjuna “big time” í janúar og verði búnir að endurheimta “týnda leikmenn” eftir áramótin. Það er kominn tími á að jarða Madrídinga eftir allt sem á undan er gengið!

    7
  2. Er erfiða leiðin ekki alltaf okkar leið?
    Ef menn geta ekki gírað sig upp í þessa leiki þá er eitthvað að!

    4
  3. Betra að fá real heldur en bayern. Það er samt langur tími fram að þessum leikjum, getur margt gerst og við eigum eftir að fá menn tilbaka úr meiðslum, kannski líka versla eins og 1-2 leikmenn.
    Ég vill bara ná fram hefndum og senda slá þetta drasl út úr keppninni.

    4
  4. Mjög erfitt, seinni hefði mátt vera á Anfield. Höfum margoft unnið kraftaverk í seinni á heimavelli.

    Er nett stressaður með þetta.

    1
    • það var aldrei í boði að síðari hefði verið á Anfield því að við lentum í 2.sæti í riðlinum okkar.

      1
  5. Ég er mjög spenntur fyrir þessu Real verkefni.
    Mér langar að sjá hvernig strákarnir takast á við þetta verkefni eftir að hafa tapað tvisvar fyrir þeim í úrslitaleik meistaradeildar.
    Real er frábært lið en það erum við líka og verður þetta 50/50 viðureign sem ég held að við klárum og það mun gefa okkur mikið sjálfstraust að komast yfir þessa hindrun.

    5

Tottenham – Liverpool 1-2

Liverpool til sölu!!!