Það er HM í gangi og því lítið að frétta af Liverpool. Nunez er reyndar á heimleið en Van Dijk ætla að vera aðeins lengur og er farinn með Holland í 8.liða úrslit. Við á kop.is erum samt ekkert hættir að hugsa um Liverpool og ef það er ekkert að gerast í núinu þá kíkjum við aðeins í smá nostalgíu en samt aðeins 3 ár aftur í tíman.
2.des 2018
Liverpool – Everton að spila í deildinni og virtust þeir bláu ætla að ná jafntefli gegn sjóðheitum Liverpool mönnum.
Þá gerðist þetta hérna.
Ég hef haldið með Liverpool í mörg ár en þetta er klárlega á top 10 listanum yfir ánægjulegustu mörk sem Liverpool hefur skorað.
Hey hver ætli topp 10 ánægjulegustu mörkin sem ég hef upplifað með Liverpool? Látum okkur sjá
Random raðað.
Gerrard vs West Ham í FA Cup 2006
Origi vs Barcelona 2019( Trent hornið)
Gerrard vs Olympiakos 2005
Origi vs Everton 2018
Rush vs Everton 1989 FA Cup final(Mark 2 hjá honum)
Salah vs Man utd 2020 Þarna fannst mér titilinn vera að koma heim
Alisson vs WBA 2021 markvörður að skora á síðustu sek og bjarga tímabilinu okkar.
Collymore vs Newcastle 1996 4-3 sigur og mark á loka sek. Geggjað moment
Garcia vs Chelsea 2005 – Draugamarkið
McAllister vs Everton 2001 – Aukaspyrnu markið á loka mín í 3-2 sigri manni færri á útivelli í mikilvægum leik
Ég gæti verið að gleyma einhverjum stórum en þessi komu strax upp í hugan
YNWA – 23 dagar í næsta alvöru Liverpool leik en eina sem ég bið um er að strákarnir á HM koma heilir heim(7,9,13)
Takk fyrir þetta, Sigurður. Þvílík nostalgía þetta mark Origi gegn Everton og mjög verðugur topp 10 listi sem þú kemur með í kjölfarið.
Sá eitt af mínum uppáhalds Liverpoolmörkum í beinni gegn Arsenal árið 1988. Man að ég stóð upp úr sófanum, hélt um höfuðið og gapti eftir þessi tilþrif hjá Steve McMahon. 🙂 https://youtu.be/Km_LiiUMmxI