Heimsmeistaramótið í Katar er í hámarki núna og stutt í að fulltrúar Liverpool fari að skila sér heim einn af öðrum af því móti. Fórum yfir það helsta af mótinu og því sem er í gangi um þessar mundir hjá okkar mönnun. Liverpool er komið til Dubai núna að hefja undirbúning fyrir seinni hálfleik mótsins.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull Húsasmiðjan Sólon Jói Útherji Ögurverk ehf
MP3: Þáttur 406
Sæl og blessuð.
Takk fyrir þáttinn. Það var vissulega hátíðlegt að Maggi skyldi tala ofan í Macintosh-dós, en óskýrt var það á köflum.
Annars bara lofsvert að halda þessu úti meðan liðið okkar ástkæra spilar ekki neitt. Vel gert.
Það er búið að taka hérumbil allar karamellurnar úr Makkintosinu, þess vegna er sándið orðið svona vont.
Elska ykkur strákar en maður er farinn að hlusta sjaldnar og sjaldnar útaf hljóðgæðum. Hlustaði í 60sec og hljóðið virkilega vont, gafst bara upp, sorry.
Afsakið með hljóðið í síðasta þætti, erum að reyna leysa þetta.
Henderson og Konate einu Liverpool mennirnir eftir á HM (Trent líka en fær ekki varla spila), fyrir LFC væri best að England dytti út í kvöld til að fá Hendo og Trent heim.