Liðið gegn Úlfunum í bikarnum

Verður þetta liðið sem spyrnir sér frá botninum og byrjar endurreisn Klopp árið 2023? Bjartsýnin er nú ekkert að drepa mann. En auðvitað mun maður horfa og vonast jafnframt eftir öðrum úrslitum en um helgina.

Svona stillir Klopp upp í kvöld á Molineux vellinum:

Bekkur: Alisson, Matip, Nat, Robbo, Jones, Fabinho, Ox, Salah, Doak

Semsagt: alveg sæmilega sterkt lið, en vantar Hendo, Nunez, Trent o.fl. í hóp.

Fáum við viðspyrnu?

KOMA SVO!!!!

27 Comments

  1. Afhverju endalaust 4-3-3 og það á útivelli? Hefur það gengið vel undanfarið? Eru Carvalho og Elliott að spila í sínum uppáhalds stöðum?

    Ok, kemur í ljós í kvöld!

    1
    • Ég ætla reyndar alls ekkert að fullyrða að þetta sé 4-3-3, ég er bara með sömu upplýsingar og aðrir. Kannski er hann að spila 4-4-2 tígulmiðju sem dæmi, eða 4-1-4-1 eða eitthvað.

      2
      • Þú ert með þetta Daníel, nákvæmlega sett svona upp hjá Klopp. So far, so good. :0)

        1
  2. Enginn skaði, erum við komnir þangað að það sé enginn skaði fyrir stórlið Luverpool að detta út úr FA-bikarnum??!!??

    3
  3. Ég ætla bara ekki að vera sammála þessu ,, Enginn skaði þó við dettum út ,,.

    5
  4. Jæja, hvað sagði ég ekki? Setja ábyrgðina á ungu mennina. Frábært hjá Elliott!

    4
  5. Þurfum ekki miðjumann. Erum með einn í Bajcetic. Þessi strákur verður að fá fleiri mín.

    5
  6. Er ekki kominn tími á Henderson. Hann er alltaf meiddur og virðist þola nokkrar mínútur þá verður hann að fá hvíld. Það verður þokkaleg hreinsun næsta sumar. Auk þess vonandi nýir eigendur.

    2
  7. Elliott búinn að sýna Salah hvernig á að nota stöðuna á hægri kantinum – spila fótbolta – en ekki vera að telja uppúr veskinu sínu. Og Milner gamli búinn að vera grjótþéttur í horninu, sem annars alltaf lekur þegar Trent er að horfa á hina strákana reyna að verjast. Almennt er miklu meiri spilakraftur í liðinu heldur en undanfarið, með örfáum undantekningum. Tsimikas má fara útaf og Gakpo er ekki búinn að átta sig ennþá, en það kemur.

    5
  8. Elliott nýtist mun betur úti á kanti.

    Bajcetic góður.

    Er kannski metra að hafa Milner sem öskrar menn áfram þarna í bakverðinum heldur en hæfileikaríkan en áhugalausan Trent?

    Vil sjá meira frá nýja manninum Gakpo. Virðist mjög passívur. Nunez væri búinn að láta finna vel fyrir sér.

    7
  9. Bajcetic lítur vel út ..hann átti 1 slaka sendingu en að öðru leiti hefur þessi drengur verið að heilla mann.
    Hvað er í gangi þegar að eh 19 ára guttar eru að líta betur út en senior players okkar ?
    Carvalho og Elliot báðir sprækir.
    Þetta er ekki búið en þessi fyrri hálfleikur þeir voru að spila fínan bolta.
    Það má klára þetta í seinni maður yrði alveg sáttur við það.

    10
  10. Sæl og blessuð.

    Þetta lítur satt að segja miklu betur út. Krafturinn meiri. Gakpo á eðlilega langt í land með að komast inn í taktinn. Finnst hann hafa verið sístur – en yfir það heila er ég sáttur við fyrri hálfleikinn.

    6
  11. Keita reyndar er í harðri samkeppni … hann virðist vera alveg búinn á því.

    Liðið berst ágætlega en ég held það ætti svo að fara að fá nýja fætur inn.

    Konate búinn að vera flottur.

    5
  12. Bajcetic er heldur betur að hitna. Frábær kostur í stöðuna hans Fabinho.

    12

Gullkastið – Ömurleg íþróttahelgi

Wolves – Liverpool 0-1