Gullkastið – Janúar!

Það er ekki nýtt að Liverpool gangi illa í janúar og það breytist lítið í síðustu viku. Sigurleikur þó í auka leiknum gegn Wolves í 64-liða úrslitum FA Cup og steindautt 0-0 jafntefli í pirrandi leik á Anfield gegn glænýju liði Chelsea. Það fer eftir því hvort glasið er hálf fullt eða hálf tómt hvort það hafi verið batamerki greinanleg á leik liðsins.

Skoðum það helsta út deildinni almennt og næstu verkefni

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 413

4 Comments

  1. Í ljósi þess að Klopp endurnýjaði samninginn síðastliðið vor, mikið til vegna þess að hann sá fyrir sér að þurfa að endurnýja liðið (sjá https://www.thisisanfield.com/2023/01/jurgen-klopp-admits-he-signed-new-deal-to-fulfil-necessary-rebuild-at-liverpool/), þá finnst mér svekkjandi að endurnýjunin hafi ekki orðið hraðari en raun ber vitni.
    Hins vegar er ég nokkuð viss um að Klopp muni skila af sér góðu búi ef hann nær að klára samninginn (2026).

    6
    • FSG eru flöskuhálsinn fyrir þeirri endurnýjun sem þarf að eiga sér stað.
      Til þess að Jurgen Klopp geti skilað af sér góðu búi þarf Liverpool Fc nýja eigendur.

      FSG out og það STRAX!

      4
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn hann er fínn að venu og alltaf gaman að heyra Liverpool menn ræða af skynsemi og hreinskilni um liðið okkar. Það er svo sem engu við að bæta þar sem þið fóruð yfir flesta- ef ekki alla þætti málsins; “gengi Liverpool”. Það er samt eitt sem ég hefi áhuga á að vita. Hafið þið einhvers staðar séð haldbærar skýringar á fleiri ára meiðsla krísu liðsins. Ég veit að margir utan lands og innan hafa rætt þetta og bent á hvað þetta er einkennilegt og beinlínis “krípi” dæmi. En skýringar eru engar nema getgátur.

    Umræður ykkar um leikmenn eru hreinskilnar og koma ekki til af góðu. Endalaus meiðslasaga manna sem samið er við aftur þrátt fyrir söguna. Mér persónulega finnst alger nauðsyn að fá amk. einn leikmann á miðjuna núna í janúar og þá meina ég leikmann sem er heill og án meiðslasögu og getur hlaupið djöfulinn ráðalausan. Í sumar þarf svo að taka verulega til í hópnum og þó mest á miðjunni. Mér sýnist af hreinræktuðum miðjumönnum standi enginn undir nafni nema Thiago eins og er og er hann þó meiðslapési en leggur sig alltaf allan í leikinn og er frábær í fótbolta. En hvað veit ég sosum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    FSG out og það strax.

    8
    • Mér hefur fundist að vandamálið við öll þessi meiðsli vera endalaus kaup á postulín vösum!
      Við eru alltaf að kaupa og líka stundum að fá lánaða menn með meiðslasögu!

      Ég er nokkuð viss um það að salan á Philippe Couthino var lykillinn að þeim góðu árum sem færðu okkur Úrvaldsdeildarmeistara titilinn og Meistaradeildar titilinn sem við unnum. Galdurinn af þessum góða árangri voru kaupin á van Dijk og Alisson Becker.

      Af hverju annskotanum vorum við að fá þennan Arthur Melo lánaðan í haust, hann hafði nánast ekkert verið að spila fyrir AC Milan á síðasta tímabili vegna meiðsla, þetta er greinilega gert í einhverjum panik. Menn hefðu átt að vita það í vor að það þurfti að styrkja miðjuna og losa út svona kalla eins og OX og Keita. Ég er á því að við skulum halda Klopp ég skrifa þetta hrun sem nú er í gangi algjörlega á FSG. Þeir eru MÖRGUM númerum of litlir til að eiga Liverpool FC. Undir fjársterkari eigendum værum við að semja við kalla eins og Mbappe og Bellingham í stað Ben Davies eða Arthur Melo.

      Eins og staðan er akkurat á liðinu núna er hún eins og hún var haustið þegar Brendan Rodgers var rekinn. Í stað þess að hamra járnið meðan það var heitt héldu FSG að sér höndum í stað þess að styrkja og endurnýja mannskapinn.

      FSG out og það STRAX!

      3

Ekki lengur gáfaðari en andstæðingurinn

8 liða úrslit í Continental bikarnum hjá stelpunum – West Ham mæta