Mjög einfalt: sama lið og gegn Newcastle um helgina. Fleiri á bekknum samt:
Bekkur: Kelleher, Adrian, Matip, Tsimikas, Milner, Jones, Keita, Ox, Carvalho, Elliott, Bobby, Jota
Meiðslin hjá Nunez á laugardaginn reyndust sem betur fer ekki vera alvarlegri en svo að hann byrjar í kvöld. Þá er Bajcetic núna yngsti leikmaður í sögu Liverpool til að byrja leik í meistaradeildinni. Geri aðrir betur! Ég ætla að veðja á að fáir hafi séð þetta fyrir síðasta sumar, hvað þá fyrir ári síðan eða svo. Undirritaður er a.m.k. ekki svo getspakur.
Real kynntu sitt lið aðeins fyrr, auðvitað kom í ljós að Kroos var svo leikfær eftir allt saman og flaug til móts við liðið, en byrjar reyndar bara á bekk.
Nú væri alveg gaman að fara að vinna þessa hvítklæddu.
KOMASO!!!
Já komin tími á sigur gegn Real núna, liðið er sterkt og bekkurinn alltaf að vera betri og betri.
Við verðum að eiga algjöran toppleik í kvöld ef við eigum að eiga séns á sigri.
Spái okkur 3-1 sigri
ÞETTA ER ÞAÐ SEM VIÐ FOKKING LIFUM FYRIR!
Fulla ferð áfram!!!
ynwa!!!
Vinnum þetta 5:0 salah verður í stuði með þrennu.
Er einhver með stream?
https://footybite.to/Liverpool-vs-Real-Madrid/4590
NUNEZ !
Hljóðið í útsendingunni hjá mér er aðeins á undan myndinni því Gummi Ben kallaði markið hjá Darwin áður en hann hafði spyrnt á skjánum … en þetta verður og má halda svona áfram!! YNWA!
SALAH !!!!!!!!!
úff… þessi vini jr. Það var ekki hægt að stöðva þennan bolta…
RM baneitraðir. Hafa oft lent undir og komið til baka í blálokin.
Ó mæ god, hvar eru sprengitöflurnar mínar!?
Er ekki hægt að kaupa þennan vinicius junior… aðeins of góður
ónei. Alisson. Karius í báðum mörkum.
Afhverju!!!!!!!!!!
Alisson úff
Eina ferðina enn, Allison.
þetta er bara orðið fyndið að horfa á þetta lið, eru ekki að fara vinna Real á sínum heimavelli með svona spilamensku.
ok fimmta markið sem þessi dúddi skorar gegn okkur
Ef við vinnum ekki þetta lið á þessum tíma og í þessu ástandi, eigum við ekkert áfram að gera.
Stórskemmtilegur leikur , algjört PINGPONG fram og til baka, Ali með mjög góðar vörslur og svo algjöra skitu, Jota inn á 60 mín og setur tvö kvikindi, leikurinn fer 4-3
Þetta er skemmtun fyrir allan peninginn.
Þetta er náttúrulega frábær skemmtun þessi leikur. Barátta, spil, mistök, mörk. Fótbolti eins og hann gerist bestur.
Sælir félagar
Mér er alveg sama hvað Alisson á mikla innistæðu. Svona helvítis fíflagangur er ófyrirgefanlegur. Þetta gersamlega búið að eyðileggja leikinn. Djöfullinn bara
Nakvæmlega, djöfullinn bara
þú ert svo súr lúser sigkarl
Gríðarleg átök. RM er auðvitað á öðru plani. Maður vissi alltaf að kálið væri ekki sopið og allt það – en hrikalega svekkjandi að gefa þeim þetta mark (eins og það var gaman hinum megin).
Miðjan hjá báðum liðum er ekki að verjast mikið. Endalausar sóknir.
Alisson ?
Þetta er bara eins spennandi og skemmtilegur leikur og þeir gerast. Þetta endar með sigri okkar en ó mæ hod hvað þetta er gaman.
Þessi þráður er eins og kommentakerfið á Útvarpi Sögu, allt að drukkna í tuði
1-1 í gefnum mörkum og 1-1 í flottum mörkum.
Darwin að eiga flottan leik, Robbo sprækur líka, nóg eftir.
Áfram gakk YNWA
Móri
Svona eiga leikir að vera frábær skemmtun….við verðum betri i seinnihálfleik og vinnum hann…
Okkar menn eru búnir að gefa allt í þetta og það var skita frá báðum markmönnum.
Þetta er enn í okkar höndum bara klára þetta í seinni ekkert kjaftæði þetta er ekki búið !
Af hverju í andskotanum beina þeir mr. Jr ekki á vinstri fótinn!!! Þessi fjandans varnarleikur hjá Gomez í fyrra markinu og sloppy sending til baka í seinna en auðvitað á Alison að gera betur.
Sendingin var alls ekki sloppy, bara mistök hjá Alisson
Foucking helvitis Comez
Þetta mark skrifast alls ekki á Gomez, hreyfingin átti sér stað fyrir aftan hann.
Hreyfingin atti ser a stað fyrir aftann hann.
Ertu playstaton?
Hann keyrir i manninn ljosari of seint
Hvenær ætla menn að fara átta sig á getu Gomez.
Ha ha ha Liverpool í hnotskurn 2023.
Sorrý en við erum ekki nógu góðir fyrir þetta RM lið. Magnað að skora þessi tvö mörk en nú eru þeir með leikinni í höndum sínum.
Enn ein ruglframmistaðan gegn þessum hvítliðum.
Ég set meira spurningarmerki við hvernig RM fara að því að gíra sig upp í þessum leikjum gegn Liverpool. Þeir eiga oftar en ekki einn sinn besta leik gegn Liverpool.
tja þeir fóru nú ekki auðvelda leið í úrslitin síðast. Unnu hvert stórliðið á fætur öðru á undraverðan hátt.
En þeirra stærsti árangur í einstaka leik var að vinna Liverpool.
Af hverju er þetta ekki víti?
jæja benzema þurfti auðvitað að fá að skora með viðkomu í leikmanninum sem var að fá viðbótar fimm ára samning.
Er hægt að taka skortstöðu í Gomez áður en hann verður gefinn?
Foucking helvitis Comez X2
Er þetta ekki komið gott með Comes kallinn ?
Ætli við sjáum ekki fljótlega Keita, Jones, Milner og Ox koma inn á til að bjarga þessu.
Verði þeim að góðu sem ætla að taka sína gremju út á Gomez. Það er að mér finnst, barnaleg og einföld sýn.
Ert þú að horfa á einhvern annann leik enn við
Vona það, óska engum þess að horfa á það sem ég er að verða vitni að. En Gomez er ekki að tapa þeim leik upp á sitt einsdæmi.
reka klopp strax.
Hefði viljað slá þig fyrir klukkutíma 🙂 en stend á gati núna og veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga. 2-5 og xG RM er 1,66 ???
jæja. klassamunur á þessum tveimur liðum. Það þarf ekki frekari vitnanna við.
Hvað segja menn núna um Flopp.
Meðferðin á okkur aðdáendum. Vekja manni þvílíkar vonir og svo koma þessi mörk á færibandi. Það fyrsta var sannarlega óverjandi. En það var eiginlega óverjandi að fá hin mörkin á sig. Hvert öðru klaufskara.
Ég er hættur að horfa á þennan leik. Ég hefi annað og betra við tíma minn að gera en horfa á aumingja í rauðum búningum spila fótbolta
Mikið er gott að losna við þig antipool
Afhverju ertu að eyða tíma þínum í að tuða um aumingjana sem þú ekki nennir að horfa á….
Tuðkarl!
Það er nú þannig.
það var að losna pláss í Hveragerði. Bókaðu strax.
Það er víst alltaf næsta season
Ef einhver verður ekki rekinn eftir þetta þá er eitthvað að!
Jæja erum við þá að detta út úr meistaradeildinni líka og allir voða sáttir við Klopp og liðið núna eða hvað, neibb sorry en Klopp er búin á því og hans dagar eru liðnir með Liverpool.
Dagar Klopp eru ekki liðnir hann á 3 ár eftir sem betur fer !!!!!!!!
Hvað á Sigkarl þá að gera næstu þrjú árin? Hann endist ekki svo lengi í Hveragerði.
Ertu haldin sjálfspíningarhvöt Dalglish finst þér gaman að horfa á lið tapa fótbolta?
Skömm af þessu.Góðar fyrstu 20 min svo búið.
Ég sé nú ljósan punkt í þessari skitu, hann heitir Stefan Bajcetic.
Mér er flökurt.
Í Guðana bænum farðu ekki að æla hér !!!
Það var samt gott að fá Matip og Milner inn á til þess að verja stöðuna.
Þetta lið getur ekki neitt því miður
Hvar eru pollýönnunar sem spáðu sigri í þessum leik ?
Kv
Það eru þeir sem ekki vilja hrófla við Klopp. Þeir kunna að njóta, vel og lengi á fyrri árangri, sem er vel.
Á hvað er ég að horfa, 5 mörk!!!
En Madur má sjálfsagt ekki vera of nekvæður . Þá fær maður alla rétttrúnaðarkirkjuna og hina sönnu fylgjendur LFC yfir sig sem beigja sig í duftið fyrir FSG
FSH out nauðugir eða viljugir
Eiga ekki skilið að eiga klúbbinn minn
Kv
L
FSG eru gott fólk sem vilja Liverpool vel og munu gera það strax í sumar og næstu ár
Jæja, Liverpool gaf Real leik, allavega í byrjun, enn svo fór þetta að líta út eins og búast mátti við.
Enn hvað um það, nú geta þeir sem eru ánægðir með eignarhald FSG horft fram á bjartari tíma eftir að FSG hættu við að selja, því þeir eiga svo sannarleg eftir að leggja mikinn pening til leikmannamála í sumar eins og þeir hafa alltaf gert þegar það hefur hallað undan fæti hjá liðinu.
FSG out og það STRAX!
Það má náttúrulega ekki gagnrýna Klopp hér, en bendi á að þetta er stærsta tap Liverpool í evrópu á heimavelli… en hvað veit ég, bara búinn að fylgja þessu liði í ca 46 ár
Er Klopp eitthvað heilaskertur? 2-0 yfir og það á bara að halda áfram sama plani no matter what. Eru hann og Gummi Gumm bræður? Þetta skrifast algjörlega á hann og hans þrjósku og hann getur bara engan veginn brugðist við neinu. Maður sér svo augljóslega hvað hann er orðinn clueless á hliðarlínunni að hálfa væri nóg. Hættum þessari meðvirkni for crying out loud. Gamli er búinn og útbrunninn og áfram gakk.