Mjög breytt lið í dag þar sem Harvey Elliott fær ekki byrjunarliðssæti á afmælisdaginn en það er langt frá því að vera stærstu fréttirnar. Van Dijk frá vegna veikinda og Trent, Robertson og Salah eru á bekknum. Konate því eini varnarmaðurinn heldur sæti sínu í liðinu frá því gegn City.
Bekkur: Kelleher, Trent, Robertson, Phillips, Arthur, Milner, Carvalho, Gakpo og Salah
Liðið lítur ekki vel út á pappír en höfum stillt upp sterkum liðum í ár sem hafa litið illa út og vonandi að minni spámenn láti ljós sitt skína í dag.
Flott skilaboð frá Klopp og vonandi sýna þessir leikmenn meira hungur en þeir sem spiluðu seinasta leik
Liðið dregið upp úr hatti. Verður aldrei minna en áhugavert.
Vá ! Þetta verður fróðlegt að sjá.
Mikið er ég glaður að sjá Firmino aftur í liðinu en Salha skoraði samt þrumu flott mark síðast svo af hverju er hann á bekknum?
Ábyrgðin á úrslitum leiksins hvílir auðvitað á herðum þaulsetnasta stjóra úrvalsdeildar.
Liverpool tapar þessum leik því miður
ALDREI fyrirfram ! Fyrst skulum við spila leikinn.
Ég bara trúi ekki öðru en að menn mæti og vilji sanna sig í þessum leik. chelsea er í svipaðri stöðu og við, reyndar aðeins verri, svo nú er lag. Vonum það besta, en ég óttast það versta líka.
Er kallinn að bíða eftir að verða rekinn. Það virðist vera sem handklæðinu hafi verið kastað.
Bíddu bíddu, er ekki Trent besti bakvörður í heimi?
Tap allan daginn með þessa uppstillingu og Klopp er svo greinilega komin út í horn með þetta lið að hann hefur ekki hugmynd hvernig hann stillir upp liðinu.
held þetta verði 2-3. Firmino (23.), Felix (34.), Felix (43.), Jota (66.) og Nunez (92.)
Gætið skeikað einhverjum mínútum.
En annars… lásuð það fyrst hér.
Samsonite
Hvaða linka getum við notað í dag? Sportshub vill ekki sýna þennan leik, aldrei slíku vant.
Timikas er í Everton klassa…. mikið er drengurinn lélegur
TAKTU MATIP ÚTAF NÚNA!!
Linkur??
https://sportshub.stream/soccer-streams-live/
Fabinho er alveg farinn og getur ekki rekið boltann 3 metra án þess að missa hann.
Þvílíkur flækjufótur.
Það þorir engin að skora, né taka frumkvæðið. Þvílíkt skortur á sjálfstrausti hjá liðinu. Virka eins og hræddar mýs.
Chelskí fær bara að labba með boltann kemur einginn almeninlega á þá……koma svo Liverpool!
Það er svo skrifað i skyin að lfc fær a sig tvæ sauðsmörk.
Eitthvað Alison klúður eða Matib ut i bláinn
Tismiskas með stjörnukeik 🙂
jæja…
Allison og Haverz eru að bjarga okkur. Spurning hversu lengi það endist.
Maður minn. Af öðrum leikmönnum:
Vörnin spilar án sjálfstrausts. Uggur og ótti með öllum þeim mistökum sem slíku getur fylgt. Að ógleymdu því hvað bláliðar fá að vaða uppi í teignum þeirra. Ættum að hafa fengið á okkur þrjú mörk ef ekki væri fyrir þessa tvo.
Jæja og svo er miðjan eins og hún er – Hendó að reyna að peppa þetta áfram, Fabinho lánlaus í tveimur skotum. Jones vantar alveg herslumuninn.
Sóknin – Jota í rassvasanum á Kulibali. Nunez passívur og Firmino á bakkgír.
Hvernig skyldi þetta enda?
Hvar er linkurinn? (sungið við þekkt lag með Sálinni)
úff hvað getur maður sagt
Þögn er vanmetin….
Góð staða í hálfleik uxum inní leikinn eigum sterka menn á bekknum…..nú treystum við á Klopp að vera klókann í seinni….
Hvernig væri að sýna smáááááá keppnisskap, og sýna að þeir séu að spila fyrir LIVERPOOL FC. Fá pressu aftur sem er engin núna.
Curtis tók auka snertingu í staðþess að negla beint í teig. óþolandi bolta klappari
Aumingjar
Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessum þjálfara okkar. Hann bíður eftir að þeiri skori löglegt mark.
Klopp skiptir þegar við erum 3 núll undir.
Jota er líklegur að skora
Einhverra hluta vegna þá fer Curtis Jones á löngum köflum í taugarnar á mér, klappari á boltann og engan veginn neinn prímus mótor á miðjunni – týndur á löngum köflum!
Hvernig væri nu að fara að dúndra a markið utann teig.
Þetta er bara frekar vont
Ónýtt lið því miður ég er farinn að grenja
Stundum finnst mér þegar LFC er með boltann að þeir viti ekki alveg á hvort markið þeir eru að spila haha.
Kraftleysi
Ég var í Kop stúkunni á Liv-Man og fékk 6 mörk í grímuna og 7-0 alveg ótrúleg upplifun og powerið og hávaðinn á vellinum var svakalegur. Ákefðin og passionið var svo geggjað að þá hélt maður að nú væru leikmenn að stíga all hressilega upp en nei. Þetta er með ótrúlegum ólíkindum hvað þetta er mikið þrot. Að Chelsea séu ekki komnir yfir er alveg magnað og þessir varamenn sýna ekki neitt til að getað komið sér nálægt byrjunarliðinu. Man ekki eftir svona þroti bara aldrei.
Góðar skiptingar
Nú vantar bara Gakpo inn fyrir Curtis Jones sem er arfaslakur að mínu mati!
Hvað er Jota að gera ennþa inna. Drullist til að skipta og gera eitthvað
Stórleikur hjá Klopp.
Glæsilegur bumbubolti þar sem einn gömlu kallana mætir með nýfermdsn son sinn.
Djöfull erum við orðnir lélegir, ha. Va þetta er hrikalegt að horfa a
Þetta voru 90 mín sem ég hefði átt að nota í allt annað.
2 léleg fótbolta lið að spila leiðinlegan fótbolta leik.
Unnum stig sem við áttum ekki skilið.
Konaté og gomes fá mín stig í dag. En ég man ekki eftir að firminio hafi snert boltann í þessum leik.
Ég sagði að 4 stig af 9 væru líklegust fyrir þessa 3 leiki en ég sé ekki þetta lið vinna Arsenal á Sunnudaginn en þar erum við 12ti maðurinn og við gerum okkur besta
YNWA!!!!