Byrjunarliðið gegn Leicester: Diaz og Hendo byrja

Það er ennþá von, en allt þarf að ganga upp. Klopp hefur valið þá 11 sem eiga að halda voninni á Meistaradeildarsæti lifandi í að alla vega einn leik í viðbót. Fyrirliðinn kemur aftur inn í liðið ásamt Luis Diaz, margt verra en að geta skipt Jota inn ef þess þarf í þessum leik. Svona lýtur liðið út:

 

 

Leicester sitja nú í fallsæti og treysta á þessa ellefu til að halda í sína eigin von, vonina um að ljúka ekki veru sinni í Úrvalsdeildinni:

 

 

Klukkutími í leik, gott að byrja að poppa strax!

 

 

24 Comments

  1. Er það ekki rannsóknarefni hvað illa hefur gengið hjá Leicester? Frábær hópur og ef þeir finna flæðið sitt, væntanlega studdir dýrvitlausum áhorfendum, þá megum við prísa okkur sæl með sigur. Held þetta verði þrælerfitt.

    2
  2. Vonandi hjólum við yfir þá og bætum markahlutfallið það gæti talið í lokinn gagnvart newcastle….

    1
  3. Mér finnst þessi dómari leyfa algjöran ruddaskap :-/ Vonandi tökum við þetta.

    1
  4. Það á að grandskoða öll mörk sem við skorum!!! erum ekki að fara að fá neitt frá þessum dómurum

    2
  5. Algjörir yfirburðir! Með sama áframhaldi þá fær Arthur kannski mínútur í seinni… :0)

    3
  6. Er Curtis Jones loksins að springa út? (þarf ég að éta hatt?) Og Salah næsti stoðsendingakóngur?

    En ef ykkur er sama vildi ég fá Jota inná í seinni hálfleik. Lucho er eins og ryðgaður síðutogari.

    1
    • Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem CJ er að eiga góða spretti. Vandamálið er að það hefur gengið illa hjá honum að finna stöðugleika.

      2
  7. Frábær fyrri hálfleikur. Kurteisi Jónas á eldi. Yfirburðir á öllum sviðum.

    Gaman að heyra hvað áhorendahyskið hefur smám saman þagnað og svo bauluðu þeir á eigin liðsmenn.

    Verður spennandi að sjá hvað kemur í seinni hálfleik. Eigum við ekki inni eitt eða tvö hjá þeim belgíska, hrokkinhærða?

    5
  8. Væri ekki alveg gaman að fá Nunez til að pönkast aðeins í þeim í seinni ? 😀

    1
  9. Ef Liverpool klárar og Tindastóll verður íslandsmeistari þá get ég farið rólegur að sofa

    5
  10. Þvílíka markið!!!

    Trent!

    Og salah – með stoðsendingar þrennu!

    4

Leicester í kvöld (Upphitun)

Liverpool 3 – 0 Leicester (Skýrsla uppfærð)