Þá hefur byrjunarliðið sem heimsækir Crystal Palace verið opinberað og eru nokkrar breytingar á liðinu frá því í miðri viku þegar Liverpool vann útisigur á Sheffield United.
Trent – Quansah – Van Dijk – Tsimikas
Szoboszlai – Endo – Gravenberch
Salah – Nunez – Diaz
Bekkur: Kelleher, Gakpo, Elliott, Jones, Gomez, Konate, Bradley, McConnell, Doak
Quansah byrjar í miðverðinum við hlið Van Dijk og Tsimikas kemur aftur inn í bakvörðinn. Endo heldur stöðu sinni á miðjunni og Gravenberch kemur í liðið í stað Mac Allister sem er að glíma við smávægileg meiðsli og er ekki með í dag. Nunez kemur svo inn fyrir Gakpo en langstærstu fréttirnar eru þær að Alisson er mættur aftur í markið sem eru frábærar fréttir.
Líst vel á þetta lið.
Quansah að spila með læriföðurnum og Endo fær að halda sæti sínu og meistari Allison kominn í rammann.
Djuf er gott að sjá Alisson aftur. Vonandi verður Mac fljótur að jafna sig.
Ætla spá 3-0 í dag fyrir okkur.
Koma svo!
YNWA
það veitir mér öryggistilfinningu að fá Alison aftur í markið og það er gaman að sjá aQuansah er dýft beint ofan í djúpu laugina enda lítið annað í boði á þessum álagstímum sem eru framundan. Það er einnig áhugavert að sjá hvort einhver af ungviðinu fær að spreyta sig í leiknum. Þá á ég að sjálfsögðu við, Bradley, Mcconnel og Ben Doak.
Ég vonast eftir góðri spilamennsku og öruggum sigri. Aðalmálið er að fá þrjú stig í þessari deild þar sem ekkert fæst gefins.
Já gaman að sjá loksins krakkan við hliðan á fyrirliðinum
Flott lið, og veitir manni mikla öryggistilfinningu að Allison sé í markinu.
0-2 punktur
YNWA
Það væri rosalega flott að fá 3 punkta í dag og tylla okkur á toppinn í deildinni og setja meiri pressu á hin liðin.
Almennt þá biður maður um 3 hluti:
* 3 stig
* Engin meiðsli
* Halda hreinu
Ég skal glaður fórna því að halda hreinu ef við fáum fyrstu 2.
Sammála því að Darwin frá Núnesi held ég að geti orðið lykilmaður í dag.
Allison strax búinn að sýna hvað hann er mikilvægur!
Djöfulsins fokk á miðjunni.
Er það bara ég eða er Diaz búinn að missa mojoið sitt.. Frábær Ally boy… Víti :0
Augljóst brotið á Endo
Hvað þarf þessi dómari stór gleraugu til að sjá að þetta var brot ? Þetta var með því augljósasta sem var á Endó.
Átakanlega lélegt… en svosem ekkert nýtt
Vakna núna.
Nú mega menn færa að mæta leiks.
Jæja væri ekki bara fínt að skipta um gír og keyra almennilega á CP. Ekki að það sé endilega auðvellt þegar andstæðingurinn vinnur varnavinnuna vel en við erum jú Liverpool. Aðstæður reyndar frekar leiðinlegar og Endo greinilega ekki að njóta sín ásamt reyndar fleirum. En ég trúi……
YNWA
Ekki er þetta mikil skemmtun. Lítill taktur í liðinu. Liverpool má ekki fá á sig fyrsta markið í dag. Sem betur fer vantar bestu menn Palace.
Ágætis mínútur undir lok fyrri hálfleiks gefa manni smá von.
Þegar Roy Hodgson og Liverpool koma saman þá verður útkoman greinilega alltaf hundleiðinlegur leikur. Menn mega alveg rífa sig í gang í seinni.
Mér er spurn: hvað átti Liverpool margar tilraunir á markið í þessum hálfleik? Diaz verður að vera með í spilinu ekki bara setja undir sig hausinn og æða af stað. Endo verður að láta spilið fljóta betur. Það stoppar nánast alltaf á honum. Ein spurning í lokin: hvað hefur Tsimikas sett marka krossa í þessum hálfleik? Mjög “sloppy” frammistaða hjá Liverpool. 🙁
Það er nú þannig
YNWA
Tsmikias hefur aldrei krossað boltanum síðan hann kom til Liverpool. Algjörlega gagnslaus spilari.
0,24 xG í fyrri hálfleik. Virkilega slappt svo ekki sé meira sagt. Það vantar bit í sóknarleikinn.
Kemur allt í seinni hálfleik.
Verðum með vindinn í bakið og okkar menn fatta að þeir geti skotið á markið utan teigs.
Þetta endalausa hnoð í gegnum þvöguna hefur aldrei virkað.
YNWA
Það er orðið býsna langt síðan maður sá góða spilamennsku hjá Liverpool. Skítheppnir að vera ekki undir á móti Crystal Palace sem vantar á.m.k. 5 af sínum bestu mönnum. Þessi fyrri hálfleikur í takt við lélega spilamennsku undanfarið en lið komist upp með það. Ekki viss um að þeir sleppi með það í dag. Enn og aftur Alisson að bjarga liðinu frá háðung og enginn leikmaður að spila vel. Vonandi nær Klopp að hrista hausinn á mönnum í hálfleik því þetta er ekki boðlegt.
Guð minn góður hve slakt liðið hefur verið. Margir ekki að spila á pari. Það hlýtur að vera betra að setja Gomes í bakvörðinn og Trent inná miðjuna.
Þetta lið. Erum að fáá okkur víti.
Ekkert annað en menn eiga skilið fyrir þennan skítabolta sem menn eru að spila
Hvað hefði skeð ef Liverpool hefði skorað á þessari 1:45 mín sem það tók þá að skoða þetta atvik ? Hefðu þeir þá dæmt það mark af ?
Er ekki kominn tími til að hvíla Nunes og þá hafa hann ekki í hóp.
Held það sé frekar kominn tími á að losa okkur við Salah
Sammála þér þar, bekkja Salah miklu frekar en Nunez!
sokkur
Hvað ì guðs nafni er að frétta með þetta VAR. Maður er orðlaus. Leikmenn bùnir að spila ì 2mìn og þeir bara leita af einhverju sem dòmarinn dæmdi ekki sem vìti og segja honum að dæma vìti.
ósköp er þetta máttlaust og hugmyndasnautt. Eigum ekki að vera í þessum vandræðum með þetta cp lið.
Þetta er auðvitað langt frá því að vera búið en hinn 76 ára gamli Roy Hodgson er tilbúinn með sokkinn.
Göngubolti eins og síðast þá sluppum við.
Þessi mátlausi sóknarleikur gengur ekki endalaust upp
Nýtum nú hornin…
Muniði hvenær við skoruðum “auðvelt” gott mark síðast?
Elliott er flottur í þennan pakka….
Er í London og var að vonast eftir stemmingingsleik 🙁
Of margir bjórar
Líflína eftir rauða spjaldið??
Jæja sólin fór að skína Salah Salah Salah……
Úff, hvað mér er létt
Maður er með öndina í hálsinum yfir VAR
Já Börkur, við fáum okkur ekki önd í kvöldmat
Nú þegar kominn vika í uppbótartima
Mér líst ekki á að við séum að fara að skora sigurmarkið.
sokkur
Hahaha snilld hjá Elliott
Aldrei spurning. Þó við getum ekkert í 90 mín. vinnum við.
Glæsilegt Elliot ! Þessi leikur hefur þróast eins og sá síðasti.
Rauða spjaldið já, en þessar skiptingar hjá Klopp á sama tíma. Snilld.
Já! Eliott!
Vanmetnasti maður liðsins.
Þeir eru búnir að vera að reyna að spila nunezi og gravenberch í gang en það hefur bara verið of dýrt.
Væri gott að bæta einu marki við!
Elllllliot!!!!
Bæng ….
Þeir hugsa svo mikið að loka á Trent og gleyma Elliott
Óverðskuldaður sigur eftir ömurlega frammistöðu. Sáttur við 3 stig en þetta gengur ekki svona lengur. Ef þetta batnar ekki styttist í rassskellingar. Allison og Elliot bjarga liðinu frá hörmung.
Liverpool leiðir Premier League um miðjan desember 2023. Umsagnir stuðningsmanna Liverpool á Kop síðunni meðan á leik stóð:
“Það er orðið býsna langt síðan maður sá góða spilamennsku hjá Liverpool. Átakanlega lélegt… en svo sem ekkert nýtt. Virkilega slappt svo ekki sé meira sagt. Það vantar bit í sóknarleikinn. Guð minn góður hve slakt liðið getur verið. Margir ekki að spila á pari. Liðið á ekkert skilið fyrir þennan skítabolta sem þeir eru að spila. Held það sé frekar kominn tími á að losa okkur við Salah. Er ekki kominn tími til að hvíla frekar Nunes og þá hafa hann ekki í hóp. Það er orðið býsna langt síðan maður sá góða spilamennsku hjá Liverpool. Skítheppnir að vera ekki undir á móti Crystal Palace sem vantar á.m.k. 5 af sínum bestu mönnum. Þessi fyrri hálfleikur í takt við lélega spilamennsku undanfarið. Ekki viss um að þeir sleppi með það í dag. Enn og aftur Alisson að bjarga liðinu frá háðung og enginn leikmaður að spila vel. Ósköp er þetta máttlaust og hugmyndasnautt. Eigum ekki að vera í þessum vandræðum með þetta cp lið. Göngubolti eins og síðast en þá sluppum við. Þessi mátlausi sóknarleikur gengur ekki endalaust upp. Muniði hvenær við skoruðum “auðvelt” gott mark
síðast.? Mér líst ekki á að við séum að fara að skora sigurmarkið. Óverðskuldaður sigur eftir ömurlega frammistöðu. Þetta gengur ekki svona lengur.”
Hafa stuðningsmenn okkar virkilega enga trú á okkar mönnum. Af þessum umsögnunum að dæma er erfitt að skilja að þetta ömurlega lið sem spilar þennan skíta fótbolta leiði Premier League !!! Áfram Liverpool ! Áfram Klopp! Saman eruð þið eruð frábærir. Þessir endurkomu sigrar eru magnaðir og gefa mér trú að liverpool standi uppi sem sigurvegari í vor. Þið gefist aldrei upp og finnið alltaf leiðir til að vinna leikina. Annað sem er eftirtektarvert er að Liverpool er með bestu vörnina í Premier League.