Arsenal á útivelli í FA-Cup í fyrsta leik okkar í keppninni
What the fu*k…voru allavega viðbrögðin eftir dráttinn í desember. Það er eins og okkar menn þurfi alltaf að fara allar mögulegar fjallabaksleiðir til að ná árangri meðan önnur lið (lesist Man City), fá auðvelda heimaleiki gegn neðrideildar- eða utandeildarliðum í fyrstu umferðunum.
Þetta skiptir virkilega miklu máli, því á þessu stigi tímabilsins skiptir öllu máli að geta hvílt sterkustu leikmenn liðsins til að missa þá ekki í meiðsli. Meiðslalistinn er nógu langur fyrir. Það verður líklega ekki í boði að þessu sinni.
Ég sló á þráðinn til góðvinar míns, Framara og Arsenalmógúls til áratuga, Friðriks Garðars Sigurðssonar og átti stutt spjall við hann um leikinn framundan. Fáum aðeins sýn Arsenalmannsins á þetta áður en við veltum vöngum um okkar lið.
Hvað segirðu, Emirates, FA Cup, Liverpool á leik fjórum dögum seinna, Arsenal að fara í frí, er þetta ekki bara sterkasta uppstilling Arsenal á móti b-liði Liverpool?
Held að Arteta verði að stilla upp sínu besta liði svo að menn fari inn í þetta frí með smá bros á vör. Gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik í ljósi síðustu leikja
Já akkúrat, hvað hefur verið að klikka? 4 stig í síðustu 5 leikjum?
Í raun og veru hefur liðið verið að spila vel í þessum leikjum ef undan er skilinn leikurinn gegn Fulham. Vorum betri aðilinn í tapleik á móti Villa, náðum í gott stig á Anfield þar sem við kláruðum þann leik sem betra liðið. West ham var bara einn af þessum leikjum þar sem við klárlega áttum að vinna. Fulham leikurinn er í raun sá leikur sem við sannarlega vorum bara ekki mættir.
Kannski svipað og með töpuðu stigin okkar, okkur fannst við eiga sigur skilinn gegn bæði ykkur og Man Utd…
Hvernig sérðu byrjunarliðið hjá Arsenal fyrir þér?
Held að Arteta verði bara að stilla sínu sterkasta liði. Arsenal verður bara að vinna þennan leik í ljósi síðustu leikja. Ef við værum á toppnum þá væri Arteta væntanlega búinn að senda menn bara á ströndina og stilla b-liði gegn Pool.
og hvernig er sterkasta liðið? Uppstilling, takk
Ramsdale, tommy, Gabriel, Saliba, White, Rice, Odegard, Havertz, Saka, Martinelli og Jesus
Það bendir allt til þess að Klopp róteri með tilliti til undanúrslita í Carabao Cup. Held að liðið verði einhvern veginn svona: Alisson, Trent, Quensah, Van Dijk, Gomez, MacAllister, Gravenberch, Jones, Jota, Nunez, Elliot. Ef þetta verður einhvern veginn svona, hvernig sérðu þetta þróast? Yfirburðir hjá Arsenal?
Frekar sterkt lið hjá Liverpool, enda langt frá síðasta leik. En allavega Szobo, Endo, Salah, Matip, Robertson og Tsimikas out.
Langt í frá! Að spila á móti Pool er alltaf erfitt. Held samt í ljósi leikjaálags hjá Pool að Klopp hvíli bestu leikmennina sína. Klopp er eflaust farinn að átta sig á að sigur í deildinni er það sem skiptir öllu máli.
haha, jújú, en það er samt langt í næsta deildarleik, ég held að klemman hjá honum verði sú að hann er að fara í erfiðan útileik í fyrstu umferð í bikarnum. Langt eftir í þeirri keppni. Næsti leikur er svo í undanúrslitum þar sem menn eru örugglega farnir að sjá Wembley og bikar fyrir sér, allavega stutt eftir í hann. Það er hrikalega freistandi að keyra hópinn bara út fyrir frí, en samt með skynsemi. Hann býst örugglega við svipuðu og þú af Arteta og Arsenal, bara sterkustu mögulegu uppstillingu.
Vonandi bara skemmtilegur leikur, ég vona að Klopp nýti tækifærið og búi til geggjaða skemmtun eins og í síðasta leik, og það gerir hann eingöngu með því að stilla upp mjög sterku liði. Hann fer varla að kasta inn handklæðinu með b-liðinu held ég.
Klopp hlýtur/verður að átta sig á að tækifærið á titli er risastórt þetta árið. Einn titill með þetta lið síðustu 5/6 ár er frekar rýr uppskera verð ég að segja. Hann sér eflaust fyrir sér að gera Pool að meisturum og segja þetta bara gott og kveðja klúbbinn.
hahaha, vonir allra annarra, að hann kveðji klúbbinn…
Svo mörg voru þau orð.
Áhugavert að honum finnist Ramsdale vera í sterkasta byrjunarliði Arsenal, eins að Tomiasu sé þarna frekar en Zinshenko. En væntanlega ekki fjarri lagi, nema hvað Tomiasu er farinn í Asíukeppnina með Endo okkar.
Eins og kom fram í spjallinu þá er Liverpool án ansi margra leikmanna og Arsenal raunar líka. Liverpool Echo segir frá því að auk Tomiasu þá er einmitt Zinchenko að kljást við kálfavesen, Ben White er með hnémeiðsli og Bakayo Saka með ökklavandamál. Það sem skiptir máli í þessum leik er það að Liverpool hefur ekki spilað leik í heila 6 daga, frá 1.janúar þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af þreytu þaðan en það er óljóst hvað er að hrjá Szoboszlai. Ólíklegt að hann verði með. Síðan eru bara þrír dagar í næsta leik og Klopp mun þurfa að dreifa álaginu úr þessum tveimur leikjum. Ég stend við mína ágiskun á byrjunarlið hér að ofan, held það verði sterkt lið, bæði gegn Arsenal og Fulham.
Klárum þetta með spám:
Frikki, hvernig fer leikurinn?
3-1 fyrir Arsenal, 2 mörk frá Martinelli og eitt frá Jesus.
Hahaha, bjartur. Þetta fer 2-2, Liverpool klárar þetta síðan á Anfield 😆
Skemmtileg umfjöllun , held að þú sért spot on varðandi uppstillingu, en hræddur um að Arsenal taki þetta – krossa samt fingur og vona að þú sért sannspárri en Frikki..
Óþarfi að setja þetta í tvo leiki, klárum þetta í einum leik, við eigum ágætis lið. Erfitt verður það en hef trú á því að við klárum þetta með tveimur mörkum gegn einu. Elliot og Nunez með mörkin, getur ekki verið sama hver skorar fyrir Arsenal
Annars bara góður !
Hmmm ,,…einn titill á 5/6 árum”? Höfum, ef ég reikna rétt, unnið alla titla sem eru í boði á þessum tíma. Vantar bara litla Evrópubikarinn.
Spilað þ.a.a. þrisvar til úrslita í CL!
Stanslaus veisla.
Vonandi flengjum við nallana.
Satt Lúðvík, Nallarinn man bara eftir einum ??.
Ég les út úr ummælum Klopp í dag að Owen Beck gæti átt innkomu í vinstri bakvörðinn á næstunni þótt mér þyki hæpið að hann byrji þennan leik.
Nú veit ég ekki hvaða mannskapur er í boði en ég held að það verði að stilla upp hálfgerðu B-liði gegn þeim. Ég gat tekið undir ýmislegt en ekki allt sem þessi ágæti Arsenalmaður var að segja. Auðvitað er Englandsmeistaratitillinn aðal markmiðið en við förum ekkert í þennan leik með lið sem veitir ekki almennilega mótspyrnu og eigi möguleika gegn þeim.
Við vinnum þennan leik í þessari tímaskekkjukeppni. Bikarkeppnir eru eitthvað sem þarf að endurskoða. Fækka þeim um eina og fækka leikjum í henni.
Sælir félagar
Miðað við þessa afstöðu nallanna þá er orðið óóóóóskaaaaapleeegaa langt síðan Arsenal vann nokkuð.
Ég hefi útaf fyrir sig ekki mikinn áhuga á þessum leik og þó ég vilji að Liverpool vinni alla leiki sem þeir leika þá mun ég ekki sökkva mjög djúpt þó hann tapist. Það er meira gaman að orðrómnum um Mbappe en bullinu í einhverju súrum Arse-aðdáendum. Einnig mundi ég hafa mjög gaman af ýmsum öðrum “sæningum” ef af yrði en það er önnur saga 🙂
Það er nú þannig
YNWA
þeir unnu skjöldinn í sl vor. Ef þú telur hann ekki með þá unnu þeir FA cup fyrir 3 árum. Er það eitthvað óóóskappleeega langt? Liverpool hafa farið í gegnum mun lengri tímabil án þess að vinna nokkuð.
Sæll Birgir
Miðað við að þeir segja að við höfum ekkert unni nema einn titil síðustu 5 – 6 ár. Að sögðu skilurðu ef til vill hvað ég er að meina þó þú sért tregur greyið mitt. Hinsvegar nenni ég ekki að elta ólar við nöldrið í þér í minn garð og læt því hér með lokið – alfarið.
Það er nú þannig
YNWA
Ég held að hann hljóti að vera að tala um að vinna deildina, þar sem hann talar um að Liverpool hafi aðeins unnið einu sinni síðustu 5-6 árin. Ég verð að vera sammála Sigkarl þarna að mér finnst skrítið að Arsenal maður sé að tala um rýra uppskeru, þar sem þeir unnu hann held ég síðasta í kringum 2000, þ.e. fyrir u.þ.b. 20 árum síðan.
Hver segir að við höfum unnið einn titil síðustu 5-6 ár? Þetta eru 6 bikarar og einn skjöldur síðan 2019.
Ertu virkilega að svara þessum rangfærslum?
Ef einungis er átt við deildina hefði hann sagt einn titill á 32 árum
Fyrir mér er þetta stórleikur sem ég vill að Liverpool leggi allt í sölurnar til að vinna. Já, ég veit að Deildin er númer 1,2 og 3 en ég vill að FA Cup sé samt sýnd sú virðing sem hún á skilið.
Það verður pása eftir Fulham leikinn svo að það er alveg óþarfi að vera að hvíla menn í þessum leikjum. Bara keyra á þetta með okkar sterkasta.
Alison
Trent, Van Dijk, Konate, Gomez
Mac Allister
Jones Gravenberg
Diaz Nunez Jota
Svona myndi ég stilla þessu upp. Leyfa Diaz að fara í Salah stöðuna og láta Nunez og Jota alltaf vera að skipta um stöðu
YNWA
Sælir félagar
Ég er sammála þér Sigurður að FA bikarinn er stærsti bikar Englands fyrir utan að vinna efstu deild. Því skiptir hann máli. Svo verða stuðningsmenn að vega og meta hvort er verðmætara að vinna einvígið við Fulham og vera þar með komnir áÞjóðarleikvang Englands í úrslitum eða hitt að vera með í öllum keppnum sem eru í boði fyrir LIverpool. Ég er ekki viss en finnst þetta vera svona hálft í hvoru . . .
Það er nú þannig
YNWA
elska hvað allir reyna að dissa nunes .. erum efstir og hann er hluti af því !
Ég segi bara að við ættum að fara all in í þennan leik, gefa svo einhverjum mönnum frí í nokkra daga á meðan við mætum Fulham því svo er 11 daga pása eftir þann leik.
Ef við töpum ekki þessum leik þá er bullandi séns á Anfield að klára þetta einvígi.
Ja hérna! Nú vill drengurinn með regnbogaskóreimarnar komast heim til Englands aftur. Búinn að fá nóg af Saudi-Arabíu og Steven Gerrard. Skyldi hann enda ferilinn í fyrstu deildinni með Sunderland?
Fvað ætlar þú að kalla þig þá Henderson 14? Hann kemur alla vega ekki til okkar aftur.
Ég fer ekkert að skipta. The Henderson shuffle og allir bikararnir!? En mér hefur alltaf litist vel á Missy Bo Kearns.
Auðvitað er það alltaf meginmarkmið stóru liðanna að vinna titilinn, þá á ég að sjálfsögðu við deildartitilinn. Bikarinn, þ.e. Carabou, fa og meistaratitiliin eru ekki sá mælikvarði á styrkleika liða líkt og deildin er. Besta liðið vinnur alltaf deildina. Að vinna titilinn einungis einu sinni með eitt besta lið sem ég hef séð í enska boltanum er rýr uppskera. Sjálfum finnst mér það hafa verið rýr uppskera hjá Arsenal að vinna titilinn einungis 2x með menn eins og Begkamp, Henry og Vieira.
Bergkamp og Vieira unnu deildina þrisvar, ’98, ’02 og 04.