Luton er næsti andstæðingur okkar en þrátt fyrir að vera í botnbaráttu þá hafa þeir komið verulega á óvart með sinni spilamennsku en þeir virðast gefa öllum leik og þá sérstaklega stórliðum deildarinnar. Þeir voru stiga lausir eftir 4.umferðir og hélt maður að þeir gætu átt í erfiðleikum með að ná í 10 stig í vetur en þeir eru búnir að tvöfalda þá tölu.
Það sem gerir þá að hættulegum andstæðing er að þetta er lið sem er tilbúið að setjast niður í varnarpakka og beita skyndisóknum og föstum leikatriðum. Ólíkt mörgum svoleiðis liðum þá eru þeir líka til í að fjölmenna í sóknina þegar tækifæri gefst og færa varnarlínuna hátt upp og sjá hvernig andstæðingarnir bregðast við því.
Luton er lið sem spilar 3-4-2-1 þar sem Ross Barkley er kóngurinn á miðsvæðinu en hann hefur verið frábær hjá þeim í vetur og eru þeir með tvo vængbakverði Ogbene og Doughty sem geta dottið niður og búið til fimm manna varnarlínu en líka eru þeir duglegir að keyra upp og hjálpar sóknarmönnum liðsins. Þetta er eitthvað sem við þurfum að nýta okkur gegn þeim að þegar þeir eru komnir hátt upp og við vinnum boltann þá eru kantarnir oftar en ekki galopnir.
Luton og leikir gegn stórliðum í vetur.
7.okt Luton – Tottenham 0-1
Tottenahm manni færri þurfti að hafa verulega fyrir þessum stigum.
5.Nov Luton – Liverpool 1-1
Við vitum allt um þennan leik en Diaz bjargaði stigi fyrir okkur.
11.nóv Man utd – Luton 1-0
Lindelöf skoraði þegar hálftími var eftir.
5.des Luton – Arsenal 3-4
Rice með sigurmark á 97 mín eftir að Luton komst í 3-2
10.des Luton – Man City 1-2
Luton komst í 1- 0 áður en City skoraði tvö í síðari.
18.feb Luton – Man utd 1-2
Man utd þurftu að hafa fyrir þessum.
Eins og sjá má á þessar talningu þá gefa Luton menn liðum alvöru leik og þetta verður ekki lét verkefni á morgun.
Luton hafa komið 18 sinnum á Anfield og aldrei sigrað og vonum við að þeir fara ekki að byrja á því á morgun. Við mætum þeim síðast í deildarleik(ath ekki bikar 2008) árið 1992. Þar skoruðu Luton( já eða Tanner sjálfsmark) og þurftum við að skora tvö mörk og gerðum við það á síðustu 5 mín í leiknum. Ætla að leyfa ykkur að horfa á myndbandið til að sjá markaskorara.
Liverpool
Það er kalt á toppnum og en þá kaldara þegar við náum ekki að halda halda öllum hópnum saman og búa til smá hita þarna uppi, því að við virðumst missa menn út í meiðsli í hvert skipti sem leikmenn sjá bolta.
Við erum í harðri titilbaráttu en eins og alltaf þá er þetta ekki ein af þessum 90s baráttu þar sem eitt lið dugar að fara rétt yfir 80 stig og næstu lið eru varla í sjónmáli, nei þetta er en einn titilbaráttan við 115 ásakana Man City liðið og viti menn Arsenal eru búnir að blanda sér í þessa baráttu reynslunni ríkari eftir að hafa klúðrað titlinum á síðustu leiktíð. Það má reikna með að til þess að vinna þessa dollu þarf að fara upp í 90 stig(kannski +) og það má ekki misstíga sig í leik eins og þessum.
Það væri skelfileg tilhugsun að ná ekki í titilinn af því að liðið náði aðeins í 1 eða 2 stig gegn Luton.
Staðan á okkar liði er bæði góð og slæm. Góð að vera á toppnum en slæm að það fer að vanta mannskap í þetta allt saman. Skoðum þetta aðeins nánar
Bajcetic út tímabilið
Thiago lengi frá
Matip út tímabilið
Alisson nokkrar vikur
Jota mánuðir
Jones nokkrir dagar
Trent nokkrar vikur
Sly nokkrar vikur
Nunez nokkrir dagar
Salah nokkrir dagar
Þetta er auðvitað ótrúlega þreytandi en fyrir utan þetta þá vorum við auðvitað með Andy, Konate, Mac Allister, Tsimikas, Alisson, Elliott og Jones í meiðslum fyrr á tímabilinu fyrir utan að Endo og Salah fór að spila með landsliðum sínum.
Eru þetta afsakanir? JÁ pínu þetta er partur af fótbolta en það er rosalega erfitt að ætlast til þess að ná árangri ef hálft liðið er alltaf í meiðslum og NEI þetta eru bara staðreyndir. Hvorki Arsenal né Man City hafa verið að láta unga stráka eins og Bradley og Quansah fá alvöru hlutverk í liðinu en gott fyrir okkur þá hafa þessir unglingar staðið sig frábærlega. Þessir strákar væru ekki að fá svona stór hlutverk nema út af meiðslum manna eins og Matip/Konate fyrir Quansah og Trent/Andy/Tsimikas fyrir Bradley (Gomez þurfti að færa sig í vinstri bakvörð)
Nóg tal um meiðsli förum að stilla upp líklegu liði ( æi fuck það er ekki hægt án þess að tala um meiðsli)
Ég ætla að giska á þetta lið hjá okkur. Bæði Nunez og Salah tæpir en ég spái því að annar þeirra verður á bekknum á morgun.
Konate elskar ekki leikjaálag og því tel ég að Klopp hvílir hann í þessum leik.
Andy er kominn til baka og ég held að hann sé ekki að fara að taka þrjá leiki á viku og því byrjar Gomez og líka gott að nota Gomez í föstum leikatriðum.
Sóknarlega þá dettur Gakpo pottþétt í liðið og ég held að Elliott verður þarna á hægri kantinum en hann hefur spilað þarna áður.
Gravenberg kom sterkur inn í síðasta leik og fær því að byrja.
Ég er með skrítna tilfinningu fyrir þessum leik að þetta gæti verið erfiðari leikur en flestir halda. Svo er ég líka smá stressaður yfir því að við séum með allt of mikið augað á úrslitaleikinn á Sunnudaginn því að ég einhver býður mér Luton sigur og tap gegn Chelsea á móti Luton jafntefli/tap og sigur gegn Chelsea þá held ég að ég tæki Luton sigur.
SPÁ
Þetta verður ekki auðveldur leikur og ég er 100% viss um að Luton komast í færi og eigi eftir að ógna okkur. Það sem við megum ekki láta gerast er að lenda undir í þessum leik.
Ég er með tvær pælingar.
Ef við skorum fyrst þá verður þetta 3-0 flottur sigur þar sem þeir opna sig eftir að hafa lent undir
Ef þeir skora fyrst þá verður þetta ströggl og ég spái 1-1 sem væri skelfilegt en þeir eru snillingar í að gera liðum lífið let.
Ætla að halda mig við sigurinn í minni spá og Diaz, Gakpo og wait for it…….. Gomez skora fyrir okkur.
Fínn pistill SEE, þetta fræga bananahýði gæti tekið upp á því að læða sér inn á völlinn á morgun. Annars nagar maður neglur yfir því hver mögulega fer á meiðslalistann eftir morgundaginn.
Bara ótrúlegt hvað allt er eitthvað á móii okku. Allir að meiðast og engin meiðsli hjá Arsenal eða City.
Smá spurning samt um hugarfar. Mér finnst svo margt vera með okkur, við erum t.d. ennþá inni í öllum keppnum og efstir í deildinni. Meiðsli leikmanna er nú eitthvað sem ekki er nýtt fyrir okkur.
Sammála, þetta er bara leikur tveggja liða og ég er viss um Rob Edwards stjóri Luton væri til í að skipta við Klopp og vera á heimavelli og með leikmennina sem Klopp hefur úr að velja.
Siðasti leikur þessara liða var vondur og ég skal viðurkenna ég missti alla trú eftir þann leik. En, liðið hefur heldur betur komið mér á óvart eftir það. Góð úrslit og fáir leikir sem Liverpool hefur ekki verið að spila vel.
2-0 sigur. Mark úr viti og af miðju.
KOMA SVO!!!
Treysti Gakpo , Diaz og Elliot fullkomnlega til að klára Luton í kvöld.
Erum svo með Bradley þarna þannig ég hef ekki áhyggjur af þessu hef fulla trú á þessu !
Sælir félagar
Þó það sé ekkert nýtt að Liverpool sé með langan meiðsla lista þá er það afar óþægilegt að vera með langan meiðsla lista. Þó að City og Arse séu ekki með neina í meiðslum að heitið geti er líka óþægilegt þó við breytum þar engu um. Nú má búast við að álagið á þessi lið aukist vegna meistaradeildarinnar og ef til vill mun þá meiðsla listi þeirra lengjast sem er í lagi mín vegna. Fyrir mér getur þessi Luton leikur verið bananahýði og ég verð ekki í rónni fyrr en honum er lokið (með sigri nota bene). Hvernig sá sigur verður, stór eða lítill er auka atriði.
Það er nú þannig
YNWA
SEE talar um skrýtna tilfinningu fyrir þessum leik, það er einmitt þannig hjá okkur hinum, óróa tilfinning. Uppfærðar fréttir af meiðslum hrúgast inn og ekki skrýtið að maður sé á nálum með kvöldið og það hverjir verða klárir fyrir sunnudaginn.
Salah og Nunez OUT fyrir kvöldið, Alison “OUT for a month” í það minnsta, Trent næstu 2 vikur hið minnsta, Jota líklegast út tímabilið, Jones einhverjar vikur o.s.frv. o.s.frv. Sly á möguleika fyrir sunnudaginn en tæpt.
Hvernig svo sem við förum að því þá þrjú stig í kvöld, þá verður þungu fargi létt……… í bili!