Þá er liðið sem byrjar gegn Luton komið og er það svona að mestu nokkuð sjálfvalið þessa dagana vegna alla þeirra meiðsla sem hafa herjað á liðið.
Kelleher
Bradley – Quansah – Van Dijk – Gomez
Gravenberch – Endo – Mac Allister
Elliott – Gakpo – Diaz
Bekkur: Adrian, Robertson, Clark, Tsimikas, Konate, Gordon, McConnell, Danns, Nyoni
Þrátt fyrir allt nokkuð sterkt byrjunarlið en ansi ungur og þunnur bekkur. Mikilvægur leikur framundan og skyldusigur, sjáum hvað setur.
SEE talar um skrýtna tilfinningu fyrir þessum leik í sínum pistli, það er einmitt þannig hjá okkur hinum, óróa tilfinning. Uppfærðar fréttir af meiðslum hrúgast inn og ekki skrýtið að maður sé á nálum með kvöldið og það hverjir verða klárir fyrir sunnudaginn.
Salah og Nunez OUT fyrir kvöldið, Alison “OUT for a month” í það minnsta, Trent næstu 2 vikur hið minnsta, Jota líklegast út tímabilið, Jones einhverjar vikur o.s.frv. o.s.frv. Sly á möguleika fyrir sunnudaginn en tæpt.
Ég sé enga sókn á bekknum okkar í kvöld þannig að, hvernig svo sem við förum að því, þrjú stig í kvöld, þá verður þungu fargi létt……… í bili!
Úff ! Það er þunnur þrettándinn, en vonandi verða áhorfendur okkar tólfti maður í kvöld. Ég vill bara 3 stig og engin meiðsli, elsku Fowler, gefðu okkur bara það.
Þetta lítur þannig út fyrir mér í ljósi meiðslalista. Ef við náum ekki þremur stigum í kvöld, þá er deildin sennilega úr okkar höndum og þriðja sætið líklegast. Sem betur fer er ég ekki góður spámaður.
Verðum að nýta þessi dauðafæri.
Kemur ekki á óvart.
Hvað var vörnin að gera þarna
Helvítis drulla sem þetta er. Skammarlegt.
Þá á ég sérstaklega við að liðið er hreint út sagt hörmulegt í færanýtingu.
Þetta eru bara hálffæri. Menn eru að skjóta héðan og þaðan án þess að meina það.
Búið , city klárar þetta.
Call the season off!
Ætla þessir leikmenn okkar sem eru að fá sénsinn ekki að nýta sitt tækifæri.
Geta ekki neitt
Í besta falli niðurlægjing
ótrúlegir flækjufótar, geta ekki klárað færi…..
Jöfnum þetta fyrir hálfleik….
Þetta er ekkert eðlilega dapurt
Þetta eru meiri kaupin á þessum Gapko.
Ekkert sýnt!
Pælið í því að þeir taka skotæfingu á hverjum degi….
Kominn tími á að fara hitta rammann!!
Af hverju eru Hollendingarnir (í sókninni) svona lengi að öllu? Ég brjálast ef Luton vinnur þennan leik!
Vantar alla ákefð í Gakpo. Urgh!
Eða Elliot, guð minn góður.
Sorglega lélegt. Elliott, Gravenberch, Gakpo, Diaz bara virkilega lélegir, með lélegar sendingar, lélegar móttökur, léleg skot og slæma ákvarðanatöku. Þetta lítur bara alls ekki vel út því við höfum ekkert á bekknum.
En ég neita að trúa því að þetta sé leikurinn þar sem liðið stimplar sig út, á móti Luton á heimavelli. Koma svo girða sig í brók djöfullinn hafi það!
Sælir félagar
Það er nottla ekki í lagi hvað Diaz og Elliot eru með lélegan fótboltahaus. Hlaup og djöfulgangur ásamt endalausu og tilgangslausu klappi á boltann skila engu nema þreytu og pirringi. Taka Elliot útaf strax og setja Robbo inná og Diaz yfir á hægri, þá kemur ef til vill einhver fótboltahugsun í sóknaraðgerðir liðsins.
Mac og Endo langbestu menn liðsins í fyrri og svo vona ég að Bradley fari að gera eitthvað þegar Elliot verður farinn útaf. Þetta er hreint út sagt búið að vera skelfilegt.
Það er nú þannig
YNWA
Sammála. Bradley hefur ekkert sést á hægri kantinum. Hann þarf nauðsynlega að komast í samband.
Það er bara engin ógn frammávið, alveg steingelt
Jæja hversu, hversu, hversu oft höfum við lent undir í leikjum í vetur?
Þetta er ekkert nýtt. Höfum verið með okkar sterkasta hóp og fengið á okkur mark.
Ekkert rugl núna. Hökuna upp og áfram gakk. 45 mínútur til að sýna hvað í okkur býr.
Hef trú á þessu!
Svo dæmigert…
við spilum vel og enginn commentar.
Við spilum á varaliðinu og erum að gefa allt í þetta og sumir segja leikinn tapaðan í hálfleik
Eigum við ekki að halda í trúna og gleðina amk út 80. Min?
Leiðinlegt að Klopp endi sinn tíma hjá Liverpool með því að tapa deildinni og mögulega bikarkeppni svona á lokametrunum. Og þó að það sé mikið af góðum leikmönnum hjá okkur(Sem því miður virðast allir vera meiddir akkúrat núna og mögulega leikjaálagi um að kenna)þá því miður er hann að aldrei að fara vinna eitthvað með svona drasl sem er boðið uppá í þessum leik.
Höfum átt helling af slæmum fyrri hálfleikjum þetta tímabil.
Þeir hafa 45+ til að vinna þetta.
Þurfa vanda sig betur þegar þeir eru komnir í álitleg færi.
Robbo kemur inná og vonandi lifnar yfir þessu.
Ekkert að koma frá Gomez vinstra meigin því miður og þeir hafa lokað á Bradley líka þetta var steingelt framávið fyrir utan eh hálf takta hjá Diaz og skot fyrir utan teig.
Þetta er ekki búið.
Elliot er super sub, hefur aldrei gert neitt sem starter. Gakpo er kötturinn í sekknum. Gravenberch er ungur en alls ekki nógu góður.
Þegar 11 manns eru meiddir þá eru ekki miklar líkur á að liðið geri eitthvað.
Því miður. Titillinn er farinn, vegna meiðsla. Lið sem vinna titla vinna í meiðslalottóinu og við erum ekki einu sinni með miða í því lottói.
Luton nýbúnir að spila gegn litla mansésterliðinu. Þeir hljóta að þreytast þegar líður á leikinn.
Svo var þetta mark eins og í fyrri tveimur leikjum. Frákast af markmanni og andstæðingur kemst í hann.
Við tökum þetta í seinni…..þurfum mark til að kveikja í vellinum…..
Hræðileg frammistaða, þeir Gagpo og Gravenbread eru bara ekki með þetta.
Jæja, sum kommentin líta nú ansi illa út. Svo kalla þessir menn sig stuðningsmenn. Heimta Elliot útaf, drulla yfir Gakpo og Diaz, blása tímabilið af o.s.frv….Ussuss þvílíkir pappakassar.
Það er engin inná líklegur að skora… því miður
VVD!!!!!!!!
Hvað voruði að segja um Gakpo aftur ? LOL
Fokking væl herna!!!!
TRÚA AÐEINS
BOOM
Rólegir !
Nú er landið að rísa og ég hef öðlast fulla trú á lífið og tilveruna !!
Bradley hvíldur fyrir sunnudaginn….
Diazzzzzzzz!!!!!
Aldrei að efast !
We can do it!!
Jæja….. púlsinn hérna megin loksins að verða eðlilegur!
Það ætti að safna screenshots af öllu þessu væli hérna og setja á wall of shame!
Er dómarinn að reyna jafna leikinn? Hvurslags dómgæsla er þetta núna, það má ekki anda á Luton menn og Barkley með leikræna tilburði!
Elliot litla markið!!!
Lovely alveg .. alveg hreint lovely !!
Þetta er unaðslegt – sjá alla kiðlingana inná!
Jæja strigakjaftar eru þið enn að níða skóinn af okkar mönnum? Nei hélt ekki enda eru okkar menn frábærir hvað svo sem ykkur finnst 🙂
YNWA
Þvílík neikvæðni hérna í commentum, okkar menn að rúlla leiknum upp og strákarnir okkar að standa sig vel þó mikið sé um meiðsli.
There’s a title to be won…
Ég et hatt minn.
Frábær karakter að koma til baka undir mikilli pressu og valta yfir Luton í svona fáránlegum meiðslapakka. Maður óttast að akkúrat þessi sami meiðslapakki eigi eftir að reynast okkur ansi erfiður á lokakaflanum. Getum t.d. roterað mönnum mun minna en gott væri að geta gert í leikjum. Vonandi fara Salah, Trent, Nunez og Szoboszlai að koma inn og endast út tímabilið.
Margir hérna inni með táfýlu-breath eftir þennan leik.
Þannig er nú það.
Sokkar! Sokkar! Sokkar til sölu!
Vita sumir hérna á spjallinu ekki að leikurinn er í 90 min. Því lík neðkvæðni og annað í garð sumra leikmanna er alveg svakaleg. Þetta er Liverpool, ekki gleyma því.
Áfram Liverpool
Slakið á. Þetta er risastórt miðað við liðið sem var að spila. Ég var sá sem gagnrýndi þetta í hálfleik, ekki af því að liðið spilaði illa heldur vegna meiðsla
En ef hópurinn ætlar að bregðast svona við þá er titillinn möguleiki.
Ég hélt að það væri ekki hægt með þessi meiðsli. En við vinnum 4-1 á meðan City vinnur rétt svo 1-0. En svo er það Arsenal…
Ég viðurkenni að maður var drullufúll eftir fyrri hálfleikinn enda fékk liðið nóg af færum til að skora en því var einstaklega mislagðir fætur. En það var aldrei spurning, fannst mér, hvort liðið væri betra og þegar fyrirliðinn jafnaði metin, renndi sér í hnjáskriðu og hljóp svo til baka hvetjandi liðið áfram var ekki aftur snúið fyrir Luton.
Liðið spilaði stærstan hluta leiksins vel að mínu mati og gaman að allir okkar fimm fremstu menn eru núna búnir að skora 10 mörk eða meira á tímabilinu. Svo fannst mér Robertson koma gríðarsterkur inn og hann heldur áfram að anda ofan í hálsmálið á Trent í stoðsendingakeppninni.
Var gráti næst þegar Klopp gekk hnefapumpuhringinn á Anfield, það sem maður á eftir að sakna hans!
Nú vonar maður bara að Mo, Darwin, Szobo og jafnvel Curtis verði klárir fyrir helgina þannig að við getum sótt fyrsta bikar ársins af öryggi
Eitt í viðbót. Í liðinu í dag voru 3 leikmenn sem við eðlilegar aðstæður væru geirnegldir byrjunarliðsmenn. Spáði í það.