Í dag er víst eitthvað smávegis spilað í úrvalsdeild karla, þar á meðal einhver ómerkilegur borgarslagur sem mun hafa lítið upp á sig að fylgjast nokkuð með. Í staðinn er tilvalið að gefa bæði kvennaliðinu okkar og U21 svolitla ást, en bæði liðin ætla að spila við Aston Villa núna kl. 14. U21 liðið fær Villa í heimsókn, en stelpurnar okkar eru komnar til Birmingham og mæta þar stallsystrum sínum.
Staðan í deildinni er farin að skýrast, nokkuð ljóst að City, Chelsea og Arsenal eru að slást um dolluna, en svo koma United, okkar konur, og að lokum Spurs. Svona var staðan í morgun, einn leikur búinn í núverandi umferð þar sem City unnu Everton:
Hvað um það, okkar konur náðu góðum 2-0 sigri gegn Villa á Prenton Park í haust, og væri nú aldeilis gaman að komast upp fyrir United og hirða 4. sætið með þrem stigum í dag.
Fátt sem kemur á óvart í uppstillingunni, nema kannski einna helst að Sofie Lundgaard fær sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni. Gott að rifja upp að hún er enn aðeins 21 árs og þó hún hafi verið fyrir aftan þær Holland, Nagano, Höbinger og Missy Bo hingað til, þá gæti það mögulega verið að fara að breytast.
Bonner – Fahey – Fisk
Koivisto – Nagano – Matthews
Lundgaard – Höbinger
Enderby – Roman Haug
Bekkur: Micah, Parry, Clark, Daniels, Missy Bo, Lawley, Kiernan
Aðeins þunnur bekkur; Ceri Holland er jú í banni eftir tvöfalda gula spjaldið í síðasta leik, Taylor Hinds er enn frá vegna meiðsla en vonandi fer nú að styttast í endurkomu hjá henni. Þá er Shanice hvergi sjáanleg heldur af einhverjum orsökum. Mia Enderby fær traustið í framlínunni, en Melissa Lawley og Leanne Kiernan eru klárar í slaginn af bekknum, sú síðarnefnda eftir góða frammistöðu með Írlandi í landsleikjahléinu.
Leikurinn verður sýndur á The FA Player, í þetta sinn eru okkar konur ekki sýndar á Viaplay. Ef lesendur vita af öðrum streymum þá er um að gera að láta vita af þeim í athugasemdum.
KOMA SVO!!!!
Staðan 1-2 í hálfleik, Fisk með fyrsta markið eftir vel útfærða aukaspyrnu, og SRH skoraði með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Jasmine Matthews. Gemma Bonner gaf svo víti undir lok hálfleiksins sem Villa konur skoruðu úr.
1-4 sigur eftir að Emma Koivisto bætti við tveim mörkum í seinni hálfleik.
Okkar konur fara því tímabundið upp í 4. sæti, en United eru að spila við West Ham og eru 0-1 yfir. Líklegra en hitt að þær hirði 4. sætið til baka, en spyrjum að leikslokum.
Svo bara jöfnuðu West Ham! Okkar konur eru því jafnar United í 4. sæti, United stelpurnar reyndar með allnokkru betra markahlutfall. Þær eiga hins vegar eftir að koma á Prenton Park, og eins og United eru að spila um þessar mundir þá skulum við bara alls ekki afskrifa okkar konur í baráttunni um 4. sætið.
Sorrí, það er hitt áhugamálið núna.
Var einhver að horfa á Manchester derbyið? Ég gerði það að gamni mínu að fylgjast með Rashford. Vissulega skoraði hann glæsilegt mark en eftir það gerðist fátt. Hann labbar um völlinn og gerir ekki neitt: pressar ekki, fer ekki í einvígi, kemur ekki til baka í vörn. Mér sýnist hann reyna að velja sér þann punkt á vellinum sem er lengst frá öllum leikmönnum andstæðingsins. Hvaða leikkerfi ætli Ten Hag sé að nota? Hlýtur að vera erfitt að gera ráð fyrir að hafa alltaf einn óvirkan leikmann inná. Enda úrslitin í samræmi við það.
Nú verður líklegra með hverjum deginum að MU þurfi líka að fara á stjóramarkaðinn fyrir sumarið. Það verður barátta um bestu bitana og fróðlegt að sjá hver endar hjá hvaða liði.
Svakalega slakt ,,stórlið” og enginn töggur í þessu liði. Þeir mega ráða hvern sem er enda skiptir það engu máli þar sem liðið er með ónýtan grunn til að byggja á. Auk þess eru þeir aldrei að fara að fá Klopp og ekki Alonso heldur.
Bíddu vorum við ekki búin að ræða þetta með miðjumoðsliðin?
Ég veit, ég veit, ég veit. (fer í hárskyrtuna)
Ætli Gunnar Ormslev sé í United treyju þegar hann lýsir leikjum ? Kallgreyið missti alveg coolið þegar Rashford skoraði ?
óþolandi lýsandi og ástæða þess að ég sagði upp áskriftinni.