Liverpool 0 – 3 Atalanta

0-1 Scamacca 38. mín

0-2 Scamacca 60. mín

0-3 Pasalic 83. mín

Atalanta sýndu það á fyrstu mínútum leiksins að þeir væru skeinuhættir þegar þeir náðu nokkrum sinnum að koma sér í ákjósanlegar stöður á fyrstu mínútunum. Elliott átti snemma gott skot í samskeytin og Jones náði að þræða bolta í gegn fyrir Darwin Nunez sem setti skot sitt vel framhjá markinu og við virtumst vera að ná tökum á leiknum þegar Atalanta komust yfir. Scamacca fékk þá boltann inn á teignum og átti slapt skot sem lak undir Kelleher í markinu sem átti að gera mun betur.

Okkar mönnum gekk hrikalega illa að ráða við pressu Atalanta manna og í hálfleik var Klopp greinilega ósáttur og gerði þrefalda skiptingu þar sem Robertson, Szoboszlai og Salah komu allir inná en lítið skánaði.

Það virtist þó vera að stefna í jöfnunarmark þegar tveir leikmenn Atalanta sluppu inn fyrir og Scamacca skoraði aftur og kom þeim í 2-0. Salah minnkaði svo muninn en var dæmdur rangstæður og til að kóróna það átti Szoboszlai svo ömurlega sendingu tilbaka sem varð til þess að Pasalic kom Atalanta í 3-0 og fullkomnaði niðurlæginguna á Anfield.

Bestu menn Liverpool

Þó undarlegt sé fannst mér tveir bestu menn okkar í dag spila sitt hvorn hálfleikinn. Hvorugur var frábær en það kom mér á óvart að Elliott skyldi vera tekinn af velli í hálfleik í dag, vissulega vildi Klopp koma Salah inn í leikinn en fannst Elliott hafa verið skástur í fyrri hálfleik og svo kom Robertson ágætlega inn í þetta í seinni hálfleiknum en það gæti líka verið því Tsimikas var að eiga hauskúpuleik í fyrri.

Vondur dagur

Restin. Kelleher gerir vond mistök í fyrsta markinu en má eiga það að hann lét það ekki brjóta sig og átti nokkrar fínar vörslur í leiknum. Gat lítið gert í marki tvö en hefði kannski getað gert betur í því þriðja en skrifast ekki á hann. Gomez hefur verið frábær í vetur en hann var afleytur í dag og verður að hætta að skjóta, þetta var aldrei fyndið og mun ekki verða það. Macca átti undarlega slakan dag og Endo virkar ekki alveg heill miðað við síðustu tvo leiki. Gakpo byrjaði vel en fjaraði snemma undan því og ég gæti haldið svona áfram með hvern einasta leikmann í dag.

Hvað nú?

Við höfum áður verið 3-0 undir í evrópu og snúið því við en þá var heimaleikurinn eftir og ljóst að það er ekki mjög líklegt að við sjáum það aftur. Því var þetta líklega síðasti leikurinn sem Klopp stýrir á Anfield.

Þetta var okkar slakasti leikur á Anfield í langan tíma og jafnframt ein besta frammistaða mótherja sem maður man eftir í langan tíma. Nú er bara spurning hvort þetta brjóti liðið eða sé sparkið í rassið sem þeir þurfa til að klára tímabilið með stæl.

Næsti leikur er gegn Palace á Anfield á sunnudaginn og sjáum þá úr hverju menn eru gerðir.

40 Comments

  1. Úff ! Þvílíkt vanmat, og skelfilegt val á byrjunarliði sem var sko ekki til í þennan leik. Við þurfum alltaf 20 færi til þess að skora 1 mark, meðan andstæðingurinn þarf 1-2 færi til þess að skora mark.
    GLATAÐUR LEIKUR, áfram gakk, og nú er deildin.

    7
  2. Orðlaus! En………

    ……. unnum við ekki Atalanta 0 – 5 hér um árið?!
    Og komum til baka 0 – 3 undir á móti Barcelona?!

    Allt hægt þegar Liverpool og Jurgen Klopp eru annarsvegar!

    YNWA

    9
  3. Er kominn á þá skoðunn að Nunes eigi að selja. Hann vantar boltatækni og þetta ,,killer instinct” sem framherji verður að hafa. það er ófyrirgefanlegt að hafa klúðrað færinu einn á moti markmanni í fyrri hálfleik. Í heildina var leikurinn afleitur en hefði örugglega þróast öðru vísi ef Númes hefðii skorað.

    13
  4. Atlantamenn unnu heimavinnuna, lásu okkur og sóttu á veikleikana. Gáfu okkur aldrei færi á að stjórna leiknum, unnu úr ,,hápressunni” okkar eins og alvöru fagmenn, nýttu þrjú af sjö góðum færum sem þeir fengu.

    Vissu, að eins og liðið okkar spilar þessar vikurnar er alltaf hægt að þvælast fyrir sóknarmönnum, trufla miðjuna og spila í gegnum vörnina.

    Sorrý, en þeir fundu kryptónítið.

    7
  5. Þetta var óafsakanlegt af hálfu leikmanna LFC og hugsanlega versta tap okkur undir stjórn Klopp!

    Ekkert gekk upp og menn ættu að fara í naflaskoðun fyrir lokaátök tímabilsins.

    7
  6. Skammarleg frammistaða. Sérstaklega hjá Klopp. Hvað í andskotanum er hann að spá? Jones í engu leikformi og Tsmikas ekki heldur auk þess löngu búinn í þessu liði.

    Mörk breyta leikjum og þessi slútt hjá Nunez ærir mann óstöðugann. Mögulega allt annar leikur ef þetta dauðafæri endar inni. Klíndu þessu í fjær maður!

    Þessi varnarleikur er svo rannsóknarefni útaf fyrir sig.

    Algjör skita hjá liðinu og Klopp.

    12
  7. Nú er bara tíð Klopp að líða undir lok. Verður áhugavert að sjá hvernig litið verður á þennan tíma til baka.
    Með þetta drauma lið og 1 premier league bikar. Og auðvitað hinir.
    átti þetta lið , gullaldar lið að vinna meira? klárt mál.
    Má ekki gleyma því að klopp er frægur fyrir því að detta út úr keppnum undir lok. Nær ekki að klára.

    Frábær man manager en það þarf bara ruthless gæja að henda út dead wood!!!
    væri Ferguson með eitthvað af þessum gæjum í liðinu sínu?
    hvað er Timikas að gera í Liverpool come on
    Gomez bekkjarmatur. Er Nunez striker???

    Bless klopp og takk fyrir hið liðna. Vonandi FSG líka og þetta seinna val á leikmönnum.
    Hreinsun ég vill algjöra hreinsun.
    Kaupið miðvörð sem spilar fleiri en 3 leiki í einu það væri byrjun , þetta eru ekki geimvísindi

    7
    • Einn ManU maður hér inni ? Ekki það mér fanst liðið spila eins ManU er búið að vera gera síðustu ár eini munurinn á okkar liði í kvöld er að við vinnum ekki með heppni eins og þeir hafa svo oft gert. En Davíð í alvöru ertu ekki örugglega að villast hér inn þar sem rauðu djöflarnir síðan er nánast dauð hefur ekkert annað að gera?

      YNWA.

      1
  8. Vá hvað maður er pirraður núna.

    Leikmenn og þjálfarar ættu að skammast sín eftir þennan leik.

    Það er mjög auðvelt að nefna nokkra leikmenn sem voru lélegir en mjög erfitt að finna einhvern sem var flottur í kvöld.

    Þetta var klárlega Vanmat hjá Klopp að byrja með ekki sterkara lið en þetta. Þetta hefði verið frábært ef þetta hefði gengið eftir en þetta gekk ekki eftir og var þetta því mjög sárt tap.

    Að hugsa til þess að þetta er líklega síðasti Evrópuleikurinn á Anfield hjá Klopp er hræðilegt tilhugsun.

    Nú koma líklega nokkrir og segja þetta er ekki búið og það er 100% rétt hjá þeim en þeir sem sáu þennan leik sáu skipulagt Ítalst lið sem er ekkert að pakka í vörn og vörðust ofarlega á vellinum en gátu líka ef þess þyrfti að loka vel til baka.

    Þegar við snérum við gegn Barcelona þá var tvennt öðruvísi. Mér fannst við vera góðir út á vellinum í þeim leik og vorum óheppnir að hafa ekki skorað í þeim leik og við áttum Anfield inni.

    Ég sé okkur gefa allt í síðari leikinn en þetta verður of stór brekka fyrir okkur tel ég því miður en frammistaðan verður án efa betri því að hún getur ekki verið verri.

    YNWA – Nú þarf kraftaverk og við höfum séð það áður hjá Liverpool undir stjórn Klopp en frammistöðurnar í síðustu leikjum segjir manni að kraftarverkin eru langsótt ósk því að ekki sá maður neitt til að byggja á í kvöld( vantaði kraft, áræðni, vilja og dugnað)

    5
  9. Er èg einn um að finnast szoboslai meðal leikmaður, skilar boltanum illa frá sèr og langt frá því að vera í þeim klassa sem LFC þarf á að halda.

    8
    • Ekki gleyma því hvað hann fór í gang af miklum krafti í haust. Menn farnir að tala fram að jólum að hann væri kaup ársins í deildinni. Ég held að hann sé bara meiddur og sé einfaldlega ekki búinn að ná sér. Ég trúi því að hann komi 110% peppaður inn eftir sumarið.

      3
  10. Hrós á Atalanta að nýta sér veikleika okkar manna. Tek Pollýönnu á þetta og treysti að Liverpool verði betri í “seinni hálfleik”. YNWA

    5
  11. Þetta lið er drasl, samansafn af aumingjum.
    Ef Klopp væri ekki að hætta þá myndi ég reka hann, algerlega óásættanleg frammistaða.
    Á fimm dögum eru þeir búnir að henda frá sér möguleikunum á tveimur titlum með helv… aumingjaskap og engu öðru.
    Frammistaðan var svo léleg að það er hreinlega fyndið.

    4
  12. Ég vona að helvítis grenjuskjóðurnar í svokölluðum “stuðningsmannaklúbbum” Spion Kop och Spirit of Shankly, sem neituðu að styðja liðið í kvöld til að mótmæla hækkun á miðaverði sem er heil 2% (eftir mörg ár án hækkunar), séu ánægðir með sig núna.

    Að spila á Anfield og ná ekki að skora mark og fá á sig þrjú á móti miðlungsliði frá Ítalíu er það lélegasta sem ég hef séð frá Liveprool undir Jürgen Klopp – og bara eitt það lélegasta ever.

    Hvenær tapaði liðið síðast 0-3 á heimavelli?

    Þvílíkt þrot.

    21
  13. Samblanda af miklu vanmati og þreytu, fannst mér. Leikjaálagið á laskaðan hóp að segja til sín, eineitingarleysi í vörninni og miðjan í hlutlausum gír mestallan leikinn. Að sama skapi átti Atalanta algjöran draumaleik þar sem meira og minna allt gekk upp.

    Við höfum áður lent 3-0 undir gegn ítölsku liði en þá voru bara 45 mínútur til stefnu. Nú eru 90 mínútur eftir og ég hef enn trú á verkefninu!

    5
    • mikil einföldun að segja að meira og minna allt hafi gengið upp hjá gestunum. Þeir áttu amk 3 dauðafæri sem þeir áttu á skora úr.

      Hefði getað endað 0-6 hefði allt meira og minna gengið upp.

      Slíkir voru yfirburðirnir

      6
  14. Eru þetta ekki bara þreytumerki á liðinu? Meiðsli á lykilmönnum eins og Alisson og Trent sem er sárlega saknað og hvað í á Evrópukvöldum eins og þessum? Robbo nýkominn úr meiðslum, aldrei sama varnarlínan o s frv o s frv……..

    2
    • klárlega allt þetta.

      Óboðlegt álag að spila 2x í viku.

      Vissulega þarf Robbo mun meiri tíma,, kom reyndar til baka úr meiðslum 24. janúar.

      5
  15. Nei þetta er bara aumingjaskapur hjá mönnum sem eru á súperlaunum og ættu að endurgreiða stuðningsfólkinu sem lagði leið sína á Anfield í dag. Hef ekki sèð svona lengi.

    7
  16. Tek fram ég horfði ekki á leikinn.

    En persónulega er mér hálf létt að liðið sé að detta út. Ég vil umfram allt vinna deildina og að mínu mati er Liverpool þriðja besta liðið þar, en með besta stjórann fyrir þennan hóp af leikmönnum. Ef Klopp vinnur deildina í ár þá væri það hinn fullkomni endir að mínu mati. Væri ekki verra ef Salah skoraði markið sem tryggði titilinn.

    Áfram Liverpool og áfram Klopp!!

    7
    • Það er bara vandamálið, þetta var bikarinn til að vinna. City eða Arsenal eru í fanta formi og við ekki. Við glötum deildinni í næstu leikjum því miður….

      4
      • Fólk var komið í úrslitaleikinn í Evrópu fyrir löngu. Eins og það sé svo auðvelt. Kvartandi yfir miðafjölda og eitthvað….

        En það hentar Liverpool betur að vera underdogs og núna er bara það mikilvægasta eftir, deildin, og það er alveg séns að Arsenal og City tapi stigum. Núna munum við sjá hvað mikið leikmönnum Liverpool langar að vinna þessa deild. Ég ætla að halda áfram að trúa.

        4
  17. Var á leiknum. Skömm af þessu. Enginn góður í dag. Kelleher með tvær góðar vörzlur, thats it. Àberandi slakir; Tsimikas, Gomez, Endo, Jones, Gakpo, Elliot, Salah og sorglegt að segja það Klopp, tók Pep á þetta og over correctaði mistökin frá síðasta heimaleik í Evrópu þegar hann spilaði sínu sterkasta liði eftir að hafa unnið útileikinn 5-1 og tapað stigum i næsta deildarleik. Nú kom hálfgert varalið til leiks og það sem verra er með hálfan hug í verkefnið. Það er eins gott að dæmið snúist þá við og við hirðum 3 punkta á sunnudag, annað er katastrópa. YNWA bætum fyrir þetta strac takk fyrir.

    14
  18. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Með því að taka ekki andstæðinginn alvarlega og spila á sínu sterkasta liði í kvöld gerði Klopp hrapalleg misstök. Lélegasta Evrópu frammistaða Liverpool undir hans stjórn og lélegasta Evrópu frammistaða Liverpool allra tíma á Anfield staðreynd. Fyrirgefið en ég hélt að Gomez væri varnarmaður. Hvað var Klopp að hugsa með að spila honum þarna frammi allan seinni hálfleikinn þegar við urðum að gera mörk. Liverpool gæti þó tekið upp á því að keyra yfir þetta lið í Bergamo en þá verður Klopp að spila á sínu sterkasta liði.

    5
  19. Þeir sem mættu skammast sín eru aðdáendur Liverpool, fullur völlur og það var dauðaþögn allan leikinn og allt útaf 2% hækkun á miðaverði sem allir season ticket holders græða fúlgur fjár á árlega.
    Leikmennirnir áttu ömurlegan dag ásamt Klopp enn þessir plast stuðningsmenn á vellinum ættu að skammast sín

    7
  20. Lið sem getur ekki varist er ekki að fara að vinna eitt né neitt og þetta lið bara getur ekki varist.
    Svo lenda hafsentarnir ítrekað í því að fá á sig áhlaup því þeir fremri tapa boltanum á vondum stað.
    Ofan á bærist svo hræðileg færanýting.
    Hvernig ætla menn sér að gera eitthvað með svona spilamennsku? Aðal markmið dagsins virtist að vera sem lélegastur og það mátti vart á milli sjá hver stóð uppi sem sigurvegari í þeirri keppni.
    Verður fróðlegt að sjá hvernig hann stillir upp á sunnudaginn því það eiga allir skilið að vera bekkjaðir, svo slakt var þetta.
    Menn voru heldur betur kokhraustir að ætla að taka allar þessar dollur fyrir Klopp því hann væri að hætta.
    Pungurinn er nú bara ekki meiri en þetta, einn lítill deildarbikar. Út úr FA cup með algerum aumingjaskap, út úr deildinni með sama aumingjaskap á móti sama skíta liðinu og núna þetta.
    Hættum nú þessum draumórum og Polýönnuleik, þetta er allt farið í skrúfuna.

    9
    • Ekki út úr deildinni. Erum jafnir Arsenal í efsta sæti. Þeir með betri markatölu. Ég er samt sammála þér að það er erfitt að vinna með lið sem getur ekki varist betur en þetta. Við erum samt ennþá með í keppninni og allt getur gerst.

      6
  21. Sælir félagar

    Þetta er einfalt. Klopp sýndi hrikalegt vanmat og stjóri Atalanta tók hann í ósmurt . . . Ítalirnir voru miklu betri en varaliðið sem Klopp byrjaði með og eftir það tókst Liverpool leikmönnunum aldrei að höndla þennan leik. Darwin Nunes má fara í sumar mín vegna og sömuleiðis Salah ásamt Gagpo. Gagpo er frekar slakur leikmaður en samt var hann með þeim skárri í fyrri hálfleik. Mennirnir sem voru að koma úr meiðslum verða tæplega dæmdir af þessum leik en þeir voru samt lélegir eins og reyndar allt liðið.

    En Sobo ??? sem sagði um daginn “fólki fannst ég góður í byrjun leiktíðar en það má bara sjá nú í vor, ég verð miklu betri þá”. Mér sýnist að eins og hann er að spila sé hann varla nema miðlungs leikmaður ef hann nær því. Ég nenni ekki svona skitu tvo leiki í röð þar sem liðið getur ekki skorað og þar er öll framlínan sek. Liðið varð sér til skammar í kvöld og nú er maður kominn með kvíðahnút fyrir næsta leik. Ég held að það verði lítill fögnuður í vor yfir þessum
    eina bikar sem telst sá ómerkilegasti á Englandi.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  22. Getum alveg eins byrjað að plana league cup gönguna eftir seasonið. Þetta lið er ekki að fara vinna neitt.

    2
  23. Ekki allir hresssir í morgunsárið og búnir að jafna sig?
    Þetta hefði jú alveg getað farið verr. 🙂

    3
  24. Já þetta var mikil skita, en Evrópu Liverpool skal aldrei afskrifa þegar viður eignin er hálfnuð.

    Margir af okkar leikmönnum þurfa að að bæta sig.

    Þulirnir á TNT í gær töluðu um að í síðustu 14 leikjum á Anfield höfum við bara einu sinni haldið hreinu, það er bara glatað.
    Hvernig framlínan okkar getur svo leik eftir leik misnotað færin sín er svo efni í rannsókn.

    Hlakka til að sjá menn koma gíraða í bananahýðis leikinn á sunnudaginn.
    YNWA

    3
  25. Spáið þið í einu.
    umræðan í þessum þræði og í undanförnum þráðum.
    þá er svona umræða sem við höfum ekki séð í nokkur ár.
    svo glæsileg hafa þessi Liverpool lið verið og allir í góða heiminum.
    það hefur varlað þekkst að verið er að drulla yfir þjálfara eða leikmenn liðsins og mörg ár.
    maður man þá tíma sem allt var rauðglóandi. svo hefur þetta verið þannig að þjálfara og leikmenn liðsins hafa nánast verið ósnertanlegir.
    vonandi að menn hafi notið tímans! þetta er ekki sjálfgefið.

    en með þennan leik ég missti af honum og fyrir mér gerðist þetta aldrei.

    3
  26. Núna talar Carragher um að það ætti bara að kasta inn handlæðinu og senda varaliðið til Ítalíu, hvaða grautur er í hausnum á gamla cpt liðsins ?
    Liverpool getur og hefur margoft snúið við vonlausum viðureignum, með fullri virðingu fyrir Atalanta þá er þetta ekki Barcelona eða Real sem við erum að fara að heimsækja.
    Liverpool á alveg að geta unnið þá á útivelli, man ekki betur en að seinast þegar við fórum þangað þá unnum við 0-5 þannig að ég hlusta ekki á svona kjaftæði um að þetta sé búið.

    Bara kassann út og mæta af krafti og blása til sóknar.

    2
  27. Þetta dúttl með boltann hjá markverði pirraði mig. Margar sendingar í öftustu línu og svo dúndrað í stað þess að gera það bara strax.
    Upp með höfuðið við munum komast áfram, ekki spurning.

    2
  28. Það hefur í raun svolítið blundað í manni síðustu vikunar að momentumið væri búið. Leikurinn í gær fannst mér gefa það sterklega til kynna. Það er ekkert hægt að horfa framhjá því að spilamennskan hefur verið að hökkta undanfarið. Fall útúr bikar, slakar frammistöður í deild og svo skellur á heimavelli á evrópukeppni bendir til að liðið er ekki á góðum stað um þessar mundir.

    Á sama tíma upplifir maður að Arsenal og Man C séu komin á fullt flug á réttum tímapunkti. Hvað veldur eru án efa margar ástæður en eins staðan er í dag finnst mér fátt benda til þess að Liverpool geti veitt þessum tveimur liðum keppni allt til enda.

    Hins vegar má líka alveg horfa til þess að það sé í raun kraftaverk að Liverpool hafi náð koma sér í þá stöðu í deildinni sem það er núna miðað við allt sem hefur gengið á. Það er varla hægt að skrifa ýktara handrit en það hvernig liðið fór í gegnum des, jan og feb á þeim mannskap sem var til staðar á þeim tíma.

    Vonandi nær liðið vopnum sínum aftur fyrir síðustu leiki tímabilsins og skapa nýtt momentum. Leikurinn við Palace verður ekki auðveldur en hann er hins vegar frábært tækifæri til þess að svara fyrir dapra frammistöðu uppá síðkastið. Ég held að sá leikur muni segja ansi margt um hvort að liðið sé tilbúið að vera með í baráttunni alla leið eða ekki.

    9

Byrjunarliðið gegn Atalanta

Crystal Palace mætir á Anfield – síðasti heimaleikurinn í apríl