Liverpool 0 – 1 Crystal Palace (Skýrsla)

0-1 Eze ’14

Fyrri hálfleikur var að miklu endurtekið efni frá því fyrr í vetur. Það vantaði ekki ákafan í okkar menn, sérstaklega Robbo og Diaz, en liðið var engan vegin í takti við sjálft sig. Í hvert sinn sem Palace fengu tækifæri til að sækja sköpuðu þeir mikla hætta og eftir ekki nema korters leik náðu gestirnir að skora eftir frábæra sókn og hörmungar varnarvinnu hjá Liverpool.

Skömmu síðar var Van Dijk nálægt því að gefa annað mark þegar hann rann í grasið, en Alisson náði að neyða sóknarmanninn í að vippa og þindarlausi skotinn okkar bjargaði á marklínu á síðustu sekúndu.

Út hálfleikinn voru okkar menn meira með boltann og með smá heppni hefðu þeir skorað en vantaði alla stjórn á miðsvæðið og augljóst að það þurfti að bregðast við. Klopp skipti arfaslökum Endo útaf og svo kom Trent inn á strax eftir hálfleik eftir að Bradley sneri sig á ökkla.

Næstu tuttugu mínútur voru svipaðar því sem á undan fór. Liverpool miklu miklu miklu meira með boltann en þrátt fyrir að maður sæi greinilega framför í spilinu með innkomu Szobozlai og Trent þá voru engin færi til að tala um. Palace varðist vel og töfðu vel. Þegar rúmur klukkutími var liðin af leiknum skipti Klopp inn á Gakpo og Jota fyrir Diaz og Nunez.

Næstu fimm voru algjör stormur, þar sem Jota og Curtis Jones hefðu báðir átt jafna og Alisson mynti á hvers við höfum saknað þegar hann varði fullkomnlega. Palace tók ævintýralega langan tíma í þrefalda skiptingu og gerði hvað þeir gátu til að drepa tempóið.

Þrátt fyrir að það vantaði ekki baráttuna þá varð úrslitum leiksins ekki breytt. Okkar menn gátu ekki framkallað en eitt kraftaverkið og Palace sigldu sigrinum heim. Örvæntingin náði hápunkti þegar Alisson kom fram til að reyna að skora aftur úr föstu leikatriði.

Bestu menn Liverpool

Ekki margir sem gera til tilkall hér. Diaz var fínn þangað til hann var tekin út af, Robbo frábær í fyrri hálfleik. Aðrir voru ekki góðir.

Vondur dagur

Hér um bil allir. En ég auglýsi nú formlega eftir Mohammed Salah, sem var svo til ósýnilegur í þessum leik. Endo átti líka sinn versta leik lengi.

Hvað nú?

Liverpool endar leikvikuna í þriðja sæti og munu væntanlega klára tímabilið þar. Það þarf kraftaverk á Ítalíu til að halda lífi í þessu tímabili. Meiri bévítans vikan búin.

67 Comments

  1. Ja, það sem Jurgen Klopp kann að gleðja okkur poollara með sínum leiftrandi sóknarbolta og ný búinn að færa okkur hnefstóran deilarbikar.

    9
  2. Geri það ekki að vana mínum að koma hérna og tuða en sæll hvenær hefur gakpo gert eitthvað þegar hann kemur inn á?
    Hann getur ekki neitt og macalister sæll sá skeit á sig í þessum leik elliot átti að vera löngu kominn inn á fyrir hann gæti látið fleiri leikmenn heyra það en er hættur…en þetta er ekki búið nú þarf bara að vera skotæfingar út tímabilið þeir bara geta ekki skorað….þetta kemur næst…..

    4
  3. Ekki tala um yfirspilun og klúðruðum færum.
    Það er ekki ekki afsökun leik eftir leik.
    Þetta 0.2 lið Klopp er með loser eliment í sér sem er hræðsla og stress…
    Barnalegur varnarleikur sem er loksins farinn að telja! Það hlaut að koma aðþví.
    Og kæðinn frammi eru ekki nægjanlega góð til þess að bæta þau upp…

    Takk Klopp fyrir allt. Þú gast okkur von á lokatimanilinu sem enginn bjóst við.
    En það endar eins og flest öll hin 115 kærunar fagna í restina.

    7
  4. Þetta var þvílíkt svar frá Klopp og leikmönnum. Nú er bara að vona að menn klúðri ekki CL sæti líka.

    6
    • Haukur, ég er nú nokkuð viss um að Aston Villa og Tottenham munu ekki ná okkur að stigum

      3 sætið er svo sem ekki svo slæmur árangur miðað við allar breytingarnar sem voru gerðar á miðjunni síðasta sumar, þessar breytingar komu of seint, það hefði átt að fara í þær fyrir tveimur til þremur tímabilum síðan.

      Vandamálið með Liverpool er það að við eru ekki að kaupa leikmenn úr efstu hillunni og þetta vandamál verður áfram meðan FSG er í brúnni. Þrátt fyrir þessar skitu sem hefur lent á okkur er ég ennþá á því að Jurgen Klopp sé einn besti stjórinn í dag og það segir meira um eigendurna að við unnum bara tvo stóra titla á þessum tæpum níu árum sem hann var stjórinn okkar. Ég er 100% viss um að Klopp gafst upp á eigendunum og fékk nóg af þessu og það er raunverulega ástæðan fyrir því að hann hætti.

      Ég vorkenni næsta stjóra að taka við af honum og þurfa að vinna undir FSG.

      18
      • Heyr heyr, mikið til í þessu Ari og algjörlega sammála þér varðandi FSG. Það á eftir að koma í ljós síðar að það sé megin ástæðan fyrir því að Klopp sé að hætta!

        8
      • Sammála þér Ari.

        FSG hafa alltaf verið seinir til og Klopp hefur unnið kraftaverk á þessum árum að mínu mati. Bara það hann skuli vera með liðið í titilbaráttu í dag er frábær árangur. Ég er reyndar hræddur um City hafi nánast klárað þetta í dag án þess að spila. Enda besta félagslið í heimi sem Pep er með.

        Ég ætla að halda í vonina að Klopp klári þetta með að vinna deildina. Trúa. Annars get ég alveg eins hætt að horfa á fótbolta.

        FSG án Klopp verður áhugvert.

        Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

        7
      • Mæltu manna heilastur, algerlega sammála og hef oft sett þá skoðun mína inn hér, það þarf að ræða fílinn í stofunni.
        Eigendur og innkaupastefnan gerir það að verkum að við eigum enga raunhæfa möguleika á stóru titlunum því við erum ekki að bítast um stóru bitana á leikmanna markaðinum.

        6
      • Sæll Ari.
        Ef menn ætla ekki að rífa sig í gang þá verður 8 stiga munur fljótur að hverfa. Þannig maður skal aldrei segja aldrei þó ég sé nú frekar bjartsýnn á að Liverpool endi í meistaradeild. Enda líklegt að þau verði 5 sætin í ár því City er örugglega að fara að vinna CL rétt eins og ensku deildina.

        3. sætið er vissulega ekkert slæmur árangur eftir allar breytingarnar sem áttu sér stað síðasta sumar og miðað við síðasta tímabil. Og að vera í raun enn í séns á titli (City vinnur pottþétt alla leikina sína sem þeir eiga eftir samt) er bara frábært.

        Nei Liverpool er ekki að kaupa leikmenn eins og Mbappe eða annað slíkt. Það er bara ekki þeirra gameplan. Klopp hefur vitað það frá upphafi enda margsinnis sagt það á fréttamannafundum og viðtölum. Þannig að ég skil ekki hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé að fara út af FSG. Hvergi séð rætt um það af einhverjum sem veit hvað er í gangi innanhús hjá Liverpool. FSG hafa tekið Liverpool á miklu hærra plan. Tekjurnar eru í dag á pari við United, leikvangurinn hefur verið endurbyggður að mestu og leikmannahópurinn er geggjaður. Auðvitað er stór þáttur í því að þeir fengu rétta manninn í starfið þegar þeir réði Klopp, engin spurning. FSG eru samt ekki eins og eigendur City, Chelsea eða PSG. Þeir eiga ekki þennan pening til að leggja inn á reikning Liverpool til að gera hvað sem er með. Ég held að Klopp sé frekar þreyttur á að keppa við svindlara eins og City og þess vegna sé hann að hætta.

        Kannski er bara fyrir bestu að Liverpool vinni ekki deildina í ár uppá framtíðina að gera. Kannski verði það betra fyrir þann stjóra sem kemur inn að vera ekki með þá pressu á bakinu.

        6
      • Sæll Haukur,

        Ég vona að við förum ekki að tapa niður þessu forskoti á næstu lið fyrir neðan ég er bjartsýnn á það að við höldum þriðja sætinu.

        Man City er líklega að fara að vinna deildina enn ég veit ekki með CL?

        Hvernig ég kemst að þeirri niðurstöðu að Klopp hafi gefist upp á FSG, það er góð spurning. Ég er nú á því að FSG hafi lofað Klopp gull og grænum skógum þegar hann skrifaði undir samninginn við Liverpool, annað er nú frekar ólíklegt, þannig fara yfirleitt viðskipti fram. Það eitt að gefast upp vegna þreytu um mitt tímabil er mjög einkennileg útskýring, ég teldi ef allt eigi að vera í góðu lagi milli Klopp og FSG að þessi ákvörðun hefði þá verið tekinn í lok leiktíðar.

        Til að hafa það alveg á hreinu, þá hef ég engan áhuga á fylliríseiðslunni hjá Chelsea
        eða bara kaupa hvað sem er eins og Man Utd, ég er meira að tala um að fjárfesta í góðum leikmönnum þegar þeir eru fáanlegir. allt þarf þetta að passa við stjóran og þann leikstíl sem hann spilar. Liverpool Fc eru miklu stærra enn FSG geta nokkurn tíma ráðið við, það er nú bara þannig. Ég er ekkert að spá svo mikið í einhverju svindli hjá Man City eða öðrum klúbbum, ég er að hugsa um fótboltann, enn eitt er víst ef það er skýringin fyrir því að Klopp sé að hætta mun hann ekki starfa meira við þjálfun þar sem peningar og svind stjórna nær öllum stóru deildunum í fótboltaheiminum í dag og sem er vissulega sorgleg staðreind 🙁

        Haukur ég held að í stórum dráttum séum við sammála um peningar séu að eiðileggja fótboltann og því miður sé ég ekki að það sé að verða breyting á því. Enn til að Liverpool dafni sem stórlið þá verðum við að hafa eiganda í samræmi við það

        Liverpool Fc er það stór klúbbur að þeir eiga að berjast um meistaratitilinn á hverju ári eins og þeir gerðu á níunda áratugnum.

        3
      • Sæll

        Já ég held nú að við séum sammála um flest allt tengt þessu, nema kannski einhverjum smáatriðum um afhverju Klopp sé að fara. Ég allavega sé enga ástæðu til að efast um þær ástæður sem Klopp gefur. Hann hefur nú ávallt komið til dyranna eins og hann er klæddur hvað okkur stuðningsmenn varðar. Þannig ég trúi bara einfaldlega því sem Klopp segir og hef ekkert í höndunum til þess að gefa mér eitthvað annað.

        YNWA

        3
  5. ÆI ÉG ER BARA ALVEG TÓMUR.

    NÚ GETA MAN U MENN HLEGIÐ AF OKKUR OG SAGST HAFA EIÐILAGT TÍMABILIÐ OKKAR. VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA AFRAM Í EVROPU KEPPNINNI ÞAÐ ER ALVEG AUGLJOST.
    KANNSKI ÞAÐ BESTA I STÖÐUNNI AÐ VINNA EKKI NEITT ÞVI ÞA ER MINNI PRESSA FYRIR ÞENNAN KRAKKA SEM ER AÐ KOMA FRA PORTUGAL.

    SEGJI NU EKKI MEIR

    SHITY KLARAR ÞETTA EITT TIMABILIÐ EN
    LFC TEKUR 3 SÆTIÐ OG FRAMRUÐU DOLLUNA

    3
    • Hverjum er ekki drullusama um að manju-aðdaendur seu að hlægja. Þeir ná ekki einu sinni i CL og eru eins og stefnulaus bátur.

      Þvi miður erum við að gefa eftir og hvert stig er gríðarlega dýrmætt.

      9
    • Ertu viss um að þessi krakki (Rúben Amorim) sé að koma?

      Ég er ekkert allt of viss um að hann sé að koma, Liverpool þarf að borga upp samninginn hans sem ég get nú ekki séð að sé að fara að gerast?

      Ég hef meiri trú á því að hlutverk Edwards sé að finna mun ódýrari kost enn Rúben Amorim?

      Trúlega verður einhverjum að ósk sinni um að Salah fari í sumar enn hann mun trúlega fara á mun minni pening enn við gátum fengið fyrir hann í síðastliðið sumar.

      Við skulum ekki gleyma því að Salah hefur verið frábær fyrir okkur eins og Alison og van Dijk
      þessir sjörnuleikmenn komu fyrir sex til sjö árum síðan og síðan þá höfum við ekki verið í rauninni að versla úr efstu hillunni. Síðasta sumar áttum við að kaupa miðvörð og sexu til að geta gert alvöru atlögu að titlum, hvorugt kom. Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai eru góðir leikmenn enn við þurftum bara svo mikið meira. það sem ég var mest gramur yfir líka var hve seint var farið í þessi kaup. að átti að byrja strax að endurnýja liðið eftir að síðasta tímabil sem var algjör hörmung!

      Ég er nú segja það að ég er nú meira spenntur fyrir því að fá nýjan eiganda heldur enn annan þjálfara

      FSG out!

      8
  6. Færanýting hörmung allt seasonið. Getum talað um fullt af töpuðum stigum í öðrum leikjum en þessum þar sem einfaldlega færanýtingin er hörmung. City að eiga sitt versta tímabil síðan við unnum okkar titil og við höfum einfaldlega ekki nýtt okkur það. Á einni viku erum við orðnir að aðhlátursefni og miðað við hvað leikmenn okkar eru brothættir þá mun þetta verða ennþá verra.

    8
  7. Klöpp hefði aldrei að tilkynna svona snemma að hann ætlaði að hætta. Það setti depurð í liðið. Liverpool voru drullu lélegir í dag.

    5
  8. Skelfilegt að þurfa að nýta McAllister sem 6 því hann á að vera framar á vellinum þar sem hann er magnaður. Heimsklassa varnartengiliður myndi koma í veg fyrir þessi mörk sem leka alltaf inn snemma í leikjunum en þeir eru greinilega vandfundnir?

    6
  9. Leiðinlegt að þetta fari svona en svona er þetta bara, liðið er bara ekki betra en þetta, lenda undir í leikjum trekk í trekk. Búinn að halda með liverpool síðan 1985 og maður veit að það birtir til á endanum en að kasta þessu svona frá sér er ömurlega svekkjandi. Ynwa

    8
  10. Þetta er svo gott sem bùið. Ekki hefur maður orku ì að horfa meira à þetta rugl. Að nà ekki einu sinni jafntefli er alveg glatað. Þessir framherjar hafa klùðrað seaoninu okkar. Getum alveg eins byrjað að plana Leage Cup skrùðgönguna ì dag.

    6
  11. Bara ömurlegir. Engar afsakanir.

    Vörn, miðja, sókn, allt ömurlegt.

    Salah er farinn til Saudi. Hann hefur of lítið fram að færa þegar hraðinn er farinn og ekki ofurlaunana virði.

    Nunez trekk í trekk með ákvarðanatöku sem meikar ekkert sens og virðist bara ekki hafa gæðin sem þarf.

    Endo annaðhvort meiddur eða bara spilað gríðarlega yfir getu hingað til? Skelfilegur.

    Nú er ég bara að nefna nokkra en allt liðið er bara að spila sorglega illa.

    Spilamennskan á mikilli niðurleið síðan senior leikmenn byrjuðu að koma til baka úr meiðslum. Segir það okkur eitthvað? Liðið er í engum takti.

    En hey, við fáum allavega open bus skrúðgöngu með deildabikarinn.

    13
  12. Hvað hefur Curtis Jones á Klopp ?

    Klopp greyið á þetta bara skuldlaust að byrja með hann í þessum leikog það eftir frammistöðuna hjá honum í síðasta leik 🙁
    Vonandi s-ér nýji þjálfarinn strax hvað hann er mikið drasl ………

    Til hamingu City

    4
    • Algjörlega sammála þér með Jones! Mun aldrei ná þvi hvað Klopp sér í honum! Og sammála Dude hér ofar, selja Salah í sumar á meðan hægt er að fá nokkur pund fyrir hann, því miður kominn á endastöð hjá Liverpool.

      6
  13. Þetta var kjaftshögg í dag…Arsenal og City eiga líklega eftir að tapa stigum…..hvort það dugi okkur á eftir að koma í ljós ….ekki gefast upp á þessum tímapunkti það er ekki í okkar anda….

    6
      • Brigthon og Tottenham á útivelli eru erfiðir leikir með meistaradeildinni og Fá Cup á milli leikja….getur breyst hratt með óvæntum meiðslum og rauðum spjöldum….ekki gefast upp fyrr en í fullan hnefann…..

        10
  14. Það er með ólikindum að framherjarnir nái ekki að skora úr þeim færum sem liðið er að fá. Þetta eru mörg hver algjör dauðafæri svo það er ekki þannig að upplegg Klopps í leikjunum skili ekki marktækifærum. Atalanta var undantekning því þar var liðið verulega slakt. ManCity líta ekki til baka eftir þetta og hirða titilinn enn og aftur

    5
  15. Það getur vel verið að City og Arsenql munu tapa eitthverjum stigum.
    Sé City ekki gera það.

    En það mun ekki duga Liverpool.
    Ég sé Liverpool ekki fara með fullt hús stiga úr því sem eftir er.
    Það er svona aðalmálið við þurfum nánaat að sjá hrun hjá tveimur liðum til að við vinnum

    6
  16. We are riding a dead horse and coming in for the funeral…….

    Skiptir engu orðið hvað hin liðin geta tapað mörgum stigum á meða við töpum hverjum leiknum á fætur öðrum núna og allt í skrúfunni,sem er orðin vel flækt.

    Er bara orðlaus.

    9
  17. Sælir félagar

    Það er ekkert um þennan leik að segja. Miðlungslið tapaði á heimavelli fyrir öðru miðlungsliði. En það eru leikmenn í Liverpool liðinu sem þarf að losa sig við.

    Darwin Nunez: fullkomlega vonlaus sóknarmeður. Enginn í deildinni hefur klúðrað jafn mörgum dauðafærum. Seljann í sumar.

    Salah. Hann er hættur. Er liðinu ekki til neins gagns núorðið, takk fyrir okkur Salah. Seljann í sumar.

    Jones. Nenni ekki að ræða hann. Seljann í sumar

    Endo. Allt í lagi leikmaður til að koma inn á og klára unna leiki. Haldonum.

    Diaz. Skárstur af framlínunni. Fínn til að koma inná í unnum leikjum og djöflast í þreyttum varnarmönnum. Haldonum.

    Aðra þarf ekki að tala um. Macca er greinilega dauðþreyttur og þarf hvíld en er frábær leikmaður. TAA haldonum en nenni ekki að tala um hann núna. Bradley framtíðaleikmaður. Robbo er farinn að gefa eftir en gæðin samt fín. Þarf að fá alvöru vinstri bakvörð sem tekur við af honum með tímanum. Virgil á allar þakkir skildar fyrir framlag sitt til Liverpool. Var arfaslakur í marki Palace og er að gera mistök í vörninni þegar lið pressa alvarlega á Liverpool. Alisson flottur. Konate í góðu lagi en alltof meiðslagjarn og taugaveiklaður oft á tíðum.

    Sobo, Gagpo, Elliot og Jota halda þeim en veit ekki hvað með aðra leikmenn. Það sem ég er í reynd að segja er að þessi leiktíð er farin. Við endum með lægst metna bikarinn og í þriðja sæti á töflunni sem gefur öruggt meistaradeildarsæti. Það er niðurstaða þessa leiktímsbils. Langt undir væntingum sem við höfðum eftir að liðið hafði staðið af sér miklar meiðsla krísur en ásættanlegt miðað við væntingar í byrjun leiktíðar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  18. Ef það er eitthvað sem ég tek frá þessum leik þá er það að við erum búnir að vera í sama vandamálinu allt helvítis tímabilið sem er að við fáum á okkur mark fáránlega snemma í leikjum eins og liðið byrji ekki fyrr en eftir 20 mínútur og þetta vandamál er búið að vera viðloðandi allt tímabilið og hvar er lausnin frá klopp spyr ég óþolandi að sama vandamálið sé ennþá í gangi í lok tímabils

    7
    • Liverpool hefur lent undir í 21 leik á tímabilinu, þar af 18 í deildinni. Sem hlýtur að segja eitthvað um vörnina.

      3
      • Og þá er ég að meina, að liðið byrjar leiki á því að lenda undir.

        1
  19. Og Arsenal að tapa! Watkins með snilldar slútt sem okkar menn geta ekki!

    City að fá titilinn á silfurfati!

    10
    • lítur út fyrir að við séum enn á lífi í þessari baráttu þó City séu orðnir lang líklegastir.

      4
  20. Hef sagt það lengi að LFC á selja salah,alveg hræðilega lélegur.Enda sýndi það sig að án hans gekk miklu betur hjá okkar mönnum.Var vitleysa að setja Salah inn eftir meiðslin þar sem Elliot var búin að spila mjög vel í fjarveru Salah.

    7
    • tölfræðin talar samt sínu máli

      PL
      Salah: 26 leikir 17 mörk 9 stoð
      Elliott: 28 leikir 2 mörk 2 stoðs

      Vissulega ber að hafa í huga að Salah hefur spilað helmingi fleiri mínútur en Elliott virðist amk ekki vera svarið við markaleysi liðsins.

      5
      • Ekki gleyma heldur að Salah f: 1992 gæti verið pabbi Elliott f: 2003

        YNWA.

        1
  21. Mac Allister er bensínlaus og með ólíkindum að hann skuli hafa spilað í dag, Jones ryðgaður og átti aldrei að byrja í dag.
    Salah og Nunez bara lélegir undanfarna mánuði.
    Djöfull var þetta pirrandi, tapa á móti palace á Anfield.
    Arsenal að tapa fyrir Aston Villa sem betur fer.
    En City eru að fara að klára þessa deild.

    7
  22. Þetta er enn sárara eftir að arsenk tapaði. Ég held að betra sé að svindlarnir í skyttí vinni þetta eina ferðina enn. Fáir sem halda með þeim hér á landi.

    4
  23. Ég held að það sé bara best að stilla hálfgerðu varaliði inná á móti Atalanta og vona að arsenal og city fari áfram í cl.
    Ég var ekki á þessari skoðun með að gefa þennan Atalanta leik en eftir að hafa séð orkuleysið seinustu 2 daga þá er það ljóst að okkar menn virka bara þungir og orkulausir.
    Ég held að við eigum alveg ennþá séns í deildinni en þá getum við ekki verið í evrópukeppninni líka.

    3
  24. Vælubillinn á fullu!
    MUFC á eftir að tapa stigum. fjörið er rétt að byrja..

    1
  25. Andlegt hrun, algert.
    Leikmenn orðnir hræddir, hausinn farinn, enginn alvöru maður/menn sem stíga upp, liðið algerlega í molum andlega. Líklegast drap bikarleikurinn á Old T þetta og svo fór þetta endanlega í deildarleiknum. Það átti að gera svo mikið.
    Samansafn af litlum körlum sem hverfa ofaní holu þegar mesti liggur við.
    Að sama skapi, og ég hef verið að segja þetta frá því í haust, þetta lið er bara ekki nógu gott, það er í raun afrek að hafa það þar sem það er.
    Getur ekki varist, getur ekki sótt, á erfitt með að skora, vinna ekki seinni bolta, hægir, færanýtingin skelfileg, sendingar lélegar, miðja og sókn tapa knettinum á verstu stöðunum, ákvarðanatökur hræðilegar, framkvæmdir vondar, þetta er búið að vera svona meira og minna í allan vetur en hefur þó skilað liðinu á þennan stað.
    Svo þarf að ræða fílinn í herberginu sem er stærsta ástæða þess að liðið er ekki betra en þetta.
    En að menn hafi komið svona inn í þennan leik eftir skituna á fimmtudaginn er til háborinnar skammar. Palace vildi þetta miklu,miklu meira og voru tilbúinir til að leggja allt í sölurnar, mætti halda að það hafi verið þeir sem væru að keppa um titilinn.
    Þetta var vont, hræðilega vont, en að sama skapi bara áframhald á frammistöðum undanfarinna leikja.
    Þetta er kveðju- og þakklætisgjöf leikmanna til þjálfarans, til fyrirmyndar eða þannig.

    7
  26. Það breytir samt ekki því að okkur gekk betur án Salah en með hann (skoruðum fleiri mörk )

    2
    • ertu með einherja tölfræði um skoruð mörk á þessu tímabilið með eða án Salah?

      Liðið tapaði amk 5 stigum í deild þegar hann var fjarri

  27. Sælir félagar

    Þetta tap í dag er ennþá verra í ljósi þess að Arse tapaði fyrir Villa í dag

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  28. Liverpool hefur átt 68 skot í þremur síðustu leikjum og út úr því hafa komið tvö mörk!! Og þar af annað þeirra víti…

    Hvar í fjáranum eru skotskórnir, piltar?

    12
    • Þarna liggur vandinn augljóslega. Fáum fullt af færum en nýtingin er alveg úr korti. Hryllingur!

      4
  29. Þessi úrslit og frammistöður liðsins upp á síðkastið eru sjokkerandi og eiginlega áfall. Kýldir í magann. Andlega veikir þegar mest á reynir. Kasta tímabilinu frá sér í 4 leikjum á 2 vikum. Gæðin í sóknlareiknum léleg. Varnarvinnan á köflum eins og hjá byrjendum. Miðjumennirnir hver á fætur öðum skelfilegir. T.d. tapaði McAllister boltanum 25 sinnum í dag! Van dijk og Konate lélegir. Færanýtingin ekki óheppni-einfaldlega léleg. Menn eru ekki óheppnir að klúðra færum heilt tímabil. HVað haldiði að Isak, Watkins eða Harry Kane væru búnir að skora mörg mörk í vetur fyrir okkur??? Maður hefur klórað sér í hausnum yfir því hvernig liðið getur verið með í toppbaráttu eins og það h efur spilað í mörgum leikjum í vetur. Sobo 60M, Gakpo 44M, Nunez 85M. Það bendir margt til þess að við þurfum að fara í enn eina enduruppbygginguna. Vantar hafsent til að taka svo við að Van Dijk/Konate, vantar vinstri bakvörð til að taka við af Robertson, vantar djúpan miðjumann (Veit enginn hvernig Bajcetic kemur út úr löngum meiðslum), Salah, Gakpo ekki nógu góður, Nunez ekki heldur. Vantar eiginlega a.m.k 2 góða framherja. Vantar eitt stykki góðan framkvæmdastjóra. Hafa menn trú á að FSG muni gera það sem þarf til að klára þessar breytingar?

    5
    • Held að þetta eigi við bæði um Lipverpool og Arsenal. Bæði liði töpuðu í dag og þess vegna gefur það auga leið að skipta út flest öllum leikmönnunum hjá báðum þessum liðum og fara enduruppbyggingu.

      City eru jú komnir með 2 stiga forskot og maður sér jú hernig Newcastle eru að brillera með Isak, Bayern eru óstöðvandi með Kane og sama má segja um Villa og Watkins.

      Já og Bajetic hefur ekki verið meiddur,, heldur hefur hann ekki getað æft af fullum krafti vegna vaxtarverkja. Að mögu leiti fyrirbyggjandi ráðstöfum. En vissulega veit enginn hvernig hann kemur til baka.

      3
  30. Liðið hefur klúðrað 66 dauðafærum (big chances) í vetur sem er mest af öllum liðum í deildinni.

    4
    • já færanýtingin hefur verið okkar stærsta vandamál.

      Þrátt fyrir það hefur liðið skorað vel yfir 3 mörk að meðaltali í leik og einungis Arsenal og City hafa skorað meira.

      4
    • Ótrúlega pirrandi

      þetta lið er mesta Xg í deildini ,skapar mest en klúðrar mest líka þoli það ekki.

      3
  31. Þegar þetta er zoomað upp
    Þá er tap á móti Crystal Palace á heimavelli þegar allt er undir loser elemennt!

    Jafntefli á OT var sárt en en ekkert óeðlilegt
    Ef við töðum stigi úti gegn Villa ok.

    Við töpuðum titlinum..

    En heimavöllur gegn Palace.
    Það þarf ekki að skoða hvað skéði og afhverju .
    Þetta er bara loser dæmi.

    5
  32. Við höfum Nunez sem á að vera okkar helsti markaskorari en hann er svo furðulegur sóknarmaður að það er bæði erfitt að vera sáttur og ósáttur með hann, hann skorar úr ólíklegustu færum en klúðrar svo algjörum dauðafærum.
    Pælið í því ef við værum með Alexander Ísak eða Ollie Watkins sem eru geggjaðir slúttarar, þessir leikmenn væru léttilega með 30 plús mörk á tímabili.

    9
  33. Hrikalegt svekk, en kom mér ekki á óvart.
    Við erum búnir að vera tæpir allt of oft og þessi skellur í síðustu tveimur leikjum okkar kom ekki á óvart.

    Varðandi þessa hörmungar færa nýtingu okkar fremstu manna, þá vil ég sjá Danns fá sénsinn.

    YNWA

    5
  34. Liverpool hefur nú leikið 3 leiki þar sem þeir hafa vi raun verið miklu betri aðilinn, þrátt fyrir það hefur liðið tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli. Það er all veg einstakt hvernig Liverpool hrasar núna ítrekað um eigin skóreimar. Ekki er hægt að álasa liðum að tapa einstaka fótboltaleikjum , hvað þá liði sem nákvæmlega enginn gerði ráð fyrir að mundi vinna deildartitilinn í vor. En Liverpool hefur fleygt frá sér mörgum sigrum á þessu ári vegna slæmra varnar mistaka og klaufagangs fyrir framan mark andstæðingana. Það sorglega við þetta er að einmitt sá eiginleiki sem Klopp hefur innrætt liðið með að kunna að bregðast við erfiðum aðstæðum og snúa leikjum sér í vil virðist nú vera horfinn.

    Allt tímabilið höfum við snúið leikjum okkur í hag. Stundum gat klukkan tifað í rúmar 90 mínútur og samt fannst manni eins og sigurinn mundi koma – óháð því hvort við vorum undir eða að staðan væri jöfn. Gegn Crystal Palace var þessu öfugt farið, burtséð frá stöðunni, fannst mér það frekar ólíklegt allan tíman að Liverpool mundi jafna. Það sem meira er þetta er orðið alvarlegt vandamál.

    Þegar Jürgen Klopp sagði við Sky Sports fyrir leikinn að „viðvörunarbjöllur hefðu verið háværar í fimmtudagsleiknum !“ fæddist í mér von um að leikmenn mundu vakna og átta sig á því að þeir standa frammi fyrir tækifæri sem mun líklega ekki koma oftar á ferlinum. Þess í stað sýndu þeir enn og aftur að gæðin eru einfaldlega of lítil. Margir telja að líkamleg og andleg þreyta sé komin í þetta lið og ég ætla ekki að draga úr áhrifum þess. Ég veit hins vegar ekki hvort ég sé sammála að þetta sé vandamálið þegar sú staðreynd blasi við að Liverpool var með 70% boltann gegn Crystal Palace, 2,87xG, 20 skot og sex af þeim á markið. Þannig lítur ekki tölfræðin út hjá líkamlega og andlega þreyttum liðum – þannig lítur tölfræðin út hjá deildarmeisturum og framtíðarmeisturum. Við þurfum að loka þessari martraðarviku. Næsta sunnudag bíður Fulham á Craven Cottage í sem er bananahýði. Fyrir þann leik þarf kraftaverk til að halda Evrópudeildardraumunum á lífi og eftir tíu daga bíður leikur á Goodison Park. Það er vel hugsanlegt að Liverpool nái ekki einu stigi á næstu tíu dögum. Tímabilið er hinsvegar ekki gengið Liverpool úr greipum og bæði Arsenal og Manchester City eiga erfiða dagskrá fyrir höndum. Auk þess virðist sem síðasta Meistaradeildarsætið verði ekki Englands eftir allt saman og þá allt í einu verður Tottenham Hotspur að vinna leiki gegn Arsenal, Manchester City og Liverpool.

    6
  35. Liverpool have already missed more ‘Big Chances’ than they had in their title winning season:
    ??/?? – ?? (???? ?? ???)
    22/23 – 78 (highest in PL)
    21/22 – 59 (3rd highest)
    20/21 – 68 (highest in PL)
    ??/?? – ?? (??? ???????)
    Hefur lengi verið vandamál hvað við förum illa með færin okkar.

    2
  36. Liverpool have already missed more ‘Big Chances’ than they had in their title winning season:
    23-24 – 66 (most so far)
    22/23 – 78 (highest in PL)
    21/22 – 59 (3rd highest)
    20/21 – 68 (highest in PL)
    19/20 – 65 (3rd highest)

  37. Veit ekki hvort að ég sé maðurinn til að segja Klopparanum eitthvað en ég er að spá hvort einhver af þessum ungu spólgr… stráklingum sem við vorum að nota meðan “stóru nöfnin” voru meiddir væru betri í að klára færin sín en þeir sem Klopp treysti á í þessum leik. Danns er spennandi kostur og virðist kunna að slútta, kannski þyrfti að fá Fowlerinn til að kíkja á nokkrar æfingar til að bora því inn í hausinn á mönnum að það þarf ekki alltaf að skjóta eins fast og hægt er til að skora, oft nægjanlegt að pota í tuðruna. Nunez virðist alltaf vera að reyna að skora flottasta markið í leiknum í stað þess að setja bara helv boltann í markið, tala ekki um hann Salah hann virðist því miður vera eitthvað þreyttur eða kominn með hausinn til Sádí ? En feita konan hefur ekki sungið enn og ég ætla að halda áfram að trúa á kraftaverkin bæði á fimmtudaginn og eins restina af tímabilinu. In Klopp we trust.

    1

Byrjunarliðið gegn Palace: Jones og Robbo hefja leik

Atalanta – Liverpool part 2