Man City kærir Úrvalsdeildina!

Það er ekki öll vitleysan eins, stórfrétt dagsins úr enska boltanum er sú að The Times lak því að Man City hefði lagt fram sturlaða kæru á Úrvalsdeildina og málið yrði tekið fyrir á mánudaginn. Það sem þeir eru svo ósáttir við er að félög nátengd eigendum liðsins megi ekki borga það sem þau vilja í auglýsingasamninga. Eins finnst þeim fáránlegt að meirihlutinn ráði í ensku úrvalsdeildinni (það þarf samþykki 14 af 20 liðum deildarinnar fyrir reglubreytingum).

“But within an 165-page legal document City argue that they are the victims of “discrimination”, describing rules they say have been approved by their rivals to stifle their success on the pitch as a “tyranny of the majority”.

Upphaflega reyndu þeir að halda þessari kæru á deildina leyndri en töpuðu fyrir dómi og hafa þessar fréttir vægast sagt hleypt illu blóði í hin liðin í deildinni skv. Times.

Þetta kemur að hluta til í kjölfar þess að bresk stjórnvöld undir handleiðslu Boris Johnson og álíka siðferðislega gjaldþrota einstaklinga ákváðu að keyra það í gegn og pressa á að leyfa eignarhald Saudi Arabíu á Newcastle árið 2021. Síðan það galna eignarhaldi var bara í alvöru leyft að fara í gegn hefur deildin verið að herða reglur um auglýsingasamninga frá tengdum aðilum enda augljóst að ríkisrekin Olíufélög eins og Man City eru að dæla peningum inn í reksturinn með baktjaldamakki og “flókum” vafningum í gegnum önnur ríkisrekin félög. Etihad er sem dæmi í eigu ríksrekins fjárfestingasjóðs rétt eins og City Football Group. Þetta hefur reyndar stundum verið svo augljóst að oft eru þetta félög með enga starfsemi þegar örlítið er garfist fyrir um þau en samt að gera milljarða auglýsinga samning í Englandi.

Með öðrum orðum, líklega er markaðsteymi Man City ekki bara svona rosalega snjallt í að útvega styrktarsamninga eins og þeir hafa haldið fram í áratug heldur geta þeir nánast fengið óútfylltan tékka frá “styrkaraðilium” sínum sem flestir eru á endanum í eigu sömu aðila. Það er helvíti sanngjarnt að lið eins og Arsenal, Liverpool og Tottenham þurfi að berjast á samkeppnismarkaði um bestu auglýsingatekjurnar á meðan lið eins og Man City og Newcastle geta bara leitað í ríkissjóð einræðis olíuríkja. Enn og aftur, eignarhald Abu Dhabi á City, Saudi Arabíu á Newcastle og Katar á PSG er nákvæmlega jafn sturlað og ef Bandaríkin myndu kaupa Arsenal eða Rússland myndi bara bókstaflega kaupa Chelsea. Vafningar um að þessir fjárfestingasjóðir séu ekki í eigu ríkisins halda auðvitað engu vatni.

Það hefur alla tíð verið morgunljóst að það er fullkomlega sturlað að leyfa ríkiseigu á félagsliðum. Hvað þá einræðisríkjum sem svífast fullkomlega einskis og þetta er augljós afleiðing þess. Það að taka á augljósum brotum Man City og hvað þá Newcastle seinna meir gæti bara mjög líklega skapað milliríkjadeilur sem ná langt út fyrir fótboltann. Komið niður á viðskiptahagsmunum breta algjörlega ótengdum fótbolta. Nógu var nú slæmt að horfa framhjá tengslum Roman Abarmovich við rússnesk stjórnvöld í 20 ár og uppruna auðæfa hans, enda var það annað verulega augljóst Sportwashing verkefni.

Þetta mál Man City er auðvitað bara til að þyrla upp ryki í málinu sem hangir yfir þessu ömurlega Sportwashing verkefni þar sem þeir fengu á sig 115 ákærur fyrir margvíslegt svindl á fjármálareglum í knattspyrnuheiminum, styrktarsamninga við tengda aðila og eignarhald auk þess sem þeir eru þar sakaðir um að gefa ekki allt upp er kemur að greiðslum til þjálfara og á launaseðli leikmanna.

Þessi ákæra er í raun bara Man City að játa sekt sína í því máli enda öllum morgunljóst eftir stóra gagnaleka Der Spigel sem staðfesti það sem var augljóst frá upphafi. Verkefnið gat ekki gengið upp skv. FFP eða reglum um eignarhald félagsliða.

Ef Man City væru ekki sekir þá ætti að vera lítið mál fyrir þá að sanna sakleysi sitt. Þess í stað hafa þeir eytt rosalegum fjárhæðum í lögfræðinga undanfarin ár og reynt að tefja og þvæla málið eins og mögulegt er. Neita að framvísa gögnum og gert eins og stjórnvöld í Abu Dhabi eru einmitt þekkt fyrir, hótað öllu illu og reynt að bully-a sig áfram í krafti auðs síns. Það er talað um að lögfræðikostnaður Úrvalsdeildarinnar hafi fjórfaldast undanfarin ár bara út af Man City.

Þetta mál er hrikalega stór prófsteinn fyrir Úrvalsdeildina, það er ekki nóg að refsa Man City með sektum eða eingöngu fella þá niður um deildir. Það þarf að uppræta þetta svindl frá upphafi til enda og ganga úr skugga um að það sé ekki hægt að leika sama leik aftur. Það gengur ekki að leyfa “auglýsingasamninga” frá tengdum aðilum líkt og þeir hafa komist upp með frá því félagið var keypt.

Það er svo sturlað shameless hjá City að tala um “tyranny of the majority” sem hin liðin í deildinni eiga að vera, það fyrir hönd Sheikh Mansour bin Zayed, einræðisherra sem aldrei hefur verið kjörin í embætti og lætur fangelsa fólk á fáránlegum “hryðjuverka” ásökunum fyrir að gagnrýna stjórnvöld. Get ekki orðað betur en R_Greeko

MC are actually saying they are “victims of discrimination”. What a shameless football club.

This is why no one respects them.

Það er annars fyndið hvað þessi kæra kippir niður um allan fyrri málflutning Man City. Þeir ættu í raun að fagna þessum reglum miðað við hvernig þeir hafa talað. Þetta er tekjuhæsta félag í heimi og hafa m.a. unnið 6 af síðustu 7 deildarmeistaratitlum undir núverandi fyrirkomulagi. Það án þess að taka krónu frá tengdum aðilum og auðvitað ekki á nokkrun hátt frá ríkisrekstri Abu Dhabi.

Þetta mál er álíka gáfulegt og ef Lance Armstrong myndi kæra Tour de France fyrir að banna ólögleg fjörefni.

Þessi kæra þeirra gefur til kynna að þeir séu hættir að reyna þræta fyrir það sem fram kom í lekanum stóra enda í galið að þeir hafi komist upp með það þetta lengi að fá refsingu. Þetta gefur líka til kynna að þeir eru ekki bjartsýnir fyrir dómsmálinu sem á að byrja í haust, 115 kærunum margfrægu.

Endum svo á þessu:

The money City are prepared to spend on lawyers explains why match officials are so reluctant to award any decisions against them.

Þetta lið er bókstaflega byggt á sandi og ekki treystandi á neitt sem þeim viðkemur.

25 Comments

  1. Þvílík drullusprengja frá City! Nú eru það Trump vinnubrögðin: sparka bara fyrir neðan mitti þegar þú veist að andstæðingurinn hefur rétt fyrir sér. Þetta gæti hreinlega átt eftir að eyðileggja Premier League, og kannski er það markmiðið? Kaupa fótboltann með húð og hári?

    6
  2. Þetta er rosalegt dæmi. Merkilegt maður skuli endast yfir enska boltanum í ljósi þessa. Verið að hafa mann að algjöru fífli.

    Og svo er það auðvitað snillingurinn Pep – sem er sennilega stærsta fórnarlamb þessa svindls. Enginn efast um hæfileika hans en fari sem vonandi fer situr hann eftir með skaddað mannorð hafandi tekið þátt í svindlinu. Og augljóslega spyr fólk sit – fyrst hann hefur þessa frábæru hæfileika, af hverju þá ekki að spila eftir reglunum?

    Svo er það einmitt önnur spurning – hvað margir dómar hafa fallið MC í vil á vellinum Er það angi af sama meiði?

    14
    • Ég hafði einmitt orð á þessu með dómarana í vetur. Að það hlyti fyrr eða síðar að flettast ofan af einhverskonar mútuskandal innan dómarafélagsins. Menn skreppa suður og austur í olíuna til að dæma fyrir góóóðan pening, og koma svo heim með einkaþotu eins og fínir menn og dæma leiki í ensku úrvalsdeildinni með rasshendinni…

      Where there is smoke, there is fire.

      11
  3. Þessi nær mjög vel utan um þetta í nokkuð ítarlegum póstum á twitter

    2
  4. Búið að framlengja við Adrián í eitt ár. Til hvers? Það er ekki af því að hann er góður markvörður. Er Kelleher að fara í sumar?

    2
    • Grunar að þessi framlenging við Adrián sem meira ætluð sem uppeldispæling fyrir yngri leikmenn heldur en að honum sé ætlaðar mínútur milli stanga.
      Hann er ekki á háum launum þannig séð en er reynslubolti og hefur verið mikilvægur fyrir móral.

      3
      • Jú, það er alveg pæling. Hann var að klára þjálfaragráðu á dögunum. En hann er á 60 þúsund pundum á viku á meðan Kelleher fær 10 þúsund!

        2
  5. Einkennilegt að það er ekkert almennilega búið að kynna Slot sem þjálfara. Held að hann hagi átt að byrja 1 júní…

    5
    • Hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér líka, klúbburinn birti stutta frétt á heimasíðunni 1. júní og samhliða umfjöllun um þjálfara frá upphafi og viðtal við Gakpo að tala vel um Slot. Þar fyrir utan hefur ekkert heyrst og ekki einu sinni búið að birta mynd af honum á Anfield, eða með John Henry, eða bara einhverjum frá klúbbnum. Ekki beint flugeldasýning í kringum þessa ráðningu, bara eins og öllum hjá klúbbnum sé sama.

      3
      • Já frekar furðulegt, ekkert viðtal við manninn til að kynna hann fyrir aðdáendum félagsins eða neitt.

        4
    • Byrjar hann ekki formlega 1. júlí þó svo búið sé að segja frá ráðningunni? Væntanlega verður þá alvöru umfjöllun um hann og aðra í þjálfarateyminu.

      1
    • Fletti upp fréttinni á liverpoolfc.com og þar segir ,,Details of his official unveiling as the club’s head coach will be confirmed via Liverpoolfc.com in due course.” Það verður því ítarlegri kynning síðar

      2
  6. Ef ég opna sjoppu í vesturbænum eiga þá aðrir sjoppueigendur að ákveða hversu mikinn pening ég eyði í sjoppuna mína? Maður þarf að vera andi blindur ef maður ekki sér hvað þetta er vitlaust. Það er vitað mál að FFP og sðrar reglur voru ákveðnar til að hindra samkeppni. En peningar eru ekki allt. Afhverju unnu ekki Manchester United, Chelsea eða Arsenal alla titlana? Þessir klúbbar eydfu mest í leikmannakaup.

    1
    • City eyddi langmest allra liða árin sem brotin áttu sér stað.

      Sama gerði Chelsea 2004-2007.

      Áttu Chelsea, United og Arsenal öll að vinna alla titla? Samtímis kannski?

      Var Arsenal að eyða miklum pening á árunum 2010-20? Flest þessi ár þurfti liðið að selja sínar stórstjörnur.

      3
    • Hysen en ef þú opnar sjoppu í vestubænum sem er partur af reglum aðra sjoppa í Vesturbænum en þú ákvað samt að opna sjoppuna og ferð svo að væla yfir því að reglurnar eru svindl. Þú skilur ekki afhverju flugfélagið þitt má ekki styrkja þig um endalausan penning til að keyra niður samkeppnina og viti menn þegar skattstjórinn kemur og biður þig um að skila gögnum þá gefur þú þeim fingurinn og segir fuck you, þið eruð sko ekki að fá að skoða bókhaldið hjá okkur. Það kemur ykkur bara ekki við alveg sama þótt að þið eigið að hafa eftirlit með því.

      Svo næsta skref er að kæra hinar sjoppurnar fyrir að leyfa þér ekki að hafa bara þínar reglur. Reyndar ert þú líklega búinn að vera sjoppa ársins fjögur ár í röð en öllum er alveg drullu sama því að allir vita að þú ert með ólöglegar vörur sem hinar sjoppurnar kæra sig ekki um að nota.

      Svo að vonandi gangi þér vel í sjoppu viðskiptunum 🙂

      p.s Oft eru reglur setta fyrir sjoppurnar til þess að viðskiptavinir þess sem hafa margir verslað við sjoppuna í áratugi(meiri segja þegar þetta var pylsuvagn) lenda ekki í því að nýi sjoppueigandinn nennir ekki lengur að eiga sjoppuna og hendir henni frá sér og þá er allt í einu komið að skulda dögum og sjoppan er rekinn úr vesturbænum alveg niðrí sorpu og viðskiptavinir til marga áratuga missa sjoppuna sýna út af eyðslufyllirí eins nýs sjoppueiganda.

      26
    • “Það er vitað mál að FFP og aðrar reglur vor ákveðnar til að hindra samkeppni” — þetta er svona strámaður sem fólk kaupir í Sportwashing miðstöðinni.

      Reglur um fyrirkomulag íþróttadeilda eru í eðli sínu flóknar og margs konar mismunandi sjónarmið sem þarf að samræma.
      * Núverandi stórklúbbar vilja tryggja stöðu sína
      * Smærri/nýrri klúbbar vilja reyna að brjótast í gegn og verða stórklúbbar
      * Eigendur vilja græða með sem minnstri áhættu
      * Eigendur hafa önnur markmið en að græða á fjárfestingunni
      * Allir sem eiga störf sín undir langvarandi heilsu deildarinna/deildanna vilja tryggja stöðugleika
      * Bæjarfélög vilija tryggja tekjur og störf
      * Áhangendur vilja afþreyingu
      * Osfrv.

      Allar reglur geta skekkt þessa stöðu og á sama tíma skemmt “vöruna” sem þessi íþróttadeild býr uppá. Það er því ekki gagnlegt að segja að FFP sé “til að hindra samkeppni” — nær væri að segja að reglurnar séu til að tryggja að núverandi stöðugleiki haldist.

      Það sem hefur verið að gerast er að margir eigendur í EPL og annars staðar eru að kaupa þessi félög í “annarlegum” tilgangi. Þeas ekki til að taka þátt á einhverjum jafnréttis grundvelli, eða til að hagnast, eða til að auka veg íþróttarinnar, heldur til að auka sinn eigin hróður eða breiða yfir annað. Við getum alveg verið ósammála um hvort að það sé gott/slæmt að rík lönd eigi fótboltalið. En við þurfum að hafa einhverjar reglur ef við villjum ekki að fótbolti verði að einhvers konar sirkus þar sem tvö eða þrjú “lið” í heiminum skekkja alla samkeppni svo að leikirnir verða leiðinlegir og tilfinningaþátturinn hverfur.

      Þegar ég byrjaði að fylgjast með LFC fyrir 45 árum eða svo var allur kostnaður liðsins minni en launapakki Salah er í dag. Man ekki eftir því að mér hafi leiðst að horfa á Rush, Kenny, Souness, Grobbelar, Nicol, Kennedy, Sammy Lee…. Auðvitað er sjálfsagt að leikmenn og aðrir njóti áhugans á boltanum í launaumslaginu — en persónulega finnst mér skynsamlegt að lið þurfi að geta borgað reikninga sína með góðum rekstri frekar en með því að niðurgreiða rekstur frá eigendum.

      9
    • Haysen #7

      Ef þú gengur í félag sjoppueigenda vesturbæjar og opnar þar sjoppu, þá þýðir lítið fyrir þig að kvarta undan reglum félagsins, sem þér voru að fullu ljósar þegar þú gekkst í félagið.

      Lið sem geta ekki virt reglur deildarinnar, eiga bara að spila annarsstaðar.

      City hefur ekki einu sinni getað farið eftir þeim reglum sem voru til staðar þegar núverandi eigendur keyptu félagið.

      Insjallah
      Carl Berg

      10
  7. Innkoma Temu á evrópumarkað er annað nærtækara dæmi en sjoppan góða. Kínverskt fyrirtæki sem selur vörur skammlaust á 10x lægra verði þar sem ekki er farið eftir evrópskri vinnumarkaðs löggjöf né gæðastöðlum.

    Og við fávitarnir erum himinlifandi og kaupum þessar glötuðu vörur

    Erum sjálf að hola kerfið að innan sem er sett upp okkur til verndar og til að jafna leikinn.

    11
    • íslogi, heldur þú virkilega að fínu vörurnar sem þú kaupir frá Evrópu eða Bandaríkjunum séu unnar af vestrænu vinnuafli?
      ætli þær sé ekki flesta unnar af ódýru vinnuafli austan úr Asiu. Ég hef nú lúmskan grun um að allt þetta hatur á Temu sé í rauninni ekkert annað enn vestrænt pólitískt áróðurs hatur sem fer mjög vel í íslendinginn.

  8. Asskoti er það merkileg þróun þegar menn eru farnir að hnakkrífast um sjoppur og nærfataverslanir á kop.is.

    Tók einhver eftir því að England tapaði fyrir Íslandi í kvöld á Wembley? Heimsveldið átti EITT skot á mark í öllum leiknum. Veldur manni hreinlega heilabrotum hvernig Gareth Southgate fer að því að spila svona daufan fótbolta með þetta góðum leikmönnum. Og samt trúa heimamenn því statt og stöðugt að þeir muni vinna Evrópukeppnina með léttum leik. Ég er ekki viss.

    3
    • Henderson 14, það er alveg rétt hjá þér að þessi umræða á ekki heima á Kop.is
      kommentið hans ísloga á meira heima á kommentakerfunum á DV og Vísi heldur enn hér

      Þetta var góður leikur hjá akkar mönnum!

      Ekki vantar nú hrokan í englendingana, þeir munu eflaust grénja jafn mikið yfir þessum úrslitum og þeir gerðu 2016 🙂

      2
    • Fall er fararheill, þeir ensku ná að drösla dollunni með sér heim eftir em sem væri reyndar álíka mikið kraftaverk með þennan þjálfara eins og þegar Jesú breytti vatni í vín.

      2
      • Tryggvi, já þeir gætu tekið postulínkassann á hótelinu þar sem þeir gista með sér heim, ég vona að það verði ekki mikið annað enn það 😉

        Þótt ég haldi með Liverpool þá held ég aldrei með Englandi.

        2

Liverpool á leikmannamarkaðnum

Hvernig var tímabilið?