Gullkastið – Hvað gera hin liðin í sumar?

Að venju er þetta rólegasti tími ársins þegar kemur að enska boltanum enda meira og minna allir í fríi eða að taka þátt í verkefnum. með landsliðum sínum. Hinsvegar er jafnan töluvert í gangi bakvið tjöldin sem fer að koma betur og betur í ljós þegar líður að júlí mánuði en æfingatímabilið hefst á ný. Tókum aðeins stöðuna á hinum liðunum í deildinni og hvað þau eru líkleg til að gera í sumar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 477

6 Comments

  1. Er það bara ég eða þarf Liverpool ekki undarlega oft að heimsækja nýliða í fyrsta leik og ofan á allt verður leikurinn kl 11:30!!? Strax í 3. umferð manutd-LIVERPOOL.

    1
  2. Grínið er bara strax byrjað! Fyrsti hádegisleikurinn… Ætli FA hafi sent Jürgen póstkort með kærri kveðju?

    1
  3. Virkilega áhugarverður punktur varðandi sjónvarpsrétt.
    Ég held að það sé svakalega mikilvægt fyrir enskudeildinna að City tapi þessari kæru og að menn reyni að stoppa þessa þróun fyrr en seinna áður en þetta PL dæmi fokkist upp að alvöru.

    3
  4. Af því að minnst var á að engin viðtöl hafi enn verið gerð opinber, þá er fyrsta viðtalið við Slot eftir tæpan klukkutíma á opinberu Liverpool youtube síðunni..

    1

Endurnýjun sóknarlínu Liverpool

Leikjaplanið – Ipswich úti fyrsti leikur