Gullkastið – Afleit byrjun hjá Richard Hughes

Heimakær Zubimendi hafnaði Liverpool

Það ætlar að verða ansi langdregið sumarið hjá Liverpool á leikmannamarkaðnum þetta árið og eins og staðan er núna byrjar Richard Hughes vægast sagt illa sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool. Afskaplega heimakær Martin Zubimendi leikmaður Real Soceidad sveik reyndar klárlega loforð við hann þess efnis að hann væri til í að koma til Liverpool en það breytir því ekki að Liverpool virkar verulega viðvaningslegt og enn eitt árið án síns aðal skotmarks. Eins er talið verulega ólíklegt að félagið sé með annan valmöguleika í staðin sem fókusinn verður settur á núna. Getur þetta félag bara ekki keypt alvöru sexu? Hann var stóra málið í vikunni. Fabio Carvalho leiðir hinsvegar hóp ungra leikmanna sem eru að yfirgefa Liverpool bæði fyrir fullt og allt og eins á láni.

Deildin byrjar á laugardaginn í hádeginu þegar Liverpool heimsækir nýliða Ipswich.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 482

29 Comments

  1. Ha ha ha deildin ekki byrjuð og strax er FSG byrjuð að klúðra málunum, og þessi Huges og Edwards hvað áttu þeir nú aftur að gera fyrir Liverpool getur einhver snillingur útskýrt það……

    Kannski er þetta ástæðan þess að Klopp hætti svona skyndilega einhver skita í gangi bakvið tjöldin.

    12
    • Leikmaðurinn einfaldlega hætti við að koma. Veit ekki hvað það hefur með FSG að gera.

      Hins vegar lítur sumarið ekki vel út og maður spyr sig hvað Hughes og félagar eru að bauka á bak við tjöldin.

      Auk þess er þetta fjórði dm miðjumaðurinn sem hafnar LFC.

      4
    • Mér fannst Klopp einmitt gefa það mjög sterklega í skyn þegar hann lýsti yfir að hann hyggðist hætta að þreyta gagnvart þessum leikmannamálum væri aðalástæðan. FSG eru sífellt að reyna að vera “sniðugri” en andstæðingarnir og reyna alltaf að finna ódýrari kosti, sem er svo sem góðra gjalda vert en stundum þurfa þeir bara að horfast í augu við þá staðreynd að til þess að keppa af alvöru við hina stóru klúbbana þarf að eyða stórum fjárhæðum. Þessi spánverji virðist þegar á hólminn er komið ekki hafa haft dug í sér til að fara að heiman en þetta lítur vægast sagt illa út fyrir klúbbinn ef þeim tekst ekki að ganga frá einum einustu kaupum. Veit ekki hvernig þetta á að sannfæra TTA ofl. um þetta nýja verkefni eftir brottför Klopp. Lýst illa á þetta.

      8
  2. Drengir mínir, andið aðeins rólega.

    Fyrir það fyrsta vitum við ekkert hvað átti sér stað í þessum Zubi-samskiptum og í annan stað þá erum við með harðasta samningamann norðan Alpafjalla í okkar liði.

    Það kemur eitthvað gott inn fyrir lok gluggans, auk þess er liðið að keyra í einhverjum efri gír sem ég sá aldrei undir stjórn Klopp.

    Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu tímabili 🙂

    Áfram að markinu – YNWA!

    17
    • Svo harður samningamaður að það semur enginn við hann,einmitt.

      20
      • Þetta er maðurinn sem keypti Salah á 35 milljónir og setti saman meistaraliðið sem Klopp gerði svo að meisturum.

        Öndum bara aðeins með nefinu. Við vitum ekki einu sinni helminginn af því sem er í gangi á bakvið tjöldin.

        Þar til annað kemur í ljós þá eiga þar allan minn stuðning 😉

        4
  3. Við erum tveimur heimsklassa kaupum frá því að verða meistaraefni. Edwards og PGS mega láta tölfræði excel dæmið sitt á hilluna í bili, kaupa Kimmich og Inachio og við erum heimsklassalið.
    VVD og Trent nenna ekki að bíða mikið lengur eftir alvöru metnaði.

    5
  4. Þetta kom svo sem ekki á óvart, Zubimendi var búinn að neita Arsenal 2 sinnum og Barcelona.
    Ég ber bara virðingu fyrir þessum gaur, þetta er hans uppeldisfélag og hann segir nei við hvert stórliðið á eftir öðru.
    Góða við þetta er að hann er ekki seinasti varnarsinnaði leikmaðurinn í boltanum og þeir snúa sér þá bara að næsta.
    Við spilum væntanlega bara Gravenberch í næsta leik, hann spilaði þessa stöðu frábærlega um daginn.

    12
    • Að mínu viti er það ekki þessi einstaki leikmaður sem var að hafna okkur. sem er vandamálið
      fab fór fyrir síðasta tímabil.
      það að taki félagið svona langan tíma og marga glugga að fylla upp í þessa stöðu öðruvísi en að taka séns á unglingi eða tímabundum blástri er áhyggjuefni.
      þegar Liverpool fór að vinna titla þá komu nokkur statement kaup inn.
      þessi sexu kaup hafa verið í umræðuni lengi og nú komu inn menn sem við treystum á.

      og eins og kemur fram í þættinum við erum með þjálfara sem er sagt að þjálfa liðið og láta vita hvað honum finnist vanta og þeir sjá um rest.
      það að koma til baka núna og segja honum að finna eitthvað í hópnum til þess að spila þessa mikilvægu stöðu getur haft veruleg áhrif á hvort liðið eigi raunhæfa möguleika á að berjast um titilinn.
      við erum með mjög samkeppnishæft lið til að ná topp 4 og mögulega taka bikar með.
      En hlustaði á Tottenham menn á .net þar sögðu þeir að topp 4 og FA cup væri daumur.
      Ég sem stuðningsmaður Liverpool vill ekki að það séu markmið félagsins.

      3
    • Það er hægt að líta á þetta sem loyalty en fyrir mér er þetta gríðarlegt metnaðarleysi hjá leikmanninum. Ég er ekkert að segja að hann ætii að fara til Liverpool en hann hafnaði Bayern og Arsenal. Hann er ekki að fara að vinna neitt hjá Real Socieadad, hvorki á Spáni eða Evrópu.
      Kannski var þetta blessing að hann skyldi ekki koma, hann hefði örugglega verið með gríðarlega heimþrá ef maður tekur mark á fréttum yfir ástæður þess að hann vilsi ekki koma:
      https://www.dv.is/433/2024/8/13/hreint-otrulegar-astaedur-fyrir-thvi-ad-hann-hafnadi-liverpool-gaer/

      5
      • Ekki ætla ég að gráta leikmann sem ekki vildi koma, en kannski full langt gengið að segja ríkjandi Evrópumeistara sýna metnaðarleysi. Svo eru nú ekki mörg ár síðan hann vann Copa del Rey með Sociedad. Sem fyrir honum er kannski stærra en að vinna ensku deildina með Liverpool.

        Held að Liverpool ætti frekar að spyrja sig hvað það er sem gerir klúbbinn okkar eftirsóknarverðann í dag nú þegar Klopp er farinn? Klopp gat nánast ábyrgst titilbaráttu. Það fyrir mer er ekki staðan í dag. Þvi miður. En fljótt skipast veður og ég bíð rólegur.

        Áfram Liverpool og áfram Slot!

        4
  5. Þriðja tímabilið í röð er Liverpool að skíta í deigið með því að versla djúpan miðjumann. Að við skildum ekki landa þessum spænska er samt lítið að pirra mig enda ekki verð ég að viðurkenna að ég var nú ekki mikið búið að horfa á hann spila og vissi lítið um kaupa nema að önnur lið hafa verið að elta hann og fengið sömu niðurstöðu og Liverpool fékk. Fyrir utan að mér langar ekkert í leikmann sem vill ekki koma til Liverpool.

    Ef við kaupum engan fyrir tímabilið það væri smá skellur en engin heimsendir. Við erum með fína breydd í flestum stöðum en vantar kannski að bæta gæðunum í djúpan miðjumann en það er búið að vanta alveg síðan að Fabinho fór(hann var samt að vera alveg búinn á því)

    Það sem pirrar mig í kaupstefnu Liverpool er að við erum með augljóst vandamál en gerum ekkert í því. Klopp vildi djúpan miðjumann og Slot vill fá djúpan miðjumann og við höfum endað með Endo sem var svona ágætur plástur en aldrei alvöru lausn.

    Ég kvíð samt tímabilinu ekkert. Stjórin hefur heillað mig með sinni taktít þótt að ég þurfi að undirbúa mig undir það andlega að við eigum eftir að tapa boltanum aftarlega á vellinum sem mun kosta mark í upphafi tímabils en þegar menn eru búnir að læra vel inn á þetta kerfi þá held ég að það eigi eftir að svínvirka.

    Spá um byrjunarlið gegn Ipswich
    Alisson

    Trent, Van Dijk, Quansah, Tismikas

    Mac Allister Gravenberg

    Salah Sly Diaz

    Jota

    Helst að Jones gæti byrjað fyrir Gravenberg og ef Andy er 100% þá byrjar hann en ég tel að hann verður ekki 100%.
    Að geta verið með menn eins og Gakpo, Nunez, Elliott, Jones, Konate, Bradley , Kelleher á bekknum segir manni að við séum með sterkt lið.

    YNWA – Að kaupa leikmann þýðir ekki endilega að lið verða betri. Mörg lið versla fullt af leikmönnum á hverju ári og ekki finnst manni þau batna á hverju ári og stundum versna þau.

    4
    • Elliot var sá leikmaður sem kom hvað mest á óvart í æfingaleikjunum. “Á óvart” er kannski overstatement því hann hann hefur sýnt gæði sín síðustu tvö ár. Í þessum leikjum var hann þó, ásamt Salah, einskonar yfirburðamaður. Vinnslan og vinnusemin upp á 10, hárnákvæmar sendingar, hraði og rétt þyngd í öllum snertingum á boltann. Frábær spilamennska hjá þessum unga leikmanni sem ég tel að eigi skilið byrjunarliðssæti sem vinnuvél á miðjunni og óvæntur framherji sem kemur sér í stöður og hefur áhrif á mikilvægustu hlutum vallarins.

      4
  6. Takk fyrir podcastið snillingar. Mér datt í hug að deila kommenti inná The Athletic sem fær langsamlega flestu like-in með fréttinni af Zubimendi.

    Gerald M.
    “It’s 12th August 2024, 5 days until LFC’s first competitive match of the season. So far, LFC have:

    – failed to sign Virgil to a new deal
    – failed to sign Trent to a new deal
    – failed to sign Salah to a new deal
    – failed to sign their top target in no.6

    But guys, don’t worry, you cannot judge LFC right now apparently. You have to wait until the end of the window. Poor start for Richard Hughes and the new football operations team.”

    Þetta er dökka myndin og allt satt í þessu. Ég reyni að bíða með að dæma gluggann þar til hann lokast en verð að viðurkenna að ég hef miklar áhyggjur af frammistöðu ,,innkaupa- og samningadeildar” okkar ástkæra liðs. Það þarf að semja við lykilmenn okkar ásamt því að styrkja liðið til að keppa um stærstu titlana.

    13
  7. Yrði mjög sáttur við top 4 og mögulega 1 bikar á fyrsta tímabili Slot.
    Ég er ekki það deluded að halda það við séum að fara keppa um titilinn við City með enga styrkingu á hóp.
    Slot lítur hrikalega vel út fyrir mér og þetta Zubimendi dæmi mér er sama. Vissi ekki hver þessi gaur var fyrir Euro mótið.

    Aftur á móti ef rétt reynist að það verði líklega ekki fenginn inn önnur 6a það finnst mér frekar skrítin taktík hjá Hughes og co að vera ekki allavega með plan B.
    Maður skilur að það sé mikið í gangi og allt það en samt skrítið.

    6
  8. Ég veit að þetta er ekki besta Ögurverk hugmyndin en…. Ég væri til í að sjá Ögurverk Lélegustu kaup Liverpool í öllum stöðum.
    PS… Ef Poulsen er ekki á miðjunni og Hodgson stjóri þá megi þið sleppa þessu 🙂

    12
  9. ÞAÐ ER ENGINN, ENGINN! STÆRRI EN KLÚBBURINN. Má selja Trent salah og van dijk strax ef þeir neita skrifa undir.

    3
    • Þeir hafa ekki fengið neitt samningstilboð ennþá svo það er ekki við þá að sakast.

      2
  10. Takk fyrir frábært pod að venju. Þetta er vissulega slag og ekki góð byrjun hjá RH í starfi sporting director. Ekki bara þessi kaup heldur hefur eitthvað misfarist einnig í þessum díl varðandi Anthony Gordon. Auðvitað vitum við ekki alla söguna og því getur maður ekki farið að kalla eftir því að hausar fari að fjúka eða FSG selji. Hver á að kaupa? Ted Bohly gaur? Nei takk. Held við verðum bara að anda með nefinu og sjá hvað gerist. Leikmannahópurinn er fanta góður og alveg nógu góðir til að enda í topp 4 allavega. Það er því ekkert þörf á að örvænta. Menn hljóta að vinna hratt núna að finna annan leikmann og kannski eru þeir núna að leggja snillina á hilluna í bili og fara bara og kaupa góða sexu í liðið og mögulega eitthvað meira.

    2
    • Það hljómar eins og svakalegt kjaftæði.
      En kæmi mér ekki á óvart ef hann færi til Barcelona í skiptum fyrir Frankie De Jong.
      Og Liverpool færu þá á eftir Anthony Gordon

      4
  11. Þetta er mikið slag fyrir klúbbinn og ekki góð byrjun hjá RH í starfi sporting director. Svo hefur eitthvað misfarist í þessum viðskiptum með Anthony Gordon einnig. Þannig ég skil ef menn eru ósáttir við hvernig þetta er að ganga. En það er mikilvægt að anda með nefinu, við vitum auðvitað ekki alla söguna og kannski ekki tími til að kalla eftir því að hausar fái að fjúka eða hoppa á FSGout vagninn. Hver ætti svosum að kaupa klúbbinn? Todd Bohly gaur? Nei takk.

    Menn eru vonandi á fullu á skrifstofunni núna að finna eitthvað annað sem hentar. Versta er að þetta klúður, hverjum sem um er að kenna, gerir það að verkum að Liverpool þarf núna að borga premium verð fyrir sexu því menn vita núna að liðið er á eftir slíkum leikmanni.

  12. Ég ætla að spá að það verða einhver típísk panic kaup á síðustu stundu, einhver nobody frá Port Vale eða eitthvað drasl sem þeir kaupa á uppsprengdu verði frá Grikklandi eða eitthvað undrabarn frá Afganistan og allir verða rosalega peppaðir og halda að Liverpool verði besta lið Evrópu en verða svo voða hissa þegar þeir geta ekki rassgat.

    Nei smá djók við þurfum enga leikmenn við erum með svo rosalega mikið af góðum leikmönnum og bara bestu mennirnir okkar eru að renna út á tíma og ekki búið að bjóða þeim nýja sammninga.. hvað getur eiginlega klikkað!

    4
  13. Þetta er alveg vonlaus frammistaða hjá Hughes og félögum. Ég verð samt að gefa þeim smá séns þar sem líklega tók það tíma fyrir Slot að ákveða hvaða staða væri forgangsatriði. Sem hljómar samt smá skrýtið þar sem hann hefur væntanlega legið yfir Liverpool og þeirra leikjum frá því hann var ráðinn
    Það sem veldur mér eiginlega mestum áhyggjum eru samningamálin, það getur verið að leikmenn eins og VVD vilji sjá hvað gerist í sumar og vetur áður en hann skrifar undir, en það hefur samt nánast verið þannig undantekningarlaust undanfarin ár að þegar leikmenn fara á seinasta ár samnings hjá Liverpool þá róa þeir á önnur mið á tímabilið á eftir, amk alltof oft þar sem það gerist og enginn peningur í kassann

    8
  14. Þó svo Edwards hafi keypt Salah þá segir það ekkert um önnur kaup hjá honum, ég á líka vin sem vann fyrsta vinning í víkingalottóinu. Hann hefur ekki unnið síðan.
    Ég hef litla trú á þessum Huges Bournmouth gaur, sem á að vera eitthvað sjéní, en er ekki. Ég held bara að það sé að koma í ljós meira og meira hvað Klopp hafði mikið að segja í kaupum á leikmönnum, guð hvað ég sakna hans. Núna er það svo þannig að Slot fær bara að koma með eitthvað innlegg í umræðuna, en frekurnar Edwards og Huges ráða.
    LIVERPOOL er EINA félagið í efstu 5 deildum Evrópu sem hefur ekki enn keypt leikmann. 5-7 sætið virðist vera ásættanlegt, EKKI enn búið að semja við TAA,VVD og Salah. Hvað er í gangi hjá þessum moðhausum ?

    8
  15. Ögur cult lið Liverpool, þ.e. mesti cult leikmaðurinn í hverri stöðu.

4-1 sigur á Sevilla/ 0-0 gegn Las Palmas

Hveitibrauðsdagar Hughes á enda