Dregið í Meistaradeildinni

Liverpool tók pásu frá Meistaradeildinni eitt tímabil og keppnin var svo vonlaust leiðinleg það tímabil að UEFA ákvað að breyta keppninni alveg. Það var dregið í deildir í dag og kom í ljós hvaða átta andstæðingum Liverpool mætir á þessu tímabili.

Real Madríd mætir á Anfield þannig að Liverpool þarf einhvernvegin ekki að spila á Bernabeu. Sannarlega kominn tími á alvöru frammistöðu gegn þessu helvítis Real liði.

Leipzig leikurinn verður á útivelli en flaggskip Rel Bull samsteypunnar er auðvitað hálfgerður vinaklúbbur Liverpool.

Þýsku meistararnir hans Xabi Alonso í Bayer Leverkusen mæta á Anfield þannig að hann er að koma aftur eftir allt saman.

AC Milan leikurinn er á útivelli sem er aðeins klúður því ítölsku liðin ættu ekki að fá að halda svona viðburði.

Hákon Haraldsson og félagar í Lille mæta á Anfield en þeir voru í fjórða sæti í Ligue 1 í fyrra.

PSV er hitt verkefnið úr þriðja potti og sá leikurinn verður Eindhoven.

Bolognia mætir á Anfield og verða án stjórans sem kom þeim í Meistaradeildina og Calafiori miðvarðarins sem gekk til liðs við Arsenal í sumar. Thiago Motta (stjórinn) er tekin við Juventus og gat ekki hugsað sér að nota Chiesa í vetur.

Girona eitt leiðinlegasta öskubuskuævintýri sögunnar og systurfélag Man City var svo hitt liðið úr potti fjögur. Þeir áttu öflugt tímabil í fyrra þar sem þeir náðu í 81 stig í La Liga.

Átta leikir í stað sex og síðustu leikirnir verða í janúar (var áður desember).

2 Comments

  1. Er ég einn um að vilja breyta Evrópukeppnunum þannig að: (ath samhengislaust)

    1: Allir gætu mætt öllum frá byrjun eins og þetta var upphaflega. Eykur líkurnar á að félög frá minni löndum geti mætt stóru liðunum, mundi vissulega þýða minni peningur fyrir stærri liðin en mér hefur lengi fundist skrýtið (skil þó peningarökin) að liðin í 2.-4. sæti í stóru deildunum fari beint í riðlakeppni á meðan félög minni landanna byrji í 1.umferð og þurfi að vinna sig í gegnum 3 einvígi til að eiga séns á að fá lið frá stóru deildunum.

    2: Sleppa seeded/unseeded. Kemur aftur að því að allir gætu mætt öllum frá byrjun.

    3: Lið sem tapa einvígjum eða enda ekki í 2 efstu sætum riðlakeppni CL og Evrópudeildar væru alveg úr leik en mundu ekki droppa í b-Evrópukeppni (Evrópudeild) eða c (Sambandsdeild).

    3
    • Varðandi nr 3, Í dag fer ekkert lið úr Meistaradeild niður í Evrópudeild. En svona kerfi er ennþá til staðar frá Evrópudeild niður í Sambandsdeild.

      5

Chiesa orðinn leikmaður Liverpool (Staðfest!)

Lokadagur félagaskiptagluggans