Gullkastið – Leikhúsveisla

Liverpool leiðrétti pirrandi viðureignir síðasta tímabils gegn Man Utd um helgina með alvöru afgreiðslu. Arne Slot gat ekki staðist fyrsta stóra prófið mikið betur og Liverpool fer inn í landsleikjahlé í kjörstöðu.
Leikmannaglugganum var lokað fyrir helgi með nokkrum áhugaverðum leikmannaviðskiptum. Skoðum það, Ögverk lið aldarinnar og leiki helgarinnar á Englandi.

Gegguð helgi og þrumustuð í Gullkasti

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 485

21 Comments

  1. Hrós á Einar og Steina fyrir að passa alltaf uppá að hljóðið komist vel til skila og mæta alltaf vel undirbúnir í Gullkastið.

    15
    • Sælir félagar

      Takk fyrir þáttinn þrátt fyrir allt og margt gott sem þar kom fram. Sammála HR með hrósið og eins verður Magnus Þór að bæta hljómgæðin því það er beinlínis pirrandi að reyna að skilja það sem hann er að segja vegna þeirra skelfilegu hljómgæða sem hann býður uppá. Vonandi vindur hann bráðan bug að því að laga þetta því það er alltaf marktækt sem hann leggur til málanna.

      Mér heyrðist Maggi hafa áhyggjur af niðurstöðu gluggans og ég deili þeim áhyggjum. Fyrstu 11 – 15 leikmenn Liverpool eru af þeim gæðum að erfitt er að finna betri leikmenn. En þegar kemur að því að liðið leikur 2 leiki á viku nánast alla leiktíðina er hópurinn ekki nógu stór og verður nokkuð erfitt að halda gæðum í leikmanna hópnum í hverjum leik þegar fram í sækir. Þar finnst mér helst vanta vinstri bak, miðvörð og ef til vill miðjumann af gæðum þeirra þriggja fyrstu.

      Í leiknum við MU koma berlega í ljós að fyrstu 11 eri líklega þeir bestu á Englandi nú um stundir. Þeir sem komast næst þessum 11 eru Kelleher, Darwin, Chiesa, Quansah og Bradley. Aðrir eru líklega í gæðaflokki þar fyrir neðan. Þetta þýðir einfaldlega að það vantar breidd í gæði hópsins og þá fyrst og fremst á miðjunni og í vörninni. Ég gef því glugganum ca. 5,0 í einkunn og hefði viljað sjá alvöru leikmenn koma inn í vörn og miðju strax í sumar.

      Það er nú þannig

      YNWA

      8
  2. Gott á Gullkast að hlýða
    Gaman er MU að hýða
    En óskýrt, e’þaggi
    ómar hann Maggi?
    Vér heyrum ei boðskapinn fríða

    22
    • Á gamalt klósett við fórum á
      Með höfuð hátt létum það ekki á okkur fá
      Þar litlir djöflar reyndu bolta að ná
      En ekkert gékk þeim þar að fá
      Þannig að rauðir tóku fjandann frá
      Enda mun djöflum sjaldan takast að vinna þá.

      Tóku rauðir öll stigin úr þesari rimmu
      Diaz og Salah gáfu hvor öðrum fimmu
      Hjá djöflum var ekki eins gaman
      Og hjá þeim var grátið saman.
      Nú kveð ég þessu kvæði í kút
      Rétt eins og Eríkur sem er líklega á leiðini út.

      14
      • Þetta minnir mig á ljóð sem vinur minn orti í æsku:

        Liverpool er mjög gott lið,
        betra en öll hin liðin.
        Arsenal er lélegt lið,
        verra en öll hin liðin.

        13
  3. Sendum Magga í fríhöfnina á leiðinni heim að skoða möguleika á litlum mike til að nota á heimshornaflakki og verðum vonandi með í lagi í næsta slíkum þætti.
    Bölvað helvíti þar sem hann hljómandi ljómandi vel í spjallinu.

    11
    • Hver ætlar að sjá um að kolefnisjafna fyrrverandi skólastjórann ? Þarf ekki að fara að gróðursetja fyrir allar þessar utanlandsferðir hjá honum, við getum kallað það Magga lund, eða KOP ræktin. Hann hlýtur að vera kominn með loftlags kvíða 😉
      Gott mál að FSG ætli í viðræður við Salah, vonandi skila þær árangri, og þá líka hjá VVD og TAA.

      7
  4. Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt, þetta eru alltaf einstaklinga ljúfir þættir strax eftir að við hýðum ManUtd og þá sérstaklega á Old Trafford, þetta er bara tilfinning sem mun verða seint toppuð.

    Þetta ManUtd-project, ef project skildi kalla, er í svo miklum ruslflokki og ETH svo illilega úti á túni að maður hefur ekki séð annað eins. Maðurinn er gersamlega blindur á allt sem er að gerast og liðið er alveg galtómt þrátt fyrir að hann haft taumana í þrjú ár og sett í þetta 600 milljónir punda. Hlakka bara mikið til að sjá þegar Nistelrooy tekur við þessu þrotabúi og við höldum áfram í þessum sirkus sem er í boði þarna – megi þetta leikhús lifa sem lengst!

    Ég verð samt aðeins hnýta í ykkur með þetta “væl” í ykkur útaf glugganum. Er þetta ekki bara orðið gott? Við erum búnir að spila þrjá leiki, þrír sigrar, fullt hús af stigum og ekkert mark fengið á okkur – þrjú hrein lök, takk fyrir kærlega – það hefur ekki gerst síðan Ingvar & Gylfi lokuðu.

    Þið gleymið því að í glugganum fengum við eina ótrúlega öfluga viðbót sem er strax farin að leggja sitt mark á liðið – við fengum Arne Slot! Hann er svo andstyggilega yfirvegaður að maður gæti haldið að hann sé að grilla ManUtd á daginn og að vinna sem leigumorðingi á kvöldin. Hlakka síðan mikið til að fá Chiesa inn almennilega og sjá hann seta sitt mark á liðið. Það veðrur afskaplega gaman að sjá liðið okkur sigla síðan áfram inn í tímabiliði og leggja hin liðin að fótum sér.

    Varðandi þessi samningamál, ég vona bara svo heitt og innilega að það verði dregið fram í rauðan dauðann að skrifa undir hjá okkar besta tríói. Fótboltamenn spila aldrei eins vel og þegar samningurinn liggur undir. Munið þið áður en Salah var endurnýjaður síðast? Allt tímabilið var hann gjörsamlega ‘on fire’ og var hreinlega í beast mode góðan hluta vetrar. Sama gildir um TAA og VVD. Þið sáuð nú hvað það var stutt í brosið hjá TAA um helgina þannig að ég held það styttist fljótlega í undirritun hjá honum. Sama gildir um VVD og Salah. Auðvitað notar Salah tækifærið þegar hann er í beinni að bæta samningsstöðuna sína – ég er bara stoltur af honum og á endanum þá verður hann kominn með góðan samning og spilar restina af sínum toppárum hjá okkur. Hann getur alveg spilað í Saudi þegar hann er kominn vel á sextugsaldurinn.

    Að lokum, ég veit ekki hvaða Nokia módem nafni minn komst í þarna í Helsinki eða hvort það þurfi að fara að endurnýja fermingagræjurnar hans en þetta er með því verra sem hefur heyrst í honum þ.e. tæknilega ekki efnislega séð. Ég er alveg til í að henda í söfnun fyrir nýjum græjum ef það hjálpar en þetta er líka tæknilegs eðlis ef þið eruð að nota Teams til að taka upp. Þá þarf að slökkva á Noise Supression svo það klípist ekki svona af hljóðinu í upphafi og lok setninga. Það er gert undir Settings > Devices > Noise supression og haka það út þ.e. off.

    Abel Xavier fær síðan mitt atkvæði í verstu kaup í hægri-bak einfaldlega af því hann kom frá Everton 🙂

    Áfram að markinu – YNWA!

    22
    • Sæll Magnús

      Ég er líklega einn að þeim sem þú telur vera að væla út af glugganum. Bara svo það sé sagt þá er mikill munur á væli og umræðu. Eins og ég bendi á er ellefu til 5 manna hópurinn magnaður og líklega einn sá besti á Englandi. Ég bendi líka á aðra staðreynd og hún er sú að núna eftir landsleikja hléð verðu liðið að leika meira og minna tvo leiki á viku út tímabilið svo fremi að árangur í bikar – og meistaradeildarleikjum verði góður. Í þá vinnu þarf gríðarlega öflugan hóp sem við höfum varla núna ef liðið fer að detta í álagsmeiðsli og annað sem fylgir miklum leikjafjölda. Þetta eru einfaldlega staðreyndir sem mér “heyrðist” 🙂 nafni þinn vera að benda á líka. Annars bara góður 🙂

      Það er nú þannig

      YNWA

      7
      • Sælir 🙂

        Sko, miðað við hvernig umræðan er um gluggann þá á ég bara rosalega erfitt að sjá hvenær umræðunni lýkur og hvenær vælið byrjar.

        Ég hef engan áhuga á að lenda í þessum pakka sem ManUtd, Arsenal, Chelsea eru í þar sem er endalaust verið að bæta í hópinn án þess að það sé að skila sér í einhverjum marktækum árangri.

        Strategía FSG er einföld; við erum með skotmark sem tikkar í boxin og ef það næst ekki þá er ekki verið að hoppa strax á næsta valkost af því mögulega væri það gera illt verra að fá inn einhvern sem passar ekki í púslið.

        Held einmitt að umfjöllunin um Ögurverks-verstu-liðið sýnir það hversu margir jólasveinar hafa komið um borð hjá okkur á undanförnum árum.

        Ég vill allan daginn að við bætum við hópinn en ekki með hverju sem er. Það eru hin liðin að gera og það er ekkert að ganga hjá þeim, ef eitthvað er þá er þetta að skapa þeim talsverð vandræði fyrst að enska deildin ákvað allt í einu að fylgja FFP-reglunum sínum.

        Við erum með nægilega breiðan hóp, að mínu mati, til að covera leikjaálagið – það verða fleiri gluggar og Slot er duglegur að skipta mönnum útaf til að minnka álagið.

        13
  5. Já, skemmtilegt Gullkast að vanda. Gerir alla mánudaga svo miklu betri.

    Hvað varðar Salah væri ég alveg til að semja til þriggja ára í viðbót, þótt tvö væru sannarlega ásættanleg í bili. Ef kröfurnar eru að halda sömu launum áfram þá kostar þriggja ára samningur 54,6 milljónir punda. Þetta er sambærilegt eða örlítið dýrara en Chiesa samningurinn þegar laun og kaupverð eru lögð saman.

    Er ekki algjör no-brainer að hafa einn besta leikmann heims hjá okkur áfram á þennan pening? Í stað þess að fara að taka áhættur í yngri (og mun dýrari) leikmönnum sem þurfa tíma til að aðlagast og verða ólíklega jafngóðir, því það er nánast ekki hægt.

    Virgill= 2-3 ára framlenging; Salah = 2-3 ára framlenging; Trent = 5 ára framlenging.

    Þetta yrði gluggi upp á talsvert meira en 5.

    YNWA

    8
  6. Daginn

    Ég hef nú verið að gagnrýna svartsýnisrausið sem oft hefur verið hjá sumum hérna inni. Vissulega má taka undir það að það væri gott að geta styrkt liðið og aukið þannig breiddina og það var svo sannarlega gerð tilraun til þess í sumar, en leikmaðurinn beilaði svo á endanum. Við erum öll til í styrkingu á liðinu, um það er enginn ágreiningur.

    Ég hef hinsvegar bent á það að kaup eru ekki ávísun á árangur, læt þennan hlekk fylgja með til gamans https://www.dv.is/433/2024/9/3/thetta-hefur-ten-hag-eytt-600-milljonum-punda-segist-thurfa-meiri-tima/

    Mig minnir að hér inni hafi einhverjir verið mjög æstir í Mason Mount og brjálast yfir því að hann hafi endað hjá Utd. og með fylgt pistlar um það hvað FSG væru ömurlegir að kaupa hann ekki… ég er allavega mjög slakur með þetta.

    Þá er rétt að hafa í huga að Arsenal komust nánast meiðslalausir í gegnum síðasta tímabil, þó vissulega í minna leikjaálagi. Mér finnst okkar hópur þéttari en þeirra í fyrra, en eins og áður segir þá er raunveruleg styrking á hópnum alltaf vel þegin. Ég treysti þeim sem vinna fyrir klúbbinn til að taka réttar ákvarðanir þar.

    10
  7. Maður fær engann bikar fyrir að vinna félagaskiptagluggann. Það hefði verið gaman að sjá styrkingu og það gæti bitið okkur í rassinn að hafa misst af einhverjum bitum. Að kaupa einhvern bara til að kaupa einhvern virkar hins vegar aldrei vel. Frugal Sport Group hafa verið íhaldssamir þannig að við erum síður í vandræðum með FFP reglurnar sem gæti skilað sér í næstu gluggum. En á meðan glugginn er lokaður er hins vegar bara best að njóta tímabilsins.

    6
  8. Vill byrja á að þakka samstarfsaðilum ykkar líka!
    Væri ljóta helvítið að geta ekki heyrt í ykkur !

    En að öðru.
    Ég er samála að fella þennan sumarglugga.
    Þótt hann gæti alveg komið í veg fyrir að við verðum ekki grenjandi yfir að eiga ekki markmann loks þegar becker kallar þetta gott! .

    En við erum með nýjan stjóra og nýtt teymi þótt sumir hafa verið áður að koma inn.
    Ég er ekkert að fara á taugum. Ég er bara svo handviss að menn séu að kortleggja leiðina til framtíðar fyrir klúbbuinn!

    Ef við tökum klúbbinn sem dæmi sem við mættum um helgina þá er átakanlegt að sjá kaupstefnu þess félags!

    Þú kaupir Varane og casemiro og heldur því fram að það sé verið að byggja upp? Þegar þarna er komið þá átti klárlega að blanda sér í eitthvað sem ekki tókst.
    Svo er J.Evans fenginn þarna inn til þess að taka mínútur frá yngri mönnun.
    Það er eytt risa upphæðum í Sancho sem fékkst núna tveimur tímabilum á tombóluverði.
    Antony er svo eitthvað magnað dæmi.
    Það er svo verið að losa menn núna til að koma nýjum mönnum fyrir.
    Það er ekki heilbrú yfir spilamennsku liðsins.
    Það náði 0-0 jafntefli og 2-2 í fyrra plús að slá okkur út úr FA cup með spilamennsku sem maður hefði trúað uppá Stoke! Svo um leið og þeir bjóða okkur upp í dans þá á þetta lið þeirra ekki break! . Þrátt fyrir 205mp meðal eyðslu núverandi þjálfara á ári á þessum 3 árum og hann er en að byggja upp kominn hring og á leið í annan.

    NEI! þá er betra að taka lífinu með ró treysta á innviði félagsins.
    Vissulega hefur okkur gengið ílla að fylla upp í þessa sexu stöðu EN! Núverandi teymi kom inn í sumar og var kominn með mann sem á endanum sveik okkur.
    Þetta Caicedo dæmi var allt svo útúr liverpool karakter að maður er feiginn að það klikkaði. Ekki vegna þess að hann sé slæmur leikmaður. Þetta er bara ekki okkar aðferð að gera eitthvað panic í gluggalok.

    Nú fer Salah að setjast niður með mönnum og Dijk og Trent þá pottþétt líka.
    FSG er ekki að fara láta þetta bara grotna niður bara alltíeinu. Þeir myndu frekar selja en að minnka verðgildi félagsins þetta eru fyrst og fremmst buissnesmenn.

    Ég hlakka allavega svakalega til í næstu gluggum. Það er rebuild í gangi og síðast þegar það var þá komu inn geggjaðir gæjar! Sem margir hverjir komast á topp 10 listan hjá manni í uppáhalds ever hjá klúbbnum.

    7
  9. Ég er sammála Hattoni sem hrósar Einari og Steina fyrir að passa alltaf uppá að hljóðið komist vel til skila.

    Maggi fær hrós fyrir réttan framburð á nýjasta leikmanninum okkar, Chiesa (Kíesa).

    4
  10. Ég er að verða eins og Ragnar Reykás, ég hefði nefnilega viljað fá inn nýja leikmenn sem styrkja liðið en á sama tíma sé ég rómantíkina í því að sjá ungu guttana fá traustið sem fer ekki endilega mjög vel saman.

    Ég var eitthvað að spá í hvað einkunn glugginn fengi hjá mér.

    Liverpool sótti Arne Slot sem virðist smellpassa fyrir liðið.

    Liverpool fékk líka til sín Chiesa sem var einn heitasti bitinn á markaðnum ekki fyrir svo löngu síðan og eins sótti liðið nýjan markmann sem var gjörsamlega frábær á em í sumar þannig að það er greinilegt verið að hugsa til framtíðar hjá klúbbnum.

    Við hefðum vissulega átt að bæta við í vörn og miðju og það dregur gluggan niður hjá mér en það sem ég sé best við gluggan er að það fóru ekkert af okkar bestu leikmönnum frá klúbbnum eins og var nánast undantekningalaust fyrir nokkrum árum og því fær glugginn sjö komma fimm hjá mér.

    Nú þarf klúbburinn bara að hýfa upp um sig brækurnar og klára að ganga frá samningum við Salah, Trent og Van Dijk og þá get ég hallað mér aftur í sófanum með glasið barmafullt og notið þess að vera Liverpool aðdáandi í vetur.
    YNWA

    8
  11. Mér finnst vanta miðjummann sem getur skorað fyrir utan teig með skotum. Það er búið að vanta síðan Kútur fór.

    1
    • Szoboszlai og Elliott eru klárlega miðjumenn sem geta vel skotið fyrir utan, sömuleiðis Mac Allister. Jones ætti að vera það líka.

      Erum með miklu fleiri heila sóknartengiliði en oft áður.

      Hinsvegar leggja flest lið upp með að takmarka hail mary skot fyrir utan og reyna frekar að koma sér í betri stöðu, það er engin tilviljun.

      3
      • Skoraði ekki meistari Endó eitt glæsimark fyrir utan teig á síðasta tímabili.

        1

Liverpool 3 – 0 United (Skýrsla uppfærð)

Hálf fullt, hálf tómt eða galtómt?