KOP Penni gefur út bók

Kæru lesendur Kop.is

Ég er búin að vera að dreyma um að skrifa þennan litla pistil árum saman. Mögulega síðan áður en ég byrjaði yfir höfuð að skrifa hér.

Síðan ég var krakki, ég meina svo ungur að ég man ekki eftir öðru, hef ég stefnt að því að skrifa bók. Þegar ég byrjaði að skrifa um íþróttir um 2016 (þá fyrir FH og handboltasíðuna sálugu Fimmeinn.is og síðar .net og Kop.is) var ég með það á bakvið eyrað að ég væri að reyna að brýna pennann fyrir skáldskaparskrif og núna er fyrsta bókin tilbúin.

Síðasti Bóksalinn gerist í óræðri framtíð í Reykjavík, þar sem stofnanir eru grotnar niður, vafasamir aðilar fara með raunverulegt vald og einn gamall maður reynir að halda bókabúðinni sinni opinni. Á fögrum sumardegi stefnir í að allt sjóði yfir í bænum og Mikael þarf að finna lausnir, þegar valdameiri menn ákveða að gera hann að peði.

Ég ákvað að gefa bókina út sjálfur. Það er bæði að gaman og gefandi að standa í öllu því sem tengist útgáfunni, en það erfiðasta er að standa skil af prentkostnaði. Til að gera bókina að veruleika hef ég sett af stað Karolina Fund söfnun, þar sem hægt er að tryggja sér eintak af bókinni, auk þess sem öllum áheitum fylgir auka verðlaun af ýmsum toga.

Til þess að þetta verkefni verði að veruleika þarf söfnuninn að heppnast, enda er Karolina Fund allt eða ekkert dæmi. Ég vona að þið sýnið mér það traust að heita á verkefnið, inn á Karolina Fund má heyra fyrstu tvo kaflana lesna af mér og í næstu viku mun ég taka upp næstu tvo kafla og senda á þá sem hafa heitið á verkefnið.

Hlekkur á verkefnið

Með fyrirfram þökkum fyrir stuðinginn.

YNWA
-Ingimar Bjarni Sverrisson

2 Comments

  1. Sælir félagar

    Til hamingju Ingimar með bókina þína. Ég mun lesa hana við tækifæri og tjá mig um hana þá. Ég er orðinn svo gamall og bý þröngt og hefi ekki pláss fyrir bækur en nýti bókasafnið mitt vel. Vonandi fæ ég bókina þína þar þegar fram líða stundir.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  2. Glæsilegt!! Það er svo virðingavert að elta draumana!! þetta er gaman að sjá

    4

Klopp í nýja vinnu og Alisson meiddur

City mæta á Anfield