Liðið gegn Chelsea (leikþráður)

Þá er liðið komið:

Kemur lítið á óvart. Diaz, Nunez og MacAllister á bekknum, eflaust bara nýlentir.

Chelsea stillir upp sterku liði, fátt óvænt þar:

Sanchez

Malo Gusto – Colwill – Adarabioyo – Reece James

Caicedo – Lavia

Sancho – Palmer – Madueke

Jackson.

Koma svo, skemmtum okkur í dag!

58 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Þetta verður erfiður leikur, spái jöfnu, City var að stela 3 stigum af Wolves með kolólegu marki í lokin 🙁

    4
    • Já og VAR hafði ekki tögg í sér að dæma það af. Á ekki að fara að dæma þetta svindl-lið niður?

  2. Byrjar vel hjá dómaragenginu….lofar ekki góðu upp á framhaldið. Hvenær er hendi hendi og hvenær ertu komin í gegn…..nú skil ég akkúrat ekkert. Látum þetta bara ekki hafa áhrif á okkur og löndum sætum sigri.
    YNWA

    3
  3. Loksins dómur sem meikar sens, með þetta víti. Annars trúðar í dómarateyminu, ótrúleg dómgæsla í leiknum, minnir mjög á Tottenhamleikinn fyrir rúmu ári… En sjáum hvað setur með vítið.

    4
    • Skil ekkert hvað hefur komið fyrir hann. Spáiði í það ef hann væri jafn líkamlega áræðinn í návígjum eins og Darwin. Virðist alveg loftlaus.

      3
  4. Djöfulsins rugl í Konate!

    Það er dómari þarna og bara game on!

    Ég þoli ekki þetta rugl.

    3
  5. Jæja allavega kominn versta dómgæslan so far ..trúðar bæði trúðurinn á vellinum og í VAR herberginu.

    4
  6. Öll vafaatriði eru dæmd gegn Liverpool enn einn leikinn! Það þarf að rannsaka aðkomu Olivers og hvort hann tengist spillingarliðinu. Þetta er þreytt trend gegn liðum sem eru að keppa við City.

    6
  7. Liverpool liðið veit allavega það er ekki að fara að fá hjálp frá dómaranum í seinni.

    Annars bara mjög jákvætt að vera yfir og eiga Diaz á bekknum.

    5
  8. Mikil slagsíða í dómgæslunni. Segi bara aftur: alveg eins og í Tottenhamleiknum fyrir ári. Var Oliver þá ekki líka yfirdómari í VAR-herberginu? Hann setur VAR aldrei á vakt þegar dómur gæti fallið okkar mönnum í vil en nýtir hvert tækifæri til að VARAvið því að nú gæti eitthvað fallið Liverpool í hag. Þetta er tótal viðbjóður.

    Við megum auðvitað fagna því að vera yfir. Ég kvarta aldrei yfir dómurum, nema í þessum Tottenham-leik fyrir ári og svo núna.

    En á jákvæðari nótum. Fyrirliðinn okkar Á teiginn. Hann er hans eign. Hollendingurinn í brúnni virðist ná öllu því besta fram í Hollendingunum sínum sem hafa vaxið og dafnað frábærlega á leiktíðinni. Liðið okkar virkar ekki síður sterkt núna en það var undir Klopp. Sem er óvænt ánægja.

    Mútuþægnin hjá dómarastéttinni er svo bara eitthvað rannsóknarverkefni út af fyrir sig og við ræðum það betur síðar 🙂

    8
    • Þetta var alveg vafasamur dómur þegar hann dæmdi seinna vítið. En yfirleitt stendur ákvörðun dómara í þannig vafa. Það var greinilega einbettur vilji til að breyta þessu.

      6
  9. Mikið væri nú gott að bæta við eins og einu marki strax í byrjun seinni…..er bara skíthræddur við VAR og dómgæsluna. Hefði verið auðvelt fyrir dómarann að gefa víti þegar brotið var á Salah, en nei ekkert skoðað og síðan Curtis og þá sett í rannsókn (sem var samt trúlega rétt hjá VAR) Nunes kom inn með mikla orku, búinn að vinna varnarvinnuna gífurlega vel og nú væri bara fínt ef hann setti eins og tvö í seinni 🙂 Curtis búin að vera mjög góður og flestir bara í góðum gír. Koma svo Liverpool
    YNWA

    3
  10. Ég vil sjá Szobozlai fara útaf fljótega ef hann fer ekki að sýna eitthvað, og setja MacAllister inná í staðinn.

    4
  11. Þegar VAR-myndin í Chelsea-markinu er sýnd þá er hællinn á Konaté í forgrunni en enginn partur af efri hluta Jacksons. Sýnt eins og hálfum metra hafi munað. Kannski var niðurstaðan rétt en það voru þá í mesta lagi sentímetrar.

    Curtis reddaði þessu hvort sem er … í bili.

    2
  12. Þrátt fyrir snargalna dómgæslu og – það verður að segjast – mjög góða spilamennsku Chelsea í seinni hálfleik, þá náðum við að vinna.

    Og kannski er Curtis að taka sama skref og Gravenberch? Frábær í leiknum, stjarnan í dag.

    6
  13. Þetta var nú ljóta pirrings-dómgæslan. Alveg frá upphafi. Það féll aldrei neitt með Liverpool. Og þetta VAR dæmi í seinna vítinu… feit brún umslög á ferðinni.

    3
  14. Curtis Jones take a bow son lang besti maðurinn á vellinum.

    Dómarar fá 0 hjá mér eftir þetta nenni ekki að hugsa um þessa trúða.

    6
    • Ótrúlega fylginn sér og flínkur þegar hann skoraði markið. Alveg geggjað! Eins og endurfæddur á vellinum í dag. Kannski pabbahlutverkið hafi kveikt í honum?

      3
      • Maður vonar það ekki slæmt ef að hann ætlar að taka Gravenberch á þetta eða verða leikmaðurinn sem allir vonuðust eftir!
        Hann hefur alltaf haft gæðin en hann gleymist því hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli í gegn um tíðina.
        En já frábær leikur hjá honum.

        1
  15. Fjúff sem betur fer gekk þetta inn. Núna bara taka Arsenal næstu helgi og þá er þessi Deild game on Það er líka kominn tími á Szoboszlai verði bekkjaður, Hann var alveg glataður í þessum leik og loka touchið hans var frekar lélegt.

    2
  16. Frábær sigur. Frammistaðan ekkert sérstök. Svolítið þemað hingað til í vetur. Mjög ánægður þegar Liverpool vinnur og næstum því jafn gaman þegar svikamylla Chelsea tapar. Ekki oft sem Liverpool er 43% með boltann á heimavelli, með 7 marktilraunir og eina hornspyrnu. Kannski er maður heimtufrekur en ég myndi glaður þiggja aðeins betri sóknarleik.

    3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Stelpurnar fá Palace í heimsókn

Liverpool 2-1 Chelsea