Það kom okkur algjörlega í opna skjöldu þegar myndband af David Coote fór að birtast á Twitter núna eftir hádegi, þar sem hann lýsir skoðun sinni á Klopp og jafnframt á Liverpool. Við Liverpool aðdáendur erum auðvitað í sjokki því það var ekkert sem benti til að þetta gæti verið raunin.
Not.
Nú er bara að sjá hvort PGMOL gerir eitthvað í málinu. Höldum ekkert niðri í okkur andanum samt.
UPPFÆRT: þessi skilaboð bárust frá PGMOL:
David Coote has been suspended with immediate effect pending a full investigation. PGMOL will be making no further comment until that process is complete.
Þessi moppa á bara ekki að koma nálægt leikjum Liverpool,hvorki sem dómari eða í VAR herberginu í framtíðinni því hann er búinn að fyrirgera öllu hlutleysi með þessum ummælum.
PGMOL rannsakar þetta, Coote segir að þetta myndband sé gervigreind og hann verður mættur eftir landsleikjahlé að dæma aftur. Það er ekki hægt að treysta PGMOL.
Þessi vanhæfi dómari á ekkert að vera að dæma. Þessi ummæli eru í takt við hans frammistöðu þegar hann er að dæma leiki hjá Liverpool.
Hann er heimskari en ég hélt að hann væri að láta hafa svona eftir sér. 🙂
Hann heldur því fram að þetta sé fake news…
Ef ekki þá er þessi maður varla með tvær heilasellur að segja svona þar sem hann veit að er verið að taka upp – sbr seinna myndbandið þar sem hann biður um að þetta fari ekki í dreifingu.
Sjálfum er mér skítsama þótt dómarar hati eh leikmann eða þjálfara, svo lengi sem það sjáist ekki á neinn hátt í dómgæslunni. En þetta…
Eins rosalegt og þetta vídeó er, þá hef ég álíka mikla trú á að það komi eitthvað af viti úr þessu og ég geri á kærumálunum gegn City.
En gott að þetta komi upp á yfirborðið til að staðfesta það sem við höfum verið að benda á.
Hvernig geta þeir látið þennan mann koma nálægt Liverpool leikjum aftur?
Auðvitað þarf að gera eitthvað.
Auk þess er hægt að tína til fjölda vafaatriða sem Coote hefur dæmt gegn LFC.
Ég er almennt ekki mikið fyrir að kansela mönnum og væri í raun sama þó þessi trúður fengi aftur að dæma ínneðri deildum (eftir 1-2 ára bann) en hann á aldrei að koma nálægt PL aftur svo lengi sem Liverpool spila þar.
Þvílíkur fáviti!
Þetta segir kannski allt um hver standardin er á dómurunum á Englandi?
Þessi hálfviti er nú búinn að viðurkennan að upptakan sé raunveruleg. Hann er sem sagt heimskari en við héldum 🙂
Áttu link á frétt?
Nýjustu fréttir eru víst að þetta kjánaprik er búinn að viðurkenna að vídeóið sé alvöru en hann bara muni ekkert eftir þessu. Ja hérna, það er ofar mínum skilningi að besta deild í heimi hafi lélegustu dómara í heimi, eiginlega ótrúlega impressive safn af trúðum. Er ekki hægt að ráða Collina til að hrista upp í þessu og leggja línurnar?
Samansafn af vanhæfum trúðum. Ég býst samt ekki við að þetta rotna PGMOL geri neitt í þessu, nema þá að þessi fáviti dæmi ekki aftur hjá Liverpool. Það sem þetta viðrini er búið að kosta okkur, nú fer þetta allt að meika sens, hendin á Odergard, brot pickford á VVD, rangstæða Diaz móti Tottenham, og fleira.
Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð PGMOL !
Var hann á vakt í öllum þesssum timfellum???!
Hér eru fimm David Coote atvik. https://www.thisisanfield.com/2024/11/5-david-coote-decisions-that-went-against-liverpool-from-2019-to-2024/
Já, og fleirum. Hann var hluti af dómarateymi í öllum þessum atvikum, og fleirum sem Tjallinn var að telja upp, eitt líka á móti shitty.
Hvar var Coote þegar Diaz markið var dæmt af gegn Tottenham? Hooper var á flautunni og Darren England í VAR.
Spurs – Liverpool 3. oktober 2023
Referee: Simon Hooper. Assistants: Adrian Holmes, Simon Long. Fourth official: Michael Oliver. VAR officials Darren England and Daniel Cook
Ef maður á að vera alveg hreinskilinn þá skil ég mjög vel dómarar þoli ekki vissa þjálfara og leikmenn. Það er tuðað og skammast yfir öllum ákvörðunum sem fara gegn liðinu. En þetta myndband er auðvitað óafsakanlegt og mögulega græðir Liverpool pínu lítið á þessu. En ekki mun það hjálpa dómurunum sem dæma á Anfield. Held þetta þjappi bara Liverpool samfélaginu meira saman.
Vinnum deildina!!!
var það Coote sem var í VAR-herberginu á City-leiknum þegar Mac Allister fékk ekki víti í lokin á síðasta tímabili?
Já, það var hann. Hann var líka að dæma þegar rodri handlék boltann á móti everton, og þeir fengu ekki augljóst víti. Ef everton hefði fengið víti og skorað þá hefði shitty endað með tveimur stigum minna.
Þau atvik þar sem Coote hefur komið við sögu eru alveg nógu mörg án þess að við þurfum að klína öðrum atvikum á hann. Dómarar í City vs. Everton leiknum voru Tierney á flautunni og Kavanagh í VAR:
https://www.bbc.com/sport/football/60572525
Hann var ekki í VAR, en var á hliðarlínunni:
https://www.daveockop.com/latest-news/the-premier-league-announce-match-officials-for-liverpool-vs-manchester-city/
Svo það er nú langsótt að kenna honum um það atvik.
Réttast væri að leggjast yfir vafasama dóma undanfarinna ára, hjá öllum PL dómurum, og sjá hvort ekki birtist munstur.
Það er reyndar ekkert víst að það komi fram eitthvað augljóst munstur, þeir eru á köflum bara alveg jafnlélegir.
Helsta munstrið sem maður getur séð held ég að sé að það má brjóta á Salah alveg hægri vinstri. Hjá öllum dómurum.
Og eftir allt saman þá er það komið í ljós núna.
Þessir dómar sem hafa fallið gegn okkur í kringum þennan mann eru ekkert annað en óheilindi og drulluskapur.
Við erum að tala um stórar ákvarðanir!
Þessi maður dæmir aldrei liverpool leik aftur
Það er ekki bara það að hann eigi aldrei að koma nálægt Liverpool leikjum, heldur á hann hreinlega að aldrei að dæma í Premier League aftur.
Hann gæti haft áhrif á Liverpool með því að dæma leiki hjá öðrum topliðum.
Það hlálega í þessu öllu saman er að nú mun PGMOL rannsaka sjálft sig og komast að algeru sakleysi sínu!
Ég vona að einhverjir hafi vit á að fara í mál við Coote eða dómarasambandið svo þetta verði skoðað af öðrum aðila en sambandinu sjálfu.
Þjálfara mega gagnrýna hæfni dómara en fá yfirleitt harða refsingu séu dómarar sakaðir um hlutdrægni og spillingu.
Þetta mál snertir á hlutdrægni dómara og þess vegna geta dómarasamtökin ekki sópað þessu undir teppið.
Coote hefur þegar verið settur í bann en svo kemur í ljós hverjar afleiðingarnar verða.
Coote mun aldrei koma nálægt Liverpool leikjum aftur.
Það retta sem gert yrði, er ekki bara að banna þennan kjana fra leikjum LFC, heldur ollum leikjum um okomin ar. Myndi halda, að þetta se algorlega og fullkomlega a skjon við eðli domarastarfsins. Bara spurning, hvort svona se algengara, hvort þetta tilvik se bara toppurinn a isjakanum.
YNWA
Klopp er örugglega búinn að henda hverjum einasta síma sem hann á í Miðjarðarhafið! Margir sem vilja heyra hans skoðun núna.
Það væri virkilega gaman ef einhverjir blaðamenn tækju sig til og köfuðu ofan í þessi dularfullu dómaramistök sem hafa látið okkur reita hár og skegg undanfarin ár. Listinn er langur og þessi afstaða Coote gæti verið lýsandi fyrir hugarfar kollega hans. Þá er það olía á eldinn að þeir skuli þiggja ferðalög til Arabaríkjanna þar sem þeir dæma og eru jafnvel nýkomnir heim eftir arabískar nætur þegar kemur að því að dæma leik með Liverpool.
Gæti einhvers konar Liverpool-gate verið í uppsiglingu?
Sælir félagar
Það er til dæmis ekkert talað um þegar leikmaður Livepool var keyrður niður í teig Villa á fyrstu mínútu leiksins. Það var að mínu viti alltaf vítaspyrna og gult spjald. Ég hef hvergi séð um þetta rætt en ýmsir mis gáfaðir “spekulantar” meira um víti sem Villa átti að fá, og þá frekar eitt en tvö. Það voru fyrstu “mistök” Coote í leiknum en þau sem fylgdu á eftir voru “legio”.
Það er nú þannig
YNWA
Mjög sérstök umræða um þetta mál á Englandi.
Farið að snúast um rétt einstaklingsins til að hafa skoðun á málum og málefnum, sumir réttlæta þetta með því að segja að leikmenn geri það líka.
Mergurinn málsins hlýtur að vera, jú, vissulega má hann hafa skoðun, en hann má bara ekki segja hana upphátt. Maður í þessari stöðu verður að vera flekklaus þegar kemur að því að vera hlutlaus, dómarar í dómstólum eru látnir víkja sæti ef þeir hafa opinberað skoðarnir sínar á málum eða einstaklingum, sem þeir eiga að dæma í, og það á ekkert síður við dómara í íþróttaviðburðum,það verður að vera hafið yfir allan vafa að þeir séu hlutlausir, séu ekki vilhallir eða óvilhallir öðru hvoru liðinu. Coot er klárlega búinn að uppljóstra hvar hann stendur gagnvart Liverpool og Klopp á meðan hann var og við getum ekki verið viss um að þessar skoðanir hans hafi ekki litað hans ákvarðanatökur.
Vissulega getur þeim orðið á mistök eins og öllum, og mér finnst alls ekkert útilokað að hann snúi aftur með flautuna, EN, þessi maður á aldrei, ALDREI, aftur að koma nálægt Liverpool leikjum, vegna þess að það er ekki hægt að vera fullviss um að hann sé hlutlaus þegar kemur að Liverpool, hvort sem hann dæmir vafaatriðið með okkur eða á móti. Einn pundit meira að segja notað það sem rök að hann væri hliðhollur Liverpool, væri að bæta upp, af því að hann gaf Villa ekki tvær augljósar vítaspyrnur.
Að mínu mati er fullrúmt að kalla þetta ,,skoðanir”. Hann ber augljóst hatur til liðsins og fyrrum þjálfara. Þótt hann hafði ekki viljað að þetta myndi birtast endurspeglar þessi myndbútur slíkri heift og fjandskap að það hlýtur að teljast sem frágangssök. Og ef hann á að dæma önnur lið, t.d. City þá sýnir sagan að hann er þessar óbeit sem hann hefur á liðinu okkar mengar afstöðu hans einnig á öðrum vettvangi.
Vonum að þetta leiði til alvöru naflaskoðunar!
Varðandi umræðuna hvort Aston Villa hefði átt að fá tvær augljósar vítaspyrnur þá finnst mér að það þurfa að skoða áætlað brot Konate á Watkins í ljósi mögulegrar vítaspyrnu sem Nunes átti að fá í upphafi leiks. Í mínum huga er alveg ljóst að ef það á að réttlæta að Watkins hefði átt að fá vitaspyrnu mætti með sömu rökum segja að Nunes átti að fá vítaspyrnu í upphafi leiks, það var ekki minna brot.
Ég viðurkenni að ég var fúll að fá ekki víti í byrjun og áleit að þetta væri alveg týpisk Coote dómgæsla í Liverpool leik. En honum til hróss þá setti hann þarna línu sem hann hélt bara nokkuð vel út leikin og var ekki mikið að flauta og það átti jafnt við um bæði lið. Get viðurkennt að mér fannst þetta einn best dæmdi Coote leikur hjá Liverpool.
Mér finnst meira spurning með peysutogið hjá Bradley hefði átt að vera vítaspyrna. En ef það hefði verið dæmd vítaspyrna þarna þá veit ég að við gætum talið upp fullt af atvikum af alvarlegri peysutogum á Liverpool leikmenn inn í teig andstæðinga í öðrum leikjum þar sem ekki hefur verið dæmt víti. En persónulega held ég að það verði aldrei hægt að koma í veg fyrir peysutog inn í teig ef það á alltaf að vera svona óljóst og matskennd hvenær á dæma víti á það. Fyrir mér þarf það að vera meira afgerandi að það á að dæma víti á peysutog, en þá þarf það að ganga jafnt yfir alla. Til lengri tíma myndi það klárlega draga úr þessum peysutogum innan teigs.
Ef þú skoðar umrætt peysutog Bradley, sjáðu þá nokkrum sekúndum fyrr en togað í peysu hans. Þannig að það var fyrst brotið á honum, þess vegna hefur þetta verið látið kyrrt liggja, en hvað veit maður með þetta fífl sem dómara.
Það er ágætt að hafa þetta til að dreifa huganum yfir þetta þrautleiðinlega hlé, en eins mikill kjáni og David Coote er, þá er held ég þetta vídeó ekki mjög mikilvægt í umræðunni um dómgæslu í fótbolta. Auðvitað á David Coote (ef eins og virðist að þetta sé raunverulegt vídeó) aldrei að dæma aftur í EPL. Ekki mest af því að hann hataði Klopp eða gerði grín að LFC. Heldur af því að dómari með svona dómgreindarbrest að láta taka af sér vídeó að segja þetta er bara lélegur ekki hæfur til að dæma um hluti.
En vandinn í dómgæslu er miklu erfiðari. Þetta er erfitt starf. Fyrir einn dómara að dæma fótboltaleik á fullri ferð með allan þann fjárhagslega ávinning sem leikmenn, lið, áhangendur, veðbankar, osfrv. hafa til að svindla (eða amk. reyna að komast upp með hluti) er bara mjög erfitt. Pressan er gífurleg og engin leið fyrir einn flautara að sjá allt sem gerist á vellinum.
Heilmargt hefur verið gert til að hjálpa. Aðstoðardómarar eru miklu meira að hjálpa dómara en var þegar þeir voru bara “línuverðir” og auðvitað er VAR til. En það er enn mjög huglægt hvar línurnar liggja og lið eru mismunandi þegar kemur að því hvernig þau reyna að nota reglurnar til að hjálpa sér. Sum lið brjóta mikið taktíst, önnur lið tefja, og enn önnur nota djöflasýru til að plata boltann inn…
Einn mikilvægur vandi er, held ég, að þetta er ekkert sérstaklega vel launað starf og að það virðist vera einhver lítil klíka einsleitra miðaldra manna sem stýrir þessu apparati. Ein leið til að ná einhverri sátt um dómgæslu er sólskin og fjölbreyttari hópur fólks sem tekur að sér dómgæslu og stjórn dómaramála. Að fleiri raddir fái að heyrast í ákvörðun um dómarmál, og við fáum að sjá og heyra hvað dómarinn er að gera meðan á leik stendur, og að VAR sé fullur þátttakandi í leiknum. Þetta um “clear and obvious error” mun alltaf vera rugl. Það þarf að vera samræða milli VAR og dómara í leiknum og ef við viljum bæta dómgæsluna verðum við að sætta okkur við að það þarf að stoppa leikinn meira. Viljum við það? Eða hafa 2 dómara? Getur einhver ímyndað sér handboltaleik með 1 dómara? Eða körfuboltaleik?
Ef við virtum dómara betur og gerðum skurk í að bæta umhverfið, þá væri held ég von að þetta myndi bætast. En þangað til munu svona mál koma upp annað slagið — vonandi ekki eins mikið rugl samt og þetta.
Þetta er áhugaverð samantekt ekki síst í ljósi þessa Coote fíaskós
https://tomkinstimes.substack.com/p/study-a-proper-review-of-all-600
Coote er annars augljóslega búinn í þessu starfi á Englandi eftir þetta video. Þetta er ekkert smá slæmt mál fyrir dómarastéttina í heild á Englandi. Ljóst að það þarf að hreinsa nokkuð vel til í þessari litlu klíku, brjóta hana upp og byrja á Howard fokkings Webb.
Sælir félagar
Mér sýnist að eina leiðin sé upptaka á öllum samskiptum dómara, aðstoðardómara, VAR og eftirlitsdómara. Uptökurnar skulu geymdar amk. þar til leiktíð lýkur helst lengur og öllum aðgengilegar sem málin varða svo sem stjórum allra liða í hverri deild og stjórnum liðanna ásamt stjórn Knattspyrnusambandanna og svo almenningi eftir að leiktíð lýkur amk. um ákveðinn tíma. Ef stórfelld mistök eru gerð í framkvæmd dómgæslu eigi félög heimtingu á upptöku leikja. Hvert félag þó bara á einum leik á hverri leiktíð. 🙂 Nei ég segi nú bara svona.
Það er nú þannig
YNWA
Ég reyndar skil ekki af hverju dómarar eru ekki að dæma milli landa.
T.d gætu Hollenskir, Franskir eða Þýskir dómarar dæmt á Englandi og slíkt.
Það myndi minnka líkur á bias dómgæslu þó þða sé aldrei hægt að útiloka neitt.
Þá þyrfti væntanlega nýtt miðlægt batterí yfir alla dómgæslu í löndunum. Ekki spennandi tilhugsun að missa dómarana í spillingarfenið hjá UEFA/FIFA.
Ég veit ekki, myndi það versna mögulega?
Jæja, enska knattspyrnusambandið ætlar að henda í sjálfstæða rannsókn á máli Davids Coote. Það er gott. Þá situr PGMOL ekki eitt að því að sópa þessu undir teppið, eins og þeir munu örugglega reyna.
https://www.theguardian.com/football/2024/nov/12/fa-launches-own-investigation-into-referee-david-coote-over-klopp-comments