Gullkastið – Gjafaleikur Happatreyjur.is

Síðasta landsleikjapása ársins er á enda og deildarleikur gegn Southampton framundan úti á sunnudaginn. Eftir það taka við öllu stærri verkefni með Real Madríd og Man City á dagskrá. Skoðum hvernig landið liggur eftir landsleiki, spáum í leikjum helgarinnar. Ögurverk liðið er að sjálfstöðu á sínum stað.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn

Happatreyjur.is – Gjafaleikur

Fyrir ykkur sem eruð í vandræðum með jólagjöfina í ár þá er húna á happatreyjur.is sem við ræðum betur í þættinum. Lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan afsláttakóða KOP10

Eins ætlum við að hlaða í gjafaleik, Allir sem hafa áhuga á að komast í pottinn setja inn sér komment undir þessari færslu og segja að viðkomandi langi í treyju. Við drögum svo út einhvern einn heppinn sem fær senda til sín treyju.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 497

124 Comments

    • Já takk. Eru nokkuð bláar óhappatreyjur í kössunum?

  1. Baráttukveðjur til Magga!!

    (… þú ert í hliðarsal tilverunnar að keppa við Real Madrid.)

  2. Er einmitt að leita að jólagjöf fyrir betri helminginn og þá kæmi happatreyja örugglega sterk inn.

  3. Aldrei talist heppinn þannig Happatreyja kæmi sér sannarlega vel!

  4. Þakka kærlega fyrir shoutout-ið í þættinum og um leið sett gríðarleg pressa á mann að halda þessu áfram. Það er mér bæði ljúft og skylt enda lengi haft mikinn áhuga á yngri leikmönnum Liverpool og upplifað margar brostnar vonir tengt því. Reyndar kom ekki fram hvaða stöðu þið ætlið að taka fyrir næst en ég geri ráð fyrir að það verði miðverðir. Það vill svo heppilega til að það er enginn skortur á miðvörðum með brostnar vonir. Hér eru nokkrir settir fram í einhvers konar tímaröð:

    Frode Kippe (1998-2002) – Kom tvítugur með nokkrar væntingar frá Lilleström. Kom bara tvisvar inn á sem varamaður í deildarbikarnum, lánaður til Gaua Þóraðar í Stoke í C-deild en fór svo eftir þrjú ár aftur til baka til Lilleström þar sem hann spilaði yfir 500 leiki á 19 árum.

    Carl Medjani (2003-06) – Hluti af frönsku byltingunni hjá Houllier. Kom 18 ára frá Saint-Étienne þar sem við vorum að berjast við Arsenal, Man United og FC Bayern um hann. Náði aldrei að spila leik fyrir Liverpool en hefur síðan átt áhugaverðan feril, m.a. í Frakklandi, Tyrklandi og á Spáni, spilaði með yngri landsliðum Frakklands og á 62 A landsleiki fyrir Alsír á bakinu. Eftir því sem ég best sé virðist hann enn vera að spila einhvers staðar í frönsku neðri deildunum, 39 ára að aldri.

    Zak Whitbread (1992-2006) – Bandaríkjamaður sem er alinn upp hjá Liverpool FC. Á tímabili var hann nefndur sem arftaki Hyypia í liðinu. Spilaði einhverja deildarbikarleiki og Evrópuleiki og hér er dómur um hann af kop.is eftir 3-0 sigur á Millwall í boði Einars Arnar: “Zak Whitbread var alveg jafn frábær í þessum leik og Stephane Henchoz var slappur. Whitbread á bjarta framtíð fyrir sér hjá Liverpool ef hann heldur áfram að spila svona.” Hann hélt ekki áfram að spila svona og fór að lokum til Millwall fyrir lítinn sem engan pening.

    Jack Hobbs (2005-09) – Kom 17 ára til og voru gerðar talsverðar væntingar til hans. Hann náði aldrei að uppfylla þær. Samtals 2 leikir í deild og 3 í bikar. 21 árs var hann farinn frá Liverpool og spilaði eftir það í neðri deildunum, m.a. með Leicester, Hull Nottingaham Forest og Bolton.

    Miki Roque (2006-09) – Hluti af spænsku byltingunni hjá Benitez. Man nú svo sem ekki til þess að það hafi verið neinar rosalegar væntingar til hans en áhugavert að minnast á hann þar sem hann lést úr krabbameini bara nokkrum árum eftir að hann fór frá Liverpool, 23 ára að aldri. Blessuð sé minning hans.

    Gabriel Paletta (2006-07) – Kom tvítugur til Liverpool frá Argentínu á Benitez tímanum og að sjálfsögðu hélt maður að þetta yrði næsti aðalmiðvörður Liverpool. Átti engan séns á að slá Hyypia og Carragher út úr liðinu og Daniel Agger var á undan honum. Yfirgaf því félagið ári síðar í einhvers konar skiptidíl fyrir Emiliano Insua. Hefur síðan átt fínan feril í Argentínu og Ítalíu, gerðist svo Ítali og spilaði 3 landsleiki fyrir þá.

    Daniel Ayala (2009-11) – Enn ein spænska vonarstjarnan í boði Benitez. Kom 18 ára til Liverpool, spilaði 5 leiki fyrir Liverpool í deildinni, Benitez kvaddi svo sumarið 2010 og Ayala var seldur til Norwich 2011 og eyddi restinni af ferlinum að flakka á milli Premier League og Championship.

    Danny Wilson (2010-13) – Kom 18 ára með það á bakinu að vera helsta vonarstjarna Skota og jafnvel allra Bretlandseyja og maður var alltaf að bíða eftir að hann kæmi inn í liðið. Það gerðist aldrei. Samtals 9 leikir fyrir Liverpool á þremur tímabilum, flestir í Evrópudeildinni. Var mikið lánaður og fór svo þremur árum síðar frá Liverpool og spilaði svo slatta í Skotlandi og Bandaríkjunum. Spilar í dag með Livingston í næstefstu deild í Skotlandi.

    Conor Coady (2005-14) – Uppalinn hjá klúbbnum, spilaði 2 leiki og seldur fyrir klink til Huddersfield. Varð síðar legend hjá Wolves og hefur spilað 10 landsleiki fyrir England en fær pottþétt ekki sæti í þessu liði eftir að hafa spilað með Everton á láni fyrir tveimur tímabilum. Er í dag hjá Leicester og í einhverju aukahlutverki þar.

    Martin Kelly (1997-2014) – Uppalinn hjá klúbbnum, var nú kominn í sæmilega stórt hlutverk í kringum tvítugt, bæði sem hafsent og hægri bak og spilaði einn landsleik en hlutverk hans minnkaði svo, gott ef meiðsli komu ekki þar eitthvað inn í, og hann var seldur til Crystal Palace fyrir eitthvað í kringum 2 millur. Spilaði þar í 8 ár áður en hann færði sig niður í Championship. Er í dag 34 ára og án félags.

    Sebastian Coates (2011-15) – Kom 21 árs frá Úrúgvæ og náði að banka hressilega á dyrnar hjá aðalliðinu en erfið hnémeiðsli bundu enda á það og hann náði aldrei að vinna sig til baka í liðið. Var lánaður og svo seldur með verulegu tapi til Sunderland. Hefur síðan átt fínasta feril með Sporting í Portugal áður en hann fór aftur til Úrúgvæ.

    Andre Wisdom (2008-17) – Hvað gerirðu ef þú kemst ekki í liðið sem hægri bakvörður? þú reynir bara sem miðvörður. Klassísk saga, uppalinn með væntingar, lánaður hingað og þangað, kemst ekki í liðið, seldur fyrir smá pening í Championship deildina. Hann er 31 árs ídag og spilar í dag með Derry City á Norður Írlandi

    Tiago Ilori (2013-17) – Keyptur 20 ára með töluverðar væntingar frá Sporting. Lánaður hingað og þangað, 3 leikir í bikar og seldur fyrir u.þ.b. sama pening til Reading 4 árum síðar. Spilaði síðast með Belenenses í 2. deild í Portúgal en er í dag án félags 31 árs.

    Billy Koumetio (2020-24) – Franska tröllið sem kom 16 ára til Liverpool, 2 leikir í bikar og CL. Lánaður hingað og þangað en fór í sumar til Dundee.

    Rhys Williams (2019- ) – Voru svo sem aldrei miklar væntingar en kom óvænt inn í liðið 2020-21 og spilaði slatta í meiðslakrísu Livepool þar sem voru næstum því jafnmargir meiddir og hjá Arsenal á þessu tímabili. Hefur síðan verið lánaður í neðri deildirnar þar sem hann hefur fengið lítið spila. Ég held við getum alveg afskrifað hann sem Liverpool leikmann þó hann sé enn á samningi við félagið. Spilar í dag á láni með Morecambe í League Two.

    Sepp van den Berg (2019-24) – Keyptur 17 ára frá Hollandi. 4 bikarleikir fyrir Liverpool, lánaður út og suður. Hann var búinn að standa sig vel á láni bæði í Championship og í Þýskalandi þannig að maður var nú með sæmilegar væntingar um að hann gæti komið inn í aðalliðið, sérstaklega núna þegar Joel Matip var að kveðja en hann hafði ekki þolinmæði til að bíða eftir því. Var seldur fyrir góðan hagnað til Brentford í sumar.

    Hlakka til að sjá hvað þið takið af þessu eða hvort þið eruð með eitthvað annað betra.

    p.s.
    Væri alveg til í að fara í happatreyjupottinn 🙂

    5
  5. Ég er í sárri neyð þar sem mér vantar nauðsynlegt happatreyju því af bituri reynslu þá hafa allar mínir Liverpool treyjur reynst lausar við allt happ því í hvert skipti sem ég hef vogað mér að klæðast Liverpool treyju þá hafa okkar menn lotið í gras og í mesta lagi náð jafntefli, nú er svo komið að á leik dag þá eru allar mínir treyjur rækilega læstar inní skáp til öryggis.

  6. Hvad er Happa Treyja ? ef tad er sem eg held ta langar mig i eina takk

  7. Geggjuð hugmynd, væri svo sannarlega til í að fá eina svona treyju og fara svo í áskrift ?? YNWA

  8. Já takk, alltaf gaman að bæta treyjum í safnið 🙂

  9. Úff vonandi ekki ManU eða Real treyja.. en mikið til í Happatreyju!

Pub Quiz Kop.is

Southampton-sunnudagur framundan