Southampton – Liverpool

Mörkin

0-1 Szoboszlai (30.mín)

1-1 Armstrong (42.mín)

2-1 Fernandes (56.mín)

2-2 Salah (65.mín)

2-3 Salah, víti (83.mín)

Hvað réði úrslitum

Fyrri hálfleikur var eign Liverpool. Þeir héldu boltanum vel, sköpuðu sér ekki mikið en gáfu fá færi á sér þótt Southampton hafi átt 2-3 sóknir, sem reyndar skilaði sér í ágætu markskoti úr teignum sem Kelleher varði vel. Ergo, pirrandi fyrri hálfleikur. Liverpool verða þó ekki sakaðir um að mæta ekki til leiks. Gott mark frá Szoboszlai eftir frábæra pressu Jones en Dýrðlingarnir verða óánægðir með ákvarðanir sínar í öftustu línu. Liverpool var 67% með boltann, og umdeildur vítaspyrnudómur kom í veg fyrir forystu Liverpool í hálfleik.

Seinni hálfleikur, enn og aftur, Mo Salah. SEMJIÐI VIÐ MO SALAH!!! LÁTIÐI HANN HAFA ÞAÐ SEM HANN VILL. HANN NOTAR ÞAÐ HVORTEÐER VEL.

Southampton komst óvænt og óverðskuldað yfir á 56.mínútu eftir skyndisókn eftir horn Liverpool. A taste of our own medicine.

Þriðji og síðasti hluti leiksins var síðan með Mohammed Salah í aðalhlutverki. Hann skoraði jöfnunarmarkið, gaf síðan baneitraða sendingu á Nunez og/eða Díaz og það hefði verið hægt að dæma tvær vítaspyrnur því Southampton gat alls ekki varist, heldur braut á Darwin Nunez og fengu svo boltann í höndina. Og hver annar en Mo Salah mætti á punktinn og kláraði leikinn. Hann hefði síðan getað fullkomnað þrennuna en tréverkið kom í veg fyrir það.

 

Hvað þýða úrslitin

Uuuuu…top of the league. Top of the league. Top of the league!!! 8 stiga forysta á Man City. 31 stig eftir 12 leiki þýðir 93 stig eftir 36 leiki. Kannski 99 stig eftir 38 leiki. En róum okkur, þetta skítlúkkar en fullt af sénsum að misstíga sig.

Hvað hefði mátt betur fara?

Mér fannst Michael Oliver í tómu rugli með að samþykkja vítaspyrnudóminn í fyrri hálfleik. Vissulega fer Van Dijk í tóma þvælu og Dibling nær góðu hlaupi og Robertson brýtur á honum. Með mínum augum og gleraugum var brotið samt greinilega fyrir utan teig.

Næsta verkefni

REAL FOKKING MADRID Á MIÐVIKUDAGINN!!!!! Bring’em on. Ég hlakka til að sjá konunga Evrópu koma á Anfield og leggjast kylliflata fyrir heitasta liði Evrópuboltans í dag.

YNWA

10 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Fór eins og Slot sagði fyrir leikinn, þetta verður ekki auðvelt.
    En við eigum spilandi goðsögn í Mo Salah.
    Sammála skýrsluhöfundi með að það þarf að semja við hann strax.

    Þrisvar áður hefur það gerst að lið sé komið með svona gott forskot á þessum tímapunkti í deildinni.
    Man Utd 1990 og ehv
    Citi 2018(minnir mig)
    Og Liverpool, og já í öllum þremur tilvikum endaði forustan með titlinum að vori.

    YNWA

    5
  2. Sumir leikir eru svona diffy, ef við horfum rokrett a hlutina, þa er þolinmæðin sem skiptir mali, reyndar ollu mali.

    YNWA

    4
  3. Það er langt í næsta landsleikjahlé. Sem betur fer. Virðumst alltaf koma í krummafót út úr þeim.
    Elliott að koma til baka sem er vel. Hann kemur með öðruvísi vídd í sóknarleiknum sérílagi á heimavelli þar sem hentar honum vel við getum
    Nú þarf Jota bara fara koma og liðið verður bara sterkara.
    Ég vona svo að þessar smásálir sem koma hingað inn í hvert skipti sem móti blæs hjá liverpool. Tjái sig svo líka um hvað liverpool er svo mikið betra og stærri klúbbur en þeirra lið. Verið óhræddir vinir

    3
  4. Hvernig VARmenni fóru að því að dæma víti á brot Robertson utan teigs er mér óskiljanlegt.

    8
  5. Ég er ágætlega sammála þessari greiningu þinni á leiknum. Fanst Liverpool heilt yfir miklu betra en örlítið brothætt, sér í lagi ef Southamton komst í gegnum hápressuna. Mér fanst það dæmigert þegar Souhamton komst yfir enda ansi oft sem lið skora eftir það liggur undir látlausri pressu. Aðalmálið er að liðið okkar sýndi persónuleika og vann sig út úr því og sýndi mátt sinn þegar þörf var á því.

    Góður sigur. Ótrúlegt að liðið sé komið með 8 stiga forskot. Hafa ber í huga að það getur saxast fljótt á svona forskot, svo það er best að vera á jörðinni. Er handviss um að Arne Slott er sá meðvitaðasti um það, enda frekar jarðbundinn í öllum viðtölum og laus við digurbarkalegar yfirlýsingar.

    3
  6. Að fylgjast með þessari neikvæðni yfir leikjum liðsins. Þetta er með ólíkindum!!!

    Hef sagt það aður og segi aftur… leikurinn er 90 min plus!! Við erum ekki efstir og bestir í deildinni fyrir heppni!! Við erum þar af þvi við erum með geggjað lið sem sýnir svakalegan karakter!!!!

    Dæmum frekar að leik loknum og leyfum okkar mönnum að njóta vafans. Allir að koma úr erfiðum landsliðsverkefnum

    7
    • Þetta er leikur tilfinninga og það er gaman að sveiflast með. Liverpool undir stjórn Slot virðist enda leiki vel en mér finnst oft liðið slaka mikið á inn á milli.

      En við dæmum öll að leik loknum. Og þetta var á endanum mjög góður sigur gegn sprækum andstæðing sem var sjálfur sér verstur.

      Sammála þér með að þetta er ekki heppni. Slot er að gera virkilega vel.

      Og Salah. Hann á svo innilega skilið að vinna deildina og upplifa af alvöru stemmninguna sem vantaði uppá þegar við unnum síðast.

      1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn Southampton