Southampton – Liverpool

Mörkin

0-1 Szoboszlai (30.mín)

1-1 Armstrong (42.mín)

2-1 Fernandes (56.mín)

2-2 Salah (65.mín)

2-3 Salah, víti (83.mín)

Hvað réði úrslitum

Fyrri hálfleikur var eign Liverpool. Þeir héldu boltanum vel, sköpuðu sér ekki mikið en gáfu fá færi á sér þótt Southampton hafi átt 2-3 sóknir, sem reyndar skilaði sér í ágætu markskoti úr teignum sem Kelleher varði vel. Ergo, pirrandi fyrri hálfleikur. Liverpool verða þó ekki sakaðir um að mæta ekki til leiks. Gott mark frá Szoboszlai eftir frábæra pressu Jones en Dýrðlingarnir verða óánægðir með ákvarðanir sínar í öftustu línu. Liverpool var 67% með boltann, og umdeildur vítaspyrnudómur kom í veg fyrir forystu Liverpool í hálfleik.

Seinni hálfleikur, enn og aftur, Mo Salah. SEMJIÐI VIÐ MO SALAH!!! LÁTIÐI HANN HAFA ÞAÐ SEM HANN VILL. HANN NOTAR ÞAÐ HVORTEÐER VEL.

Southampton komst óvænt og óverðskuldað yfir á 56.mínútu eftir skyndisókn eftir horn Liverpool. A taste of our own medicine.

Þriðji og síðasti hluti leiksins var síðan með Mohammed Salah í aðalhlutverki. Hann skoraði jöfnunarmarkið, gaf síðan baneitraða sendingu á Nunez og/eða Díaz og það hefði verið hægt að dæma tvær vítaspyrnur því Southampton gat alls ekki varist, heldur braut á Darwin Nunez og fengu svo boltann í höndina. Og hver annar en Mo Salah mætti á punktinn og kláraði leikinn. Hann hefði síðan getað fullkomnað þrennuna en tréverkið kom í veg fyrir það.

 

Hvað þýða úrslitin

Uuuuu…top of the league. Top of the league. Top of the league!!! 8 stiga forysta á Man City. 31 stig eftir 12 leiki þýðir 93 stig eftir 36 leiki. Kannski 99 stig eftir 38 leiki. En róum okkur, þetta skítlúkkar en fullt af sénsum að misstíga sig.

Hvað hefði mátt betur fara?

Mér fannst Michael Oliver í tómu rugli með að samþykkja vítaspyrnudóminn í fyrri hálfleik. Vissulega fer Van Dijk í tóma þvælu og Dibling nær góðu hlaupi og Robertson brýtur á honum. Með mínum augum og gleraugum var brotið samt greinilega fyrir utan teig.

Næsta verkefni

REAL FOKKING MADRID Á MIÐVIKUDAGINN!!!!! Bring’em on. Ég hlakka til að sjá konunga Evrópu koma á Anfield og leggjast kylliflata fyrir heitasta liði Evrópuboltans í dag.

YNWA

24 Comments

  1. Fór eins og Slot sagði fyrir leikinn, þetta verður ekki auðvelt.
    En við eigum spilandi goðsögn í Mo Salah.
    Sammála skýrsluhöfundi með að það þarf að semja við hann strax.

    Þrisvar áður hefur það gerst að lið sé komið með svona gott forskot á þessum tímapunkti í deildinni.
    Man Utd 1990 og ehv
    Citi 2018(minnir mig)
    Og Liverpool, og já í öllum þremur tilvikum endaði forustan með titlinum að vori.

    YNWA

    8
    • Liverpool var 11 stigum fyrir ofan manju um áramótin 2000/2001, allir vita hvernig það fór, við skulum því anda inn og anda út. Við vitum hvar veikleiknn er og var leiknum í dag í okkar liði og þurfum að bæta úr því um áramót

      8
  2. Sumir leikir eru svona diffy, ef við horfum rokrett a hlutina, þa er þolinmæðin sem skiptir mali, reyndar ollu mali.

    YNWA

    5
  3. Það er langt í næsta landsleikjahlé. Sem betur fer. Virðumst alltaf koma í krummafót út úr þeim.
    Elliott að koma til baka sem er vel. Hann kemur með öðruvísi vídd í sóknarleiknum sérílagi á heimavelli þar sem hentar honum vel við getum
    Nú þarf Jota bara fara koma og liðið verður bara sterkara.
    Ég vona svo að þessar smásálir sem koma hingað inn í hvert skipti sem móti blæs hjá liverpool. Tjái sig svo líka um hvað liverpool er svo mikið betra og stærri klúbbur en þeirra lið. Verið óhræddir vinir

    5
  4. Hvernig VARmenni fóru að því að dæma víti á brot Robertson utan teigs er mér óskiljanlegt.

    10
      • PGMOL og brúnu umslögin. Hverjir muna dómarahneykslið á Ítalíu hérna um árið? Same shit, different day.

        5
  5. Ég er ágætlega sammála þessari greiningu þinni á leiknum. Fanst Liverpool heilt yfir miklu betra en örlítið brothætt, sér í lagi ef Southamton komst í gegnum hápressuna. Mér fanst það dæmigert þegar Souhamton komst yfir enda ansi oft sem lið skora eftir það liggur undir látlausri pressu. Aðalmálið er að liðið okkar sýndi persónuleika og vann sig út úr því og sýndi mátt sinn þegar þörf var á því.

    Góður sigur. Ótrúlegt að liðið sé komið með 8 stiga forskot. Hafa ber í huga að það getur saxast fljótt á svona forskot, svo það er best að vera á jörðinni. Er handviss um að Arne Slott er sá meðvitaðasti um það, enda frekar jarðbundinn í öllum viðtölum og laus við digurbarkalegar yfirlýsingar.

    4
  6. Að fylgjast með þessari neikvæðni yfir leikjum liðsins. Þetta er með ólíkindum!!!

    Hef sagt það aður og segi aftur… leikurinn er 90 min plus!! Við erum ekki efstir og bestir í deildinni fyrir heppni!! Við erum þar af þvi við erum með geggjað lið sem sýnir svakalegan karakter!!!!

    Dæmum frekar að leik loknum og leyfum okkar mönnum að njóta vafans. Allir að koma úr erfiðum landsliðsverkefnum

    20
    • Þetta er leikur tilfinninga og það er gaman að sveiflast með. Liverpool undir stjórn Slot virðist enda leiki vel en mér finnst oft liðið slaka mikið á inn á milli.

      En við dæmum öll að leik loknum. Og þetta var á endanum mjög góður sigur gegn sprækum andstæðing sem var sjálfur sér verstur.

      Sammála þér með að þetta er ekki heppni. Slot er að gera virkilega vel.

      Og Salah. Hann á svo innilega skilið að vinna deildina og upplifa af alvöru stemmninguna sem vantaði uppá þegar við unnum síðast.

      15
      • Já sammala. Það eru svakalegar tilfinningar og maður bölvar alveg helling og ákveðnir leikmenn fengið að heyra það frá mér úr sófanum. En ég skil ekki að þurfa að koma hér inn og hreinlega drulla yfir strákana okkar 🙁

        Og á sama tíma koma svo ekki hingað inn og hrósa þegar vel gengur (efstir með 8 stigu)

        Þetta sést best á fjölda commenta þegar við lendum undir (ekki hægt að segja þegar við töpum þvi það gerist varla), vs. Þegar við vinnum sannfærandi. Þá eru afar fá comment

        En ég segi bara, þeir taka það til sín sem eiga, eða ekki þvi þeim er drullu sama og munu gera þetta aftur í næsta leik sem við fáum á okkur mark hahah

        9
  7. Elska þetta lið okkar og Arne Slot er uppáhalds sköllótta hetjan mín síðan Kojak!

    21
  8. Að horfa á þessa bestu vörn deildarinnar í þessum leik var á köflum smá eins og að horfa á beljur á svelli. Óvenjulegt og þess vegna pirrandi.

    En frábær sigur á útivelli þar sem liðið spilaði ekkert sérstaklega vel að mínu. Það eru oft sætustu og mikilvægustu sigrarnir.

    Og það munar MIKIÐ um TAA, sama hvað fólki finnst um hann varnarlega. Hann kemur með gæði, sérstaklega sendingar, aukaspyrnur, horn og langskot sem eru á öðru leveli. Bradley hefur því miður, eins og er, ekkert líkingu við það og ekki heldur sömu reynslu. Það verður gríðarlegur missir ef ekki verður samið við TAA.

    Mo Salah er svo spilandi goðsögn og er það til skammar að ekki sé búið að semja við hann.

    Söknum líka Jota sem er að mínu mati betri leikmaður en Kapteinn Kaos sem ég þó dýrka.

    Alltaf má finna eitthvað til að gagnrýna og það geri ég svo sannarlega.
    En eins og góður maður sagði: “Ay, here we are with problems at the top of the league.” Love it!

    16
  9. Samning á Salah í jólagjöf væri ágæt gjöf.
    FSG hljóta vera búnir að safna í baukinn núna : D

    YNWA

    9
  10. Frábær sigur sem var torsóttur en þessir leikmenn, hvað er hægt að segja..
    Salah er bara kóngurinn og ég get ekki og vil ekki hugsa þá hugsun að þetta sé mögulega hans seinasta tímabil með Liverpool.
    Semja við kónginn ASAP.

    Hver gefði getað giskað á að Liverpool yrði með 8 stiga forskot á city í lok nóv.
    En það er nóg eftir af tímabilinu og menn verða að halda haus .

    1
  11. Sælir félagar

    Þetta var eins og ég bjóst við alveg hunderfitt. Mo Salah dregur vagninn enn og aftur eftir að besta vörn deildarinnar klikkaði illa tvisvar. Ég sagði í upphitun að þetta lið Southampton kynni alveg að spila fótbolta og það reyndist orð að sönnu. Það er nottla algert forgangsatriði að sema við Salah sem er búinn að vera besti leikmaður liðsins í haust. En góð 3 stig í hús og 8 stiga forusta á City staðreynd. Takk fyrir mig.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  12. Þessi deild er að spilast aðeins oðruvisi i ar. Lið eru að sveiflast til og fra. Maður fær jafnvel þa hugsun, að einn maður skipti skopum i gengi liða, sb. Arsenal og manc. Svo er hægt að spyrja sig, hvern þyrfti að vanta hja okkur til þess að liðið færi niður a sama plan, engin held eg. Zkario talar um 2000-2001 þegar við vorum 11 stigum ofar manu, en glutruðum niður. Eg man það vel, en sa timi er liðinn held eg, en ef vitringarnir okkar 3(Maggi, Steini og Einar) fræða okkur, þa flott. Vissulega tok Slott við goðu bui, en að viðhalda sama hugarfari, og jafnvel bæta i er einstakt a alla mælikvarða.

    YNWA

    3
    • Það væri vont að missa Salah og van Dijk að minu mati. Án þeirra væri þetta lið aldrei á toppi deildarinnar.

      Ég vona FSG taki upp veskið í Janúar og aðstoði Slot.

      5
  13. líkurnar á að Salah, TAA og VVD skrifi undir nýja samninga? ég sveiflast til og frá hvaða tilfinningu ég hef , hef grun um að þeir skrifi ekki allir undir en fari samt ekki allir, hef þó ekki hugmynd hverjir gera hvað. Á meðan ekkert heyrist þá halda vangavelturnar áfram.

    2
  14. Hversu oft hefur Salah tekið liðið á bakið og borið það heim í þrjú stig? FSG verður bara að láta hann fá nýjan samning, hann á það skilið þó ekki væri nema út á virðingu fyrir snilldinni. Þetta er history in the making. Hetjusaga!

    5
    • Ég vona að Salah og VVD verði áfram. TAA er eitthvað að daðra við Real, agalegt að missa svona leikmenn á frjálsri sölu !
      Ég veit ekki hvað Hughes og Edwards eru að gaufa. Glatað að vera ekki búnir að semja við þá nú þegar.

      1
  15. Vini Jr tognaður aftan í læri segja þeir og verður ekki með gegn Liverpool.
    Jæja ég vorkenni þeim ekki neitt þá er bara stoppa Mbappe en þeir hafa gert það áður !

    2

Liðið gegn Southampton

Happaleikurinn með Happatreyjur.is