Það hefur alls ekki verið sama flug á Liverpool núna eftir áramót og var yfir hátíðarnar, slæmt 2-2 tap á Anfield gegn okkar gömlu erkifjendum og svo tap í fyrri hálfleik deildarbikarsins gegn Tottenham, þeir þurftu reyndar að vanda óhemju mikla hjálp frá dómarateyminu sem eyðilagði þann viðburð. Engin heimsendir en viðvörunarbjöllur á Anfield og stór leikur næst í deildinni.
Það er nóg að frétta úr enska boltanum stjóraskipti hjá liðum sem hafa verið í brasi, leikmannamarkaðurinn er opinn og fleiri stórlið en Liverpool að byrja árið illa.
Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 503
Sælir.
Ég man eftir Alan Kenndy en ekki Mark Kennedy sem kannski segir mér að nefna nafn goðsagnar ekki í sömu setningu og leikmanns sem ég man ekki eftir.
Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt.
Árið er ekki að fara af stað í takt við hvernig síðasta ár endaði og held ég að það hafi bara því miður ekki verið gott fyrir okkur að hefja árið á þessum derby-slag við ManUtd. Við vitum það vel að engin lögmál gilda um þessa leiki við okkar erkifjendur – þar er það bara dagsformið og ekkert annað sem gildir. Auðvitað er glatað að það hafi verið óljóst með hvort leikurinn færi fram eða ekki og það var mígandi rigning allan leikinn – gleymum því ekki að andstæðingurinn er að upplifa sömu aðstæður og náðu að kreista fram þessa frammistöðu hjá sér.
Það er tvennt sem ég tek út úr þessum leik; bakverðirnir okkar eiga eitthvað bágt þessa dagana, það sést best á því hvað þeir unnu fá einvígi, maður á móti manni. Í þokkabót var TAA með sendingar á pari við blindan hárskera að spila golf þannig að blessaður drengurinn þarf að sýna aðeins sterkari karakter ef hann er með kröfur um að verða fyrirliði inn í framtíðina. Hitt atriðið er einmitt þetta þegar við erum yfir í stöðunni 2-1 – af hverju er ekki gerð taktísk breyting til þess að verja þá stöðuna úr því sem komið var? Það að Bradley kom inn á þýðir að Slot var með það í huga að skipta TAA útaf – af hverju ekki að bregðast við eftir fyrsta markið? Leikirnir við ManUtd eru einmitt leikir þar sem við þurfum að stíga varlega til jarðar og verja unna stöðu.
Spurs-leikurinn fannst mér vera bara einn af þessum effing leikjum þar sem við hreinlega komum ekki boltanum yfir línuna, sama hvað var reynt. Það vantaði ekki færin frá okkur. Varðandi þetta mark sem Svíagrýlan skoraði á okkur þá er náttúrulega engin afsökun fyrir því að þessi maður hafi ennþá verið inn á vellinum. Hann átti að vera kominn fyrir löngu í sturtu, farandi í allaveganna tvær tæpar tæklingar á gulu spjaldi þarna í seinni hálfleiknum. Ég er gersamlega ósammála því að ekki megi ræða og gagnrýna dómarann í tengslum við þetta mál. Við erum manni færri eftir þessa ljótu tæklingu sem hefði átt að senda hann útaf (þó svo að fyrra gula spjaldið hafi verið tæpt þá er það ekki þannig að önnur mistök eigi þá að leiðrétta stöðuna – okkar maður fer meiddur útaf – two wrongs don’t make a right). Þetta er skelfilegt in-game management hjá þessum jólasveini á flautunni og það hreinlega er umræðupunktur sem við eigum að taka inn í þetta samtal um leikinn. Dómarar eru ekki heilagar beljur, sérstaklega þegar svona atvik koma upp.
Ég tek undir með leikmannaumræðuna um að við eigum ekki að vera að eltast við leikmenn í janúar-glugganum öðruvísi en það sé verið að versla úr efstu hillu. Ef það á að draga einhvern inn þá á það að vera einhver sem getur strax challenge-að okkar menn um byrjunarstöðu í liðinu. Við erum Liverpool – sættum okkur ekkert við neitt hálfkák!
Varðandi næstu leiki þá er ég handviss um að við tökum okkur saman í andlitinu, gleymum þessari súru frammistöðu það sem af er ári og sýnum Nott.Forest í tvo heimana. Við eigum harma að hefna frá því í haust og það er Englandsmeistaratitill sem hér þarf að vinna.
Áfram að markinu – YNWA!
Sælir allir sem einn. Eg fæ ekki nog af podcostum, alltaf jafn gaman að heyra, leyfi mer að segja i vitringunum okkar. Það er ekkert sjalfgefið að hafa aðgang að slikri alhliða vitneskju. En, það ma tala um vinsti eða hægri bakvorð, eða what ever, en alveg eins og þegar virkilega var þorf fyrir miðvorð þa kom VvD i januar. það er það sem okkur vantar. MIÐVORÐ! Ur efstu hillu takk.
YNWA
Ég skal vera brjálaða Bína. Ég held að fsg (með litlum stöfum) muni kosta okkur titilinn. Allt þetta samninga vesen á okkar þremur bestu mönnum og svo það að styrkja ekki vörn eða miðsvæði núna í janúar mun skila okkur KANNSKI einum bikar, en það er þá í bikarkeppnum, ekki deild
Vörnin er að þynnast, líkamlega og andlega og miðjan er farin að þreytast. Sex stiga forskot og leikur til góða , og næstu tveir leikir í deild eru úti gegn spútnik liði Forest og Brentford, sem tapar varla heimaleik. Ef við hinsvegar komumst frá þessum leikjum með 4-6 stig þá þarf liðið að spila miklu betur en undanfarið.
Ég vill selja hughes og edwards og kaupa Zubamendi, skiptum á sléttu.
takk fyrir þín frábæru innlegg. Þau eru nauðsynlega á þessum síðustu og verstu. Við Liverpool menn höfum oft séð það svart, en sjaldan hefur ástandið verið verra en í dag.
Hér kemur síðasti skammturinn af brostnum vonum og í framherjadeildinni er úr nógu að moða. Annars vil ég bara þakka fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni. Kom svolítið óvart inn en hafði lúmskt gaman af því að gramsast í þessu.
Rhian Brewster (2015-20) – Kom 15 ára til Liverpool úr akademíu Chelsea. Var hluti af U17 liði Englands sem vann heimsmeistaramótið 2017 og var þar aðalframherjinn í liði með leikmönnum eins og Phil Foden, Jadon Sancho, Marc Guehi, Callum Hudson-Odoi, Emile Smith Rowe, Morgan Gibbs-White og Conor Gallagher. Brewster þótti alls ekkert minna efni en þessir flestir og endaði sem markahæsti leikmaður mótsins með 8 mörk á meðan Phil Foden var valinn maður keppninnar. Væntingarnar voru því gríðarlegar. Í janúar 2018 þegar hann var enn 17 ára lenti hann hins vegar í hræðilegum meiðslum í leik með U23 liði Liverpool þar sem honum tókst að rústa á sér öklanum og hnénu í sama slysinu. Tímabilið 2019-20 tókst honum að komast til baka og spilaði 3 bikarleiki með liðinu en tókst ekki að skora. Hann var svo lánaður til Swansea seinni hluta tímabilsins þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann spilaði svo í samfélagsskyldinum árið eftir með Liverpool en var svo seldur til Sheffield United fyrir 23,5 milljónir. Þar hefur hann spilað nokkuð reglulega en skorað mjög óreglulega. Í heildina hefur hann spilað 95 leiki fyrir Sheffield United og skorað 6 mörk, ekkert sérstök tölfræði fyrir framherja. Brewster er 25 ára í dag. Sumarið 2022 var hann ákærður ásamt Oli McBurnie fyrir ofbeldi. Kærurnar voru nú felldar niður en sýnir kannski að mögulega sé hausinn ekki alveg rétt skrúfaður á til að vera atvinnumaður á hæsta leveli.
Dominic Solanke (2017-19) – Var fenginn fyrir hóflegar uppeldisbætur úr akademíu Chelsea þegar hann var 19 ára en samningur hans við Chelsea var runninn út. Solanke spilaði í heildina 27 leiki fyrir Liverpool og skoraði bara eitt mark. Menn virðast ekki hafa haft það mikla trú á honum því hann var seldur til Bournemouth eftir 18 mánuði hjá klúbbnum. Það tók hann nú nokkuð langan tíma að finna sig hjá Bouremouth en þegar hann loksins datt í gírinn varð hann einn heitasti framherjinn í Premier League og var seldur fyrir dágóðan pening til Tottenham. Við fengum 19 milljónur fyrir hann á borðið, 5 milljónir í árangurstengdum greiðslum og 20% af sölunni frá Bournemouth til Tottenham þannig að hann skilaði nú fínasta pening í kassann en ég er nú nokkuð viss um að einhverjir mundu frekar vilja hafa hann frammi í dag heldur en Darwin Nunez en látum það liggja á milli hluta.
Jerome Sinclair (2011-16) – Kom 14 ára úr akademíu WBA. Sinclair skoraði eins og óður maður í yngri liðum Liverpool og septemer 2012 kom hann inn af bekknum í leik á móti uppeldisfélaginu sínu WBA í deildarbikarnum og varð þar með yngsti leikmaður Liverpool frá upphafi og stendur það met enn. Sinclair fékk þó aldrei stóra breikið með Liverpool og spilaði bara 5 leiki á fjórum tímabilum og skoraði 1 mark. Hann var lánaður í hálft tímabil til Wigan en spilaði bara einn leik af bekknum þar. Sinclair neitaði að skrifa undir nýjan samning við Liverpool og í lok tímabilsins 2015-16 ákvað Sinclair að fara frá Liverpool eftir að samningur hans rann út og samdi við Watford. Félögin komu sér saman um 4 milljónir í uppeldisbætur. Hjá Watford náði hann aldrei að festa sig í sessi og skoraði bara 1 mark í 14 leikjum. Hann var mikið lánður í neðri deildirnar, til Holands og CSKA Sofia en náði hvergi að slá í gegn. Sumarið 2021 lagði hann skóna á hilluna 24 ára gamall.
Samed Yesil (2012-16) – Kom 18 ára til Liverpool frá Bayer Leverkusen en hann hafði spilað með öllum yngri landsliðum Þýskalands fram að því. Spilaði bara tvo bikarleiki fyrir Liverpool og tókst ekki að skora, var lánaður í svissnesku deildina en skoraði bara 1 mark í 16 leikjum. Fékk ekki nýjan samning hjá Lierpool 2016 og samdi við Panionios í Grikklandi. Hefur síðan flakkað á milli liða í neðri deildunum í Þýskalandi, er þrítugur í dag og spilar með ATS Krefeld II.
Adam Morgan (2002-14) – Adam Morgan er áhugaverður drengur með áhugaverðan feril. Hann var unglingastjarna í yngri liðum Liverpool og skoraði og skoraði fyrir U18 ára liðið og spilaði með yngri landsliðum Englands. Hann spilaði 3 leiki í Europa League tímabilið 2012-13 en náði aldreið að brjótast almennilega inn í liðið. Hann var lánaður til Rotherham og Yeovil og gekk svo í raðir þeirra síðarnefndu. Síðan hefur hann spilað með 18 liðum á 11 tímabilum, liðum eins og Accrington Stanley, Hemel Hempstead Town, Colwyn Bay, Curzon Ashton, FC Halifax Town, Sligo Rowers, Mossley, Widnes, Romford og fleirum, flest eru þau í utandeildinni. Í dag er hann þrítugur og er leikmaður og þjálfari Clitheroe sem er í 7. efstu deild. Hann hefur lokið þjálfara gráðu og starfrækir í dag fótboltaskóla, Adam Morgan Elite Coaching.
Lauri Dalla Valle (2008-10) – Kom 17 ára til okkar á Benitez tímanum og á einn leik fyrir Liverpol þegar hann kom inn sem varamaður í Europa League. Var svo hluti af kaupverðinu fyrir Paul Konchesky og fór svo á mikið flakk eftir það. Náði hvergi að slá almennilega i egn. Hápunkturinn á ferlinum voru 46 leikir og 11 mörk fyrir Crewe Alexandra. Endaði ferilinn 26 ára eftir að hafa leikið 3 leiki með Zemun í Serbíu.
Nathan Eccleston (2006-2012) – Kom 15 ára frá Bury. Spilaði samtals 9 leiki, flesta í Evrópudeildinni undir stjórn Roy Hodgson en á einnig tvo deildarleiki sem varamaður. Náði ekki að skora og var seldur fyrir eitthvað klink til Blackpool. Ferillinn einkenndist svo af flakki og lánum í neðri deildunum og Skotlandi. Skoraði hvergi mikið og lagði skóna á hilluna 28 ára gamall árið 2019.
Florent Sinama-Pongolle (2001-06) – Annar helmingurinn af frönsku demöntunum sem Gerard Houllier fékk til okkar. Sinama-Pongolle var nú sá sem kom með minni væntingar (ekki litlar væntingar samt) en náði nú samt að gera aðeins meira fyrir Liverpool heldur en Anthony Le Tallec. Sinama-Pongolle spilaði samtals 65 leiki og skoraði 9 mörk en væntingarnar voru talsvert meiri en það. Var að lokum seldur til Recreativo de Huelva fyrir 2,7 milljónir punda. Þar stóð hann sig það vel að hann var keyptur til Atletico Madrid. Þaðan fór ferillinn svo hægt og rólega niður á við. Fór til Portúgals, Rússlands, Frakklands, Bandaríkjanna, Sviss, Skotlands og Taílands áður en ferillinn endaði með Saint Pierroise í heimabænum hans á Reunion. Lagði skóna á hilluna eftir eitt tímabil þar 35 ára.
Neil Mellor (1999-2006) – Uppalinn leikmaður em skoraði eins og enginn væri morgundagurinn í unglingaliðum og varaliði Liverpool. Tímabilið 2001-02 skoraði hann samtals 56 mörk. Þrátt fyrir að hafa spilað smá hlutverk á fyrsta tímabili Benitez og átt nokkurn þátt í leið okkar að Meistaradeildartitilinum þá urðu alverleg hnémeiðsli til þess að ferillinn náði aldrei almennilegu flugi, í heildina spilaði hann 22 leiki og skoraði 6 mörk. Hann var því seldur til Preston North End sumarið 2006 og átti ágætan feril með þeim, spilaði 5 tímabil og skoraði 43 mörk í 150 leikjum. En eftir mikil meiðsli lagði hann skóna á hilluna 29 ára. Mellor starfar í dag á sjónvarpstöð Liverpool LFC TV.
Jon Newby (1988-2001) – Jon Newby er jafnaldri Jamie Carragher og var því að koma upp í liðið á sama tíma og hann og Steven Gerrard. Newby náði bara fjórum leikjum fyrir Liverpool, þar af einn í úrvalsdeildinni. Hann fór frítt til Bury og flakkaði svo á milli liða í neðri deildunum.
Haukur Ingi Guðnason (1997-2000) – Má telja Hauk Inga með? Það voru alla veganna brostnar vonir hjá Íslendingum að hann hafi ekki meikað það hjá Liverpool. Meiðsli og sennilega ekki nóg gæði urðu væntanlega til þess að hann náði ekki að slá í gegn hjá Liverpool. Fékk engan leik og átti síðan allan sinn feril á Íslandi.
Lee Jones (1992-97) – Einn af gamla skólanum. Lee Jones er tveimur árum eldri en Robbie Fowler og er það hluti af ástæðunni fyrir að hann komst aldrei að hjá Liverpool. Hann kom 19 ára frá Wrexham og hafði spilað í U21 liði Wales. Spilaði samtals 3 deildarleiki fyrir Liverpool, var lánaður til Crewe Alexandra, Wrexham og Tranmere Rovers áður en hann ar seldur til Tranmere. Jones spilaði tvo A landsleiki fyrir Wales á meðan hann var hjá Liverpool en ferillinn varð svo að flakki um neðri deildir Englands og Wales áður en hann lagði skóna á hilluna þrítugur.
Bobby Duncan og Paul Glatzel (2018-19 og 2009-24) – Og rúsínan í pysluendanum er svo parið Bobby Duncan og Paul Glatzel. Skrifaðar voru heilu blaðagreinarnar og búin til youtube video af þessum framherjum sem skoruðu 43 mörk með unglingaliðum Liverpool tímabilið 2018-19. Glatzel er uppalinn hjá Liverpool en Duncan kom sumarið 2018 frá Manchester City, þá 17 ára gamall. Hluti af hæpinu var væntanlega að Bobby Duncan er litli frændi Steven Gerrards og fylgdust fjölmiðlar því sérstaklega vel með honum. Hann virðist hins vegar ekki alveg vera með hausinn rétt skrúfaðan á sig og leit mjög stórt á sig eftir þetta fína tímabil og vildi einhvern risasamning. Það endaði því með að hann var seldur fyrir 1,8 milljónir punda til Fiorentina. Þar gekk ekkert upp hjá honum og ferillinn hans viðist vera á góðri leið í ruslatunnuna. Hann kom til baka til Englands eftir eitt ár á Ítalíu og samdi við Derby County. Einn bikarleikur þar áður en hann samdi við Linense í þriðju deild á Spáni. Þar spilaði hann 8 leiki, tókst ekki að skora og fékk ekki nýjan samning 2023. Hann hefur verið án félags síðan þá og ekki heyrst neitt til hans. Má reikna með að hans ferli sé lokið. Paul Glatzel var töluvert þolinmóðari, hann var búinn að spila unglingalandsleiki bæði fyrir England og Þýskaland en alvarleg meiðsli þar sem hann missti af öllu tímabilinu 2019-20 og var mikið meiddur tímabilin þar á eftir hægðu töluvert á framþróun hans sem leikmanns. Hann var því lánaður tvisvar til Tranmere Rovers en samdi svo við Swindon Town í janúar 2024 þar sem hann er enn og spilar nokuð reglulega í League Two.
Dani Pacheco – Að lokum vill Dani Pacheco svo minna á sig en hann á nokkra leiki sem framherji líka 🙂
Glæsilegt, alvöru úrval þarna 🙂
Kærar þakkir fyrir þína rannsóknarvinnu í sambandi við valið á liðinu, kunnum svo sannarlega að meta þessa aðstoð þína.
Við vorum miklu betri en þið um daginn áfram Manchester United!!