Það styttist í einn af þessum töfrandi leikjum þar sem lið í efstu hillu spilar við fjórðu deildar nágranna sína í Accrington Stanley. Slot gerir níu breytingar á byrjunarliðinu frá því í miðri viku, en stærsta fréttinn að hinn sextán ára gamli Rio Nghumoha fær að hefja leik í rauðu treyjunni í fyrsta sinn:
Team news is in ?? #LIVACC
— Liverpool FC (@LFC) January 11, 2025
Liðið frá Accrington er eftirfarandi:
? Here is your unchanged #asfc starting XI for this afternoon’s @EmiratesFACup third round tie against @LFC! pic.twitter.com/I0qhMVblbj
— Accrington Stanley (@ASFCofficial) January 11, 2025
Afar áhugavert að Trent byrjar þennan leik, sem og að Chiesa gerir það ekki. Þýðir væntanlega að sá síðarnefndi sé alls ekki í áætlunum Slot þennan vetur.
Hvernig lýst ykkur á?
Jota? Er það vogandi?
Hanna skoraði allavega. Vonandi meiddist hann ekki við fagnið ?
Áhugavert að Nyoni byrjar ekki en það er væntanlega til að koma Szoboszlai í gang.
Trent byrjar sem er líka áhugavert, hann er að leiða liðið út a völlinn sem fyrirliði og verður mjög áhugavert að sjá hvernig hann tæklar það hlutverk.
Gæti líka þýtt að Bradley sé að byrja gegn Forest.
Jota fær nokkrar mínútur í dag til að koma markaskorun í gang og finnst eðlilegt að hann færi út af í hálfleik.
Herra belti og axlabönd… hefði nú ekki verið ráð að passa upp á postulínsfætur og þreytta vöðva???
Chiesa ætlar að verða eins og páfinn sem sat í fjórtán daga eða hvað það var. Mínúturnar sem hann hefur spilað verða ekki margar.
Held við þurfum aðeins að slaka a í stressið síðustu meiðsli Jota komu út af samstuði við annan leikmann væri geggjað ef hann skorar og kemst almennilega í gang.
Ég skil ekki af hverju við vorum að sækja þennan leikmann ef það á ekki að nota hann í það minnsta í svona leik, þetta er/var frábær leikmaður sem flest stórlið Evrópu voru á eftir fyrir nokkrum árum.
Sammála mjög skrítið allt saman í kring um Chiesa.
Áhugavert, Accrington spilar framar á vellinum en Man Utd
Darwin! Hitta rammann, drengur!
Er honum viðbjargandi???
Tvö færi sem reyndari leikmaður með snefil af sjálfstrausti hefði farið betur með.
Það er alltaf eins og Darwin vandi sig aldrei þegar hann tekur skotið það er bara þrusað eitthvað óþolandi
Skemmtilegir taktar hja unga stráknum áðan sá getur dribblað.
Gott hlaup hjá Nunez núna og sending
Svo maður taki nú samlíkingu við ,,gullaldarliðið” þá er Szobo = Trent og Nunez minnir á Firmino – hann ætti að fara í hlutverk ,,fölsku níunnar” skapar usla og vinnur vel, fyrstur í hápressunni en mörkin eru ekki í tánum á honum. Salah nefndi einmitt Nunez þegar hann var spurður hver væri sinn eftirlætis samherji.
Flott mark hjá Trent
Vá, Chiesa! Hann heldur ekki í við fjórðu deildar mann á hlaupunum…
…en hann er með fína fótatækni.
Danns hann á að spila meira !
Jæja. Danns eða Darwin? Hvað þurfti Danns margar mínútur inná til að skora?
Chiesa frábært mark
Chiesa, lítur vel út.
Mjög þæginlegur skyldusigur en margir fengu að spila sem er gott og sjá ungu leikmennina okkar standa sig vel. Innkoma Danns og Chiesa frábær fannst mér vonandi fá þeir fleiri mínutur sem fyrst.
YNWA