Bournemouth 0-2 Liverpool

Liverpool vann ansi mikilvægan 2-0 sigur á útivelli þegar liðið heimsótti Bournemouth sem hafa verið á miklu skriði á leiktíðinni og reynst mörgum liðum ansi erfiðir – þeir til að mynda pökkuðu Nottingham Forest saman umferðina áður.

Leikurinn byrjaði nú ekki brjálað sannfærandi og Liverpool byrjaði strax á að tapa boltanum og Bournemouth komust í skotfæri en svona heilt yfir þá spilaðist leikurinn nokkuð jafnt á milli liðana tveggja sem bæði áttu ágætis færi yfir allan leikinn. Báðir markverðir þurftu í nokkur skipti að verja vel og tréverkið bjargaði Liverpool í tvígang.

Um miðjan fyrri hálfleik komst Liverpool yfir á nokkuð “ódýran” hátt þegar Gakpo var felldur þegar hann komst framfyrir varnarmann sem rak fótinn í aftari fót Gakpo sem missti jafnvægið. Lítur út fyrir að vera mjög soft og á einhvern hátt var það eflaust soft en vítaspyrna dæmd, snertingin átti sér stað og klárlega tók sóknarmann úr jafnvægi og mótmælti varnarmaðurinn þessu ekki einu sinni að ráði. Mo Salah steig á punktinn og skoraði af öryggi.

Í seinni hálfleik hitnaði nú aðeins í kolunum og menn fóru að brjóta svolítið og virtist um stund að dómarinn færi að missa tökin á leiknum en svo virtist þetta bara svolítið fjara út þó svo að ákefðin í leiknum hafi þó aldrei minnkað.

Það var svo Mo Salah sem innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki í leiknum þegar hann skrúfaði boltann upp í fjærhornið af hægri hlið vítateigs eftir góðan undirbúning Nunez og Jones sem voru nýlega komnir inn á af bekknum.

Alisson átti 2-3 risa vörslur í seinni hálfleik og átti á sinn hátt “match winning” leik og var hann að mér fannst upp á sitt besta í dag og einn af þremur mönnum Liverpool sem mér fannst standa hvað mest upp úr. Hinir tveir voru Salah og Gravenberch sem voru báðir frábærir í dag, Salah með sín tvö mörk og Gravenberch – bara vá, hann er einn af bestu miðjumönnum heims í dag ef ekki hreinlega bara sá besti.

Sem stendur er Liverpool núna með níu stiga forskot á næstu lið, Forest vann sinn leik í dag 7-0 og á morgun mætir Arsenal liði Man City sem hafa verið að vinna á stigasöfnun sína undanfarið og er farið að glitta í þá í baksýnisspegli Arsenal, það gæti því verið mjög áhugaverður leikur á morgun sem gæti haft mikið að segja um það hvernig deildin gæti spilast svona seinni hluta leiktíðar.

Næsti leikur er seinni viðureignin gegn Tottenahm í undanúrslitum Deildarbikarsins, svo er það Plymouth í bikarnum og næsti deildarleikur er svo hinn alræmdi útileikur gegn Everton sem var frestað fyrr í vetur.

17 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Sælir félagar

    Virgil van Dijk er besti miðvörður í heimi svo það sé sagt. Þó miðverðirnir okkar skori lítið úr föstum leikatriðum þá er þeir svo góðir í opnum leik að það er með fádæmum. VvD á að vera í sér meðhöndlun, alltaf, á milli leikja og það verður að fara með hann eins og 3000 ára gamlan postulíns vasa frá Ming tímabilinu svo verðmætur er hann. Hann er reyndar lang verðmætasti maður liðsins ásamt Mo Salah.

    Hvílíkir leikmenn eru þar á ferð. Þessir menn eiga einfaldlega að fá þann samning sem þeir vilja fá því verðmæti þeirra er ómetanlegt. Fram að þessu þá er Arne Slot signing leiktíðarinnar en að gera ekki samning við þá þrjá samningslausu er meiriháttar bull. Svo er ekkert eftir annað en þakka liðinu fyrir að vinna hættulegasta lið deildarinnar á þeirra heimavelli með þeim hætti að ekkert er eftir nema gleðjast yfir leiknum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    24
  2. Stigasöfnun LFC er 2.48 stig að meðaltali í leik, ARS er 2.04.

    Ef LFC halda sama dampi og hingað til þurfa Arsenal meira en 3 stig í leik til að ná okkur…
    Ef ARS halda áfram þar sem þeir eru þurfum við innan við 1.5 stig í leik til að vinna deildina…
    Ef LFC spila eins og ARS hafa spilað hingað til þurfa ARS 2.64 stig að meðaltali það sem eftir er…

    Ekkert gefið auðvitað — en við höfum djúpan hóp, góðan stjóra, gott forskot, og erum enn í öllum keppnum. Í versta falli nýtur maður þess bara að horfa á góðan bolta og besta liðið.

    12
  3. ROSALEGA sterkur sigur ! Gervigreindin Hughes og Edwards verða að fara að rífa up veskið og SEMJA við ÞRÍEYKIÐ !

    11
  4. Þessi leikur var að fara með hjartað í mér, of lengi var mark í loftinu hjá Bournemouth…….sem ekki kom.
    Þvílíkt mikilvæg 3 stig í hús og 9 stiga forusta staðreynd!
    Geggjað!

    YNWA!

    7
  5. Þvílíkur leikur hjá besta leikmanni heims um þessar mundir ..Salah þessi gæi er ótrúlegur.

    VVD eins og klettur í vörnini ásamt Konate.
    Það komu vissulega moment hjá Bournemouth það verður ekki tekið af þeim enda eitt af bestu liðunum í deildini í langan tíma á hunderfiðum heimavelli.

    Djufull var frábært þegar Salah skoraði mark 2 í smettið á þessum baulandi bournemoth áhorfendum
    það var rifið sig úr bolnum og fagnað eins og enginn væri morgundagurinn !
    Skál félagar í kvöld skal Björn bóndi fagna !

    YNWA !

    9
  6. Svo er bara að njóta að horfa á Arsenal vagninn hrynja á morgun og Arteta missa það litla cool sem eftir er .. good days

    6
  7. Þegar Trent er góður þá standa fáir honum á sporði í súper-sendingum en einhverra hluta vegna er hann stundum fjarverandi í leikjum. Er þetta spurning um meiri sjálfsaga eða hvað veldur því að hann missir svona fókusinn? Ef hann væri í Man Utd hugsa ég að Amorin myndi hreinlega setja hann á bekkinn fyrir að leggja sig ekki nógu mikið fram…

    En að því sögðu: frábær sigur! Mo Salah, Mo Salah, Mo Salah, running down the wing!

    6
  8. Sterkur sigur á móti erfiðu liði. Hreint lak. Því miður fór Trent útaf meiddur. Þurftum ekki að nota Jota en þá hlýtur hann að mínútur á móti Tottenham og Plymouth. Jones fékk rúmlega hálftíma á grasinu og og Con og Darwin fengu 25 mínútur og Endo 7 mínútur.

    5
  9. Hörkuleikur og þetta féll með okkur í dag,Salah er gull og gersemi á sínum degi og þessi Kerkez var bara eins og Duracell kanínan upp og niður vænginn.

    Flott 3 stig og höldum Nöllurunum í góðri fjarlægð um sinn.

    9
  10. Það besta við þennan leik er að allir – leikmenn, þjálfarateymi og stuðningsmenn – fóru inn í þennan leik án nokkurs vanmats eða kæruleysi gagnvart andstæðingnum. Gaman að sjá hvað allir eru einbeittir að klára verkefni vetrarins með stæl.

    9
  11. Við skulum alveg átta okkur á því að þetta Bournemouth lið er hörku lið. En! Liverpool er bara klassa þar fyrir ofan, þar lá munurinn. Við eigum nefnilega Salah.

    6

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Byrjunarliðið gegn Bournemouth