Gullkastið – Leikmannaglugganum lokað

Afsláttarkóði í febrúar á WoktoWalk.is – 25% afsláttur með afsláttarkóðanum Liverpoolerubestir

Það er síðasti dagur leikmannagluggans í dag eða mánudagur eins og við stuðningsmenn Liverpool köllum hann. Rosalega tíðindalítill mánuður hjá okkar mönnum sem er kannski skiljanlegt miðað við gengi liðsins og meiðslalista.

Flottur útisigur á Bournemouth um helgina sem varð ennþá mikilvægari eftir að Arsenal pakkaði vonlausu City liði saman. Næsta vika fer svo í báðar bikarkeppnirnar, fyrst undanúrslit í deildarbikarnum gegn Tottenham.

Bjóðum auk þess Deloitte hjartanlega velkomna í hóp samstarfsaðila Kop.is og völdum fyrsta Fagmann vikunnar í boði Deloitte.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Einar Örn sem kynnti m.a. nýja veitingahúsakeðju sína, Wok to Walk og hlóð í 25% afsláttur fyrir okkur á Kop.is í febrúar. Afsláttarkóði á WoktoWalk.is er auðvitað Liverpoolerubestir

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils Gull / Deloitte / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

Wok to Walk 

Fyrir þá sem vilja kynna sér Wok to Walk staðin hans Einars Arnar þá er heimasíðan þeirra https://woktowalk.is/is

MP3: Þáttur 507

20 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt.

    Það er merki um hvað staðan er góð hjá okkar liði að leikmannaglugginn eiginlega líður í gegn og lokar án þess að maður fattar það hreinlega. Enginn striker til Arsenal, ManUtd nær bara að lána út frá sér án þess að losa um rými fyrir nýjan leikmann… allt eftir bókinni 🙂

    Það sem er áhugavert við síðustu umferð er, fyrir utan að Arsenal vann sunnudagsbikarinn að þeirra sögn miðað við óstjórnleg fagnaðarlæti þeirra eftir leik, er að við unnum Bournemouth. Afrek sem engum hafði tekist síðan í nóvember á síðasta ári. Í þokkabót þá tókst okkur að láta þetta seiglu-lið líta út eins og viðvaninga sem áttu ekki séns í okkur.

    Þó svo að maður hafi auðvitað vonast til þess að Arsenal myndi tapa stigum um helgina svo það yrði aðeins minni pressa á okkur þá þýðir þetta bara einfaldlega það að við erum ekki að fá neitt gefins í titilbaráttunni. Næstu leikir hjá Arsenal eru hinsvegar þess eðlis að ég hreinlega sé þá ekki fara klakklaust í gegnum það prógram… en að sama skapi þá væri ég afskaplega feginn ef við náum að klára þennan Everton-leik áður en frekari spár um endanlegan sigur í vor rætist.

    Ég áttaði mig ekki á því fyrr en það var nefnt í þættinum en við erum actually ennþá í baráttu um fernuna þetta tímabilið og erum í kjörstöðu með nokkuð heilbrigt lið til þess að fara alla leið núna í vor – vonum að það gangi eftir og að við stöndum uppi í lok tímabils með málma-safn sem sendir sólarblinduna í augun á andstæðingum okkar!

    Áfram að markinu – YNWA!

    14
    • jú Man Utd keypti leikmann og Bournemouth gáfu Liverpool hörku leik. Þú opinberar þig ansi hressilega með að segja að við höfum látið þá líta út eins og viðvaninga

      7
      • Sammála ég var á taugum allann leikinn og nagaði neglurnar af stressi
        Ég held að þessi leikur um helgina við Bournemouth sé erfiðasti leikurinn sem ég hef séð hjá okkar mönnum í vetur, þeir ógnuðu okkur nánast stanslausa allann leikinn með tvö skot í tréverkið brendu af dauðafæri og auk þess varði Alisson nokkrum sinnum mjög vel frá þeim.

        3
      • Ég hef verið sakaður um að vera ýmislegt í gegnum tíðina en viðvaningur er alveg nýtt fyrir mér…

        Við vorum með fleiri skot á markið og rétt mörðum possession-sigurinn gegn þeim. Þetta er liðið sem pakkaði Forest saman 5-0 helgina áður og við héldum þeim niðri með hreint mark og settum 2 mörk á þá í þokkabót, á þeirra heimavelli.

        Það var ekkert í leik Bournemouth sem benti til þess að þeir væru að fá neitt út úr þessu. Ég kalla þá líka seiglu-lið þannig að ekki einblína of mikið á neikvæðnina – við erum að berjast um 4 titla – það er það jákvæða í stöðunni, áfram gakk!

        4
  2. Að okkur hafi tekist að láta Bournemouth líta út eins viðvaninga sem áttu ekki séns í okkur er nú kannski full mikið af hinu goða. En gott að vera jákvæður. Persónulega hefði ég viljað sjá fyrirliðann fá samninga í janúar annars bara brattur.

    Áfram Liverpool!!!

    13
    • Við unnum þá 0-2 á þeirra heimavelli, afrek sem engu liði hefur tekist síðan í nóvember. Það var ekkert í þeirra leik sem benti til þess að þeir væru að fá eitthvað út úr þessu. Það er nefnilega magnað að vera jákvæður – prófaðu það og sjáðu hvort þú verðir ekki að eins hressari

      5
      • Ég er jákvæður að eðlisfari og þetta átti aldrei að vera árás á þig. Ég var bara ósammála þér þarna. Mér fannst Bournemouth í raun óheppnir í frekar jöfnun leik. Í 75 mínútur var þetta mjög jafnt. Bournemouth hækkaði enn meira í áliti hjá mér eftir þessa frammistöðu. Hörku lið.

        4
  3. Er enþá að bíða eftir að Hughes og félagar geri eitthvað stórkostlegt, en enþá hefur ekkert heyrist né sést til þeirra og því spyr maður hver var eiginlega tilgangur að ráða inn þessa menn?

    11
    • nú, hverjir réðu inn Arne Slot? Var það vond ráðning?

      Hvernig hefur gengi liðsins verið eftir að Hughes og Edwards komu inn?

      Leiðinlegt að þú getir ekki notið þess að liðið sé í færi að ná 9 stiga forskoti á toppi PL og er nýbúið að sigra deildarkeppni meistaradeildarinnar og í sé einum leik frá úrslitaleik í Carabao cup. Og jú liðið er enn í FA cup líka.

      16
      • Ekki Hughes og Edwards að þakka að liðið er á þessum stað í dag heldur Jörgen Klopp, því allir þessir menn voru í liðinu þegar hann var við völd og þeir eru algjörlega hans sköpunarverk. Jú auðvitað er Slot góður og í raun miklu betri en nokkur þorði að vona. En hann tók við góðu búi og ég vil eigna Kopp þessa velgengni algjörlega. En hvað skeður ef lykilmenn meiðast á þá að treysta á einhverja krakka,og af hverju er ekki búið að semja við okkar stærstu stjörnur. Ég bara verð að vera ósammála þér að þessir menn séu eitthvað stórkostlegir fyrir félagið. Þeir hafa því miður ekki gert rassgat.

        6
      • Klopp endaði í 3. sæti með þetta lið í fyrra.

        Klopp samt ástæða þess að Slot er að gera betur?

        Er Klopp semsagt að stýra þessu á bak við tjöldin og Slot er þá einhvers konar strengjabrúða JK?

        3
      • Og hefur liðið sloppið með meiðsli í vetur?

        Ó nei, í raun hefur LFC ekki verið með færri leikmenn í meiðslum en Arsenal og City. Ástæða þess að það hefur ekki bitnað á gengi liðsins er að leikmannahópurinn et stærri og breiddin meiri en hjá Arsenal og City.

        3
      • lítið dæmi. Chiesa lagði upp mark og fiskaði víti gegn PSV. Hann komst ekki í hóp gegn Bournemouth

        Joe Gomez komst heldur ekki í hóp, en líklega vegna þess að hann er ekki kominn í leikform. Þegar það gerist mun Quansah mögulega vera utan hóps.

        Ekkert er þó útilokað en krakkarnir sem þú óttast að LFC verði að treysta á eru fjarri hópnum í augnablikinu.

        Við erum amk 16 meiðslum frá því að þurfa að notast við þessa unglinga í deildarleikjum.

        Vissulega gæti slíkt gerst og sumir kjósa frekar að hafa áhyggjur af slíku en að njóta þess að horfa á nær meiðslalausan hóp spila frábæran bolta og gleðjast yfir velgegninni

        6
  4. vel orðað: “fullt af fólki er ekki að njóta þessa tímabils vegna þess að Liverpool eru hvorki búnir að skrifa undir samninga né kaupa leikmenn”

    Samningar og leikmannakaup virðast vera aðal atriðið í dag. Það að liðið sé að spila frábæran fótbolta og er í frábærri stöðu til að vinna fjóra titla virðist aukaatriði

    9
    • Indriði, eru einhverjir hér sem eru ekki að njóta þessa tímabils?
      Ég hef nú ekki séð neinn hérna inni óánægðan með árangur þessa tímabils?

      Það er nú bara mjög eðlilegt að menn hafi áhyggjur af samningamálum þessara þriggja frábæru leikmanna sem ég tel að sé algjört möst að semja við. Við erum að tala um hryggsúluna í liðinu.

      Að því fólk er að minnast á Klopp og hópinn sem hann eftir lét Slot eftir
      Þá er ég ekki 100% sammála því að Slot sé að ná þessum árangri bara út á Klopp
      það er fjarri lagi, mér finnst Slot vera frábær stjóri og mun betri enn menn þorðu að vona.
      Mér finnst hann að mörgu leyti yfirvegaðri stjóri enn Klopp. Eins og staðan er núna og búin að vera síðan Slot kom þá virðist hann vera að ná úrslitum út úr nær öllum leikjum meira segja þeim leikjum þegar við eigum ekki okkar besta dag.

      6
      • Kannski heitir hann eftir Indriða, leiðinlega kallinum sem sagði alltaf: á ÉG að gera það?

        3
      • Ég kvótaði í þáttinn.

        Engu að síður kaffæra neikvæðar umræður um leikmannakaup og samningamál alla umræðu um gengi liðsins, bæði hér og annarsstaðar.

        9
  5. Þetta er jú besta leiðin til að klúðra ekki leikmannakaupum, bara sleppir þeim almennt.
    Vissulega hefði maður þegið inn 1-2 leikmenn svona uppá það ef að við myndum lenda í slæmum meiðslum, það væri ansi grátlegt að tapa titilbaráttunni á svoleiðis.
    Ég held að ég hafi aldrei séð eins marga lánsdíla í einum glugga, það væri gaman að sjá tölfræði yfir selda leikmenn v/s lánaða

    10
  6. Nu er folk að rifast um keisarans skegg, hvernig væri nu bara að sleppa þvi. Klopp var i fyrra, Slot er i dag. Eiginlega alveg magnað að geta rifist um eithvað, þegar liðinu gengur hvað best.

    YNWA

    8
  7. Væri mjög gott að fá ítarlega umræðu um samningamál þremenninganna í næsta þætti. Líkurnar á að þeir semji aftur? Hvers vegna er ekki búið að semja? Er FSG jafnvel að taka pening útúr klúbbnum til að setja í önnur íþróttalið sem þeira eiga?

    Svo önnur umræða, eru einhverjar líkur á að FSG setji pening inní LFC í tengslum við leikmannakaup án þess að það þurfi að selja leikmenn eða losa menn undan háum launapökkum?

    5

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Gluggadagur…uppfært í gegnum daginn

Upphitun: Spurs í deildarbikarnum