Já, vitiði ég hef í raun bara ekki hugmynd um það hvernig maður á að gera upp þennan blessaða leik því hann var bæði nokkuð slakur en á sama tíma líka algjörlega frábær. Frammistaðan frábær en líka slæm. Allt voða skrítið eitthvað en breytir ekki þeirri staðreynd að Liverpool vann ansi magnaðan og sterkan 1-0 útisigur í Frakklandi og er í ágætis málum fyrir seinni leik liðana á Anfield.
Öll umfjöllun í kringum leikinn var sú að þetta væri ein áhugaverðasta rimman í þessum sextán liða úrslitum og mögulega sú sem erfiðast væri að spá fyrir um og líklega sú sem gæti verið hvað jöfnust. Ég held að það hafi ekkert verið fjarri lagi enda hafa PSG vaxið gífurlega eftir því sem hefur liðið á leiktíðina og sérstaklega svona eftir áramót og þeir farnir að spila miklu betur sem lið og hafa innbyrðis nokkra frábæra leikmenn á besta aldri.
Það kom því ekkert á óvart að Arne Slot tók engar áhættur í liðsvali sínu og stillti upp líklega sterkasta liðinu sem hann hefði getað gert í kvöld og var ekkert út á það að setja fyrirfram en það verður nú að segjast að ákveðnir þættir í leik liðsins í kvöld var svo, svo, svo langt undir pari og þá sérstaklega þegar þeir reyndu að sækja og halda bolta. Í raun held ég að leikplanið hafi svo sem aldrei kannski verið það að Liverpool ætlaði að dominera með boltann, ekki frekar en þeir plönuðu gegn Man City en þess í stað verjast vel og beita hættulegum skyndisóknum – sem tókst nú ekki sérlega vel fyrir utan varnarleikinn.
Kannski er það hálf klikkað að segja að varnarleikurinn hafi verið frábær þegar liðið fékk á sig einhvers staðar á milli 20-30 skot í leiknum en mér fannst þeir samt verjast mjög spræku og hröðu sóknarliði PSG bara ansi vel heilt yfir. Það sem fór í gegn varði Alisson svo meistaralega trekk í trekk.
Það leit nú út fyrir heldur slaka byrjun þegar PSG skorar mark á 20.mínútu og að sjálfsögðu leikmaður sem stóru pennarnir orðuðu Liverpool mjög óvænt við í janúar. Það var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu og svo eru skiptar skoðanir um það hvort Konate hafi verið hepppinn að sleppa með beint rautt spjald en mér persónulega hefði þótt það ansi grimmt og kjánalegt.
Liverpool lifði af fyrri hálfleikinn og vildi maður fara að sjá einhverjar breytingar sem gætu orðið þess valdandi að Liverpool næði betri tökum á leiknum í heild og gætu fært sig aðeins úr skotgröfunum en það var einhver bið í það. Þá komu þeir Nunez og Jones inn á og höfðu þeir heilt yfir nokkuð jákvæð áhrif á leikinn en þeir Jota og Diaz voru engan veginn í takti, ekki frekar en Salah og miðjan þegar kom að sóknarleiknum.
Það leit út fyrir að það besta sem Liverpool fengi úr þessum leik væri hálf ævintýralegt 0-0 jafntefli og hvað þá þegar Slot tekur Mo Salah út af 86.mínútu fyrir Harvey Elliott – sem ákvað svo bara að skora með sinni fyrstu snertingu á 87.mínútu eftir góða baráttu og undirbúning Darwin Nunez!
Heldur betur óvænt og Liverpool skoraði með öðru skoti sínum í leiknum og því fyrsta á rammann. Þá tókst Liverpool mjög vel að loka á PSG sem reyndi að ná inn marki til að jafna leikinn. Ótrúlegur sigur varð raunin og eins og áður segir er þetta leikur sem er bæði algjörlega frábær og mögulega eitthvað sem má telja “tactical masterclass” þar sem Liverpool hélt hreinu og vann leikinn, skiptingarnar höfðu jákvæð áhrif á leikinn og svo framvegis – en frammistaðan á ákveðin hátt líka dauf og þarf að laga fyrir seinni viðureign liðana.
Val á manni leiksins hefur aldrei verið eins auðvelt og það er Alisson Becker sem átti líklega sinn besta leik á ferlinum í kvöld og varði eins og brjálæðingur. Það má svo sannarlega segja að hann hafi haldið Liverpool inni í viðureigninni í kvöld en honum fast á eftir kemur svo Elliott sem sem færir Liverpool forskotið í einvíginu.
Frábært bara og næsta verkefni er Southampton heima á laugardaginn og svo kemur PSG á Anfield. Áfram gakk, nóg eftir!
Stórkostleg úrslit í erfiðum leik. Ekki erfitt að velja mann leiksins að þessu sinni: Alisson magnaður. Harvey fær líka risaprik og Nunez double Snickers fyrir stoðarann.
Aldrei í vafa…
STURLAÐUR SIGUR!
Þetta var einhvern veginn aldrei í hættu, öruggur sigur á slöpu liði PSG…..
Nei nei þetta var eitt mesta rán sem ég hef séð í langan tíma, frábær varnarleikur og þessi markvörður hjá okkur Vá.
Allison by far maður leiksins og Salah því miður sá langslakasti í kvöld.
Shitttt hvað þetta endaði vel.
Alisson með bestu markmanns frammistöðu sem ég hef séð. Maður leiksinns og besta frammistaða
Þetta season…
stórkostlegur
Sturluð frammistaða. Liverpool 3.0. Verjast eins og 40 metra á snjóflóðavörn. Hversu galið.
Allisson – bestur í heimi. Ræðum það ekki meira. En svona eftir að hjartslátturinn er farinn að hægjast – þá rennur að upp fyrir manni að vörnin var líka stórbrotin. Skotin frá PSG voru vissulega mjög góð en þeir komust sjaldan í dauðafæri.
Miðjan var eiginlega ekki til staðar og sóknin ekki heldur. Skiptingarnar sem maður eiginilega þorði ekki að pæla í reyndust gera gæfumuninn.
Alisson Becker, þú fagri maður! Þvílíkur masterclass!
Ég hef sjaldan séð Liverpool liðið okkar spila jafn illa. Það vantaði öll einstaklingsgæði í sendingar en guði sé lof er Alison kominn til baka á þann stað sem hann á vera. Á toppinn. Ég er stórlega efins um að það sé til betri markvörður í veröldinni en hann. Þessi maður er algjört undur. Fáranlega vanmetinn.
Ef Alisson fær ekki að fara í bókhaldið eftir kvöldið. Þá má leggja niður skattinn!.
Þetta er náttla ekki eðlilegt mikið djöful eru margir Liverpool haters að berja hausnum á sér í veggi núna!.
Er Arne Slot WINNER? Gæinn gerir gull úr öllu
Alisson með 10
PSG fá martraðir í nótt
Ótrúleg úrslit miðað við gang leiksins. Og það verður að segjast að Konate var mjög heppinn fá ekki dæmt á sig brot.
Mér fannst þetta góð frammistaða og frábær innkoma varamanna. Snilldar sending frá Nunez.
Alisson auðvitað maður leiksins.
Stórkostleg úrslit, skrifað í skýin að Elliott myndi skora fyrst Salah var tekinn útaf.
Allison, ég elska þig!
YNWA
Ótrúlegur leikur. Skelfileg frammistaða okkar manna (fyrir utan Alisson) í 80+ mínútur.
Virkilega vel gert hjá Elliott að klára þetta færi. Í sinni fyrstu snertingu!
Mjög ánægður með þessa stoðsendingu hjá Nunez sem hafði stuttu áður tekið slæma ákvörðun í skyndisókn.
Og Alisson!!! Maður á bara ekki orð yfir hann. Þvílík frammistaða!
Þetta PSG-lið er magnað. Þvílíkir hæfileikar í þessu liði. það langbesta sem ég hef séð okkar menn mæta á þessu tímabil og frammistaðan á Anfield verður að vera margfalt betri ef ekki á illa að fara.
En svona á að ræna sigrinum.
Áfram Liverpool!
Öruggt í París í kvöld.
Alisson,maður minn…gæsahúð og maðurinn minnti á sig á alþjóðavellinum sem einn sá besti í sinni stöðu og varslan á 80.mínútu var eitthvað annað.
Salah skugginn af sjálfum sér en Elliott sá um leikinn.
Vondur leikur fram á við en uppleggið átti að vera svipað og gegn City en menn verða að hafa ró í spilinu þegar það gefst en marki yfir eftir kvöldið og aftur og enn,Alisson er sá besti í heimi.
Og svipurinn á Beckham eftir markið….priceless!
Sælir félagar
Það er bara ekki boðlegt hvernig liðið mætir til leiks ef þeir fá eitthvert frí frá leikjum í deildinni. Liðið var gjörsamlega yfirspilað og vará hælunum nánast allan leikinn. Nema einn maður:Alisson Becker. Hann var maður leiksins og algjörlega ótrúlegur í marki Liverpool. Takk Alisson.
Það er nú þannig
YNWA
Kannski svolítið harður dómur. Við spiluðum á móti langsamlega besta andstæðingi sem við höfum mætt í vetur, á þeirra heimavelli. Mættum af varkárni og skynsemi, stóðum vörnina vel og svo auðvitað með besta markvörð í heimi. Ég hefði orðið sáttur við 0-0 fyrir seinni leikinn en markið var stór bónus. Vissulega lítið um glæsitilþrif nema í rammanum en liðið hélt alveg haus og plani og stóðst þetta próf, hvort sem úrslitin teljast sanngjörn eða ekki. Svo er bara að klára seinni hálfleikinn á okkar heimavelli.
Mamardashvili verður heppinn ef hann fær að pússa skóna hjá Allison á næsta tímabili – þvílík frammistaða!
Fótbolti er ótrúleg íþrótt og ekki alltaf sanngjörn,,en þú þarft að nýta þína sénsa og það gerði Liverpool í kvöld.
Allison sýndi og sannaði að hann er sá besti markmaður í heiminum í dag, hvað þessi gæi er rólegur og yfirvegaður í sínum leik þótt hann fá á sig stórskotahríð er magnað.
Við þjáðumst í þessu leik og PSG var með stanslausa pressu og við áttum gríðarlega erfitt með komast eitthvað með boltann þegar við féngum hann.
Ólíkindar tröllið hann Nunez gerði gríðarlega vel að vinna þennan bolta og pinna hann uppá Eliot sem kláraði færið með sinnu fyrsti snertingu.
Fyrir mér er þetta einn af uppáhalds sigrum Liverpool á þessari leiktíð, við vorum ekki að fara að stjórna leiknum í kvöld, og þetta var í raun hin mesta skemmtun því hraðinn í þessum leik var rosalegur.
Þetta var leikur liðsheildarinnar, þótt einhverjir hafi ekki átti sinn besta leik, þá var það ekki endilega að menn voru lélegir það var líka að PSG voru bara svo helvíti góðir.
Nú er hálfleikur í þessari rimmu og PSG þarf að koma á Anfield og það vita allir hvað Liverpool eru sterkir á heimavelli og það er spurning hvort taflið snúist við og PSG þarf að fara að verjast ágangi okkar manna, en það er klárt mál að sá leikur verður pottþétt rosalegur.
YNWA
Það er flott að Liverpool eiga þessa aðferð til. Verjast á öllu liðinu, loka á andstæðingana og vinna ugly. Maður hefði viljað sjá liðið ná að halda betur í boltann en lið PSG var mjög gott og orkumikið. Vonandi náum við að halda dampi út tímabilið en fyrir mér er deildin í algerum forgangi og klára Carabao. Þrennan yrði lygilegt afrek og stórfenglegt en líklega one step to far.
Skil að menn séu sáttir við úrslitin en frammistaðan var skelfileg. Ég er búinn að styðja Liverpool í ansi langan tíma en ég hef aldrei skammast mín fyrir liðið. Ég gerði það í kvöld. Þetta var ekki boðlegt fyrir lið sem á að teljast besta lið Evrópu. Við litum út eins og byrjendur, þorði enginn að fá boltann og allar aðgerðir hræðilegar. Við komumst ekki upp með svona aftur. Hættið þessari meðvirkni og hættið að halda því fram að þetta hafi verið e-h varnarsnilld. Það var einn maður sem dró vagninn og hann var með hanska. Hinir eiga að skammast sín, sérstaklega Slot.