Southampton í heimsókn – Upphitun

Á hverju ári þarf eitt lið að taka að sér að vera lélegasta lið deildarinnar. Í ár er það Southampton. Eftir 27 leiki hafa þeir náð að safna heilum níu stigum. Ef þið hlustið vel, heyrið þið stuðningsmenn Derby County byrja að vona að suðurstrandarmenn nái bara í eitt stig í viðbót og slái loksins met Derby fyrir fæst stig í sögu úrvalsdeildarinnar.

Andstæðingurinn

Á hverju ári garga stuðningsmenn allra liða á eigendur sína að bæta við fleiri leikmönnum. Eina leiðin til að ná árangri er að kaupa fleiri leikmenn, fá smá spennu inn í hópinn. Southampton tóku þetta alla leið síðasta sumar og fengu fjórtán nýja leikmenn til liðsins. Bilið milli efstu tveggja deildanna er reyndar slíkt að þetta var alls ekki órökrétt, en þetta virkaði engan vegin. Mögulega mun árangurinn sjást á næsta ári, margir þessara leikmanna virtust frekar vera langtíma  kaup sem eiga að hjálpa þeim að slátra b-deildinni á næsta ári.

Þeir hafa verið afar jafnir þetta tímabil, það er að segja jafn lélegir frá upphafi til enda. Þeir hafa aðeins unnið tvo leiki í deild, gegn Everton og Ipswich. Það er sama hvar drepið er niður, tölfræði þeirra er hrikaleg: fæst mörk skoruð, flest fengin á sig. Það fyndna er að þau fáu skipti sem ég hef horft á þá virðast þeir oft allt í lagi á löngum köflum, en þeir kunna bara ekki að skora og varnarleikurinn gefur ótrúleg mörk. Á þessum tímapunkti er nokkuð ljóst að þeir hafa enga trú á verkefninu og tímabilið er búið hjá þeim andlega.

 

Efsta lið deildarinnar gegn neðsta. Besta vörn gegn verstu sókn og öfugt. Meiri skyldusigur verður það ekki. En á sama tíma væri ekkert jafn Úrvalsdeildarlegt og ef Southampton stríddu okkar mönnum dulega í þessum leik.

Okkar menn

Allir búnir að jafna sig á leiknum í París? Þetta var ótrúlegt rán, frakkarnir hljóta að hafa setið lengi inn í klefa eftir leik og spurt sig hvernig okkar menn fóru að því að vinna leikinn. Slot sagði fyrr í vetur að hann hefði skilið muninn á Liverpool og hans fyrra liðs eftir stóran sigurleik. Í Hollandi hefði verið partí eftir leik, á Anfield voru allir afar hressir eftir leik í innan við korter og svo byrjuðu umræður um næsta verkefni. Það er viðhorfið sem okkar menn þurfa að koma með inn í þennan leik. Það er bara hálfleikur í Meistaradeildinni og hvert stig skiptir máli í deildinni.  Fyrr í dag sagði Slot að leikurinn við Dýrlingana væri fyrsti úrslitaleikurinn af þremur næstu vikuna, vonandi að leikmenn hugsi eins.

Cody Gakpo er víst ekki búin að jafna sig fyllilega á litlu meiðslunum sínum, gerum allavega ráð fyrir honum. Í eðlilegu liði fengi Harvey Elliot örugglega að hefja þennan leik eftir hetjudáðina í vikunni, en hann er svo óheppinn að vera að reyna að slá besta leikmann heims út úr liðinu. Held að Salah hefji leik ásamt Diaz. Spurning hvort Jota eða Nunez verði upp á toppi, ætli Jota sé ekki líklegri.

Slot hefur augljóslega fastmótaðar hugmyndir um hver besta miðjan. Það má alveg færa rök fyrir að leyfa Endo að hefja þennan leik og gefa Gravenberch smá tíma til að pústa, en einhvern vegin virkar það ólíklegt. Held að miðjan verði óbreytt, sem er kannski eðlilegt á meðan liðinu gengur eins vel og raun ber vitni.

Í vörninni verður einnig að mestu óbreytt lið, nema auðvitað að Tsimikas fái að koma inn fyrir Robbo. Held að svo verði, ef Grikkinn fær ekki að hefja leik núna hugsa ég að hann fái ekki fleiri mínútur hjá Slot, allavega ekki í byrjarliðinu.

Þetta er kannski ekki mest spennandi byrjunarliðsspá sem ég hef skrifað en svona býst ég við að þetta verði:

Spá

Ég hef óraunhæfar áhyggjur af þessum leik. Það vita allir að Southampton eiga ekki að eiga neitt sem líkist sénsi í okkar menn, þrátt fyrir að Liverpool sé með ekkert nema fagmenn innanborðs þá er ég hræddur um að þeir hugsi hlutina pínu þannig sjálfir. Það skapar hættu. Ég held að leikurinn fari 1-2, þarf sem gestirnir skori eitthvað absúrd mark í upphafi leiks en okkar menn komi til baka.

13 Comments

  1. Ég ætla ekki að trúa því eina sekúndu að Liverpool fari í eitthvað jinx hugarfar. Það er svo mikið að keppa um að liðið hlýtur að mæta staðráðið í að sigra þennan leik.

    Mér fanst Liverpool spila mjög illa gegn PSG. Þeir minntu mig á litla Ísland níunda áratugnum að spila á móti stórþjóð.
    Við erum stórlið og eigum að standa á hárinu í hvaða liði sem er í heiminum. Það var allt of mikið af einföldum sendingum sem fóru illa og leikmenn voru engann veginn í takti við hvorn annan.

    Mér finnnt eins og liðið þurfi að finna taktinn aftur, koma sér í leikform en það er eins og vélin þurfi smurningu eftir þetta langþráða hlé.

    Það sem ætti að drífa þetta lið áfram er að við erum á góðri leið að verða Englandsmeistarar og með sigri getum við tímabundið verið komnir með 16 stiga forskot. Það eru mjög íþyngjandi skilaboð til Arsenal og þeirra yfirlýsingaglöðu aðhangenda, því eins og við, þá þurfa þeir að spila leikinn gegn Man Und og sigra hann en það er ekki sjálfgefið, jafnvel þó að Man Und er ekki mikið betra en Southamton eins og þeir eru að spila þessa dagana.

    Svo er margt að fara yfir eftir leikinn gegn PSG. Liðið þarf að ná upp betra spili og þjálfa upp samhæfingu og því má vera að þessi leikur sé alveg kærkominn. Arne Slot hafði sjálfur sagt að honum finnst stundum betra að láta leikmenn spila tvisvar í viku til að halda þeim í leikformi og leikurinn gegn PSG var ein risa stórviðvörunarbjalla og þar var mikið af atriðum sem Liverpool á að getað gert betur í og lagað.

    Ég spái mínu liði að sjálfsögðu sigri og vona innilega að liðið mæti með heilan haus í leikinn.

    8
    • Já þetta var nú ljóti skellurinn gegn PSG. Algjör útreið. Man reyndar ekki hversu stórt við töpuðum.

      Spurning hvort við eigum möguleika?

      Rétt. Kominn tími til að liðið finni leikformið. Þó fyrr hafi verið. Forskotið er ekki nema 13 stig.

      13
  2. Enn eitt bananahýðið sem ég vona að okkar menn renni ekki á , hlýtur að vera smá CL þynnka í mönnum eftir einstaklega erfiðan leik gegn PSG. Ég vona að menn komi rétt gíraðir í leikinn og spái 1-3, mörk frá haldið ykkur fast, SALAH , Van Dijk og Nunes nokkrum.

    Koma svo Liverpool.

    6
  3. Eg se mig knuinn til þess að leiðretta bæði Ingimar og Þorarinn þvi LFC er a heimavelli. Eg ætla að spa 4-0, ansi margt sem styður þa spa mina.

    YNWA

    9
  4. Á öllum öðrum tímum væri þessi leikur þvílíka bananhýðið, en ekki í þetta skiptið.
    Okkar menn klára þennan leik með sýningu á nötrandi Anfield.
    5-0

    YNWA

    8
  5. Eru menn að fá sér ef þið fylgist ekki meira með að þetta er á heimavelli.

    7
  6. Það má alveg rótera. Held að það sé ekki mikil áhætta fólgin í því. í kjölfarið koma svo tveir stórleikir. Tsmikas, Quansah, Endo, Jones, Elliott og Nunez mættu allir starta og það ætti ekki að koma í veg fyrir stórsigur. Salah startar alltaf því hann vill gullskóinn og hendir í þrennu, no jinx.

    5
  7. Sammála Tígon….Áhugavert að sjá hvað Slott gerir með breiddina í leiknum hafandi tvo rísa leiki framundan

    4
    • tja, Slot sagði á blaðamannafundinum ætla að tefla fram því liðið sem hann taldi líklegast til að vinna leikinn.

      Svo verður að hafa í huga að Slot hugsar mun meira um álagsstýringu en forveri sinn.

      Hingað til hefur það skilað sér í betri úrslitum og styttri meiðslalista.

      Nái liðið þokkalegu forskoti snemma í leiknum held ég að skilaboðin verði að drepa leikinn og klára hann með sem minnstri ákvefð.

      Einnig virðist vera að stjórinn notist talsvert við fyrirframákveðnar skiptigar.

      3
  8. Af hverju skyldi maður innst inni vera uggandi fyrir þessum leik? Hvað er það með ,,bananahýði” sem skelfa okkur púlarana?

    Jú við erum enn með annan fótinn í fortíðinni, minnug stórsigra gegn stórliðum en svo magalendingar þegar leikmenn mættu minni spámönnum! Þannig var þetta árum saman og þegar Klopp tók við gerðist það oft að liðið var úrvinda eða andlega fjarverandi eftir ævinintýralega sigra þegar skyldan kallaði á 3 stig.

    Núna er framheilinn í liðinu aftur á móti öflugri. ,,Skynsemin ræður” sögðu Trabanteigendur í gamla daga en þetta lið okkar er auðvitað engin austantjalds-bíll. Þetta er hollenskt gróðurhús, sjóvarnargarður og vindmylla þar sem hugsað er fyrir öllu í minnstu smáatriðum. Slot veit að PL er stóra sviðið. Allt annað er bónus.

    Við reiknum því með að okkar menn mæti bæði með ástríðu og yfirvegun í þennan leik. Þeir þurfa að hafa fyrir þessum sigri sem öðrum og munu gera það.

    5
  9. Hér á Ystu Nöf skín sólin og allt er bjart og fagurt. Hver sagði að fótbolti sé fallegur? Hver sagði að skák sé skemmtileg? Auðvitað við sigurvegararnir – Liverpool. Fótbolti er fallegur. PGS hvað?
    Næstu þrír leikir verða afar spennandi og taka á:
    Bið, endalaus bið
    sem bara styttist ei neitt.
    Nú er hver dagur svo lengi að líða.
    Mér leiðist skelfing að þurfa að bíða.
    Það eru engin bananahýði á Anfield. Við hér á Ystu Nöf spáum þessum leik 3-6-0

    11
  10. Sælir félagar

    Spámenn Dr, Football spáðu 1 – 0 og 6 – 0 í gær. Það er augljóst að einhverjir telja að PSG leikurinn sitji í liðinu og álíta að það hafi veruleg áhrif á liðið, annað hvort til hins betra eða verra. Ekki veit ég hvort það verður en krefst þess eins að liðið vinni þannan leik og skili 3 stigum í hús. Annað er ekki í boði og að þessi leikur verði bananahýði getur bara ekki verið. Þá er eitthvað mikið að.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  11. Held menn hafi verið stressaðir gegn PSG. Stórlið á heimavelli, meistaradeildin, Slot segir fyrir leik að þeir muni þjást osfrv. En vörnin þjappaði sér saman með besta markmann í heimi og örvæntingin óx hinum megin á vellinum.
    Við flengjum PSG á Anfield.

    4

PSG 0-1 Liverpool

Liverpool-Southampton – leikþráður og liðin