Liverpool 3-1 Southampton

Mörkin

0-1 Smallbone (45+1.mín)

1-1 Núnez (51.mín)

2-1 Salah – víti (54.mín)

3-1 Salah – víti (88.mín)

Hvað gerðist markvert í leiknum?

Fyrri hálfleikur var ægilega slappur. Curtis Jones fékk gott skotfæri úr teignum en skaut framhjá. Að öðru leyti skapaði Liverpool lítið, ekkert reyndi á Ramsdale og sóknarleikurinn var hægur og fyrirsjáanlegur. Í þokkabót ákváðu Colossusarnir okkar Van Dijk og Alisson að gefa Southampton mark. Kannski geta þeir varla valið betri leik til að gera mistök sem skora mark, en við vissum það svo sem ekki þegar það gerðist.

Seinni hálfleikur var töluvert betri. Slot gerði þrefalda skiptingu, MacAllister, Robertson og Elliot komu inn fyrir Tsimikas, Szoboszlai og Jones. Szoboszlai og Jones voru ansi týndir í fyrri hálfleik og áttu erfitt með að finna sér pláss, enda spilaði Southampton með 10 leikmenn á 10-15 metra bili vallarins. Þessi skipting gaf kost á ágætis róteringu manna á milli, sérstaklega hægra megin þar sem Elliot, Salah og Trent skiptu mjög ört um stöður.

En fyrsta mark Liverpool kom þó hinum megin frá. Diaz komst upp að endamörkum og lagði á Núnez sem skoraði laglega. Því næst fékk Núnez víti sem Salah skoraði úr og þá var nú ástandið orðið ansi mikið þægilegra. Southampton átti eitt skot sem Alisson varði, önnur var ógnunin ekki. Svosem ekkert mikið hinum megin heldur, helst að Elliott væri ógnandi, átti held ég þrjú skot, eitt þeirra a.m.k. hefði vel getað legið í netinu en Ramsdale varði vel.

Liðið sigldi síðan leiknum þægilega í höfn með þriðja markinu eftir klaufagang hjá Southampton.

Hvað réði úrslitum?

Að þessu sinni var liðið verulega dapurt framan af leik. Arne Slot réði úrslitum í þessum leik með því að setja Elliott, MacAllister og Robertson inn á. Yfirbragð liðsins gjörbreyttist, ekki í fyrsta og ekki í síðasta sinn sem við sjáum liðið taka alltof miklum breytingum í hálfleik.

Hverjir stóðu sig vel?

Í fyrri hálfleik stóð enginn sig vel. Ekki einu sinni Van Dijk og Alisson, sem eru vanalega alveg til fyrirmyndar. Kannski helst að Gravenbech og Konate hafi verið að megninu til meinlausir.

Seinni hálfleikur, það er erfitt að segja, en þrátt fyrir tvö víti og tvö mörk frá Salah fannst mér hann ekki spila sérlega vel. Diaz átti ágæta spretti, lagði upp og fiskaði og Elliott kom mjög frískur inn. En alla mína ást í dag fær Darwin Núnez. Hann þarf ást og hann fær hana, hann hefur átt mjög erfitt uppdráttar og ég fer ekki ofan af því að hann þarf líklega að fara í sumar. En í dag og á miðvikudaginn skipti hann sköpum og kannski þurfum við bara að venjast honum þannig. Hann skoraði og fiskaði víti þegar við þurftum hvað mest á því að halda og því er hann maður leiksins hjá mér.

Hvað hefði mátt betur fara?

Ótrúlega sofandi fyrri hálfleikur, hvort sem var á pöllunum eða niðri á vellinum. Ég hefði haldið að Anfield væri komið í vorgír, sigurgír, meistaragír en það var ekki að heyra, a.m.k. ekki í gegnum sjónvarpið. Liðið var alveg súrt, engin ákefð, nánast engin færi, rosalega dull og slow eitthvað. Við þurfum að fá 90 mínútur góðar gegn PSG á þriðjudaginn, það er alveg klárt að svona spilamennska dugar ekki gegn þeim.

Umræðan eftir leik

Forystan í deildinni er komin í 16 stig, gæti þó verið komin niður í 7 stig áður en við eigum næst deildarleik því Arsenal spilar 3 leiki á meðan. Ég spái því samt að forystan verði…ja 10-12 stig. Arsenal á Man Utd úti, Chelsea heima og Fulham heima, taka 4-6 stig út úr því. En aðalmálið er samt næstu tveir leikir. PSG og Newcastle.

 

Hvað er framundan?

Já, PSG á þriðjudag og svo Wembley næsta sunnudag. 8-liða úrslit í Meistaradeildinni og Carabao-Cup bikar bíða okkar, vonum að allt fari að óskum næstu 8 dagana.

30 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Tók einhver eftir Lewis Smith? Nei, einmitt. Það er alveg óhætt að sækja fleiri dómara niður í fyrstu deild. Best væri að endurnýja flokkinn alveg og skipta út gömlu skörfunum sem hafa eyðilagt leik eftir leik í Premier League.

    21
    • ungur og óspilltur.

      Spurning hvað gerist þegar eigendurnir frá Furstadæmunum fara að veifa framan í hann seðlunum.

      5
    • Þau voru við hæfi eftir frammistöðuna í fyrri hálfleik. Það er allt í lagi að tala íslensku þegar það á við og það átti við eftir fyrri hálfleikinn.

      Það er nú þannig

      8
    • Hjartanlega sammála, fór í fyrsta skipti í langan tíma inn á spjallið þegar okkar menn hafa ekki verið að standa sig.
      Var fljótur að sjá af hverju ég var steinhættur að gera það.
      Þvílíka yfirskitan og bölsemin sem menn láta útúr sér þegar blæs á móti.

      YNWA

      10
  2. Sælir félagar

    Seinni hálfleikur eins góður og sá fyrri var lélegur. Tsimikas örugglega að spila sitt síðasta hjá Liverpool enda gjörbreyttist leikurinn þegar Robbo kom inná ásamt Elliot og Macca. Diaz og Nunez sýndu hvað þeir geta á sínum degi og Salah með 2 úr vítum. ansi öruggt hjá honum. Sigur sem setur Liverpool 16 stigum á undan Arse sem þó á tvo leiki til góða. Sjáum til,

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  3. Skiptingar Slot gerðu allt sem þær áttu að gera algjörlega 100% spot on og Slot fær 10 hjá mér í dag.

    Tsmikas , Szobo og Jones allir undir pari en Tsmikas átti að mínu mati arfaslakan dag.

    Nunez var að spila með hjartanu í fyrri en ekki heilanum og sparkar mann niður aldrei rautt en alltaf hættulegt að hegða sér svona.

    Í þeim seinni þá mætti hinn Nunez þessi chaos gaur sem við erum að biðja um og hann skorar frábært mark og stuttu síðar fær víti algjörlega frábær seinni hjá honum.
    Gravenberch fannst mér samt einna bestur í þessum leik þó hann fái aldrei sama skor og meistari Salah sem kláraði þessi víti eins og að drekka vatn.

    Innkoma Elliot ,Mac og Robbo sérstaklega góðar og gjörbreyttu leiknum.
    Jota er ekki alveg dottinn í gang finnst mér. En svo var gott að sjá Endo koma inná og vonandi heldur hann áfram að fá stærra hlutverk ég vona hann verði hjá okkur á næsta tímabili frábær stríðsmaður gæti verið næsti Milner undir Slot!.

    YNWA skál í botn félagar og nú skulum við fagna !

    12
    • Elska Nunez alltaf fjör í kringum hann og búinn að gera gæfumuninn í nokkrum leikjum, höldum með united á morgun tökum svo PSG á þriðjudaginn 🙂

      6
      • Það kæmi til með að nýsta hjartað að halda með man utd sem ég harðneita að gera en vona samt að þeir vinni leikinn eins langsótt og það nú er.

        4
  4. Það er í alvörunni ekkert verra en Liverpool (aðdándur) sem virðast aldrei trúa, hafa allt á hornum sér ef Liverpool er ekki að mala alla sína leiki.
    Þetta er og verður alltaf langhlaup þar sem seigla og ljótir sigra skipta jafn miklu máli og stórir sigrar þar sem við yfirpilum andstæðinginn.

    3 stig eru 3 stig og enginn spyr að lokum hvermig þessir sigrar komu þegar við munum enda sem meistarar í vor.

    YNWA

    20
    • Talandi um Liverpool fans ! Auðvitað eru menn taugaveiklaðir eftir þessi City ár þar sem eitt jafntefli dugði til að vinna ekki Pl!.

      Ég er samt mikið að spá í hvar litlu gimpin eru sem komu reglulegs hingað inn td eftir Forrest heima. Bara til þess að endurnæra sína eigin vanlíðan með bullinu i sér?
      Verst að þeir of litlir í sér til þess að heimsækja kop í dag….. mögulega í þessum heimsþekkta helli þar sem þeir virðast búa í á veturna.

      Þetta eru góðir tímar og við never gona stop!

      5
      • Nákvæmlega!!! Commentin aldrei fleiri en þegar við erum mögulega undir í hálfleik eða eftir þessi örfáu töp í vetur

        Eruð þið svona fljótir að gleyma? Öllum ömurlegu àrunum og barningnum? Haldið þið að það sé bara sjálfgefið að vera í þessari stöðu og að þetta verði bara allltaf svona?

        Held þið ættuð frekar að njóta þess að vera langefstir í deildinni og með besta lið heims ( veit ekki af hverju besta lið evrópu ætti ekki að vera besta lið heims).

        Menn geta tuðað yfir öllu hreinlega.

        10
      • Sinni og Höddi B voru á sínum stað á leikþræðinum í fyrri hálfleik

        3
  5. Hérna getur einhver útskýrt fyrir mér hversvegna við gerðum sex skiptingar og hvernig það er í lagi??
    Elliot ,Mac Allister og Robbo í hálfleik, Jota, Endo og síðast Quansha.

    1
    • Eitthvað furðulegt stönt með að við megum líka gera auka-skiptingu ef andstæðingurinn þarf að gera heilahristings-skiptingu. Hafði aldrei heyrt um þetta fyrr.

      2
      • meikar meira sens að annað liðið fái fleiri skiptingar en hitt?

        Þessi aukaskipting verður að ganga yfir bæði lið, eigi hún að eiga rétt á sér.

        Held að þetta eigi við um öll höfuðmeiðsl, ekki bara heilahristing.

        4
  6. Geggjað að enda mars með 100% sigurhlutfall í deildinni. Skiptir engu hvernig við vinnum Southampton svo lengi sem við vinnum. Þetta eru oft þungir deildarleikir sem koma á eftir útileik í Evrópu og hvað þá þegar hann er svona í miðju einvígi við PSG.

    Fyrri fullkomlega ömurlegur enda gerði Slot þrjár breytingar og Liverpool kom eitthvað nær sjálfur sé í seinni hálfleik. Magnað að spila þrisvar í vetur við þetta ömurlega Southampton lið og vinna engan af þeim þægilega.

    13
  7. Frábær 3 stig í bankann!

    Okkar menn margir hverjir virkuðu þreyttir framan af, en meistari Slot sýndi enn einu sinni snilli sína með frábærum skiptingum og vel tímasettum.
    Elskidda!

    YNWA

    7
  8. Þetta var aldrei spurning í mínum huga. Þótt við hefðum klaufast til að fá þetta mark á okkur, setti ég inn komment á þráðinn (uppfullan af bölsýni) að ég hefði engar áhyggjur. Þetta lið okkar ætti inni nokkra gíra og færi aldrei að tapa stigum gegn Southampton.

    Talandi um þá … mikið eru þeir nú samt sprækir. Nokkrir þarna voru fannst mér á pari við t.d. Doku hjá City – síhlaupandi og ógnandi, hraðir og þindarlausir að því er virtist. Oft léku þeir miðjuna okkar grátt en þetta lið skortir herslumuninn góða. Eftir fína spretti fjarar þetta út – sem betur fer í okkar tilviki. Mér finnst merkilegt að liðið skuli vera með þessa arfaslöku stigasöfnun miðað við að þarna örlaði oft á góðum töktum og sprettum.

    En Nunezinn fær rafrænt knús frá mér. Og Diazinn sýnir að dropinn holar steininn og fljúgandi krákan fær. Það vantar ekki viljann í kappann, endalausar tilraunir og í þessu tilviki endaði hann með stoðsendingu og vítafisk.

    5
  9. Ég verð því miður að opna mig sem ótrúverðugan stuðningsmann. Ég gat ekki meir eftir fyrri hálfleik og fór í fjórhjólaferð upp til fjalla. En Slotarinn er að ná að losa mig við þetta ptsd eftir city árin.

    3
  10. Frabær urslit og seinni halfleikur. En það er samt eitt sem pirrar mig, þetta var alla vega i annað skiptið, þar sem það gerist að boltanum er ekki drullað i burtu þegar það var auðvelda lausnin. Hitt skiptið var einnig a moti liði i eða við botninn, Leisester held eg. Annars frabær 3 stig.

    YNWA

    2
  11. Meistaraheppni í dag,myndi ég jafnvel segja en liðið virkaði þreytt í fyrri hálfleik og skiptingarnar í hálfleik vógu þungt og Slot á þar mikið að þakka fyrir snögg viðbrögð. Szobo þreyttur,Jones úr synci og semi ferskar lappir til að sigla þessu í höfn voru crucial í þessum tíðindalitla leik

    En menn verða að núllstilla sig,líkamlega og andlega fyrir seinni leikinn gegn PSG ef ekki á illa að fara. Þessi leikur og leikurinn gegn PSG síðast voru illa spilaðir en meistaraheppnin var með okkur en gæti dvínað og því þarf að stíga upp. Held að deildin sé komin en Meistaradeildin er í fjarri komin,og síður ef menn ætla að spila svona í vikunni en þeir hafa gæðin til að klára þetta,bara sýna það með vilja en auðvitað er komin þreyta í breytuna. Koma svo!!

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool-Southampton – leikþráður og liðin

Stelpurnar mæta Arsenal í bikarnum