Það er ekki langt síðan smá spenna var möguleg í titilbaráttunni þegar Liverpool var í hrikalega þéttu leikjaprógrammi. Eftir þessa helgi hefur Liverpool núna unnið þrjá í röð og Arsenal náð í 2 stig af 9 mögulegum. Staðan er fyrir vikið orðin alvarlega góð.
Liverpool vantar 5 sigra í síðustu 9 leikjunum gefið að Arsenal tapi ekki stigi það sem eftir er af tímabilinu. Þeir hafa ekki unnið meira en þrjá leiki í röð það sem af er móti og eru með tæplega tvö stig að meðaltali í leik. Ef að þeir halda áfram með sömu stigasöfnun enda þeir mótið með 75 stig sem er meira Meistaradeildarsætisbarátta en titilbarátta. Það þíðir líka að Liverpool þarf í raun bara að vinna tvo leiki í viðbót sem líklega verður nær lagi.
Stigasöfnun Liverpool á þessu tímabili er fáránlega góð og hlæilegt hvernig reynt er að draga úr yfirburðum liðsins. Bestu Klopp tímabilin skekkja svolítið myndina því stigasöfnun upp á 2,4 stig að meðaltali í leik hefur alltaf verið galið góð, hvað þá yfir 29 leiki.
Over my dead body sagði Arteta um daginn, þetta var svarið í dag
Arteta asked about the title race and dipped out of his post-match straight away. pic.twitter.com/lnl4JvxVU4
— Connor Humm (@TikiTakaConnor) March 9, 2025
Þá vitum við hvernig dead body lítur út
Já, grátt og næstum grátandi.
Þetta verður alltaf betra og betra og maður lætur sig dreyma. Styttist í páskahátíðina með súkkulaði og málsháttum þannig að ég minni á þennan hér……
……… ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið! :O)
YNWA
Miðað við leikjaprógramm Arsenal þá myndi maður ekki vera hissa ef þeir fengu 25-28 stig í restina. Vonandi minna. Ef þeir ná í 28 stig þá enda þeir með 83 stig. Þá þurfum við 4-1-4 eða 3-4-2 á lokakaflanum. Lítur vel út en við eigum erfiðara prógramm að mínu mati en Arsenal. Verðum að halda dampi í næstu 4-5 leikjum þá er þetta mögulega komið.
Arsenal nær ekki 80 stigum i ár, það er fotboltalegur ómöguleiki.
The Flash á ekkert í Arteta þarna í lokin,sá var snar. Vantar alla auðmýkt í þessa Nallara og nú er að renna upp sá tími að 21 ár er liðið frá síðasta titli hjá þeim í deildinni og þeir munu ekki vinna hann undir stjórn þessa manns.
Áfram og upp.
Eiga max stig hjá okkur að vera 97?
Eru það, en þetta eru max stig sem við gætum verið komin með (29 x 3 stig)
70 af 87
Ég kom með nákvæmlega sömu spurninguna á pennaspjallinu, Einar Matthías greinilega náði ekki hintinu um að það væri hægt að setja þetta skýrar upp…
Við erum rauðir við erum bestir, enginn getur stöðvað oss!
Call the PL season off, réttið okkur bara titilinn. Það eru 7 leikir eftir sem skipta máli og við vinnum þá alla (enginn þeirra er í deildinni sem við erum búnir að vinna).
Semjum við Mo og Virgil í sumar, Bradley getur séð um hægri bak næstu árin.
YNWA