Það er ekki langt síðan smá spenna var möguleg í titilbaráttunni þegar Liverpool var í hrikalega þéttu leikjaprógrammi. Eftir þessa helgi hefur Liverpool núna unnið þrjá í röð og Arsenal náð í 2 stig af 9 mögulegum. Staðan er fyrir vikið orðin alvarlega góð.
Liverpool vantar 5 sigra í síðustu 9 leikjunum gefið að Arsenal tapi ekki stigi það sem eftir er af tímabilinu. Þeir hafa ekki unnið meira en þrjá leiki í röð það sem af er móti og eru með tæplega tvö stig að meðaltali í leik. Ef að þeir halda áfram með sömu stigasöfnun enda þeir mótið með 75 stig sem er meira Meistaradeildarsætisbarátta en titilbarátta. Það þíðir líka að Liverpool þarf í raun bara að vinna tvo leiki í viðbót sem líklega verður nær lagi.
Stigasöfnun Liverpool á þessu tímabili er fáránlega góð og hlæilegt hvernig reynt er að draga úr yfirburðum liðsins. Bestu Klopp tímabilin skekkja svolítið myndina því stigasöfnun upp á 2,4 stig að meðaltali í leik hefur alltaf verið galið góð, hvað þá yfir 29 leiki.
Over my dead body sagði Arteta um daginn, þetta var svarið í dag
Arteta asked about the title race and dipped out of his post-match straight away. pic.twitter.com/lnl4JvxVU4
— Connor Humm (@TikiTakaConnor) March 9, 2025
Þá vitum við hvernig dead body lítur út
Já, grátt og næstum grátandi.
Þetta verður alltaf betra og betra og maður lætur sig dreyma. Styttist í páskahátíðina með súkkulaði og málsháttum þannig að ég minni á þennan hér……
……… ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið! :O)
YNWA
Miðað við leikjaprógramm Arsenal þá myndi maður ekki vera hissa ef þeir fengu 25-28 stig í restina. Vonandi minna. Ef þeir ná í 28 stig þá enda þeir með 83 stig. Þá þurfum við 4-1-4 eða 3-4-2 á lokakaflanum. Lítur vel út en við eigum erfiðara prógramm að mínu mati en Arsenal. Verðum að halda dampi í næstu 4-5 leikjum þá er þetta mögulega komið.
Arsenal nær ekki 80 stigum i ár, það er fotboltalegur ómöguleiki.
Rétt, geta heldur ekki tekið 28 stig úr 10 leikjum. Tölfræðilegur ómöguleiki
Hvað sérðu í kortunum varðandi það að lið sem hefur fengið 2 stig af 9 mögulegum og skorað 1 mark í sl. 3 leikjum, sé að fara að taka 27 eða 29 stig af 30 mögulegum? (28 stig er ekki mögulegt). Arsenal eiga t.a.m. Chelsea næst og eiga eftir að mæta á Anfield.
Mé sýnist að það sé tölfræðilegur möguleiki á 28 stigum í 10 leikjum, 3 sinnum 9 = 27 + eitt jafntefli sama sem 28
Rétt Siglarl, það er 29 sem er ómögulegt
The Flash á ekkert í Arteta þarna í lokin,sá var snar. Vantar alla auðmýkt í þessa Nallara og nú er að renna upp sá tími að 21 ár er liðið frá síðasta titli hjá þeim í deildinni og þeir munu ekki vinna hann undir stjórn þessa manns.
Áfram og upp.
Eiga max stig hjá okkur að vera 97?
Eru það, en þetta eru max stig sem við gætum verið komin með (29 x 3 stig)
70 af 87
Ég kom með nákvæmlega sömu spurninguna á pennaspjallinu, Einar Matthías greinilega náði ekki hintinu um að það væri hægt að setja þetta skýrar upp…
Við erum rauðir við erum bestir, enginn getur stöðvað oss!
Call the PL season off, réttið okkur bara titilinn. Það eru 7 leikir eftir sem skipta máli og við vinnum þá alla (enginn þeirra er í deildinni sem við erum búnir að vinna).
Semjum við Mo og Virgil í sumar, Bradley getur séð um hægri bak næstu árin.
YNWA
Heil og sæl.
Er að leita að fermingargjöf handa syninum.
Hversu áreiðanleg er þessi miðasala?
https://www.footballticketnet.com/liverpool-football-tickets?gad_source=1&gclid=Cj0KCQjwm7q-BhDRARIsACD6-fWUG7jBt8xwX2EV9-_vilJX0g-avJcTyGKuDVyiiFgyPuGncvNDKIwaAt1nEALw_wcB
Einhverjar upplýsingar sem þið getið gefið mér?
Ég hef notað footballtickedpad.com. Hefur ALDREI klikkað !
sorry, á að vera footballticketpad.com
Arsenal ætti að íhuga nýjan þjálfara, eða kannski bara fínn þessi Arteta sem aldrei vinnur neitt.
Já, nei nei. Þetta er fínt svona.
Merkilegt hvað þessi Arteta er óþolandi.
Tuchel, Conte og Mourinho eru hátíð í samanburði.
Mér þykir Slot ekki fá mikið kredit frá fjölmiðlum fyrir starfið sem hann er að vinna.
Hafa verður í huga að Slot var ekki frægt nafn þegar hann tekur við liðinu öllum að óvörum.
Einhverntíman hefði það nú verið frétt ef lítt þekktur Hollendingar væri að rústa PL á sínu fyrsta tímabili.
Ástæða velgengninnar eru sagðar heppni með meiðsli (Alisson 2mán, Konate 2 mán, Trent 1mán, Gomez 4 mán, Jota 2-3 mán og nú eru Bradley og Gakpo á listanum)
Einnig það að Slot hafi fengið í hendurnar svo frábært lið að hann hafi litið sem ekkert þurft að gera og velgengnin sé þess vegna eðlilegt framhald og að mestu búin til af forveranum.
Fáir höfðu trú á þessum frábæra hóp sem endaði í 3. sæti í fyrra. Enginn fjölmargra álitsgjafa Sky Sport spáði liðinu ofar en 3 sæti og G. Neville spáði Liverpool í 5. sæti.
Livepool losaði nokkra leikmenn sl. sumar og bætti Chiesa í hópinn. Þessi Chiesa á að baki heilar 25 mínútur í deildinni sem af er og er ekki í hóp nema einhver sé meiddur.
Á meðan hafa Arsenal styrkt liðið um 100 milljón pund og City um 200.
Utan vallar hafa samningamálin legið eins og mara á klúbbnum og margir stuðningsmenn geta einfaldlega ekki notið velgegninnar á meðan þessi óvissa vofir yfir.
Þess utan krossar maður fingur og vonar að titlarnir verði fleiri. Eins og staðan er í dag er Liverpool líklegra liðið í deildarbikarnum og talið það líklegasta í CL líka.
Hvort sem titlarnir verði 1, 2 eða 3 þá er framtíðin björt með þennan snilling í brúnni.
Sammála.