Frábær helgi

Það er ekki langt síðan smá spenna var möguleg í titilbaráttunni þegar Liverpool var í hrikalega þéttu leikjaprógrammi. Eftir þessa helgi hefur Liverpool núna unnið þrjá í röð og Arsenal náð í 2 stig af 9 mögulegum. Staðan er fyrir vikið orðin alvarlega góð.

Liverpool vantar 5 sigra í síðustu 9 leikjunum gefið að Arsenal tapi ekki stigi það sem eftir er af tímabilinu. Þeir hafa ekki unnið meira en þrjá leiki í röð það sem af er móti og eru með tæplega tvö stig að meðaltali í leik. Ef að þeir halda áfram með sömu stigasöfnun enda þeir mótið með 75 stig sem er meira Meistaradeildarsætisbarátta en titilbarátta. Það þíðir líka að Liverpool þarf í raun bara að vinna tvo leiki í viðbót sem líklega verður nær lagi.

Stigasöfnun Liverpool á þessu tímabili er fáránlega góð og hlæilegt hvernig reynt er að draga úr yfirburðum liðsins. Bestu Klopp tímabilin skekkja svolítið myndina því stigasöfnun upp á 2,4 stig að meðaltali í leik hefur alltaf verið galið góð, hvað þá yfir 29 leiki.

Over my dead body sagði Arteta um daginn, þetta var svarið í dag

22 Comments

  1. Þetta verður alltaf betra og betra og maður lætur sig dreyma. Styttist í páskahátíðina með súkkulaði og málsháttum þannig að ég minni á þennan hér……

    ……… ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið! :O)

    YNWA

    10
  2. Miðað við leikjaprógramm Arsenal þá myndi maður ekki vera hissa ef þeir fengu 25-28 stig í restina. Vonandi minna. Ef þeir ná í 28 stig þá enda þeir með 83 stig. Þá þurfum við 4-1-4 eða 3-4-2 á lokakaflanum. Lítur vel út en við eigum erfiðara prógramm að mínu mati en Arsenal. Verðum að halda dampi í næstu 4-5 leikjum þá er þetta mögulega komið.

    6
    • Arsenal nær ekki 80 stigum i ár, það er fotboltalegur ómöguleiki.

      5
      • Rétt, geta heldur ekki tekið 28 stig úr 10 leikjum. Tölfræðilegur ómöguleiki

        4
    • Hvað sérðu í kortunum varðandi það að lið sem hefur fengið 2 stig af 9 mögulegum og skorað 1 mark í sl. 3 leikjum, sé að fara að taka 27 eða 29 stig af 30 mögulegum? (28 stig er ekki mögulegt). Arsenal eiga t.a.m. Chelsea næst og eiga eftir að mæta á Anfield.

      3
      • Mé sýnist að það sé tölfræðilegur möguleiki á 28 stigum í 10 leikjum, 3 sinnum 9 = 27 + eitt jafntefli sama sem 28

        6
  3. The Flash á ekkert í Arteta þarna í lokin,sá var snar. Vantar alla auðmýkt í þessa Nallara og nú er að renna upp sá tími að 21 ár er liðið frá síðasta titli hjá þeim í deildinni og þeir munu ekki vinna hann undir stjórn þessa manns.

    Áfram og upp.

    6
    • Ég kom með nákvæmlega sömu spurninguna á pennaspjallinu, Einar Matthías greinilega náði ekki hintinu um að það væri hægt að setja þetta skýrar upp…

      5
  4. Við erum rauðir við erum bestir, enginn getur stöðvað oss!
    Call the PL season off, réttið okkur bara titilinn. Það eru 7 leikir eftir sem skipta máli og við vinnum þá alla (enginn þeirra er í deildinni sem við erum búnir að vinna).
    Semjum við Mo og Virgil í sumar, Bradley getur séð um hægri bak næstu árin.

    YNWA

    4
  5. Arsenal ætti að íhuga nýjan þjálfara, eða kannski bara fínn þessi Arteta sem aldrei vinnur neitt.

    1
    • Merkilegt hvað þessi Arteta er óþolandi.

      Tuchel, Conte og Mourinho eru hátíð í samanburði.

      2
  6. Mér þykir Slot ekki fá mikið kredit frá fjölmiðlum fyrir starfið sem hann er að vinna.

    Hafa verður í huga að Slot var ekki frægt nafn þegar hann tekur við liðinu öllum að óvörum.

    Einhverntíman hefði það nú verið frétt ef lítt þekktur Hollendingar væri að rústa PL á sínu fyrsta tímabili.

    Ástæða velgengninnar eru sagðar heppni með meiðsli (Alisson 2mán, Konate 2 mán, Trent 1mán, Gomez 4 mán, Jota 2-3 mán og nú eru Bradley og Gakpo á listanum)

    Einnig það að Slot hafi fengið í hendurnar svo frábært lið að hann hafi litið sem ekkert þurft að gera og velgengnin sé þess vegna eðlilegt framhald og að mestu búin til af forveranum.

    Fáir höfðu trú á þessum frábæra hóp sem endaði í 3. sæti í fyrra. Enginn fjölmargra álitsgjafa Sky Sport spáði liðinu ofar en 3 sæti og G. Neville spáði Liverpool í 5. sæti.

    Livepool losaði nokkra leikmenn sl. sumar og bætti Chiesa í hópinn. Þessi Chiesa á að baki heilar 25 mínútur í deildinni sem af er og er ekki í hóp nema einhver sé meiddur.

    Á meðan hafa Arsenal styrkt liðið um 100 milljón pund og City um 200.

    Utan vallar hafa samningamálin legið eins og mara á klúbbnum og margir stuðningsmenn geta einfaldlega ekki notið velgegninnar á meðan þessi óvissa vofir yfir.

    Þess utan krossar maður fingur og vonar að titlarnir verði fleiri. Eins og staðan er í dag er Liverpool líklegra liðið í deildarbikarnum og talið það líklegasta í CL líka.

    Hvort sem titlarnir verði 1, 2 eða 3 þá er framtíðin björt með þennan snilling í brúnni.

    28

Stelpurnar mæta Arsenal í bikarnum

PSG á morgun