Í dag kl. 14:30 munu stelpurnar okkar heimsækja Arsenal og spila gegn þeim í 8 liða úrslitum í FA bikarnum.
Þetta er annar leikurinn sem verður spilaður undir stjórn Amber Whiteley – þ.e. í þessari lotu. Ekkert hefur frést af því hvernig leitin að nýjum stjóra gangi, og það getur vel verið að stjórnendur félagsins ætli bara að gefa Whiteley sénsinn til loka tímabilsins og meta þá hvort hún sé e.t.v. besti kandídatinn í djobbið.
Hún breytir litlu í uppstillingunni í dag, og heldur sig við 4ra manna vörn:
Laws
Fisk – Bonner – Matthews – Hinds
Holland – Kerr – Höbinger
Smith – Roman Haug – Kapocs
Bekkur: Micah, Evans, Clark, Nagano, Bernabé, Bartel, Shaw, Daniels, Enderby
Það eru tvenns konar tímamót í dag, því Fuka Nagano á afmæli, og Rachael Laws er að spila sinn 100. leik fyrir félagið, áfangi sem Ceri Holland náði í síðasta leik.
Annars verður áhugavert að sjá hvort við sjáum frekari breytingar á leikstíl liðsins núna þegar Amber er búin að hafa viku til að stimpla sínar hugmyndir inn í hópinn. En munum líka að við erum að eiga við talsvert erfiðari andstæðing í Arsenal heldur en í síðasta leik gegn Palace.
Það er hægt að horfa á leikinn á YouTube rás bikarkeppninnar, rétt eins og alla hina.
Eigum við að þora að spá að okkar konur komist í undanúrslit? Það yrði nú ekki leiðinlegt!
Ég pantaði sæti í undanúrslitum, og fékk ósk mína uppfyllta! Okkar konur með eina mark leiksins korteri fyrir leikslok, Roman Haug með skot í stöng sem hrökk af markverði Arsenal og í netið. Þær stóðust svo pressuna það sem eftir lifði leiks plús 9 mínútur í uppbótartíma.
Það er búið að draga, okkar konur heimsækja Chelsea í undanúrslitunum. Hinu megin mætast svo Manchester liðin tvö.
Geggjað, vel gert, YNWA
Best að opna bara á það strax að nota þennan þráð til að ræða leik United og Arsenal hjá strákunum.
Var ekki annars örugglega alvanalegt að United lægi í vörn eins og Stoke á Old Trafford hér í denn?
Núll komma nákvæmlega ekki neitt að gerast hjá United allan fyrri hálfleik… og svo Bruno. Veit ekki eiginlega hvort ég vil frekar að MU vinni þennan leik eða Arsenal. En Amorim á mikið verk fyrir höndum.
Sjaldan haldið með Manure í nokkrum leik, en geri það núna. Þetta er skringilega óþægileg tilfinning.
En djöfull er þetta lélegt lið!
Ég spáði að Arsenal myndi hvorki vinna Man Utd né Chelsea.
Nú held ég að þetta sé endanlega útilokað fyrir Arsenal.
Maður bíður þó með að fagna þar til titillinn er endanlega í húsi.
5 stiga helgi hjá okkar mönnum, unnum 3 og Arsenal töpuðu 2.
Titill nr 20 innan seilingar!
YNWA