Bilið breikkaði um tvö stig í viðbót í deildinni og staðan orðin vægast sagt góð. Seinni leikurinn gegn PSG er næst á dagskrá og Wembley um helgina. Liverpool spilar bara stórleiki.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
MP3: Þáttur 512
Miðað við frammistöðu varnarmanna Newcastle í hundlélegum leik á móti West Ham í kvöld held ég að það væri prýðileg hugmynd að sleppa Darwin lausum á einhverjum tímapunkti á sunnudaginn. Búa til svolítið óveður í teignum.