Byrjunarliðið tilbúið: Jota byrjar, Gakpo á bekknum

Þá er Slot búin að ákveða hverjir eru í byrjunarliðinu í stærsta leik tímabilsins á Anfield (hingað til). Ljóst að okkar menn þurfa að spila mun betur en í síðasta leik liðanna til að ná í góð úrslit, vonandi að þeir komi inn jafn trylltir og stuðningsmennirnir á pöllunum verða.

 

Image

 

Gestirnir eru ekki svo góðir að pósta flottum myndum af byrjunarliðinu á samfélagsmiðlum, en þeir munu vera með eftirfarandi leikmenn inná:

Paris Saint-Germain (4-3-3): Donnarumma; Hakimi, Marquinhos, Pacho, Mendes; Neves, Vitinha, Ruiz; Kvaratskhelia, Dembélé, Barcola

Subs: Safonov, Tenas, Kimpembe, Ramos, Doué, Lee, Hernández, Mayulu, Zaïre-Emery, Beralso, Mbaye

Anfield skelfur af spenningi ásamt öllum tengdum Liverpool, KOMA SVO STRÁKAR!!!

 

 

64 Comments

  1. Jæja, nu er bara að halda haus og lata hlutina ganga sinn vanagang, spai 2-1.

    YNWA

    3
  2. Úff, verðum að skora úr þessum færum. Sala búin að fá tvö dauðafæri.

    4
  3. Við erum mun öflugri það sem af er leiknum. Eigum inni Júró Gakpo og markheppinn Eliott.

    Taugaveiklun í vörn parísar.

    5
  4. Stórkostlegur leikur og frábær frammistaða hjá okkar mönnum. Að sjálfsögðu eru færi á báða bóga þegar tvö frábær lið eiga góðan leik. En hvað þetta er mikið skemmtilegra en þegar annað liðið pakkar í vörn.

    10
  5. Salah verður að skipta um kant, mendes er með hann í vasanum, og jota er eins og krakki á móti mönnum þarna frammi. Inn með NUNEZ OG GAKPO !

    2
  6. Margt afbragðs gott við þennan leik. Allt annað að sjá til Salah.

    Er sannfærður um að við eigum eftir að skora í seinni. Það mætti setja Eliott inn fyrir Szobo og Nunez fyrir Jota. Svo kemur samúræinn þegar við erum komin með yfirhöndina.

    3
    • Sammála held að Jota sé í smá lægð og mætti setja Nunez inná og bekkja Jota í nokkra leiki.

      1
  7. Framlínan hjá PSG er svakalega hröð. Þeir eru eins og veðhlaupahestar. Okkar framlína hefur ekki þennan griðarlega hraða en vonandi ná miðjumennirnir að,skila goðum sendingum á þá í seinni hálfleik.

    2
  8. Rosalega er ég ánægður með Hödda Magg. Fyrir mér, þá kryddar hann upplifunina á leiknum líkt og kommentin á kop.is

    5
  9. Hættiði þessari endalausu neikvæðni (sumir). Þetta er frábær leikur og aldrei, aldrei, vildi ég skipta á liðum, frekar en börnum mínum. Við erum og verðum Liverpool, hvernig sem allt fer, það fer vel.

    14
  10. úff. Núnez. Herra krummafótur og herra rangstaða ….

    En samt … alltaf fjör

    3
  11. Þetta er leikur sem Liverpool tapar aldrei, né í framlengingu eða vító.

    2
  12. Ég verð að segja og skrifa að ég hef tröllatrú á því að þetta lið okkar sé að fara að landa þessu.

    1
  13. Erum búnir að vera frábærir í kvöld, núna er bara að klára þetta strákar koma svo!

    1
  14. Ég er stoltur af liðinu og mér finnst þessi leikur hafa verið frábær skemmtun. Vonandi gerist eitthvað gott í framlengingu því ég hef illan bifur á vító … en áfram Liverpool. YNWA!

    4
  15. Eigum við ekki að skipta um markmann rétt fyrir lokinn og Kelliher til að taka vítaspyrnukeppnina.

    1
  16. Magnaður leikur Frábær færi á báða bóga. Geggjuð lið.

    Fer sigurliðið alla leið í úrslit? Gæti alveg trúað því.

    7
    • Þetta ætti að vera úrslitaleikurinn…..frábær lið og geggjaður leikur

      8
  17. Skiptingarnar jafn vonlausar og þær voru góðar síðast.

    Júró-Gakpo hvergi sjáanlegur
    Kurteisi Jónas – hægur og missandi boltann
    Eliott – sá ekki til hans
    Nunez…. æææ

    Og við erum fyrir framan últras. Glatað.

    3
  18. Höfum engar vítaskyttur þannig var vitað að við ættum ekki séns í vító.

    1
  19. Þessi vika gæti verið skita. Missa tvo í meiðsli fyri úrslitaleikinn. Það er þó ljóst að það verður að skora í þeim færum sem við fáum og það gegn þetta góðu liði.

    2
  20. Nunez og Jones með einhver lausustu vítaspyrnur sem ég hef séð . En flottur og skemmtilegur leikur svo það sé nú sagt.

    3
  21. Sumir eru fæddir winnerar en aðrir fæddir skúrkar … það vita allir hvaða leikmenn hér er átt við … úff innkoman í leikinn og síðan í vító …
    Stærstu mistök Slot hingað til sem stjóri að stöðva hann ekki frá því að taka víti !

    2

Gullkastið – PSG og Anfield South

Liverpool 0 – 1 PSG, PSG áfram eftir vító. (Leikskýrsla)