Þá er Slot búin að ákveða hverjir eru í byrjunarliðinu í stærsta leik tímabilsins á Anfield (hingað til). Ljóst að okkar menn þurfa að spila mun betur en í síðasta leik liðanna til að ná í góð úrslit, vonandi að þeir komi inn jafn trylltir og stuðningsmennirnir á pöllunum verða.
Gestirnir eru ekki svo góðir að pósta flottum myndum af byrjunarliðinu á samfélagsmiðlum, en þeir munu vera með eftirfarandi leikmenn inná:
Paris Saint-Germain (4-3-3): Donnarumma; Hakimi, Marquinhos, Pacho, Mendes; Neves, Vitinha, Ruiz; Kvaratskhelia, Dembélé, Barcola
Subs: Safonov, Tenas, Kimpembe, Ramos, Doué, Lee, Hernández, Mayulu, Zaïre-Emery, Beralso, Mbaye
Anfield skelfur af spenningi ásamt öllum tengdum Liverpool, KOMA SVO STRÁKAR!!!
Jæja, nu er bara að halda haus og lata hlutina ganga sinn vanagang, spai 2-1.
YNWA
Koma svo vinna þennan leik!
YNWA
Úff, verðum að skora úr þessum færum. Sala búin að fá tvö dauðafæri.
Hvað sagði ég.
Aula skapurinn endalaus !!!
Aftur vandræðagangur í vörnini
Trent að taka séns þarna. bara heimskulegt
Allt eðlilegt hjá Liverpool
Erum miklu betri. Þurfum að nýta færin, ekki gefa þau.
Við erum mun öflugri það sem af er leiknum. Eigum inni Júró Gakpo og markheppinn Eliott.
Taugaveiklun í vörn parísar.
og núnezinn auðvitað …. eða hvað…?
Ætli einhver góðhjartaður liggi á góðum hlekk?
Ekki tími…
Jota komdu nú með mark
Stórkostlegur leikur og frábær frammistaða hjá okkar mönnum. Að sjálfsögðu eru færi á báða bóga þegar tvö frábær lið eiga góðan leik. En hvað þetta er mikið skemmtilegra en þegar annað liðið pakkar í vörn.
Djöfull eru þeir nervusir, drengirnir. Mega ekki hika svona.
Dómaradruslan með PSG í liði!!
HEFUR ROBBO FUNDIÐ MANN MEÐ SENDINGU!!!!
Salah verður að skipta um kant, mendes er með hann í vasanum, og jota er eins og krakki á móti mönnum þarna frammi. Inn með NUNEZ OG GAKPO !
Margt afbragðs gott við þennan leik. Allt annað að sjá til Salah.
Er sannfærður um að við eigum eftir að skora í seinni. Það mætti setja Eliott inn fyrir Szobo og Nunez fyrir Jota. Svo kemur samúræinn þegar við erum komin með yfirhöndina.
Sammála held að Jota sé í smá lægð og mætti setja Nunez inná og bekkja Jota í nokkra leiki.
Jota getur ekki rassgat.
Framlínan hjá PSG er svakalega hröð. Þeir eru eins og veðhlaupahestar. Okkar framlína hefur ekki þennan griðarlega hraða en vonandi ná miðjumennirnir að,skila goðum sendingum á þá í seinni hálfleik.
Þeir virka sekúndubroti á undan okkar mönnum í langflesta bolta. Eins og að liðið okkar sé miklu eldra.
Hafa…?
vantar meiri kraft fyrir utan teiginn
Rosalega er ég ánægður með Hödda Magg. Fyrir mér, þá kryddar hann upplifunina á leiknum líkt og kommentin á kop.is
Þessi færi okkar.
Herra flækjufótur , skjótu drengur
Þessi dómari ætar að reynast okkur dýr.
Jota er ekki með
Hættiði þessari endalausu neikvæðni (sumir). Þetta er frábær leikur og aldrei, aldrei, vildi ég skipta á liðum, frekar en börnum mínum. Við erum og verðum Liverpool, hvernig sem allt fer, það fer vel.
Trent illa meiddur eftir þetta
Uss Trent off.
Markið liggur í loftinu
Hvað er með þetta tréverk eiginlega? Nunez er ekki inn á.
Jú jú. Hann er bæði inná og offside. As usual.
úff. Núnez. Herra krummafótur og herra rangstaða ….
En samt … alltaf fjör
Stolur af þessu liði okkar.
Stoltur
Þetta er leikur sem Liverpool tapar aldrei, né í framlengingu eða vító.
Þetta einvígi á skilið framlengingu sem er gott fyrir okkur…..
Elliot inná ?
Ég verð að segja og skrifa að ég hef tröllatrú á því að þetta lið okkar sé að fara að landa þessu.
Erum búnir að vera frábærir í kvöld, núna er bara að klára þetta strákar koma svo!
Ég er stoltur af liðinu og mér finnst þessi leikur hafa verið frábær skemmtun. Vonandi gerist eitthvað gott í framlengingu því ég hef illan bifur á vító … en áfram Liverpool. YNWA!
Ok
Hvar er Nunez????
Eigum við ekki að skipta um markmann rétt fyrir lokinn og Kelliher til að taka vítaspyrnukeppnina.
Fyrirliðinn mætti koma með pönnu
Magnaður leikur Frábær færi á báða bóga. Geggjuð lið.
Fer sigurliðið alla leið í úrslit? Gæti alveg trúað því.
Þetta ætti að vera úrslitaleikurinn…..frábær lið og geggjaður leikur
Úff og úrslitaleikur á sunnudaginn.
Gakpo með einhverja mestu aumingja innkomu sem ég hef séð
Skorar fyrir okkur í vító
Hvað með Curtis Jones, hræðileg innkoma!
Skiptingarnar jafn vonlausar og þær voru góðar síðast.
Júró-Gakpo hvergi sjáanlegur
Kurteisi Jónas – hægur og missandi boltann
Eliott – sá ekki til hans
Nunez…. æææ
Og við erum fyrir framan últras. Glatað.
Allison er ekki góður að verja víti.
Ömurleg innkoma varamanna í þessum leik
Skil aldrei þessar hikandi vítaspyrnur.
Höfum engar vítaskyttur þannig var vitað að við ættum ekki séns í vító.
Þessi vika gæti verið skita. Missa tvo í meiðsli fyri úrslitaleikinn. Það er þó ljóst að það verður að skora í þeim færum sem við fáum og það gegn þetta góðu liði.
Nunez og Jones með einhver lausustu vítaspyrnur sem ég hef séð . En flottur og skemmtilegur leikur svo það sé nú sagt.
Sumir eru fæddir winnerar en aðrir fæddir skúrkar … það vita allir hvaða leikmenn hér er átt við … úff innkoman í leikinn og síðan í vító …
Stærstu mistök Slot hingað til sem stjóri að stöðva hann ekki frá því að taka víti !