Liðið gegn Newcastle á Wembley

Bekkur: Alisson, Tsimikas, Endo, Jones, McConnell, Elliott, Gakpo, Chiesa, Nunez

Fátt sem kemur á óvart. Aðal spurningin var frammi, þ.e. hvort Gakpo væri klár í að byrja, og hvort Nunez fengi traustið í níunni.

Newcastle stilla upp sínu sterkasta liði, fyrir utan að Gordon er í banni og Hall er á sjúkrabekknum.

KOMA SVO!!!!!

78 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Spennan magnast og mikið djöfull vona ég að bikarinn komi heim og þetta er forréttur fyrir stóra bikarinn. Koma svo strákar vinnum þetta

    2
  2. Hálf fit jota er betri kostur en full fit Nunez
    Slotarinn virðist átta sig á því.
    Þessi leikur má ekki fara í framlengingu. Klárum þetta 2-1

    3
  3. Okkar menn alls ekki gíraðir í þennan leik. Ennþá með timburmenn eftir spælinguna.

    7
  4. Úff hvað þetta er lélegt hjá okkar mönnum, það er nákvæmlega engin ógn sóknarlega á fyrstu 44 mín leiksins.

    6
  5. Flott hjá þeim að skora, liverpool er búið að vera til skammar í þessum leik, ég held þetta sé búið.

    9
  6. Úff, við erum heillum horfnir. Svo sem ekki fyrsti ömurlegi fyrrihálfleikur vetrarins.

    Vonum að sá seinni verði eins og svo oft í vetur.

    4
  7. Á hvaða lyfjum er Arne Slot að vera með Mac Allister á Burn?

    Að því sögðu þá er forysta Newcastle verðskulduð og ef ekki verður STÓR breyting á leik okkar manna í seinni hálfleik þá verður bikarinn í höndum Newcastle-manna einnig verðskuldaður.

    13
  8. Leikaðferð Newcastle er að varnarmenn dúndra fram, Virgil og Konate skalla frá marki og miðjumenn Newcastle vinna ALLA bolta. Fótboltinn sem Newcastle spila er stórkallalegur og við eigum ekkert svar.

    4
  9. Þetta er bara alveg svakalega lélegur leikur hjá liverpool og þetta minnir óneitanlega mikið á síðasta ár þar sem liverpool voru arfaslakir á lokasprettinum. Og það sem fer mest í taugarnar á mér er manni finnst enginn barátta eða vilji í liðinu og það finnst mér ótrúlegt.

    11
  10. Á fimm dögum erum við á góðri leið með að fara úr því að eiga séns á 3 titlum í að eiga séns á einum. Og hann er ekkert kominn í fangið heldur. Ég bara trúi því ekki að liðið ætli að skíta í brækurnar á lokametrunum. Komið stress í Slot?

    Koma svo! Rífa sig upp í seinni hálfleik og klára þetta, og klára svo deildina.

    Þá verðum við öll syngjandi glöð í vor 🙂

    4
  11. Ef þetta er það sem koma skal restina af tímabilinu þá sé ég okkur alveg missa af hinum stóra…..

    6
  12. Hvað kom fyrir Salah? Hann er ekki sjáanlegur leik eftir leik ef leikurinn fer ekki fram í vitateig andstæðinganna. Mjög æskilegt að hann vakni í síðari hálfleik.

    5
  13. Ég vona að það sé að bankast hraustlega inn í kollinn á Slot að hann getur ekki keyrt heila leiktíð á 14-15 mönnum eins og í Hollandi. Þessi hópur er kagsprunginn á limminu.

    9
  14. Þetta er svo lélegt að það er leitun að öðru eins.
    Ef menn ætla að spila svona það sem eftir er tímabils þá vinnur liðið ekki fleiri leiki.

    5
  15. Mikið var nú gott að það voru engin keyptir eftir áramót því þá hefðum við kannski getað unnið þessa leiki sem við erum að tapa núna síðustu vikurnar. En frábært að hafa þennan þunna hóp sem núna bítur okkur í rassgatið. Búnir að tapa í meistaradeildinni og núna þessi bikar. Vel gert Liverpool.

    7
  16. Newcastle getur fengið dolluna í hálfleik svo við getum gert eitthvað annað með kvöldið..ég er alveg brjál…

    6
    • Slot, er með allt niðrum sig, hvernig er ekki hægt að peppa liðið í úrslitaleik á wembley!
      Allir ótrúlega lélegir nkl eins og á móti psg.

      2
  17. Myndi það drepa Slot að setja bara einhverja aðra menn inná? Einhverja sem ná amk. 20 pundum í dekkin.

    5
  18. Það er eins og allt liðið hafi verið að djamma með Guggu og Jóa síðustu vikuna. Get ekki horft á meira af þessu.

    5
  19. Hræðilegir síðustu leikir hjá Liverpool. Slot frosinn og gerir leikinn eins auðveldan og hægt er fyrir Newcastle. Jota á ekki séns í þessa löngu bolta

    4
  20. Slot að klúðra öðrum mikilvæga leiknum í röð með því að láta þennan Jota farþega byrja.

    4
      • Keila hefði gert meira gagn en Jota í seinustu 3-4 leikjum. Hann er búinn og fer vonandi í sumar.

        2
  21. Okkar menn heillum horfnir! Ekki einn einasti leikmaður sýnt lit og greinilegt að tap gegn PSG fór illa með hugarfarið! Kærkomið frí framundan…….. tjaaaa…… fyrir þá sem ekki þurfa að elta landsliðin!

    YNWA

    2
  22. Sælir félagar

    Það sem er verst í þessu öllu er að með þeirri spilamennsku sem liðið er að spila nú um stundir þá náum við ekki þeim stóra heldur. Spilamennska liðsins og leikmenn eins og Jota og Darwin, Tsimikas og Jones, Eliot og . . . . . er algerlega vonlaus því miður. Breiddin í liðinu er sýndarbreidd, þeir miðjumenn sem byrjuðu þennan leik er klassa ofar en þeir sem koma næstir og virðast allir meira og minna búnir á því. Salah ekki svipur hjá sjón eftir að hafa mist af Gullboltanum og það virðist þurfa að skipta allri framlínunni út. Slot virðist vera að missa kúlið og ekki sélega bjart síðustu vikur leiktíðarinnar – því miður.

    Það er nú þannig

    YNWA

    12
  23. Erfitt að gíra sig í þennan eftir tapið á móti PSG en tökum þennan eina sem skiptir máli, hefði verið gaman aað taka fleiri en menn lifa og læra. Ekki að þessi sé búinn henda í 2 mörk í restina 🙂 Newcastle bara miklu betri í þessum leik.

    3
  24. Er orðinn skíthræddur að liverpool klúðri premier league líka því eins og þessi leikur er að spilast og akkúrat virðist ekki vera neinn vilji í liðinu að berjast.

    3
  25. Liverpool tapar deildinni líka, þeir geta ekki unnið fleyri leiki það sjá það allir.

    3
  26. Svartsýnis tal en svei mér þá ég er hreint ekki viss um að það takist að tryggja titilinn í ár.

    1
  27. Hvaða hörmungar spyrna var þetta á lokasekundu hja Keheller?? Eru allir gagnslausir í dag?

    3
  28. Vissulega er vont að tapa þessum leik, enn svona er fótboltinn stundum, við virðumst vera í smá lægð akkúrat núna. Hvar skildi hann Indi minn vera núna þegar flestir eru að hrauna yfir mannskapinn núna?

    Ég sá einum af pislunum að hann Indi ætlar að eyða yfir 300 millijónum punda í sumar
    hann hefur sennilega runnið í eigin ræpu blessaður kallinn að halda að FSG séu að fara að eyða slíkri upphæð í leikmenn, nema hann sé kominn í þann hóp sem hann kallar olíufursta?

    Það er í rauninni með ólíkindum að það sé ekki búið að semja við þessa þrjá af okkar bestu mönnum
    Eins og staðan er núna lítur út fyrir það að þeir séu allir að fara eftir þetta tímabil?

    Núna í sumar sjáum við úr hverju Fenway Sport Group er gerðir

    Vinnum deildina, við eru aldrei að tapa þeim titli.

    Áfram gakk, næsti leikur

    1
  29. Skelfileg frammistaða allan leikinn. Allir hræðilegir nema kannski Virgil. Leikur Liverpool undanfarið að mestu leyti herfilegur. Mér finnst ólíklegt að liðið klári deildina. Ég sé Liverpool bara því miður ekki vinna marga leiki í viðbót. Nákvæmlega eins og í fyrra. Lítil breidd, tímabilið fjarar út. Spilað á alltof fáum mönnum. Það má ekki gagnrýna liðið á þessari síðu en getur verið að Slot og PSG séu að falla enn eina ferðina á því að kaupa ekki leikmenn og ná ekki að semja við lykilmenn??? Keyra á of fáum mönnum????

    1
  30. Nú var Slot að fatta (vonandi) að það gengur ekki að keyra á sömu 14-15 mönnunum allt tímabilið á Englandi.

    1
  31. Lélegt.
    Erfitt að horfa á þetta og ekki síður að hlusta á þennan ágæta þul dagsins.

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Bikarúrslit á morgun – landar Slot sínum fyrsta titli með Liverpool?

Liverpool 1 – 2 Newcastle