Liðið gegn West Ham – 9 stig eftir

Svona stillir Slot upp liðinu gegn West Ham núna kl. 13:

Bekkur: Kelleher, Jaros, Quansah, Robertson, Endo, Szoboszlai, Elliott, Chiesa, Gakpo

Svolítið áhugavert að Tsimikas byrji en Robbo sé á bekk. Eins er áhugavert að Jones byrji í tíunni en Szoboszlai sé á bekk. Það kemur svo minna á óvart að hvorki Elliott né Chiesa byrji. En það að Nunez sé ekki einusinni á bekk er annaðhvort út af meiðslum/veikindum, eða þá að það eru risa skilaboð um að hann sé að fara í sumar.

Nóg um það. Í dag þarf að sækja 3 stig, því það er titill sem þarf að vinna.

KOMASO!!!!!

40 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Vonandi að Jota reimi á sig takkaskóna í dag og skori allavega 1 mark.
    Væri líka gaman að sjá Salah fagna nýja samningnum með góðri frammistöðu, mér finnst samt eins og Chiesa mætti alveg fá fleiri mín á vellinum.
    En nóg um það, sækjum þessi 3 stig og setjum 9 fingur á titilinn

    2
    • Ég myndi segja svona 9.62 fingur. Held að níundi puttinn hafi verið settur einhverntímann í mars.

      1
      • Ég myndi frekar segja 9,8696044011 putta, það er mun fallegri tala.

        1
  2. Fín upphitun, pínu móðgaður samt að ekki var einu sinni minnst á Finnann knáa, Sami Hyypia.

    3
  3. Væri þetta Fantasy væri freistandi að hafa Chiesa þarna efst í miðjunni – þarna sem Jones er. Það sem maður hefur séð af honum er hann teknískur og hefur auga fyrir markinu. Gæti bæði ógnað og átt fínar sendingar. Held að fái hann smá run gæti hann reynst okkur vel.

    5
  4. Set spurningamerki við þetta byrjunarlið. Tsmikas fram yfir Robbo sem er búinn að fá viku hvíld og Jones í staðinn fyrir Sobo.
    Myndi skilja þetta ef við værum að spila 3 leiki næstu viku en það er vika á milli leikja núna.
    Allavega Slot hefur þetta svona þeir koma líklega inná í seinni og vonandi verða úrslitin góð þurfum þessi 3 stig og slökkva endanlega í Arsenal.

    YNWA

    5
    • Held að það sé bara fínt að fá smá “ass meets the bench” þegar maður hefur spilað illa. Mesta motivationið

      2
  5. Meira af Mo er að gera sig! Allt annað að sjá til liðsins en í síðasta leik. Og núna er líka GAMAN að horfa.

    4
    • Mér finnst þetta bara meira af því saman. Núna á heimavelli og geng verra liði.

      3
      • Tja, þetta fór í smá stöðnun eftir markið. Of margar sendingar að klikka, líka hjá Mo sem er vanur að spila þröngt og hefur átt nokkrar sem eru því miður nokkrum sentímetrum frá að virka. Vantar smá yfirvegun í þetta og völtun. Höfum saknað hvors tveggja nokkuð lengi. Þetta hefur mallað í vetur og oftast sloppið vel. Ég styð okkar mannskap auðvitað fram í eldrauðan dauðann – en finnst þó líklega liðið sem vann deildina fyrir fimm árum og jafnvel þau sem rétt misstu af titlinum árin eftir það hafa verið skrefinu fremra.

        Að því sögðu er árangurinn í vetur alveg ótrúlegur á fyrsta ári nýs stjóra og ef sumarglugginn fer vel er ekki ástæða til annars en að horfa mjög björtum augum fram á við.

        1
      • Bið bara um þrjú stig í dag. En West Ham eru eins og staðan er núna fyrir neðan Wolves og við erum á heimavelli. Mér finnst bara eins og þetta ætti að vera betra frá okkar mönnum. Þó ekki væri nema bara fyrir þá sjálfa.

        1
  6. Sælir félagar

    Dálítið kæruleysi í vörninni stundum en annars bara gott. Mikið væri ég til í að fá Chiesa inn fyrir arfalélegan Jota. Salah og Dias sífellt ógnandi en ógnin af Jota er engin. Aðrir bara góðir og svo má keyra aðeins upp hraðann í seinni.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  7. Góður hálfleikur að mörgu leiti. Liverpool hefur verið klárlega betri aðilinn nema hvað að West Ham er að fá þónokkuð mikið af hættulegum færum og staðan gæti hæglega verið jöfn. West Ham er greinilega með sín vopn og leikmenn sem gætu spilað fyrir sterkari lið og því verður að mæta þeim af meiri aga og ákveðni.

    Vonandi bætum við í síðari hálfleik, náum að halda pressu áfram en verjast betur í senn þegar þess er þörf. Sigur í þessum leik færi með okkur langleiðina að Englandsmeistaratitlinum.

    1
  8. Flottur fyrri hálfleikur nema að vörnin opnast ansi auðveldlega og sóknin mætti nýta þessi færi sem eru að skapast.

    hvernig væri nú að setja Chiesa inn á í staðinn fyrir stuðlausan Jota?

    Mabbarspyr

    4
  9. Já sammála ykkur hér að ofan, Jota verið daufur og rúmlega það, finnst reyndar Curtis “klappari” Jones líka arfaslakur, mætti skipta honum útaf einnig.

    3
  10. Skil ekki þessar skiptingar. Tsimikas búinn að vera frábær og sama með Bradley.

    Robertsson búinn að gera ein varnarmistök nú þegar!

    4
  11. Djö….. er þetta dapurt í seinni, eru menn að bíða eftir að West Ham jafni leikinn??! Virðist ekki spurning um hvort heldur hvenær!!

    4
  12. Þetta hefur verið steingelt í seinni hálfleik. West Ham yfir á öllum stöðum á vellinum. Bakvarða skiptingarnar fullkomlega galnar.

    Liðið ætlar einhvern veginn að tutla sig í gegnum þetta en gestirnir eru með hörkuleikmenn í hverri stöðu.

    Jæja mætir sá japanski. Þó fyrr hefði verið. Þurfum samt að bæta við marki, helst!

    2
  13. Tilgangslausar skiptingar nema Jota. Vonlaus frammistaða í seinni. Góðar solid frammistöður í 90mins má líklega telja á fingrum annarar handar á þessu tímabili. Kallað eftir auknum spilatíma frá Elliott og Chiesa en fáum ekki áheyrn.

    1
  14. WTF hvað er í gangi með Liverpool þessa dagana. Miðað við þessa spilamennsku þá eiga þeir ekki skilið að verða Englandsmeistarar.

    2
  15. hahaha jájájá !!!

    Virgillinn. Fyrirliðinn. Kyssir lógóið!

    Slot: ,,Note to self: Sókn er besta vörnin”

    2
  16. Ég vissi það um leið og Robbó kom inná að West Ham myndi jafna og það yrði honum að kenna. En ekki að hann myndi beinlínis setja boltann í eigið net. Af hverju var Tsimikas tekinn út af eiginlega?

    2
  17. Virgil smá skröffí að undanförnu en þarna þekkjum við hann og elskum! Annars er eins og liðið geti ekki beitt sóknarþunga nema lífið liggi við; allt of værukærir þegar þeir eru yfir og spila þá að jafnaði sem underdogs, hálf taugaveiklaðir, að minnsta kosti upp á síðkastið. Líklega eitthvað í mentalítetinu hjá Slot sem gerir þetta að verkum; hann hlýtur að segja þeim að mestu máli skipti að halda fengnum hlut þegar liðið er yfir, en vonandi breytist það með auknu sjálfstrausti á næsta tímabili. Bestu eiginleikar liðsins felast ekki í að spila einhverja panikk vörn upp á fenginn hlut.

    En nú er ekki tíminn til að tuða. Og NÚNA, þegar mínúta er eftir, má svo sannarlega halda út og skila sigrinum heim…

    2
  18. Sætur sigur en ekki hægt að segja að síðari hálfleikur hafi verið vel spilaður. Liverpool virðisat spila oft í einhverjum undarlegum gír. “gera það sem þarf til að sigra” gírnum. Mér fanst raunverlegur getumunur liðana koma í ljós þegar West Ham jafnaði, þá fór liðið okkar loksins á tærnar og sýndi sínar bestu hliðar þar til þeir skoruðu.
    Ég er mjög óánægður hvað vörnin er að opnast mikið. Jú jú við erum á góðri leið að vera Englandsmeistarar en West fékk allt of mikið af færum og hefðu getað jafnað aftur í restina á leiknum.

    En mistök eru til að læra af og nú þarf aðeins sex stig til að gulltryggja titilinn.

    2

Leave a Reply to Tigon Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Stelpurnar mæta Chelsea í undanúrslitum bikarsins

Liverpool 2 – 1 West Ham – 6 stig eftir