Liverpool – Tottenham 5-1 – LIVERPOOL ER ENSKUR MEISTARI 2024/25!!

Mörkin

0-1 Solanke, (12.mín)
1-1 Diaz (16. mín)
2-1 Mac Allister (24. mín)
3-1 Gakpo (34. mín)
4-1 Salah (63. mín)
5-1 Sjálfsmark (69. min)

Hvað réði úrslitum

Sú staðreynd að Liverpool er besta lið Englands. Punktur.

Hvað þýða úrslitin

Það er einfalt. Liverpool er ENGLANDSMEISTARI 2024/25 og er, aftur, orðið sigursælasta lið Englands! Ég viðurkenni það fúslega að ég bjóst aldrei við að þetta yrði staðan þegar leiktíðin hófst s.l. haust, aldrei! Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona það og spáði liðinu baráttu um meistaradeildarsæti í besta falli.

Þó það sé öllu styttra síðan við urðum síðast meistarar í þetta skiptið þá er ég ekki frá því að þetta sé sætara. Það er bara ekki eins að spila án áhorfenda – hvað þá að fagna titilinum á tómum velli og án rútu (þegar þar að kemur).

Það að Slot takist þetta á sinni fyrstu leiktíð er ótrúlegt afrek. Vissulega tók hann við virkilega góðu liði – en það voru samt fullt af spurningarmerkjum í kringum liðið í upphafi leiktíðar. Honum tókst, með sinni yfirvegun að koma ró á alla, innan vallar sem utan, halda mönnum heilum og landa þeim tuttugasta.

Það hafa nokkrir bitrir stuðningsmenn annarra liða verið að tala niður þetta afrek síðustu vikur. Þeir vilja meina að deildin sé svo slök þetta árið og að Liverpool sé að koma skríðandi yfir endalínuna – en gera sér samt ekki grein fyrir því að:

  • Liverpool er með 15 stig í síðustu 6 leikjum (af 18 mögulegum) og 22 stig úr síðustu 9 leikjum (af 27 mögulegum).
  • Hið frábæra Liverpool lið fyrir áramót safnaði 39 stigum í fyrstu 16 deildarleikjum (2,4 stig að meðaltali( en hefur “einungis” náð 41 stigi í síðustu 18 deildarleikjum (2,3 stig að meðaltali).  Alvöru stöðugleiki þar á ferð.
  • Liverpool spilaði 26 leiki, fyrr á leiktíðinni, án taps, sem er meira en t.d. City hefur nokkurn tímann gert undir stjórn Pep.
  • Liverpool er með 82 stig eftir 34 leiki, sem er 2,4 stig að meðaltali per leik. Miðað við þá stigasöfnun þá ætti það að skila 91-92 stigum eftir 38 leiki. Til samanburðar þá má benda á að:
    • City hefur eingöngu einu sinni síðustu 4 ár náð fleiri stigum (93 stig 2021/22) og hið “ósigrandi” lið Arsenal 2003/04 náði til að mynda færri stigum eða 90 stigum.
    • Chelsea vann deildina á 93, 87 og 86 stigum og Man Utd á 89, 80 og 90 stigum í síðustu þrjú skipti sem þessi lið unnu deildina.

Ég hef afskaplega gaman af þessu, sérstaklega þegar þetta kemur að mestu frá stuðnigsmönnum liðs sem telur að sín stigasöfnun uppá 1,97 per leik (sem eru heil 75 stig yfir 38 leiki) sé dómarastéttinni að kenna.

Hvað hefði mátt betur fara?

Ekkert.

Næsta verkefni

Það er stórt, scouserinn þarf að mæta í vinnu á morgun og mig grunar að nóttin sé löng þar á bæ! Að öllu gríni slepptu þá eru næstu verkefni afskaplega skemmtileg. Við fáum að láta Chelsea og Arsenal standa heiðursvörð áður en við mætum þeim 4 og 11 maí í deildinni. Ég hlakka til.

Þar til næst

YNWA

39 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Hann Árni karlinn Slot kann sko að gleðja mig og mun ekki láta okkur bíða næstu fimm ár – Til hamingju !

    18
  2. Ég versla ekki við fyrirtæki sem auglýsa þegar verið er að fagna á Anfield. Ömurleg tímasetning. Allt annað fullkomið.

    Til hamingju með ótrúlegt tímabil. Ég er sáttur stuðningsmaður Liverpool.

    4
  3. Leikurinn var jafn spennandi og deildin!

    Englandsmeistarar. Það verður ekki stærra!!!

    og hversu léleg er þessi Evrópudeild þegar liðin í undanúrslitum eru svona..?

    8
  4. Frábær sigur hjá okkar mönnum!
    Arne Slot er sennilega að ná einum besta árangri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem þjálfari á fyrsta ári

    Til hamingu Liverpooláðdáendur með titil númer 20!

    YNWA

    14
    • Eru þessir eigendur ekki ömurlegir samt og geta aldrei keppt við eigendur hinna liðana ? Nokkrum númerum of fátækir ?
      🙂

      Insjallah
      Carl Berg

      13
      • Hefur þú ekkert betra til málana að leggja enn þetta á svona degi?
        mikið áttu bágt að finna þér ekkert betra til að tala um enn álit mitt á FSG bjór belgur?

        Það voru ekki eigendurnir sem skópu þennan titil, það eru Arne Slot staffið hans og leikmenn Liverpool svona til að hafa það á hreinu og því ber að fagna.

        Við skulum svo sjá til hvort þessir heittelskuðu FSG vinir þínir muni standa í lappirnar í sumarglugganum, þeir hljóta að spara mikinn pening á því að nota ekki Darvin Nunez í síðustu leikjunum.

        YNWA

        6
      • Þessir eigendur réðu einmitt Arne Slot og keyptu alla þessa leikmenn, sem voru að vinna titilinn í dag!

        Því ber að fagna og kannski eru FSG bara ekkert eins slæmir og þér er tíðrætt um.

        Insjallah
        Carl Berg

        1
  5. Innilega til hamingju öll.
    Stórkostlegt er úrdráttur á hæsta stigi.
    Stórum sokk troðið ofan í mig og skal éta hann með bestu lyst.
    YNWA
    Erum best.

    5
  6. Við skulum ekki gleyma þeim þætti sem Jürgen Klopp á í þessum árangri.
    Danke Herr Klopp.

    10
  7. Til hamingju allir með okkar annan PL titil. Þessi er skemmtilegri en okkar fyrri þar sem sá var stjörnumerktur. Hlakka til sumarsins og vona að bollan hann Trent skrifi loks undir.

    Call the season off.
    YNWA!

    5
    • Ömurlegt að einhver sem kallar sig Liverpool stuðningsmann vanvirði klúbbinn á þann hátt að kalla 2020 titilinn “stjörnumerktan”.

      Stjörnumerktur vegna þess að klára þurfti tímabilið sem þegar var unnið fyrir luktum dyrum?

      Enginn talar um að 2021 titillinn sé stjörnumerktur. Þá voru mikið fleiri leikir spilaðir á tómum leikvöngum sem hentaði stemningslausu City liði ágætlega.

      2
      • Semsagt Liverpool var með 20 stiga forskot þegar hlé var gert á deildinni 2020 og þurfti að klára 8 leiki án áhorfanda. Það eru greinilega ekki einungis “haters” heldur einhverjir af okkar eigin stuðningmönnum sem kalla titilinn “stjörnumerktan.

        City vinnur 2021 þar sem allt tímabilið er spilað á tómum leikvöngum fyrir utan nokkra leiki sem takmarkaður fjöldi fékk að vera á völlunum. Enginn talar um þann titil sem “stjörnumerktan”. ***

        1
  8. Það má segja að liðið hafi sett í Rallý gírinn í dag eftir að fá á sig þetta mark. Þvílík veisla !

    Til hamingju við öll

    6
  9. Hvað vil ég sjá í framhaldinu?

    Ég vil sjá Liverpool sýna andlega og líkamlega yfirburði!

    … ekki tapa leikjum til enda tímabils.
    … og vinna tiltekna leiki til enda tímabils.
    … … ég vil sjá Liverpool vinna Arsenal á heimavelli og auka forskotið í deildinni þar með um 3 stig (hver sem stað er þá).

    Ég fer ekki fram á mikið, kröfur mínar eru allt um lykjandi mjög svo hógværar!!

    5
  10. Skrýtið og óþægilegt að sjá Trent standa frosinn og þegjandi á meðan liðsfélagarnir sungu hástöfum You’ll never walk alone, svo glumdi í Kop stúkunni.

    6
      • Ef það er einhver vitglóra í hausnum á honum, þá verður hann áfram.

        Ef ekki, þá mun Liverpool leysa það.

        3
      • Ég er að vona að hann hafi verið að hugsa “ég get ekki yfirgefið þetta”

        3
      • Maður kemur í manns stað.

        Það er búið að bjóða Trent góða launahækkun sem hann hafnaði.

        Hugur hans stefnir burt og það er í góðu lagi mín vegna.

        Í staðin fáum við vonandi bakvörð sem er betri varnarlega og langar virkilega að vera hjá klúbbnum.

        Best er þó að útiloka ekkert þó áreiðanlegir miðlar segi að samningur hans við RM sé frágenginn.

        1
  11. Þvílík forréttindi að halda með þessu lið. Hitti um daginn mann sem er Chelsea aðdándi og hann spurði mig með hvaða liði heldur þú? Ég sagði Liverpool, já það er lang skemmtilegast að halda með þeim, sagði hann. Er það ekki einmitt málið, það er ótrúlega gaman að halda með Liverpool og ég held að leikurinn í dag hafi verið fyrsti leikurinn á tímabilinu þar sem maður gat aðeins slakað á Yfirleitt er þetta háspenna fram á loka mínútu. Er hægt að biðja um meira,. Enska úrvalsdeildin er besta sjónvarpsefni í heimi, sérstaklega ef þú ert Liverpool aðdáandi. Til hamingju öll.

    9
    • Jú, það er langskemmtilegast. Get ekki ímyndað mér annað en vissulega tók það á þegar MU vann allt of mikið á tímabili en liðið okkar hefur aldrei lagst svona lágt eins og þeir gera núna. Við getum glaðst yfir okkar frábæra fótboltaliði og sú framtíðarsýn sem ríkir mun halda okkur við efnið. Það er að vinna titla!

      2
  12. Every game we love to win and this is what we sing
    We Love you Liverpool we do
    We Love you Liverpool we do

    6
  13. Innilegar hamingjuóskir kæru púllarar, nær og fjær! Þetta er svo innilega verðskuldað og svo ótrúlega FALLEGT!
    Klúbburinn okkar er fær um að halda þessu áfram og jafnvel bæta í. Arne virðist vera einn sá allra færasti í bransanum og strúkturinn hjá LFC er þess eðlis að sjálfbærnin sé í fyrirrúmi og framtíð okkar í leiðinni.

    9
  14. Einstok atvik eða hvað annað, skiptir ekki mali nuna. Það að liðið okkar er Englandsmeistari skiptir ollu mali, og 4 leikir eftir. Undanfarið er buið að vera 10-13 stig sem skilja okkur að fra hinum, en við erum ekki a þessum stað fyrir ekki neitt. Við erum a þessum stað vegna þess að LFC er besta liðið, and I love it. Auðvitað var maður viss um titilinn fyrir nokkru siðan, en það var bara ekki við hæfi að fagna fyrr en það er staðfest, það gerðist i dag. Til hamingju poolarar nær og fjær.

    YNWA

    5
  15. Sælir félagar

    Hvílíkur dagur hvílikt lið. Takk Klopp, takk Slot, takk leikmenn Liverpool, takk starfsmenn Liverpool og síðast enn ekki síst – takk stuðningmenn um heim allan. Besta lið Englands sem er með bestu og tryggustu stuðningmenn sem nokkurt lið getur óskað sér. Liverpool lengi lifi.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  16. Til hamingju, Púlarar nær og fjær, þetta er algjörlega geggjað! Þvílík innkoma hjá Slot, þetta er langt umfram væntingar þær sem maður hafði sl. sumar.

    Góðir punktar í MOTD um hvernig menn á borð við Gakpo, Grav og Konate öðluðust aukið sjálfstraust eftir að hafa verið sýnt traust.

    YNWA!

    1
  17. Já þvílík forréttindi að halda með Liverpool.

    Sömuleiðus til hamingju allir. Þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil.

    Svo er bara að klára að dæma okkur a.m.k. þessa tvo titla sem við hefðum alltaf átt að vinna ef ónefnt lið hefði ekki svindlað sig rænulausa.

    Áfram Liverpool!

    1

Leave a Reply to Carl Berg Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið til að klára þetta

GULLKASTIÐ – LIVERPOOL ENGLANDSMEISTARAR