Chelsea 3 – 1 Liverpool

Mörkin

E. Fernández 

J. Quansah 

V. van Dijk 

C. Palmer 

Hvað réði úrslitum

Liverpool mættu ekki sem beittastir til leiks og Chelsea refsaði þeim umsvifalaust. Markið hans Enzo á þriðju mínútu þýddi að Chealse gátu legið til baka og beitt frábærum skyndisóknum sem ollu Liverpool usla allan leikinn.

Fyrir utan fyrstu tíu voru okkar menn betri og meira með boltann megnið af leiknum, en tókst ekki að skapa raunverulega hættuleg færi. Sjálfsmarkið hans Quansah kom á vondum tíma, okkar menn voru með undirtökin en ein af þessum skyndisóknum leiddi til einkar klaufalegs marks hjá hinum unga Quansah, sem líklega er ekki búin að spila sig inn í framtíðaráætlanir Slots.

Okkar menn náðu að klóra í bakkann þegar skammt var eftir af leiknum, fyrirliðinn náði að stanga boltan í netið eftir eina af mýmörgum hornspyrnum Liverpool. Síðustu tíu mínútur leiksins var ekki að sjá að okkar menn væru tilbúnir að tapa, en þeim Chelsea mönnum tókst vel að drepa tíman. Þegar komið var í uppbótartíma braut Quansah hinsvegar einkar klaufalega í vítateignum og ungstirnið Cole Palmer tryggði heimamönnum stiginn þrjú ásamt því að vera fyrsta liðið til að vinna Liverpool Arne Slot með meira en einu marki.

Hvað þýða úrslitin

Heilt yfir lítið. Tillinn er komin í hús og allt það.

Jared Quansah, Harvey Elliot og Curtis Jones hljóta hins vegar að naga sig í handarbökin yfir að hafa ekki nýtt sénsinn í byrjunarliðinu betur. Að sama skapi er ofboðslega erfitt að dæma menn sem þurfa að koma inn þegar svo margar breytingar eru gerðar á liðinu. Þessi leikur mun ekki breyta miklu í áætlunum Slots fyrir sumarið, sérstaklega ekki þessum leikmönnum. Ég vona þó að Elliot og Jones fái að spreyta sig meira út tímabilið, þá helst í liði sem samanstendur af fleiri af okkar bestu mönnum.

Bestu menn

Mér fannst Bradley komá virkilega ferskur og góður inn af bekknum og Gakpo virkaði stórhættulegur þó hann næði ekki að skora. Van Dijk fær punkta fyrir markið sem hann skoraði en átti líka þátt í sjálfsmarkinu svo það núllast út.

Einnig eiga stuðningsmennirnir sem mættu með læti hrós skilið!

Hvað hefði mátt betur fara?

Það má telja upp næstum hálft liðið en ég ætla aðeins að gagnrýna Slot hér. Að skipta út hálfu byrjunarliðinu á Stamford Bridge er ekki vænlegt til árangurs. Þessi frábæri þjálfari hefur marga kosti, en hans augljósasti ókostur er að hann virðist líta á það að rótera hópnum sem illa nauðsyn sem á að lágmarka. Til að liðið taki næsta skref þarf hann að læra að skipta mönnum út minna í einu, en oftar. Þá haldast menn í leikformi og er betur undir það búnir að koma inn í leiki þegar á þarf að halda.

Næsta verkefni

Partýið heldur áfram gegn Arsenal næsta sunnudag. Okkar menn þurfa að mæta töluvert betur til leiks, því við viljum ekki lenda í að Arsenal taki stig á Anfield, hvað þá að þeir komi með einhverja yfirlýsingu með því að rústa okkar mönnum.

 

11 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Gakpo og Connor Bradley geta gengið hnarreistir af velli eftir þennan moðvolga leik. Virgill líka og Macca. En annars var ekki mjög gaman í okkar bekk. Quansah, Tsimikas, Endo, Elliott, Darwin og Jota komnir á sölulistann. Og Chiesa líka. Hann datt á hnén þegar Chelsea leikmaður kom við hann. Ekki gott. Salah sást ekki. Trent nennti ekki.

    3
      • Hann var mjög vinnusamur að venju. En lék á köflum nánast sem fimmti varnarmaður og tengdist vörninni miklu meira heldur en miðjumönnunum sem léku með honum. Vantaði alveg tengingu framávið. Hann er einfaldlega á sölulistanum af því Slot vill hann ekki.

        3
      • Við hljótum að hafa horft á sitthvorn leikinn, því sem aftasti miðjumaður var Endo hættulegri sóknarlega en hinir tveir. Endo var út um allt. Hins vegar eiga Jones of Elliot aldrei að spila saman, kemur ekkert út úr því samstarfi.

        8
  2. Henderson 14

    Sammála Dodda litla Endo flott úr og á að vera áfram sem vara

    Hvað með Jones? Skelfilegur og hann verpur að fara

    Slot á þetta því miður skuldlaust en hann valdi liðið

    1
    • Það er ekki ég sem ætla að selja Endo, það er Slot. Og ég sleppti Jones, af því ég býst við því að hann verði áfram. En hann var slappur í dag.

      3
  3. Stuðlarnir voru mun lægri á Chelsea svo úrslitin koma ekki á óvart.

    Vonandi fara þessi hróp eftir fleiri tækifærum fyrir Elliott að þagna.

    Slot leggur mikið upp úr stöðugleika sem er eitthvað sem Elliott hefur aldrei boðið upp á. Selja hann í sumar.

    Jones var ömurlegur,,, Jota fékk ekki mikið af boltanum en heldur áfram að valda vonbrigðum. Selja þá báða.

    Quansah var óheppinn en það er mikill gæðamunur á JQ og Konate.

    Endo nýtti tækifærið

    4
  4. Þetta var frábær leikur til að læra af.

    1. Það vantar hraða í liðið. Þegar Bradley kom inná breyttist leikurinn mikið. Ef hann helst heill og lærir að senda boltann (ef…) þá verður fínt að hafa TAA í göngubolta meða Mbappe.
    2. Miðjan er bara alls ekki djúp. Endo er fínn, en skortir yfirferð. En ef 2 af MacA og Grav og Szobo væru meiddir í einu þá erum við með enga skerpu eða hraða á miðjunni
    3. Quansah er miklu betri leikmaður en við erum að sjá. Hann þarf bara að spila miklu meira til að fá reynslu. Vil alls ekki selja hann — en lán í Championship næsta vetur væri mjög gagnlegt fyrir okkur/hann.
    4. Chiesa og Nunez verða seldir. Þeirra tími er liðinn og gangi þeim vel í nýjum störfum.
    5. Tzimikas og Elliott. Þetta eru báðir ungir menn sem elska LFC og eru “adopted Scousers” — en þeirra tími er held ég kominn. Tzimikas er bara svona lala góður. Nógu góður fyrir EPL, en ekki fyrir meistarana. Elliott er mjög teknískur og hefur auga fyrir ákveðnum sóknarleik sem við spilum ekki. Hann passar líka illa með Salah því að hann er getur ekki tekið hlaupin sem Szobo gerir til að opna fyrir honum.

    Niðurstaða (mín amk…)

    1. Selja Chiesa og Nunez (augljóst)
    2. Höfum ekki pláss fyrir bæði Jones og Elliott. Báðir frekar rólegir. Höldum Jones sem Scouser in our team og vegna þess að hann getur spila 6 í double 6 kerfi. Selja Elliott (sorry)
    3. Halda Endo ef hann vill vera áfram
    4. Kaupa reyndan hafsent og lána út Quansah
    5. Ef við getum tekið Trey Nyoni og Bajetic inní hóp til að skila einhverju, þá er miðjan OK ish. En myndi vilja fá fljótan miðjumann. Höfum hann í raun ekki.
    6. Kaup níu, augljóst
    7. Við getum sloppið með Tzimikas og Robbo og Gomez í vinstri bak. Svo það er minnsta áhyggjuefnið af því sem þarf að laga. Getum beðið einn glugga þar.
    8. Markmannadæmið er löngu ákveðið og þökkum aflsappaða íranum góð ár með félaginu. Hann verður fínn í markinu hjá Bournemouth næsta tímabil.

    Slot veit alveg nákvæmlega að það eru ekki nema 13-15 leikmenn í hópnum sem eru nógu góðir til að landa titlinum. Hann tók áhættur með að þjaska út þeim hópi — en það hafðist og titillinn okkar. Vonandi fáum við amk. 4 nýja leikmenn og 1-2 af ungviðinu til að auka breiddina.

    En það er enn órætt að við þurfum nýjan hægri vængmann. Sáum þegar Salah borðaði ekki yfir Ramadan að liðið varð eins og skuggi af sjálfu sér. Ég veit ekki hvernig það verður leyst. Enginn með hæfileika kemur til LFC til að horfa á Salah spila 90.

    4
  5. Já, þetta var ,,I told you so” leikurinn hans Slot. Ég og fleiri sem höfum grenjað yfir einhæfni í liðsuppstillingu sáum ástæðuna fyrir henni.

    Var á leiknum og sat með syninum í hörðustu Chelsea-stúkunni. Þvílíkt hatur á okkar ástkæra liði. Fyrir utan Gerrard sönginn ljóta, dylgjur um atvinnuleysi, mállýskur oþh þá hrópuðu þeir: ,,Morðingjar, morðingjar!” á okkar lið.

    Við feðgar brostum í kampinn. Vorum sammála um að sigurvegrar eru ekki vinsælir meðal keppinauta og ,,aumur er öfundlaus maður (eða klúbbur í þessu tilviki)” Titillinn er okkar og þá mega dólgar ólmast, okkur að meinalausu.

    5
  6. Ástæða þess að þið eruð ekki vel liðnir er að þetta YNWA er bara hræsni. Þið takið leikmenn af lífi annan hvern dag (sjá komment og ekki gleyma Karius). Stuðningsmenn ráðast á rútur andstæðinga og nokkrir ykkar voru dæmdir fyrir Heysel.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Byrjunarliðið gegn Chelsea: Endo og Quansah byrja