Brighton 3 – 2 Liverpool

Mörkin

0-1 Elliott (9. mín)
1-1 Ayari (32. mín)
1-2 Szoboszlai (45+1 mín)
2-2 Mitoma (69. mín)
3-2 Hinselwood (85. mín)

Hvað réði úrslitum?

Eigum við ekki að segja að það hafi verið sú staðreynd að annað liðið var að djamma í Dubai í síðustu viku, en hitt liðið hafði raunverulega að einhverju að keppa? Þá er óvíst að leikurinn hefði farið svona ef t.d. MacAllister eða Virgil hefðu byrjað. Gefum Elliott þó það að hann var síst lakari en MacAllister er allajafna.

Hvað þýða úrslitin?

Þessi úrslit þýða að Liverpool eru deildarmeistarar 2024-2025, rétt eins og í síðustu viku og þarsíðustu viku.

Hverjir stóðu sig vel?

Fyrstan skulum við hér nefna Harvey nokkurn Elliott. Slot var að spila honum aðeins aftar en oftast, þ.e. hann var meira í tvöföldu sexunni með Grav en þó með “licence to roam” eins og kom berlega í ljós í fyrsta markinu þegar frábær samleikur Szobo, Salah og Bradley endaði með marki frá Elliott. Elliott var svo aftur á ferðinni í næsta marki í uppbótartíma fyrri hálfleiksins, það mark á Szoboszlai svosem skuldlaust að mestu (og var að sama skapi mjög vinnusamur á miðjunni í kvöld), en hluti hróssins má fara til æfingasvæðisins þar sem þetta mark var örugglega búið til. Gaman að sjá menn koma með rútínur, við höfum séð allt of lítið af slíku síðan markið gegn City í haust.

Þá var Quansah ágætur í sínu hlutverki, líklega fer honum betur að vera vinstra megin. Konate var ef eitthvað er meira shaky heldur en Quansah, og greinilegt að það er hellings vinna í gangi með að pumpa í sjálfstraustið hjá stráknum.

Það voru fleiri leikmenn sem mætti alveg nefna. Bradley var góður, Grav var aftur líkur sjálfum sér. Gakpo átti spretti.

Hvað mátti betur fara?

Ekkert, okkar menn eru meistarar þetta tímabilið.

En jújú, Salah hefði nú alveg mátt setja hann í dauðafærinu sínu. Tsimikas hefði líka mátt vera ögn stabílli varnarlega séð, og líkurnar á því að klúbburinn kaupi Kerkez minnkuðu ekkert eftir þennan leik. Þá var Chiesa ekkert að auka líkurnar á því að hans krafta verði óskað á næsta tímabili.

Næsta verkefni

Síðasti leikur tímabilsins, gegn Crystal Palace á heimavelli. Annar af aðalviðburðum tímabilsins, deilarmeistarabikarinn fer á loft, mikil hátíð verður í Liverpoolborg og svo skrúðganga daginn eftir. Þið sem eruð að fara, njótið í botn!

8 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Þynka eftir gott frí……það er bara þannig. Þessi og hinn ekki í stuði en ef Salah hefði nýtt sín færi þá hefðum við unnið. Niðurstaða Salah er skúrkurinn 🙂 En staðreyndin er nú kannski sú að svona margar breytingar eru bara ekki að gera sig. En mér er bara drull…..við erum meistarar og getum leyft okkur að rótera og gefa mönnum í raun snemmbúið sumarfrí. Bíð spenntur eftir fréttum af róteringum sumarsins, hverjir fara, hverjir koma og svo bara áfram gakk.
    YNWA

    4
  2. Skýrsla dottin í hús, samvinnuverkefni okkar Ívars. Ef það er einhver bölvuð vitleysa sögð þarna, þá á ég hana.

    6
  3. Jæja, spáði 2-2, en þeir eru bara hættir. Vonandi samt sigur í næsta leik og Salah með mark og stoðsendingu. Hann þarf að fara að slá þetta met.

    2
  4. Mér er nú ekki skemmt yfir þessu.
    Menn eiga að sýns metnað og ekki fara inn í næsta tímabil á svona kæruleysi.
    Auðvitað erum við meistarar og allt það. En aþþt skiptir þetta máli samt. Komo svo klára næsta leik.

    Og baráttu kveðjur á steina. Hann er búinn að vera ein af staðalímyndum Liverpool á Íslandi síðan ég man eftir. Farið í Kop ferð og fánadaga fyrir 100árum . Alltaf hefur hann verið í þessu öllu.

    4
  5. Skemmtilegur leikur þrátt fyrir allt.

    Skiptir miklu máli að hafa eitthvað til að spila fyrir.

    Salah með algjöran hauskúpuleik. Chiesa alveg týndur.

    Stórt svæði opnaðist á miðjunni þegar Jones kom inn fyrir Szoboszlai.

    Þessar innkomur Nunez eru hver annarri daprari.

    Bradley, Gravenberch og Szoboszlai góðir

    3
  6. Þetta var ömurlegur leikur hjá Liverpool, skömm að bjóða upp á svona lagað, Englandsmeistarar eða ekki, þynnka eða ekki.

    4
  7. Þetta var því miður ekki gott. Sár vöntun á gæðum á síðasta þriðjungi fyrir utan mörkin 2. Varnarleikur og t.d. hreinsun Quansah í marki 3 hrottaleg og síðan sigurmark eftir kross yfir á fjær þar sem bakverðirnir dekka ekki eða tapa skallabolta. Ansi oft í vetur og sérstaklega vinstra megin. Salah herfilegur síðustu mánuði. Ég vona að leikmannkaup fari að detta inn því mér finnst vanta slatta upp á gæði í hópnum. Það má líka fara í vorverkin og hreinsa út með sölum á mönnum. ( Kelleher, Nunez, Doak, Morton, Bajcetic, Tsimikas, Chiesa) Svo veltir maður fyrir sér hvort það væri snjallt að selja Diaz ef það kæmi gott tilboð í hann???? Hann verður 29 ára eftir hálft ár og ekki langt eftir af samningi. Mér finnst vera þörf á mikilli endurnýjun.

    3

Leave a Reply to Fannar Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn Brighton – leikþráður