Arne Slot stillir liðinu svona upp í næstsíðasta leik tímabilsins:
Hannes var því með 6 rétta í upphituninni, enda frekar erfitt að spá fyrir um þessa uppstillingu.
Brighton stillir þessu svona upp:
Verbruggen
Wieffer – Hecke – Webster – Estupinan
Baleba – Ayari
Minteh – Gruda – Adingra
Wellbeck
Blandað lið, erfiður útivöllur, öflugir mótherjar, titillinn í höfn, hvað getur klikkað?
Mín spá er 2-2.
Gaman að sjá hvort menn nýti sénsinn.
Áfram Chiesa ! Mikið var !
Vááá! Chiesa fær að byrja! Verður gaman að sjá hvort hann er sprækur.
Kannski er bara verið að stilla honum út í búðargluggann…?
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Ívar og þetta er svona leikur þar sem menn fá að spreyta sig. Þetta verður frólegt og vonandi skemmtilegt. Mér finnst erfitt að spá nokkru á þetta byrjunarlið svo ég sleppi því bara og segi pass. 🙂
Það er nú þannig
YNWA
Hrikalega flott sókn Bradley gerði vel þarna
Djös snilld! Connor Bradley er stórhættulegur í sókninni (bless, Trent vinur). Og Elliott karlinn, þetta getur hann sko alveg!
Hver er besta staða Chiesa, hélt alltaf að það væri fremsti maður. En hlusta á uppfærslur frá fróðari.
Jæja Liverpool menn farnir í sumarfríi, greinilega ekki mikið að nenna þessum leik, enda skiptir hann engu máli.
Flotta markið hjá Sly!
Þettaendar með ósköpum.
Hvernig stóð Chiesa sig? Ég missti af hluta leiksins…
Hann gat ekki rass í bala og er enþá óskiljanlegt með öllu af hverju hann var keyptur.
Það var og…
Chiesa var alveg týndur í þessum leik, kall anginn
Elliot er ljósi punkturinn í þessum leik
Ja hérna hér
Þetta er nú meira liðið.
Jæja var þetta nú nauðsynlegt að láta Brighton taka okkur svona harkalega í gegn. Eitthvað þarf nú Slots að gera fyrir síðast leikinn til að hrista upp í mannskapnum. Virkar eins og helmingur af liðinu hreinlega nenni þessu ekki.
Ágætt fyrir Slot að sjá að það þíðir ekki að vera með einhver varalið í þessari keppni.
Menn nefna Chiesa til sögunnar með slakan leik, maður spyr sig þá…… hvar er Nunez???
Eða Salah???
Flestir skel þunnir emnþá en who cares væri fínt að mæta í síðasta leikinn allavega
Fara þeir ekki bara til Dubaí og hvíla sig.
Nunez þarf ekki að spila meira fyrir Liverpool
Jeremías ?????
Fyrir þá sem vilja lesa eitthvað mikið úr úrslitunum í þessum leik vill ég benda á að á einni leiktíð á níunda áratugnum fékk Liverpool bara tvö stig úr síðustu sjö leikjum sínum en vann samt deildina á ellefu stigum! Þeir unnu svo þrennuna árið eftir!
Ekki unnið leik frá því þeir urðu meistarar, mjög lélegt að leggja sig ekki almennilega fram.
Þeir nenntu þessu ekki, liðið orðið meistari og enginn vill meiðast eða drepast úr mæði….fullkomlega skiljanlegt, þeir munu tapa síðasta leiknum líka….