Gullkastið – Schadenfreude

Þvílíka snilldar tímabilið sem þetta er að verða, Liverpool eru Englandsmeistarar og lyfta bikarnum á loft um helgina á meðan lið eins og Arsenal, Man City og Man Utd fara öll titlalaus í gegnum mótið.
Leikmannaglugginn virðist heldur betur ætla að verða fjörugri í sumar en hann var síðasta sumar og mjög spennandi nöfn orðuð við Liverpool, jafnvel strax í næstu viku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

MP3: Þáttur 522

8 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Takk fyrir gott hlaðvarp.

    Ég er Þórður þessa dagana eins og þið. Tengt því þá hlustaði ég á annað hlaðvarp í dag þar sem Pollýanna (einnig þekkt sem dr. Football) gladdist yfir Evrópuleysi sinna manna næsta vetur því þá myndi hann í staðinn alltaf sjá sína menn spila á laugardögum kl 15. Hann gleymdi að taka það með í reikninginn að aldrei þessu vant verður helmingurinn af andstæðingunum í Evrópukeppnum þ.a. rökin hans fyrir laugardagsleikjum kl 15 halda ekki vatni.

    Það þarf ekki meira en þetta til að gleðja Þórðinn mig.

    18
    • Man Utd eru að verða af gríðarlegum peningum sem áttu að fara í að kaupa leikmenn fyrir leikkerfið góða.

      Auk þess er Man Utd skuldum vafið og eru alveg upp við þanþolsmörk FFP.

      Þeir eru í aævarlegum vandræðum og þessi doktor hefur í langan tíma verið í afneitun gagnvart þessu lélega liði sem að óllum líkindum mun ekki spila í Evrópu næstu 2 árim.

      11
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn kop-arar og góðaferð og skemmtun SSteinn. Ég er sammála öllum sem hafa haft notalega þórðargleð eftir sigur C.Palace og Spurs í vikunni. Það er öllum ljóst sem hlusta á þátt Hjörvars Hafliða að manjú gleraugu hans eru orðin ansi kámug og byrgja honum sýn. Afneitun hans á stöðu MU er hlægileg í besta falli en bróstumkennanleg annars. Hvað sem öðru líður þá finnst mér lítið að frétta af stöðu M.City og þeirra hundraðogfimmtánþúsund brotum. Mikið mundi það gera þórðargleðinni gott að fá skemmtilegar fréttir af þeim vettvangi. 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  3. Ég velti fyrir mér hvort að það hafi nokkurn tímann gerst í sögu ensku deildarinnar að á sama tímabilinu gerist það að það vinni fjögur likable lið sem auðvelt er að samgleðjast (allavega fyrir þann hlutlausa). Liverpool, Palace, Newcastle og Spurs. Allt félög með gríðarlega ástríðufulla stuðningsmenn sem hafa þurft að bíða lengi eftir að hafa náð takmörkum sínum. Kannski ekki langt síðan L’pool vann deildina en þá var ekki hægt að fagna saman. Klárlega eitt besta tímabil frá því að ég man eftir mér og ekki skemmir fyrir bullið í kringum sálarlausa ljósbláa Manchester liðið og hitt litla liðið úr sömu borg.

    3
  4. Svona ef maður leyfir sér aðeins að dreyma stilla upp drauma signings fyrir næsta tímabil

    Fá inn Isak, Wirtz, Frimpong og Kerkez og Mamardasvili

    Seljum
    Nunez, Kelleher, Tsimikas, Endo, Elliot, Morton og Chiesa
    það er hægt að fá fullt af peningum fyrir þessa leikmenn sem spila lítið sem ekkkert.

    A- liðið

    ———————Isak———————
    Gakpo———-Wirtz———–Salah
    —-Gravenberch–MacAllister—-
    Kerkez–Van Dijk–Konate–Frimpong
    ——————-Allison———————-

    B- liðið
    ———————Jota———————
    Diaz———-Szobozlai———–Doak
    ————Jones——-Bajcetic————–
    Robbo–Quansah–Gomez–Bradley
    ——————-Mamardasvili———————-

    3
    • Held við getum alveg gleymt því að kaupa Isak. Möööööögulega ef Newcastle ná ekki meistaradeildarsæti, en þá yrði hann samt alltaf 100+ millur.

  5. Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt.

    Sjaldan hefur ein vika í fótbolta verið eins þægileg og skemmtileg og þessi – tek undir með ykkur, aldrei vekja mig! 🙂 Afhroð Manchester-liðanna í þessari viku er algert og Ange á kaldasta quote-ið í enska boltanum sem hann lét falla í fyrra: “Usually in my second season, I win things.” ManUtd-menn eru margir hverjir í algerri afneitun á meðan annaðhvert YouTube-video er að sýna þessa flokksgæðinga í algeru meltdown – versta frammistaða þeirra í langan tíma í ensku deildinni er staðreynd. Mögulega er þetta frávik þeirra í frammistöðu á Premier League-tímanum undir stjórn Sir Alex það sem er að valda þessu veseni hjá þeim – sögulega hefur ManUtd verið í besta falli meðal-lið þannig að það að þeim hafi tekist að fljúga svona nærri sólu hefur mögulega skaðbrennt þá fyrir lífstíð.

    Ekki græt ég það svo sem 🙂

    Hvað varðar leikmannamálin þá finnst mér eiginlega alveg ótrúlegt að sjá hversu fljótir menn eru að grípa til aðgerða við að ganga frá kaupum – maður hefur ekki séð þetta gerast í seinni tíð enda hafa menn á Anfield oftast beðið fram á sumarið með sínar tilkynningar… ef einhverjar tilkynningar voru til staðar á annað borð enda verið tiltölulega hljótt um að vera í leikmannaskiptunum hjá okkur. Eiginlega er ég enn gáttaður á því að þessi Wirtz-orðrómur sé enn svona sterkur, sérstaklega í ljósi þess hverjir það eru sem eru að bera þennan orðróm áfram. Það þarf ekki einu sinni að ræða það hversu stórt statement það væri ef Liverpool er af fullri alvöru að bítast um bestu bitana á markaðnum.

    Ég er svolítið pirraður yfir því að við getum ekki klárað þetta blessaða tímabil okkar með smá sæmd. Við löndum enska titlinum og höfum ekki einu sinni unnið leik eftir það. Við vorum í kjörstöðu að senda Arsenal og Chelsea í smá niðurfalls-spíral en okkur tókst það ekki. Við vorum í kjörstöðu að klára deildina með mesta stigamun sigurvegara í ensku deildinni en okkur tókst það ekki. Við endum með færri stig heldur en Arsenal náði í fyrra og það landaði þeim öðru sætinu í deildinni þá.

    Helst hefði ég viljað sjá Slot raða upp sínu besta liði en það virðist eitthvað fara í taugarnar á sumum, hvort sem það þarf að hvíla einhverja leikmenn í lok tímabils eða ekki? Tímabilinu er að verða lokið og næg hvíld framundan þannig að þau rökin falla um sjálft sig. Helst hefði ég viljað sjá TAA spila alla þessa leiki en það má víst ekki móðga einhverja millistjórnendur úr Breiðholtinu eða einhver lítilmenni sem finnst það bara eðlilegt að baula á leikmann Liverpool. Endemis fásinna sem er þess valdandi að tímabilið endar með þessari magalendingu. Það skiptir víst ekki öllu því við erum enskir meistararar – ManUtd er síðan eins langt frá því að geta nokkuð og munu líklegast enda í fjórða neðsta sæti í deildinni – það eitt og sér er alveg tilefni til þess að skála!

    Áfram að markinu – YNWA!

    2

Leave a Reply to Max Burch Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Uppgjör liða – Liverpool FC kvenna