Slúðrið: Er Wirtz í ALVÖRU að koma?

Það hefur heldur betur hitnað undir slúðrinu varðandi Florian Wirtz í dag, og ef eitthvað er að marka téð slúður, þá er kappinn búinn að samþykkja að ganga til liðs við Liverpool. Þá er Liverpool búið að hefja formlegt samningaferli við Bayer Leverkusen skv. Paul Joyce, og þegar hann er farinn að tvíta um hlutina, þá er það talsvert meira en bara slúður.

Wirtz á að hafa verið mun hrifnari af planinu sem Arne Slot lagði upp varðandi hans hlutverk í liðinu, eins er æfingaaðstaðan í Kirkby mun nýtískulegri heldur en sú hjá Bayern. Það skemmir líka ekki fyrir að Bayer var aldrei neitt sérstaklega hrifið af því að selja drenginn (sem er jú aðeins 22ja ára) til erkióvinanna, en er alveg tilbúið til að setja hann í hendurnar á Slot. Talað um að Bayern München hefði alltaf þurft að punga út 150 milljónum evra (sem eru í kringum 127 milljónir punda á núverandi gengi), en verðið gæti orðið eitthvað lægra fyrir Liverpool.

Wirtz á að vera búinn að skoða möguleg hús á Merseyside, það var meira að segja slúðrað um það fyrir meira en viku síðan að þekktur leikmaður hefði verið í sambandi við fasteignasala, svo líklega er þetta ferli búið að vera í gangi í lengri tíma en við kannski áttum okkur á. Það gæti því farið svo að það fari að bresta á með opinberum tilkynningum. Líklega mun þó klúbburinn leyfa lokaleiknum að klárast ásamt bikarlyftingunni ðg tilheyrandi fagnaðarlátum, sem og rútuferðinni um borgina á mánudaginn. En eftir það skulum við ekki verða neitt hissa þó svo að það fari að koma opinberar tilkynningar.

10 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Frimpong og Wirtz kynntir á sama tíma ?
    Ég á samt erfitt með að trúa þessu eins og er en það er nokkuð ljóst að þetta er að verða líklegra og líklegra.
    Ef að þessir helstu pennar ganga svo langt að segja að Wirtz sé búinn að semja við Liverpool þá hlýtur þetta bara að vera tímaspursmál, nema að Alonso og Real fari að koma að þessu.

    3
  2. ????????: Florian Wirtz has total ????????? on personal terms with Liverpool as Bayer Leverkusen are also aware of his desire

    The contract agreement is done after Wirtz gave clear preference to Liverpool over Bayern, decision made.

    Club to club talks already underway as revealed earlier as Liverpool are confident to get the ???? ???? ????… and not a long saga for the upcoming weeks.

    1
  3. Síðustjórnendur hvað segið þið um að bæta við hnapp með “tilkynni til útfellingar” merkingu á svona rusl, ásamt (viðvörunar)talningu sem viðvörun til annara lesenda?

    (Hef “soldið” verið að smella viljandi á svona hlekki í dag til að skoða, þessi hafði þó íslenskt nafn. Tökum agað á þessu vandamáli.)

    2
    • ok gott múv, hjá ykkur, þið tókuð innleggið út á meðan ég skrifaði þetta.

      Öll mín virðing!!

      1
      • Já þetta blessaða spam er að gera okkur gráhærða (umfram hefðbundin ellimerki).

        Ég kann ekki nógu vel á WordPress til að vita hvort það sé hægt að vippa þessu upp, en í grunninn þá erum við bara með auga á þessu oft á dag, og erum grimmir að setja IP tölur á bannlistann.

        1

Leave a Reply to Red Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Gullkastið – Schadenfreude